Fréttir


Norræn þjálfaraferð

15-01-2018

Fimm þjálfarar frá Íslandi fara seinna í mánuðinum í heimsókn til FC Nordsjælland og í kjölfarið á Norrænu þjálfararáðstefnuna í Gautaborg. 

Gleðileg jól, með ósk um gott og farsælt komandi knattspyrnuár

24-12-2017

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands sendir öllum knattspyrnuþjálfurum og öðrum velgjörðarmönnum KÞÍ, sínar bestu óskir um gleðileg jól, með ósk um gott og farsælt komandi HM-ár.

Þjálfaraferð til Englands

19-12-2017

 

 

 

KÞÍ hefur fengið nokkur sæti í Þjálfaraferð til Englands 8.-13. mars í samvinnu við knattspyrnuþjálfarafélög frá Svíþjóð og Noregi. 

Norræn þjálfararáðstefna

13-12-2017

KÞÍ ásamt öðrum knattspyrnuþjálfarafélögum á Norðurlöndum standa að sameiginlegri ráðstefnu í Gautaborg í Svíþjóð helgina 26.-28. janúar. Þetta er annað árið í röð sem að slík ráðstefna er haldin í Gautaborg.

KÞÍ mun veita fjórum meðlimum félagsins 50.000 kr styrk til að sækja ráðstefnuna.

Fræðslufyrirlestur Mikael Beale og Aðalfundur KÞÍ.

10-12-2017

Stjórn Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands vill þakka félagsmönnum og öðrum þátttakendum sem komu á fyrirlestur Mikael Beale og á aðalfund félagsins kærlega fyrir mætinguna. Við vonumst til þess að knattspyrnuþjálfarar hafi haft gagn og gaman af fyrirlestrinum. Öll gögn frá Mikel Beale er hægt að nálgast í fyrri færslu hér á vefsíðunni.

 

Stjórn KÞÍ var endurkjörin á aðalfundi félagsins.

Sigurður Þórir Þorsteinsson formaður / Kjörinn á aðalfundi til tveggja ára 2016.

Theodór Sveinjónsson varaformaður / Kjörinn á aðalfundi til tveggja ára 2016.

Birgir Jónasson gjaldkeri  / Kjörinn á aðalfundi til tveggja ára 2016.

Halldór Þ. Halldórsson ritari / Kjörinn á aðalfundi til tveggja ára 2016.

Hákon Sverrisson meðstjórnandi / Kjörinn á aðalfundi til tveggja ára 2017.

Aðalbjörn Hannesson varamaður / Kjörinn á aðalfundi til eins árs 2017.

Bjarki Már Sverrisson varamaður / Kjörinn á aðalfundi til eins árs 2017.

 

Með knattspyrnukveðjum

Stjórn KÞÍ.

Fræðslufyrirlestur Mikael Beale.

02-12-2017

Kæru þjálfarar.

Hér er hægt að sjá glærur frá fundinum og æfingaseðilinn fyrir verkleguæfinguna.

Vonandi geta menn nýtt sér upplýsingar af þessum glærum. 

 

Með kveðju stjórn KÞÍ.

Smellið hér á vefslóðirnar til þess að nálgast glærur og æfingaseðil

Glærur

Æfingaseðill

Aðalfundur KÞÍ og fyrirlestur frá Michael Beale, knattspyrnuþjálfara yngriflokka hjá Liverpool akademíunni.

26-11-2017

Aðalfundur KÞÍ og fyrirlestur frá Michael Beale, knattspyrnuþjálfara yngriflokka hjá Liverpool akademíunni.

 

Hinn 2. desember nk. ætlar Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) að sameina fræðsluviðburð (fyrirlestur og sýnikennslu) og aðalfund félagsins. Er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem það er gert. Stjórn KÞÍ vonast til þess að félagsmenn taki vel í þetta og fjölmenni á báða viðburði. Fræðsluviðburður og aðalfundur fara hvoru tveggja fram í Fífunni í Kópavogi. Sjá hér að neðan.

