Fréttir


Þórður Þórðar tekur við U19 ára landsliði kvenna

08-10-2014
Þórður Þórðarson hefur verið ráðinn þjálfari hjá U19 kvenna og tekur við af þeim Ólafi Þór Guðbjörnssyni og Úlfari Hinrikssyni, en Úlfar stjórnaði liðinu í síðasta verkefni í Litháen. 

Þórður er með KSÍ A gráðu og hefur þjálfað bæði meistaraflokk karla og kvenna hjá ÍA í efstu deild. 
 

Halldór hættur hjá Val

07-10-2014
Valur sendi frá sér tilkynningu í morgun þess efnis að Halldór Jón Sigurðsson, Donni, sé hættur störfum sem aðstoðarþjálfari liðsins. 

Þetta gerist degi eftir að Valur tilkynnti að Magnús Gylfason sé hættur þjálfun liðsins en Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson hafa verið orðaðir við starfið þó ekkert sé staðfest enn. 
 

KSÍ II þjálfaranámskeið framundan

07-10-2014
Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, eitt helgina 24.-26. október og tvö helgina 31. okt.-2. nóv. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.

Markmannsþjálfaragráða KSÍ fer af stað í nóvember

07-10-2014
Í vetur mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir Markmannsþjálfaragráðu KSÍ. Námskeiðið er samtals 120 tímar. Það samanstendur af þremur helgarnámskeiðum og verklegri hópavinnu.

Maggi Gylfa hættur með Val

06-10-2014
Magnús Gylfason er hættur sem þjálfari Vals en þetta kemur fram í tilkynningu sem Hlíðarendafélagið sendi frá sér rétt í þessu.  Þetta kemur ekki á óvart en lengi hafa verið sögusagnir í gangi varðandi þjálfaraskipti hjá Valsmönnum. 

Magnús stýrði Val í tvö tímabil en í bæði skiptin lenti liðið í fimmta sætinu. Markmiðið fyrir sumarið var að ná Evrópusæti en það tókst ekki. 
 
 

Arnar Þór Viðarsson ráðinn þjálfari Cercle Brugge

06-10-2014
Cercle Brugge KSV logo.svgBelg­íska knatt­spyrnu­fé­lagið Cercle Brug­ge hef­ur sagt aðalþjálf­ara sín­um, Lor­enzo Staelens, upp störf­um í kjöl­farið á ósigri liðsins um helg­ina, 1:0, gegn Waas­land-Bev­eren. Arn­ar Þór Viðars­son hef­ur verið ráðinn í hans stað en fé­lagið til­kynnti það á vef sín­um rétt í þessu.
 

Páll Viðar hættur með Þór

04-10-2014
Páll Viðar Gíslason er hættur sem þjálfari Þórs en þetta var tilkynnt á lokahófi félagsins í kvöld. 
 
Páll tók við liði Þórs af Lárusi Orra Sigurðssyni í byrjun sumars 2010. 
 
Liðið fór upp í Pepsi-deildina sama ár en féll aftur sumarið 2011. Sama sumar komst liðið í bikarúrslit en tapaði gegn KR. 
 

Sigurður Ragnar hættur með ÍBV

04-10-2014
ÍBV sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu efni að Sigurður Ragnar Eyjólfsson sé hættur þjálfun liðsins af fjölsylduaðstæðum en hann tók við liðinu síðasta haust. Yfirlýsingu ÍBV má sjá hér að neðan. Sigurður Ragnar leitar sér nú að nýju þjálfarastarfi á höfuðborgarsvæðinu.
 

Þór Hinriks áfram með Val

03-10-2014
Þór Hinriksson mun þjálfa kvennalið Vals áfram en hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. 

Zoran Miljkovic ráðinn þjálfari Selfoss á ný

30-09-2014
Zoran Miljkovic hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu á nýjan leik, en þetta kemur fram á Sunnlenska.is. 

Zoran er að góðu kunnur á Selfossi, þar sem hann þjálfaði liðið árin 2007 og 2008 við góðan orðstír. Undir hans stjórn fór Selfoss upp úr 2. deild árið 2007 og endaði í þriðja sæti í 1. deild árið 2008. 
 

