Fréttir


Andri Steinn tekur við Þrótti Vogum

13-12-2014
Knattspyrnudeild Þróttar Vogum hefur náð samkomulagi við Andra Stein Birgisson um þjálfun á meistaraflokki félagsins á næsta tímabili. Hann tekur við af Þorsteini Gunnarssyni sem þjálfaði liðið síðustu tvö tímabil með góðum árangri. 
 
 

Sigurður Ragnar aðstoðarþjálfari hjá Rúnari hjá Lilleström

08-12-2014
Sig­urður Ragn­ar Eyj­ólfs­son hef­ur verið ráðinn aðstoðarþjálf­ari Lilleström í norsku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu. Hann mun því aðstoða Rún­ar Krist­ins­son sem í vet­ur var ráðinn aðalþjálf­ari liðsins.

Þor­vald­ur tek­ur við U19 ára landsliðinu

06-12-2014
Þor­vald­ur Örlygs­son þjálf­ari 1. deild­ar liðs HK í knatt­spyrnu hef­ur verið ráðinn þjálf­ari U19 ára landsliðs karla í knatt­spyrnu að því er fram kem­ur á vef KSÍ.

Vel mætt á ráðstefnu um hæfileikamótun KSÍ og N1

03-12-2014
76 manns mættu á ráðstefnu sem Knattspyrnusamband Íslands stóð fyrir um síðustu helgi. Yfirskrift ráðstefnunnar var "Hvernig finnum við og vinnum með hæfileikaríka leikmenn?"
 

Fjalar í þjálfarateymi Stjörnunnar

01-12-2014
Fjalar Þorgeirsson er á leið í þjálfarateymi Stjörnunnar en hann hefur samþykkt tveggja ára samning við félagið.  Fjalar verður í þjálfarateymi Íslandsmeistaranna en hann mun einnig sjá um markmannsþjálfun yngri flokka. Hann tekur við af Henrik Bödker sem hætti á dögunum. 
 

Ólafur Hlynur tekur við Hamri

29-11-2014
merki HamarÓlafur Hlynur Guðmarsson hefur verið ráðinn sem þjálfari meistarflokks Hamars í Hveragerði en skrifað var undir samning í Hamarshöllinni í fyrradag. 
 

Halldór Björnsson ráðinn þjálfari U17 karla

29-11-2014
KSÍ hefur gengið frá ráðningu Halldórs Björnssonar sem þjálfara U17 landsliðs karla næstu tvö árin, og mun hann jafnframt taka við hæfileikamótun KSÍ.

Guðmundur Hreiðarsson hætt­ir hjá KR

28-11-2014
 „Það eru 99% lík­ur á að ég verði ekki áfram í KR. Það eru eng­in illindi á bakvið það. Þetta er bara niðurstaðan,“ sagði Guðmund­ur Hreiðars­son sem verið hef­ur mark­mannsþjálf­ari bikar­meist­ara KR og ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu und­an­far­in ár.

Magnús spilandi aðstoðarþjálf­ari Fram

28-11-2014
Magnús Már Lúðvíks­son, sem hef­ur leikið með Vals­mönn­um síðustu ár, skrifaði í morg­un und­ir tveggja ára samn­ing við Fram þar sem hann verður leikmaður og aðstoðarþjálf­ari.

Tryggvi Guðmundsson nýr aðstoðarþjálfari ÍBV

27-11-2014
Tryggvi Guðmundsson fyrrum leikmaður skrifaði nú rétt í þessu undir samning við ÍBV. Hann verður aðstoðarþjálfari Jóhannesar Harðarsonar. Tryggvi sagði í samtali við Eyjafréttir vera virkilega ánægður með að vera komin heim.

Helgi Kolviðsson tekur við Wiener Neustadt

25-11-2014
Helgi Kolviðsson hefur verið ráðinn þjálfari Wiener Neustadt í austurrísku úrvalsdeildinni. Helgi þjálfaði áður Austria Lustenau í B-deildinni í Austurríki en hann hætti þar fyrr á þessu ári. 

 

Fyrirlestrar um þjálfun ungra og efnilegra leikmanna

25-11-2014
Laugardaginn 29. nóvember verður Knattspyrnusamband Íslands með tvo fyrirlestra er tengjast þjálfun ungra og efnilegra leikmanna.  Ráðstefnan fer fram í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli.

Þjálfaraskipti hjá KV - Hjörvar Ólafs tekur við

20-11-2014
merki KVPáll Kristjánsson er hættur þjálfun KV en Hjörvar Ólafsson tekur við. KV féll úr 1. deildinni á liðnu sumri eftir eins árs dvöl þar og leikur því aftur í 2. deild næsta sumar. 

 
 

Páll Viðar tek­ur við liði Völsungs

20-11-2014
Páll Viðar Gísla­son er tek­inn við þjálf­un þriðju­deild­arliðs Völsungs í knatt­spyrnu að því er fram kem­ur á fot­bolti.net.

Edda í þjálf­arat­eymi KR

19-11-2014
Edda Garðars­dótt­ir hef­ur verið ráðin aðstoðarþjálf­ari meist­ara­flokks kvenna í KR  í knatt­spyrnu og styrkt­arþjálf­ari meist­ara­flokks og yngri flokka fé­lags­ins. Þetta kem­ur fram á vef fé­lags­ins.

Þorkell Máni í þjálfarateymi Keflavíkur

18-11-2014
Þorkell Máni Pétursson hefur bæst í þjálfarateymi Keflavíkur en hann er búinn að skrifa undir samning hjá félaginu. Þetta staðfesti Máni í samtali við Fótbolta.net í dag. 

Kristján Guðmundsson gerði í haust nýjan samning við Keflvíkinga en Gunnar Magnús Jónsson var honum til aðstoðar á síðasta tímabili. 
 

Ómar sæmdur gullmerki KÞÍ og Loga afhent sitt gullmerki

13-11-2014
Á aðalfundi KÞÍ í kvöld var Ómar Jóhannsson sæmdur gullmerki KÞÍ og einnig sæmdur silfurmerki KSÍ við sama tækifæri. Ómar hefur verið gjaldkeri KÞÍ undanfarin sextán ár og gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa í stjórn KÞÍ á aðalfundinum í kvöld.
 

Viðurkenning fyrir vel unnin störf í þjálfun yngri

13-11-2014
Jón Hálfdán Pétursson, Kjartan Stefánsson og Þórður Einarsson hlutu allir viðurkenningu fyrir vel unnin störf við þjálfun yngri flokka á aðalfundi KÞÍ. Allir hafa þeir lagt mikinn metnað í þjálfunina og verið knattspyrnuþjálfurum til sóma við störf sín.  Jón Hálfdán gat því miður ekki verið viðstaddur.

Rúnar Páll og Ólafur Þór þjálfarar ársins

13-11-2014
Á aðalfundi Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands útnefndi félagið þjálfara ársins á efstu deildum karla og kvenna. Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar var útnefndur þjálfari ársins í efstu deild karla fyrir árið 2014 og Ólafur Þór Guðbjörnsson  þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar var útnefndur þjálfari ársins í efstu deild kvenna fyrir árið 2014.

Breyting á stjórn KÞÍ

13-11-2014
Ein breyting varð á stjórn KÞÍ á aðalfundi félagsins í kvöld.  Ómar Jóhannsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa í stjórn KÞÍ. 
 
 
 

Samstarfsaðilar