Fréttir


Ferð fyrir þjálfara til Brommapojkarna

31-08-2015
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands er að skipuleggja ferð til Svíþjóðar til að skoða aðstæður hjá Þorláki Árnasyni og félögum í Brommapojkarna. Ferðin verður farin út miðvikudaginn 21. október og það verður komið heim aftur mánudaginn 26. október. Nánari upplysingar síðar.
 

Ráðstefna í tengslum við Bikarúrslitaleik kvenna

19-08-2015
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands kynnir glæsilega bikarúrslitaráðstefnu sem haldin verður í tengslum við úrslitaleik Borgunarbikars kvenna, föstudagskvöldið  28. ágúst. Ráðstefnan er haldin í Fræðslusetri KSÍ.

Helgi lát­inn fara frá Ried

19-08-2015
SV Ried.pngHelgi Kolviðsson hef­ur verið lát­inn taka pok­ann sinn sem þjálf­ari aust­ur­ríska úr­vals­deild­arliðsins Ried, en eft­ir fimm um­ferðir er liðið á botn­in­um og er aðeins komið með eitt stig í deildinni.

Bjarni hættur hjá KA

11-08-2015
Bjarni Jóhannsson er búinn að stýra sínum síðasta leik með KA. KA tilkynnti í dag að búið væri að slíta samstarfi Bjarna og félagsins. Samningur Bjarna við félagið átti að renna út í lok tímabilsins og KA hafði ákveðið að endurnýja ekki þann samning.

Áhugaverð bikarúrslitaráðstefna KÞÍ - Sigurður Þórir formaður KÞÍ í viðtali á X-inu

09-08-2015
Bikarúrslitaleikur karla fer fram næsta laugardag þegar Valur og KR eigast við en Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) heldur glæsilega ráðstefnu í tengslum við leikinn.


Dagskrá bikarúrslitaráðstefnu KÞÍ 2015

04-08-2015
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands kynnir glæsilega bikarúrslitaráðstefnu sem haldin verður í tengslum við úrslitaleik Borgunarbikars karla, laugardaginn 15. ágúst.

Guðrún Jóna hættir - Haraldur Sigfús tekur við kvennaliði Þróttar

29-07-2015
Þróttur hefur ákveðið að skipta um þjálfara hjá kvennaliði félagsins sem situr í fallsæti í Pepsi-deild kvenna með aðeins tvö stig eftir 12 umferðir. 

Þorsteinn Þórsteinsson í meistaraflokksráði Þróttar staðfesti þetta við Fótbolta.net.
 
 

Helgi Sig og Vladan verða aðstoðarþjálfarar Víkings

23-07-2015
Helgi Sigurðsson og Vladan Perasevic hafa verið ráðnir aðstoðarþjálfarar Víkings út tímabilið en Vísir.is greinir frá þessu. 

Ólafur Þórðarson var rekinn frá Víkingi í síðustu viku og Milos Milojevic er nú einn aðalþjálfari liðsins en Helgi og Vladan verða honum til aðstoðar. 
 

Peningar spila inn í þjálfarabrottrekstra

23-07-2015
ÍBV var í gær fjórða liðið í Pepsi-deild karla í sumar sem skiptir um aðalþjálfara en Ásmundur Arnarsson var þá ráðinn þjálfari liðsins eftir að Jóhannes Harðarson hætti vegna veikinda í fjölskyldunni.  Þrjú félög hafa rekið þjálfara sinn í sumar og formaður Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands telur að peningar vegi þungt í því. 

Ásmundur þjálfari ÍBV út tímabilið

22-07-2015
Ásmundur Arnarsson hefur skrifað undir samning við ÍBV og er nýr þjálfari liðsins í Pepsi-deild karla. Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í Vestmannaeyjum sem nú stendur yfir. 
 

Jón Stefán tekur við Dalvík/Reyni

22-07-2015
merki Dalvík/ReynirJón Stefán Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari Dalvíkur/Reynis en þetta staðfesti Stefán Garðar Níelsson formaður félagsins í dag. 
 

Mi­los tek­ur einn við Vík­ing­um

15-07-2015
Milos Milojevic sem hefur verið þjálfari liðsins ásamt Ólafi, verður áfram með liðið. Þetta sagði Heimir Gunnlaugsson, formaður meistaraflokksráðs Víkings í samtali við fótbolta.net nú rétt í þessu. 
 

Ólafur Þórðarson rekinn frá Víkingi

15-07-2015
Ólafur Þórðarson er hættur sem þjálfari Víkings en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu nú rétt í þessu. 

Milos Milojevic sem verið hefur aðalþjálfari við hlið Ólafs virðist miðað við tilkynninguna vera einn áfram við stjórnvölinn. 
 

Bikarúrslitaráðstefna KÞÍ og KSÍ, 15. ágúst

14-07-2015
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands mun halda ráðstefnu í tengslum við úrslitaleik Borgunarbikars karla, laugardaginn 15. ágúst, í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands. 

Pétur hættur sem þjálfari Dalvíkur/Reynis

14-07-2015
merki Dalvík/ReynirPétur Heiðar Kristjánsson er hættur sem þjálfari Dalvíkur/Reynis en óvíst er hvort hann muni halda áfram að spila með liðinu líkt og hingað til. Pétur Heiðar hefur verið spilandi þjálfari hjá Dalvík/Reyni frá því árið 2013. 
 

Zoran hættir með Selfoss - Gunnar Borgþórsson tekur við

09-07-2015
Stjórn knattspyrnudeildar Umf. Selfoss og Zoran Miljkovic hafa komist að samkomulagi um að Zoran láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla þegar í stað. Sunnlenska.is greinir frá. 

Theodór rekinn frá Aftureldingu

08-07-2015
Theódór Sveinjónsson, þjálfari Aftureldingar í Pepsi-deild kvenna, hefur verið rekinn. Theódór tók við Aftureldingu í mars 2014 þegar John Andrews hætti með liðið af persónulegum ástæðum. 
 
 

Hermann Hreiðarsson tekur við Fylki

06-07-2015
Hermann Hreiðarsson hefur verið ráðinn þjálfari Fylkis en samningur hans er út tímabilið til að byrja með. Reynir Leósson verður áfram aðstoðarþjálfari Árbæjarliðsins. 
 

Ásmundur hættur með Fylki

06-07-2015
Ásmund­ur Arn­ars­son er hætt­ur sem þjálf­ari Pepsi-deild­arliðs Fylk­is í knatt­spyrnu karla, en þetta var staðfest í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu nú rétt í þessu.

U17 - Sviss mætir Spáni í úrslitaleiknum

01-07-2015
UEFA EM U17 kvennaÚrslitaleikur Evrópumóts U17 landsliða kvenna fer fram á Valsvellinum laugardaginn 4. júlí kl. 16:00.  KÞÍ hvetur knattspyrnuþjálfara til að mæta með iðkendur sína og sjá efnilegustu knattspyrnukonur Evrópu leika listir sínar.

Samstarfsaðilar