Fréttir


Tryggvi rek­inn frá ÍBV

29-06-2015
Tryggva Guðmunds­syni hef­ur verið vikið frá störf­um úr þjálf­arat­eymi ÍBV að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.

At­hygli vakti að Tryggvi var ekki á bekkn­um hjá Eyja­mönn­um í gær þegar þeir lögðu Breiðablik í Pepsi-deild­inni og var sú skýr­ing gef­in út að hann væri veik­ur.

Enginn frá KÞÍ á ráðstefnu þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins í Mannheim

29-06-2015
Enginn félagsmaður KÞÍ sótti um að fara á ráðstefnu þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins sem haldin verður í Mannheim 27. - 29. júlí n.k.  Ráðstefnan mun að mestu leyti fjalla um frekari menntun og grunnatriði knattspyrnunnar sem forsendur velgengni og hvernig má yfirfæra það sem þar kemur nýtt fram, yfir í leikrænar æfingar.

Jó­hann­es í tíma­bundið leyfi hjá ÍBV

24-06-2015
Knatt­spyrnuráð ÍBV vill upp­lýsa að Jó­hann­es Þór Harðar­son, þjálf­ari karlaliðs ÍBV í knatt­spyrnu, mun þurfa að taka sér leyfi frá störf­um vegna veik­inda í fjöl­skyldu hans.
 

Ráðstefna þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins í Wolfsburg

11-06-2015
Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands hefur verið boðið að senda einn fulltrúa á ráðstefnu þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins í Wolfsburg 27. - 29.  júlí í sumar. Ráðstefnan mun að mestu leyti fjalla um frekari menntun og grunnatriði knattspyrnunnar sem forsendur velgengni og hvernig má yfirfæra það sem þar kemur nýtt fram, yfir í leikrænar æfingar.

Andlát: Þorsteinn Elías Þorsteinsson knattspyrnuþjálfari

10-06-2015
Þorsteinn Elías Þorsteinsson.Þor­steinn Elías Þor­steins­son, þjálf­ari þriðja flokks kvenna í knatt­spyrnu hjá Fylki, lést mánu­dag­inn 8. júní. Þor­steinn var 37 ára. Bana­mein hans var heila­blóðfall.

Þor­steinn veikt­ist al­var­lega á æf­ingu hjá þriðja flokki kvenna sl. sunnu­dag.

Jó­hann Birn­ir og Hauk­ur Ingi taka við Kefla­vík

05-06-2015
Jó­hann Birn­ir Guðmunds­son og Hauk­ur Ingi Guðna­son voru í dag kynnt­ir sem þjálf­ar­ar Kefla­vík­ur í Pepsi-deild karla, en þeir taka við kefl­inu af Kristjáni Guðmunds­syni, sem var lát­inn taka poka sinn á dög­un­um. Þetta kem­ur fram á vef Kefla­vík­ur.

Kristján lát­inn fara frá Kefla­vík

04-06-2015
Kristjáni Guðmunds­syni hef­ur verið sagt upp störf­um sem þjálf­ara Kefla­vík­ur í Pepsi-deild karla í knatt­spyrnu. Kristján mun láta að störf­um ásamt aðstoðar­manni sín­um, Þor­keli Mána Pét­urs­syni.

Helgi Kolviðsson tekur við Ried í Austurríki

04-06-2015
SV Ried.pngHelgi Kolviðsson hefur verið ráðinn þjálf­ari aust­ur­ríska liðsins Ried, sem hafnaði í sjötta sæti á ný­loknu tíma­bili í Aust­ur­ríki.  Helgi þjálfaði Wiener Neusta­dt í sömu deild frá því í nóv­em­ber en hann tók við því í von­lít­illi stöðu á botni deild­ar­inn­ar og því tókst ekki að forðast fall þó að litlu hafi munað.

KSÍ VI þjálfaranámskeið 2015

28-05-2015
Næsta haust mun Knattspyrnusamband Íslands halda KSÍ VI þjálfaranámskeið. Námskeiðið verður með breyttu sniði frá því sem áður hefur verið þar sem hluti þess verður hér á landi26.-27. september 2015 og hluti þess í Danmörku dagana 21.-27. október 2015.

