Fréttir


Vestri auglýsir eftir yfirþjálfara

29-05-2020

Auglýsing frá Vestra: 

Knattspyrnudeild Vestra leitar að öflugum einstakling til að taka að sér starf yfirþjálfara yngri flokka félagsins. Starfshlutfallið er sveigjanlegt, getur verið 50-100% eftir samkomulagi. Hluti af vinnunni verður almenn þjálfun yngri flokka. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á knattspyrnuþjálfun.

Aðalfundur KÞÍ 4.júní

19-05-2020

Ágætu félagsmenn og aðrir hlutaðeigandi!

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ), sem frestað var vegna COVID-19, verður haldinn í fimmtudaginn 4. júní nk., kl. 18. Fundarstaður er fundarsalur í höfuðstöðvum KSÍ, 3. hæð.

Hvatning til þjálfara

01-05-2020

Góðan daginn kæru þjálfarar og velunnarar félagsins og til hamingju með daginn.

Við viljum byrja á því að þakka þeim fjölmörgu sem hafa greitt árgjald KÞÍ í ár og að við erum mjög þakklát fyrir það að nú þegar hafa 60 fleiri en á síðasta starfsári greitt og lítum við svo á að þjálfarar og aðrir velunnarar félagsins eru ánægð með það sem við höfum fram að færa en betur má ef duga skal og er það mjög mikilvægt fyrir ykkur að við séum fjölmenn og öflugur þrýstihópur.

Hvetjum við konur, jafnt sem karla til þess að greiða árgjaldið

Fréttatilkynning til fjölmiðla

24-04-2020

Ágætu félagsmenn og aðrir hlutaaðeigandi!

Stjórn KÞÍ hefur komið eftirfarandi tilkynningu á framfæri við helstu fjölmiðla landsins:

Til þeirra sem málið varðar!

Að gefnu tilefni vill stjórn Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ) koma eftirfarandi á framfæri.

Niðurstöður úr könnun meðal knattspyrnuþjálfara

19-04-2020

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands stóð fyrir könnun á meðal íslenskra knattspyrnuþjálfara um stöðu þeirra vegna kórónaveirunnar dagana 4.-13. apríl. Hér að neðan má sjá niðurstöður úr könnuninni.

Pistill frá stjórn KÞÍ

14-04-2020

Kæru knattspyrnuþjálfarar.

Stjórn Knattspyrnuþjálfafélags Íslands (KÞÍ) vill byrja á að þakka þeim fjölmörgu sem hafa brugðist við að undanförnu og greitt árgjald félagsins. Brýnt er nú um stundir að þjálfarar standi saman og bindist samtökum.  

Þjálfarabók KÞÍ

11-04-2020

Gjöf KÞÍ til þeirra sem greiða árgjald í ár er sérlega glæsileg og kemur vonandi til með að nýtast félagsmönnum vel. Er hún sérhönnuð bók fyrir þjálfara sem smellpassar í þjálfaraúlpuna góðu. Er það Kristófer Sigurgeirsson knattspyrnuþjálfari sem á veg og vanda að hönnun bókarinnar.

Viðtal við gjaldkera KÞÍ

09-04-2020

Stjórn KÞÍ vill vekja athygli á viðtali við Birgi Jónasson gjaldkera félagsins á Sportinu í gær, miðvikudag. Til umfjöllunar var staða knattspyrnuþjálfara vegna COVID-19.

https://www.visir.is/g/2020141977d/segir-stodu-knattspyrnuthjalfara-thunga?fbclid=IwAR2mNw4W2JFgAkT8PO_EYBUJ_TkT2SFeuPkH8f4t6h6wwcrpI6iKNgOe9Us

Könnun á stöðu íslenskra knattspyrnuþjálfara lýkur í dag

09-04-2020
Síðasti dagur til að svara könnuninni. Stjórn KÞÍ hvetur félagsmenn til þess að taka þátt. Stjórnin hyggst vinna úr niðurstöðum, birta þær og taka mið af þeim sjónarmiðum sem þar koma fram í hagsmunagæslu fyrir félagsmenn.

Ágæti knattspyrnuþjálfari

06-04-2020

Ágæti knattspyrnuþjálfari.

Stjórn KÞÍ vill koma á framfæri að stjórnin vinnur, ásamt öðrum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, að lausnum á þeim mikla vanda sem blasir við vegna COVID-19. Ljóst er að erfiðir tímar eru framundan hjá knattspyrnuhreyfingunni, líkt og samfélaginu öllu, enda fyrirséð að tekjur félaga muni minnka vegna efnahagssamdráttar, a.m.k. til skemmri tíma. Óvíst er á þessari stundu að hve miklu leyti aðgerðir ríkisstjórnar Íslands munu hafa og hvort og hvernig þær munu draga úr því höggi sem íþróttahreyfingin mun verða fyrir.

Könnun á stöðu íslenskra knattspyrnuþjálfara

06-04-2020

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands stendur nú fyrir könnun á meðal íslenskra knattspyrnuþjálfara um stöðu þeirra vegna kórónaveirunnar.

