Fréttir


Úlfar Hinriksson ráðinn sviðsstjóri afrekssviðs hjá Blikum

03-01-2015
Breiðablik tilkynnti í vikunni að Úlfar Hinriksson hafi verið ráðinn í nýtt starf hjá félaginu sem sviðsstjóri afrekssviðs knattspyrnudeildar félagsins. 

Úlfar sem er 41 árs gamall hefur starfað hjá Breiðabliki undanfarin ár. 
 
 
 

Gleðileg jól, gott og farsælt komandi knattspyrnu ár

23-12-2014
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands sendir öllum knattspyrnuþjálfurum og öðrum velgjörðarmönnum KÞÍ, sínar bestu óskir um gleðileg jól, með ósk um gott og farsælt komandi knattspyrnu ár.  KÞÍ þakkar sérstaklega fyrir góða þátttöku í viðburðum félagsins á árinu.  

Helena tek­ur við Fort­una í Nor­egi

17-12-2014
Helena Ólafs­dótt­ir hef­ur verið ráðin þjálf­ari norska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Fort­una Ålesund. Hún skrifaði und­ir samn­ing til tveggja ára með mögu­leika á fram­leng­ingu um eitt ár til viðbót­ar.

Andri Steinn tekur við Þrótti Vogum

13-12-2014
Knattspyrnudeild Þróttar Vogum hefur náð samkomulagi við Andra Stein Birgisson um þjálfun á meistaraflokki félagsins á næsta tímabili. Hann tekur við af Þorsteini Gunnarssyni sem þjálfaði liðið síðustu tvö tímabil með góðum árangri. 
 
 

Sigurður Ragnar aðstoðarþjálfari hjá Rúnari hjá Lilleström

08-12-2014
Sig­urður Ragn­ar Eyj­ólfs­son hef­ur verið ráðinn aðstoðarþjálf­ari Lilleström í norsku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu. Hann mun því aðstoða Rún­ar Krist­ins­son sem í vet­ur var ráðinn aðalþjálf­ari liðsins.

Þor­vald­ur tek­ur við U19 ára landsliðinu

06-12-2014
Þor­vald­ur Örlygs­son þjálf­ari 1. deild­ar liðs HK í knatt­spyrnu hef­ur verið ráðinn þjálf­ari U19 ára landsliðs karla í knatt­spyrnu að því er fram kem­ur á vef KSÍ.

Vel mætt á ráðstefnu um hæfileikamótun KSÍ og N1

03-12-2014
76 manns mættu á ráðstefnu sem Knattspyrnusamband Íslands stóð fyrir um síðustu helgi. Yfirskrift ráðstefnunnar var "Hvernig finnum við og vinnum með hæfileikaríka leikmenn?"
 

Fjalar í þjálfarateymi Stjörnunnar

01-12-2014
Fjalar Þorgeirsson er á leið í þjálfarateymi Stjörnunnar en hann hefur samþykkt tveggja ára samning við félagið.  Fjalar verður í þjálfarateymi Íslandsmeistaranna en hann mun einnig sjá um markmannsþjálfun yngri flokka. Hann tekur við af Henrik Bödker sem hætti á dögunum. 
 

Ólafur Hlynur tekur við Hamri

29-11-2014
merki HamarÓlafur Hlynur Guðmarsson hefur verið ráðinn sem þjálfari meistarflokks Hamars í Hveragerði en skrifað var undir samning í Hamarshöllinni í fyrradag. 
 

Halldór Björnsson ráðinn þjálfari U17 karla

29-11-2014
KSÍ hefur gengið frá ráðningu Halldórs Björnssonar sem þjálfara U17 landsliðs karla næstu tvö árin, og mun hann jafnframt taka við hæfileikamótun KSÍ.

Guðmundur Hreiðarsson hætt­ir hjá KR

28-11-2014
 „Það eru 99% lík­ur á að ég verði ekki áfram í KR. Það eru eng­in illindi á bakvið það. Þetta er bara niðurstaðan,“ sagði Guðmund­ur Hreiðars­son sem verið hef­ur mark­mannsþjálf­ari bikar­meist­ara KR og ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu und­an­far­in ár.

Magnús spilandi aðstoðarþjálf­ari Fram

28-11-2014
Magnús Már Lúðvíks­son, sem hef­ur leikið með Vals­mönn­um síðustu ár, skrifaði í morg­un und­ir tveggja ára samn­ing við Fram þar sem hann verður leikmaður og aðstoðarþjálf­ari.

Tryggvi Guðmundsson nýr aðstoðarþjálfari ÍBV

27-11-2014
Tryggvi Guðmundsson fyrrum leikmaður skrifaði nú rétt í þessu undir samning við ÍBV. Hann verður aðstoðarþjálfari Jóhannesar Harðarsonar. Tryggvi sagði í samtali við Eyjafréttir vera virkilega ánægður með að vera komin heim.

Helgi Kolviðsson tekur við Wiener Neustadt

25-11-2014
Helgi Kolviðsson hefur verið ráðinn þjálfari Wiener Neustadt í austurrísku úrvalsdeildinni. Helgi þjálfaði áður Austria Lustenau í B-deildinni í Austurríki en hann hætti þar fyrr á þessu ári. 

 

Fyrirlestrar um þjálfun ungra og efnilegra leikmanna

25-11-2014
Laugardaginn 29. nóvember verður Knattspyrnusamband Íslands með tvo fyrirlestra er tengjast þjálfun ungra og efnilegra leikmanna.  Ráðstefnan fer fram í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli.

Þjálfaraskipti hjá KV - Hjörvar Ólafs tekur við

20-11-2014
merki KVPáll Kristjánsson er hættur þjálfun KV en Hjörvar Ólafsson tekur við. KV féll úr 1. deildinni á liðnu sumri eftir eins árs dvöl þar og leikur því aftur í 2. deild næsta sumar. 

 
 

Páll Viðar tek­ur við liði Völsungs

20-11-2014
Páll Viðar Gísla­son er tek­inn við þjálf­un þriðju­deild­arliðs Völsungs í knatt­spyrnu að því er fram kem­ur á fot­bolti.net.

Edda í þjálf­arat­eymi KR

19-11-2014
Edda Garðars­dótt­ir hef­ur verið ráðin aðstoðarþjálf­ari meist­ara­flokks kvenna í KR  í knatt­spyrnu og styrkt­arþjálf­ari meist­ara­flokks og yngri flokka fé­lags­ins. Þetta kem­ur fram á vef fé­lags­ins.

Þorkell Máni í þjálfarateymi Keflavíkur

18-11-2014
Þorkell Máni Pétursson hefur bæst í þjálfarateymi Keflavíkur en hann er búinn að skrifa undir samning hjá félaginu. Þetta staðfesti Máni í samtali við Fótbolta.net í dag. 

Kristján Guðmundsson gerði í haust nýjan samning við Keflvíkinga en Gunnar Magnús Jónsson var honum til aðstoðar á síðasta tímabili. 
 

Ómar sæmdur gullmerki KÞÍ og Loga afhent sitt gullmerki

13-11-2014
Á aðalfundi KÞÍ í kvöld var Ómar Jóhannsson sæmdur gullmerki KÞÍ og einnig sæmdur silfurmerki KSÍ við sama tækifæri. Ómar hefur verið gjaldkeri KÞÍ undanfarin sextán ár og gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa í stjórn KÞÍ á aðalfundinum í kvöld.
 

Samstarfsaðilar