 

Leiðbeinandi fræðsluviðburðarins verður Michael Beale, yngriflokka þjálfari hjá Liverpool akademíunni. Michael hóf þjálfunarferil sinn hjá Chelsea, þar sem hann hann starfaði í rúm níu ár (2003-2012). Hjá Liverpool hefur hann starfað frá árinu 2012, að undanskildu nokkurra mánaða tímabili er hann starfaði hjá São Paulo í Brasilíu. Mikael er núverandi þjálfari yngstu leikmanna Liverpool, U6 til U9 ára. Michael ætlar í fyrirlestri sínum að fjalla um leikmannaþróun hjá Liverpool akademíunni og vera með eina verklega sýnikennslu.

Aðalfundur knattspyrnuþjálfarafélags Íslands og fræðsluerindi Michael Beale þjálfara yngriflokka Liverpool.

18-11-2017

Laugardaginn 2. desember nk. mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) standa fyrir ráðstefnu fyrir þjálfara og halda aðalfund félagsins… Í næstu frétt hér að ofan sjá félagsmenn dagskrá ráðstefnunnar. 

 

Dagskrá aðalfundar, sem hefst kl. 17:45, verður eftirfarandi:

 • Fundarsetning.
 • Kosning fundarstjóra og fundarritara.
 • Skýrsla stjórnar.
 • Reikningar félagsins.
 • Lagabreytingar.
 • Kosning formanns, meðstjórnenda og varamanna skv. ákvæði 7. gr. laga KÞÍ.
 • Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
 • Ákvörðun um árgjald skv. 6. gr. laga
 • Önnur mál

 

Þá verða veittar viðurkenningar fyrir þjálfara ársins í efstu deild karla og kvenna og viðurkenningar fyrir vel unnin störf við þjálfun yngri flokka.

 

Léttar veitingar verða á boðstólum.

 

Athygli er vakin á því að tillögur um lagabreytingar á lögum KÞÍ skulu hafa borist stjórn félagsins skriflega sjö dögum fyrir aðalfund, sbr. 11. gr. laganna. Breytingar þurfa samþykki ¾ fundarmanna. 

 

Stjórn KÞÍ hvetur félagsmenn sína til að mæta.

Knattspyrnudeild ÍR óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir yngriflokka félagsins.

14-09-2017

Barna og unglingaráð (BUR) yngri flokka knd. ÍR óskar eftir að ráða þjálfara í yngstu flokka deildarinnar.

Bikarúrslitaráðstefna KÞÍ og KSÍ 9. september 2017

03-09-2017

 

Líkt og undanfarin ár munu Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands og Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir veglegri ráðstefnu í tengslum við úrslitaleik Borgunarbikars kvenna sem fram fer laugardaginn 9. september.

Þema ráðstefnunnar verður Evrópumót kvennalandsliða sem fram fór í Hollandi í sumar. Nils Nilsen sem stýrði Danmörku til silfurs í mótinu og Freyr Alexandersson þjálfari íslenska liðsins verða báðir með veglaga fyrirlestra. Þeir mun fara yfir undirbúning liðanna fram að móti sem og hvernig unnið var með liðin á mótinu sjálfu.

 

Einnig mun verður fjallað ítarlega um lið ÍBV og Stjörnunnar sem leika um Borgunarbikarinn.

Knattspyrnudeild Tindastóls auglýsir eftir yngriflokkaþjálfara í fullt starf ásamt vinnu á skrifstofu félagsins.

29-08-2017

Knattspyrnudeild Tindastóls auglýsir eftir yngri flokka þjálfara í fullt starf ásamt vinnu
á skrifstofu félagsins. Umsækjendur þurfa helst að hafa reynslu af þjálfun en umfram
allt brennandi áhuga á að starfa með börnum og unglingum.
 

Ráðningarferli knattspyrnuþjálfara, atriði til íhugunar.

23-08-2017

Nú líður að háannatímabili í ráðningarmálum knattspyrnuþjálfara. Af því tilefni vill stjórn Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ) beina nokkrum atriðum/heilræðum til þjálfara og íþróttafélaga við ráðningarferli þjálfara.

Knattspyrnudeild UMF Sindra á Hornarfirði leitar að yfirþjálfara fyrir yngri flokka félagsins.