KSÍ I þjálfaranámskeið í október

29-09-2014
Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, tvö helgina 17.-19. október og eitt helgina 24.-26. október. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði sem þýðir 70 laus pláss helgina 17.-19. október og 35 laus pláss helgina 24.-26. október. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.

Úlfur ráðinn áfram þjálfari Aftureldingar

26-09-2014
Úlfur Arnar Jökulsson og Afturelding hafa gengið frá samkomulagi um að Úlfur veri nýr þjálfari meistaraflokks karla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 

Afturelding bjargaði sér naumlega frá falli úr 2. deildinni í sumar eftir að hafa verið spáð upp í 1. deildina fyrir mót.
 
 

Tommy Nielsen tekur við Grindavík

25-09-2014
Tommy Nielsen hefur verið ráðinn þjálfari hjá Grindavík en hann skrifaði undir eins árs samning við félagið í dag. 

Tommy tekur við af Milan Stefán Jankovic sem hefur náð samkomulagi við knattspyrnudeild Grindavíkur um að láta af störfum
 

Luka Kostic tekur við Haukum

24-09-2014
Luka Kostic hefur verið ráðinn þjálfari Hauka en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu í kvöld. Hann tekur við af Sigurbirni Hreiðarssyni sem hætti á dögunum. 

Þórhallur Dan Jóhannsson fyrrum leikmaður Hauka verður aðstoðarþjálfari meistaraflokks. 
 

Hlynur Svan hættir hjá Breiðabliki

24-09-2014
Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu, heldur ekki áfram starfi sínu hjá félaginu.

Í fréttatilkynningu frá Breiðabliki segir að stjórn knattspyrnudeildar og Hlynur hafi komist að samkomulagi um að ljúka samstarfinu.  Hlynur gerði Breiðablik að bikarmeisturum í fyrra og er ljóst að liðið hafnar í öðru sæti Pepsi-deildarinnar í ár, annað árið í röð.
 

Óli Stefán hættur með Sindra

23-09-2014
merki SindriÓli Stefán Flóventsson er hættur sem þjálfari 2. deildarliðs Sindra á Höfn í Hornafirði en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. 

Sindri hafnaði í fimmta sæti 2. deildar á liðnu tímabili en Óli Stefán hefur þjálfað liðið síðustu fimm ár og er mikil ánægja með hans frammistöðu. 
 

Ólafur Brynjólfsson hættur með Gróttu

23-09-2014
Ólafur Brynjólfsson hefur ákveðið að hætta sem þjálfari Gróttu en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. 

Grótta endaði í 2. sæti í 2. deild karla í sumar og mun því leika í 1. deild að ári. 
 
 

Ian Jeffs tekur við kvennaliði ÍBV

22-09-2014
Ian Jeffs mun þjálfa kvennalið ÍBV á næsta tímabili en þetta staðfesti Jón Ólafur Daníelsson, núverandi þjálfari ÍBV, við Fótbolta.net í kvöld. 

Ian Jeffs hefur verið Jóni Ólafi innan handar í sumar en hann tekur við keflinu eftir tímabilið. Jón Ólafur verður áfram í kringum liðið en hann verður aðstoðarmaður Ians. Ian Jeff mun því leika í Pepsi-deild karla og þjálfa í Pepsi-deild kvenna á næsta tímabili. 

Dragan Stojanovic hættur sem þjálfari KF

22-09-2014
Dragan Stojanovic hefur ákveðið að hætta sem þjálfari hjá KF í 2. deildinni. 

Dragan tók við liðinu af Lárusi Orra Sigurðssyni síðastliðið haust og undir hans stjórn endaði KF í sjöunda sæti í sumar eftir fall úr fyrstu deildinni í fyrra. 
 
 
 
 

KSÍ og N1 finna framtíðarleikmenn landsliðsins

20-09-2014
KSÍ og N1 skrifuðu undir samning um hæfileikamótun ungs knattspyrnufólks á föstudaginn í Kórnum í Kópavogi. 

Hæfileikamótunin er verkefni sem N1 og KSÍ standa að og er ætlað yngri iðkendum knattspyrnu af báðum kynjum til að auka áhuga á íþróttinni og einnig til að efla grasrótarstarf í knattspyrnu um land allt. 
 
 

Samstarfsaðilar