Þjálfarar á fyrirlestri Boga Ágústssonar

20-05-2015
Þjálfarar félaga í Pepsi-deild karla komu saman í höfuðstöðvum KSÍ í byrjun vikunnar og hlýddu á fyrirlestur Boga Ágústssonar, landskunns fréttamanns af RÚV, um framkomu í fjölmiðlum. 

Pétur Péturs tekinn við Fram

16-05-2015
Pétur Pétursson er tekinn við knattspyrnuliði Fram í fyrstu deild karla, en þetta staðfesti Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, í samtali við Vísi nú rétt í þessu.

 

Súpufundur um framkomu og hegðun áhorfenda

15-05-2015
Þriðjudaginn 19. maí verður súpufundur í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 12:00-13:00. Þar mun Stefán Pálsson mun fjalla um framkomu og hegðun áhorfenda á knattspyrnuleikjum.

Styrktar- og meiðslafyrirbyggjandi þjálfun

30-04-2015
Þriðjudaginn 12. maí mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir námskeiði sem ber yfirskriftina Styrktar- og meiðslafyrirbyggjandi þjálfun í knattspyrnu. Námskeiðið fer fram í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli og stendur frá kl. 18:00-22:00.

Fræðsluferð Færeyska þjálfarafélagsins til Íslands

08-04-2015
Dagana 27 – 30. mars síðastliðinn komu þjálfarar á vegum Færeyska þjálfarafélagins hingað til lands í fræðsluferð. Tilgangur ferðarinnar var að kynnast íslenskum fótbolta sem mest á öllum stigum og kynna sér nánar uppganginn sem átt hefur sér stað á undanförnum árum hér á landi.  Þjálfararnir voru 15 talsins og mátti finna í hópnum landsliðsþjálfara, meistaraflokksþjálfara og yngri flokka þjálfara en allir starfa þeir í Færeyjum.
 
 

Hver er staða kvenna innan íþróttahreyfingarinnar?

06-02-2015
Knattspyrnusamband Íslands stendur fyrir málþingi, föstudaginn 13. febrúar kl. 17:30, í höfuðstöðvum KSÍ.  Málþingið ber yfirskriftina: "Hver er staða kvenna innan íþróttahreyfingarinnar?" og er öllum opið.

Fréttabréf AEFCA

04-02-2015
AEFCA, evrópska knattspyrnuþjálfarafélagið gefur reglulega út fréttabréf. Fréttabréf janúar 2015 má nálgast með því að smella hér á AEFCA newsletter

Námskeið í hugmyndafræði Coerver Coaching 21. - 22. febrúar

30-01-2015
Knattspyrna á ÍslandiDagana 21.-22. febrúar mun KSÍ bjóða þjálfurum upp á námskeið í hugmyndafræði Coerver Coaching.

Hingað til lands kemur Brad Douglass en hann starfar sem Technical Director hjá Coerver Coaching. Brad kom einnig hingað til lands í ársbyrjun 2013 og hélt vel heppnað Coerver Coaching námskeið á vegum KSÍ sem var gríðarlega vel sótt.

KÞÍ hjálpar þjálfurum sem eiga inni laun

23-01-2015
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands hefur undanfarin ár þurft að hjálpa þjálfurum sem eiga inni ógreidd laun hjá félögum. 

Eins og við greindum frá á dögunum hafa Leikmannasamtök Íslands hjálpað leikmönnum sem eiga inni laun en þjálfarafélagið gerir slíkt hið sama fyrir þjálfara. 
 

Sigurður Halldórsson tekur við Tindastóli

22-01-2015
Sigurður Halldórsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá Tindastóli og mun þjálfa liðið í 2. deildinni í sumar. Sigurður sem býr á Sauðárkróki hefur áður þjálfað hjá félaginu og þekkir bæði félagið og leikmennina inn og út. 
 

Eyjólfur Sverrisson áfram þjálfari U21 karla

16-01-2015
Eyjólfur Sverrisson hefur verið endurráðinn landsliðsþjálfari U21 karla og er nýr samningur hans til tveggja ára eða til loka árs 2017.  Eyjólfur tók við liðinu árið 2008 en hann hafði einnig þjálfað liðið á árunum 2003 - 2005.  Aðstoðarþjálfari Eyjólfs verður áfram Tómas Ingi Tómasson.

Samstarfsaðilar