13-08-2017

Yngri flokka ráð knattspyrnudeildar UMF Sindra á Hornafirði leitar að yfirþjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Iðkendur deildarinnar eru um 100 og leitar félagið eftir metnaðarfullum og drífandi einstaklingi til að byggja upp starfssemi deildarinnar samhliða þjálfun yngri flokka. Allar aðstæður til þjálfunar eru til fyrirmyndar og mun deildin aðstoða tilvonandi þjálfara með húsnæði á staðnum.

Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af þjálfun barna og unglinga og hafi sótt þjálfaranámskeið hjá KSÍ. Viðkomandi þarf að geta leiðbeint öðrum þjálfurum og búa yfir skipulögðum og vönduðum vinnubrögðum og vera lipur og jákvæður í samskiptum.

Áhugasamir sendi umsókn eigi síðar en 18. ágúst á yngriflokkar@umfsindri.is en frekari upplýsingar um starfið veita Jón Kristján Rögnvaldsson í síma 843-0699 og Trausti Magnússon í síma 862-3757.

Knattspyrnudeild Vestra óskar eftir því að ráða yfirþjálfara fyrir yngri flokka félagsins.

13-08-2017

Knattspyrnudeild Vestra óskar eftir að ráða yfirþjálfara yngri flokka félagsins. Starfshlutfallið er sveigjanlegt, getur verið 50-100% eftir samkomulagi. Hluti af vinnunni verður almenn þjálfun yngri flokka. Yfirþjálfari hefur yfirumsjón með öllu faglegu barna- og unglingastarfi og er honum ætlað að efla yngri flokka félagsins og leiða félagið áfram í komandi verkefnum. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á knattspyrnuþjálfun. Reynsla og þjálfaramenntun er skilyrði fyrir ráðningu. Aðrar hæfniskröfur:

 • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði
 • Góð samskipti
 • Þjálfaramenntun
 • Almenn tölvufærni
 • Hreint sakavottorð
 • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur

Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 2017. Umsókn ásamt ferilskrá óskast sent á Kristján Þór Kristjánsson formann barna og unglingaráðs kriskristjans@gmail.com. Nánari upplýsingar gefur Kristján í síma 6602664.

Bikarúrslitaráðstefna KÞÍ og KSÍ 12. ágúst 2017

01-08-2017

Líkt og undanfarin ár munu Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands og Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir veglegri ráðstefnu í tengslum við úrslitaleik Borgunarbikars karla sem fram fer laugardaginn 12. ágúst.

 

Það er mikill heiður að tilkynna að aðalfyrirlesari þetta árið er Þjóðverjinn Bernd Stöber, en hann er yfirmaður þjálfaramenntunar hjá Þýska knattspyrnusambandinu.

Óhætt er að segja að uppgangur Þýskalands á knattspyrnusviðinu hefur verið mikill undanfarin ár. Þýsk landslið, allt frá A-landsliðunum niður í yngri landslið, hafa unnið nánast allt sem hægt er að vinna, bæði í karla- og kvennaflokki.

Knattspyrnudeild Grindavíkur auglýsir eftir yfirþjálfara.

29-07-2017


Við leitum að metnaðarfullum, skipulögðum, áreiðanlegum og kraftmiklum einstaklingi með reynslu og menntun í knattspyrnuþjálfun. Umsækjendur þurfa að eiga auðvelt með mannleg samskipti og leita leiða til að efla en frekar yngri flokka starf félagsins. Yfirþjálfari hefur m.a. yfirumsjón með faglegu barna- og unglingastarfi sem skal unnið samkvæmt siðareglum, uppeldisáætlun og lögum félagsins sem og ítarlegri starfslýsingu sem mun fylgja ráðningarsamningi. Hreint sakavottorð skilyrði.
Umsóknarfrestur er til 15.ágúst 2017. Umsókn ásamt ferilskrá óskast sent á Knattspyrnudeild Grindavíkur umfg@centrum.is en nánari upplýsingar eru gefnar í síma deildarinnar 426-8605.

My Coach þjálfaraforritið sem fylgir árgjaldi KÞÍ.

24-06-2017

Ágætu knattspyrnuþjálfarar.

