Fréttir


Kasper Hjulmand - 26. febrúar 2020

17-02-2020

Kasper Hjulmand - 26. febrúar 2020

Miðvikudaginn 26. febrúar mun KÞÍ og KSÍ standa fyrir endurmenntunar viðburði í Fífunni. Dagskrána má sjá hér að neðan.

Árgjald KÞÍ 2020

26-01-2020

Ágætu knattspyrnuþjálfarar.

Nú hafa knattspyrnuþjálfarar fengið sendan rafrænan greiðsluseðil fyrir árgjaldi KÞÍ vegna 2020. Greiðsluseðillinn er birtur sem valgreiðsla í heimabanka og sendur öllum knattspyrnuþjálfurum sem einhvern tímann hafa greitt árgjald KÞÍ.

AEFCA ráðstefna

08-01-2020

Hákon Sverrisson og Kristján Gylfi Guðmundsson stjórnarmenn KÞÍ voru fulltrúar KÞÍ á ráðstefnu AEFCA (Evrópska þjálfarafélagsins) í Warsaw í Póllandi 12.-15.okt sl.

Hér er skýrsla þeirra um ferðina.

Vekjum athygli á að hægt er að sjá fleiri myndir úr ferðinni og nokkur stutt video af æfingu aðalliðs Legia Warsaw í myndaalbúmi á eftirfarandi slóð.

https://photos.app.goo.gl/wLiZsAUhP4XUYhLU9

Ferð til Kristianstad

06-01-2020

Theodór Sveinjónsson og Haraldur Árni Hróðmarsson fengu styrk frá KÞÍ til að fara til Svíþjóðar og heimsóttu þeir kvennalið Kristianstad í Svíþjóð ásamt fleiri þjálfurum.

Við hvetjum þjálfara til að sækja um styrk hjá KÞÍ fyrir ferðir sem eru fyrirhugaðar.

Hér er skýrsla þeirra um ferðina

Gleðileg jól

24-12-2019

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) óskar öllum knattspyrnuþjálfurum og öðrum venzlamönnum KÞÍ gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

Endurmenntunarstyrkur

23-09-2019

Ágæti félagsmaður!

Í ár veitir KÞÍ þremur þjálfurum endurmenntunarstyrk að fjárhæð 75.000 kr. Skilyrði fyrir veitingu styrks er að honum verði ráðstafað til endurmenntunarverkefnis og að þjálfari hafi greitt árgjald KÞÍ fyrir árið 2019 og síðustu tvö ár þar á undan.

Knattspyrnuþjálfari óskast á Blönduós

09-09-2019

Knattspyrnuþjálfari óskast á Blönduós

Atli Eðvaldsson látinn

02-09-2019

Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og landsliðsþjálfari karla, er látinn, 62 ára að aldri, eftir erfið veikindi.

Atli var ekki aðeins afburða knattspyrnuleikmaður, hann átti einnig langan og farsælan þjálfaraferil, bæði hjá félagsliðum og íslenska A-landsliði karla. Þá var hann góð fyrirmynd annarra knattspyrnuþjálfara með jákvæðu viðhorfi, ástríðu og metnaði.

Stjórn Knattspyrnuþjálfafélags Íslands vottar fjölskyldu Atla Eðvaldssonar innilegrar samúðar

Bikarúrslitaráðsstefna KÞÍ og KSÍ 14.september

02-09-2019
Laugardaginn 14. september munu KÞÍ og KSÍ standa fyrir veglegri Bikarúrslitaráðstefnu í Laugardalnum. Dagskrána má sjá hér að neðan, en þemað að þessu sinni verður þjálfun barna- og unglinga. Aðal fyrirlesari verður Tom Byer, en hann er einn þekktasti fyrirlesari á sviði barna og unglingaþjálfunar í heimi og mun vera með fyrirlestur og verklegan tíma.
Verð:
Frítt fyrir meðlimi í KÞÍ (hægt er að ganga í félagið á kthi.is)
6.000 kr. fyrir þá sem ekki eru meðlimir í KÞÍ
Ráðstefnan veitir 7 tíma í endurmenntun á KSÍ þjálfaragráðum.