Könnunina má nálgast hér. Mikilvægt er að sem flestir þjálfarar svari. Ekki er hægt að rekja niðurstöður til einstakra þjálfara.

https://forms.gle/rRPD8n8KK9m7ymx19

Virðingarfyllst

Stjórn Knattspyrnuþjálfarafélags Ísland

Coerver þjálfaranámskeið á netinu

06-04-2020

Coerver Coaching á Norðurlöndum verður með þjálfaranámskeið(online) fös 10. apríl nk. Námskeiðið fer fram á ensku. Skráning er hafin og fer fram hér https://coerver.is/product/Online-jlfaranmske
Um er að ræða 90 min námskeið og 3ja mánaða fullan aðgang að æfingasafni Coerver Coaching.

Yfirlýsing KÞÍ vegna Covid-19

27-03-2020

Ágæti knattspyrnuþjálfari.

Stjórn KÞÍ vill koma á framfæri að stjórnin vinnur, ásamt öðrum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, að lausnum á þeim mikla vanda sem blasir við vegna COVID-19. Ljóst er að erfiðir tímar eru framundan hjá knattspyrnuhreyfingunni, líkt og samfélaginu öllu, enda fyrirséð að tekjur félaga muni minnka vegna efnahagssamdráttar, a.m.k. til skemmri tíma. 

Aðalfundi KÞÍ frestað

15-03-2020

Vegna samkomubanns hefur fyrirhugðum aðalfundi Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ) sem átti að fara fram 30. mars verið frestað.
Aðalfundinum er frestað um óákveðinn tíma en að óbreyttu er stefnt á að hann fari fram í síðari hluta apríl.

Aðalfundur KÞÍ 30.mars

12-03-2020

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ) verður haldinn í fundarsal KSÍ á 3. hæð mánudaginn 30. mars nk., kl. 18.

 

Pistill frá stjórn KÞÍ

24-02-2020

Ágætu knattspyrnuþjálfarar

Stjórn Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ) vill vekja athygli á sameiginlegum fræðsluviðburði KÞÍ og KSÍ í Fífunni á miðvikudag þegar danski knattspyrnuþjálfarinn Kasper Hjulmand kemur hingað til lands. Viðburður þessi hefur þegar verið auglýstur, sjá t.d. http://kthi.is/read/2020-02-17/kasper-hjulmand-26-februar-2020/.  Viðbrögð hafa verið góð og allmargir hafa þegar skráð sig sem er ánægjulegt.

Stjórn KÞÍ vill hvetja sem flesta að sækja viðburðinn sem er félagsmönnum að kostnaðarlausu. Þá vill stjórnin enn fremur þakka þjálfurum fyrir góð viðbrögð við greiðslu árgjaldsins fyrir árið 2020 en greiðsluseðlar voru sendir út um síðustu mánaðamót. Viðbrögðin eru betri en undanfarin ár og sérstaklega er ánægjulegt að sjá að konum í félaginu hefur fjölgað. 

Kasper Hjulmand - 26. febrúar 2020

17-02-2020

Kasper Hjulmand - 26. febrúar 2020

Miðvikudaginn 26. febrúar mun KÞÍ og KSÍ standa fyrir endurmenntunar viðburði í Fífunni. Dagskrána má sjá hér að neðan.

Árgjald KÞÍ 2020

26-01-2020

Ágætu knattspyrnuþjálfarar.

Nú hafa knattspyrnuþjálfarar fengið sendan rafrænan greiðsluseðil fyrir árgjaldi KÞÍ vegna 2020. Greiðsluseðillinn er birtur sem valgreiðsla í heimabanka og sendur öllum knattspyrnuþjálfurum sem einhvern tímann hafa greitt árgjald KÞÍ.

AEFCA ráðstefna

08-01-2020

Hákon Sverrisson og Kristján Gylfi Guðmundsson stjórnarmenn KÞÍ voru fulltrúar KÞÍ á ráðstefnu AEFCA (Evrópska þjálfarafélagsins) í Warsaw í Póllandi 12.-15.okt sl.

Hér er skýrsla þeirra um ferðina.

Vekjum athygli á að hægt er að sjá fleiri myndir úr ferðinni og nokkur stutt video af æfingu aðalliðs Legia Warsaw í myndaalbúmi á eftirfarandi slóð.

https://photos.app.goo.gl/wLiZsAUhP4XUYhLU9

Ferð til Kristianstad

06-01-2020

Theodór Sveinjónsson og Haraldur Árni Hróðmarsson fengu styrk frá KÞÍ til að fara til Svíþjóðar og heimsóttu þeir kvennalið Kristianstad í Svíþjóð ásamt fleiri þjálfurum.

Við hvetjum þjálfara til að sækja um styrk hjá KÞÍ fyrir ferðir sem eru fyrirhugaðar.

Hér er skýrsla þeirra um ferðina


Samstarfsaðilar