 

Knattspyrnuþjálfarafélagið (KÞÍ) og fyrirtækið My Coach undirrituðu á dögunum samstarfssamning sín á milli sem tryggir félagsmönnum KÞÍ áskrift að hugbúnaðinum My Coach. Af því tilefni stóð KÞÍ fyrir kynningu á umræddum hugbúnaði og var sú kynning ágætlega sótt.

Fyrirkomulag verður á þann veg að við greiðslu árgjalds 2017 fá félagsmenn KÞÍ aðgang að umræddum hugbúnaði til eins árs. Er hugmyndin sú að aðgangur muni svo fylgja árgjaldi a.m.k. næstu tvö ár þar á eftir.

BDFL: Þjálfararáðstefna Þýska knattspyrnufélagsins 24. júlí til 26. júlí 2017.

18-06-2017

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands hefur fengið boð um að senda einn fulltrúa á árlega ráðstefnu Þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins. Ráðstefnan verður haldin í Bochum en hún byrjar. mánudaginn 24. júlí kl. 09:00 og endar miðvikudaginn 26. júlí kl. 13:00.  Ráðstefnuviðburðirnir verða í RuthCongress Bochum (RCB) og á knattspyrnuvellinum Vonovia Ruhrstadion. Hátt í 1000 þjálfarar munu sækja ráðstefnuna þetta árið og því vonumst við til þess að einhver frá Íslandi geti farið á hana og skilað síðan inn skýrslu til KÞÍ að henni lokinni. ATHUGIÐ að ráðstefnan fer fram á þýsku og því þurfa umsækjendur að skilja og tala þýsku. Aðal viðfangsefnið á ráðstefnunni verður: Að skora mörk / sóknarleikur.

https://www.bdfl.de/images/ITK_2017_Text_Homepage_15032017.pdf

https://www.bdfl.de/trainerkongress/aktuelles.html

 

 

My Coach kynning fyrir félagsmenn KÞÍ

08-06-2017

Ágætu knattspyrnuþjálfarar.

 

Líkt og fram kom í auglýsingu á dögunum frá stjórn KÞÍ er unnið að því að gera samning um kaup á hugbúnaðinum My Coach sem m.a. er ætlaður knattspyrnuþjálfurum og mun fylgja árgjaldi félagsmanna fyrir árið 2017.

Af því tilefni stendur KÞÍ fyrir kynningu á hugbúnaði þessum sunnudaginn 11. júní nk., kl. 16:15, í húsakynnum ÍSÍ, sal D. Thomas De Pariente, einn fyrirsvarsmanna My Coach, mun annast kynninguna sem fram fer á ensku. 

Aðgangur er ókeypis en ráðgert er að kynningin taki um eina klukkustund.

 

Stjórn KÞÍ.

Akademíuþjálfarar frá Atletico Madrid og Dinamo Zagreb með ráðstefnu 11. júní 2017

05-06-2017

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands og Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir áhugaverðri ráðstefnu í Laugardalnum í Reykjavík sunnudaginn 11. júní nk. Hingað til lands koma tveir fyrirlesarar, Ivan Kepčija frá Dinamo Zagreb í Króatíu og Carlos García Cuesta frá Atletico Madrid á Spáni.

 

Ivan Kepčija starfar sem aðstoðar akademíustjóri hjá Dinamo Zagreb í Króatíu auk þess að vera aðstoðarlandsliðsþjálfari U19 landsliðs karla hjá Króatíu. Hann er með UEFA A þjálfaragráðu og meistaragráðu í íþróttafræði.

Ivan starfaði náið með Romeo Jozak, fræðslustjóra króatíska knattspyrnusambandsins, við gerð kennsluskrá króatíska sambandsins og mun erindi hans fjalla um það hvernig leikmenn Króatar vilja ala upp og hvaða aðferðir þeir nota.

 

Carlos García Cuesta er þjálfari í unglingaakademíu Atletico Madrid á Spáni. Hann mun fjalla um það hvernig Madrídarliðið innleiðir leikaðferð sína í yngri liðin og hvernig æfingavika er skipulögð hjá félaginu, mismunandi kröfur leiksins og aðferðir sem þjálfarar Atletico Madrid nota til að ná markmiðum sínum.

 

 


Samstarfsaðilar