Íþróttafélagið Ösp auglýsir eftir knattspyrnuþjálfara.

28-05-2019

Íþróttafélagið Ösp auglýsir eftir fótboltaþjálfara til að taka við
öflugu liði Asparinnar í fótbolta.
Hópurinn er stór og fjölbeyttur í meira lagi og hefur þjálfun hans
farið fram í tvennu lagi.

Hugleiðing um stöðu knattspyrnuþjálfara og KÞÍ

18-04-2019

Hugleiðing um stöðu knattspyrnuþjálfara og KÞÍ

Hinn 1. maí nk. mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) senda út rafræna greiðsluseðla vegna árgjalds 2019. Stjórn KÞÍ bindur vonir við að þjálfarar bregðist við þessu og greiði árgjaldið sem er 6.000 krónur. 

 

Sú breyting var gerð á lögum KÞÍ á síðasta ársfundi að reikningsárið er almanaksárið, þ.e. 1. janúar til 31. desember, í stað 1. september til 31. ágúst næsta árs. Fyrra fyrirkomulag olli tíðum misskilningi meðal félagsmanna þar sem þeir sem greiddu árgjald eftir mitt ár en fyrir 31. ágúst töldu sig vera greiða fyrir allt árið. Er það von stjórnar KÞÍ að með þessari breytingu, að miða reikningsár við almanaksár, verði þessum misskilningi eytt.

Afslættir til félagsmanna 2019

28-02-2019

Kæru félagsmenn. 

Stjórn KÞÍ er í þessum töluðu orðum að dreifa félagsskírteinum á virka (greidda) félagsmenn. En til þess að vera virkur félagsmaður þarf að greiða félagsgjald KÞÍ. Nú þegar eru nokkur fyrirtæki komin á listann hjá okkur en við erum að vinna í því að finna fleirri fyrirtæki til að koma til liðs við okkur.  Hér á forsíðunni er hægt að smella á krækju til þess að sjá hvaða fyrirtæki veita afslætti til félagsmanna.

Stjórnin er í þessum töluðu orðum að vinna í styrkja-og afsláttamálum hjá fyrirtækjum fyrir félagsmenn.
Er eitthvað fyrirtæki sem ÞÚ hefðir áhuga á að við höfum samband við eða gætir komið okkur í samband við .
Vinsamlegst sendu okkur tillögu á doribolti@hotmail.com

Fyrr hönd stjórnar.

Halldór Þ. Halldórsson ritari.

Þjálfararáðstefna Fundacion Real Madrid

25-02-2019

Norræn þjálfararáðstefna 27. - 29. janúar næstkomandi.

09-01-2019

KÞÍ ásamt öðrum knattspyrnuþjálfarafélögum á Norðurlöndum standa að sameiginlegri ráðstefnu í Gautaborg í Svíþjóð helgina 27.-29. janúar næstkomandi.
 

Áhersla á ráðstefnunni verður á leikmannaþróun bæði í almennu starfi og á elite leveli. Fyrirlesarar koma frá Norðurlöndunum en meðal þeirra verður Hákon Sverrisson yfirþjálfari Breiðabliks. Dæmi um viðfangsefni eru þróun hæfileikaríkra leikmanna, markmannsþjálfun og hraðaþjálfun.

Verð á mann á ráðstefnuna og hótelgisting á First Hotel Kviberg Park í tveggja manna herbergi er 4495 sænskar krónur sem er um 60.000 kr. Einnig er hægt að velja öðruvísi hótelpakka eins og sjá á vefsíðu viðburðarins.Þessi ráðstefna telur sem 15 tímar í endurmenntun á KSÍ A og KSÍ B þjálfaragráðum.

 

Áhugasamir geta sent vefpóst á doribolti@hotmail.com og fengið nánari upplýsingar.

Gleðileg jól!

24-12-2018

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands sendir öllum knattspyrnuþjálfurum og öðrum velgjörðarmönnum KÞÍ, sínar bestu óskir um gleðileg jól, með ósk um gott og farsælt komandi knattspyrnuár.

Aðalfundur KÞÍ var haldinn í Smáranum í Kópavogi, fimmtudaginn 13. desember.

15-12-2018

Aðalfundur KÞÍ var haldinn í Smáranum í Kópavogi, fimmtudaginn 13. desember. Um 20 manns sóttu fundinn.  

Hér er hægt að sjá samantekt frá fundinum. Skýrsla Aðalfundar mun verða birt eftir helgina og þá verður hún aðgengileg félagsmönnum hér á síðunni.

AEFCA ráðstefna í Antalya - Belek 8.-11.nóv 2018

13-12-2018

Aðalbjörn Hannesson og Hákon Sverrisson stjórnarmenn KÞÍ sóttu ráðstefnu AEFCA í Antalya, Belek 8.-11. nóvember 2018. 

Hér er skýrsla frá ráðstefnunni.

Gögn frá AEFCA ráðstefnu í Serbíu október 2017

13-12-2018

Halldór Þ. Halldórsson og Theodór Sveinjónsson stjórnarmenn KÞÍ sóttu ráðstefnu AEFCA í Serbíu fyrir hönd KÞí í október 2017. Hér er skýrsla úr ferðinni en einnig er hægt að sjá ferðasögu þeirra félaga á fésbókarsíðu félagsins. 

 

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands og fyrirlestur

28-11-2018

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ) verður haldinn í veitingasal Smárans í Kópavogi, 2. hæð, fimmtudaginn 13. desember nk.

Dagskrá fundar verður eftirfarandi:

* Fundarsetning.

* Kosning fundarstjóra og fundarritara.

* Skýrsla stjórnar.

* Reikningar félagsins.

* Lagabreytingar.

* Kosning formanns, meðstjórnenda og varamanna skv. ákvæði 7. gr. laga KÞÍ.

* Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.

* Ákvörðun um árgjald skv. 6. gr. laga KÞÍ.

* Önnur mál.


Athygli er vakin á því að tillögur um lagabreytingar á lögum KÞÍ skulu hafa borist stjórn félagsins skriflega sjö dögum fyrir aðalfund, sbr. 11. gr. laganna. Breytingar þurfa samþykki ¾ fundarmanna.


Að fundi loknum verða veittar viðurkenningar fyrir þjálfara ársins hjá mfl. karla og kvenna og viðurkenningar fyrir vel unnin störf við þjálfun yngri flokka.


Dagskrá hefst kl. 19:30 með fyrirlestri Daða Rafnssonar sem hefur yfirskriftina „Starfsumhverfi knattspyrnuþjálfarans – Ísland/útlönd“. Fyrirlesturinn veitir tvö endurmenntunarstig.


Ráðgert er að aðalfundur hefjist um kl. 20:30.

Léttar veitingar verða á boðstólum.

Stjórn KÞÍ hvetur félagsmenn sína til að mæta.


Reykjavík, 28. nóvember 2018,

Stjórn KÞÍ.

Velheppnuð bikarúrslitaráðstefna

21-09-2018

Bikarúrslitaráðstefna KÞÍ og KSÍ heppnaðist vel líkt og undanfarin ár. Aðsóknin var ljómandi góð og voru þjálfarnir sem mættu ánægðir með Óla Stefán Flóventsson sem fór yfir hvernig þjálfarateymið virkaði hjá honum og í kjölfarið setti fram greiningu fyrir úrslitaleikinn í bikarnum.

Erindi Kris van der Haegen var einnig mjög áhugavert um hugmyndafræði Belga í þjálfun. Kris er yfirmaður þjálfunarmenntunar hjá belgíska knattspyrnusambandinu, aðstoðarþjálfari A-landsliðs kvenna hjá Belgum og meðlimur í fræðslunefnd UEFA þannig það var virkilega flott að fá jafn öflugan þjáflara og hann hingað til lands með fræðslu.

KÞÍ þakkar öllum sem komu á ráðstefnuna fyrir góðan dag.


Samstarfsaðilar