Fréttir


Þorkell Máni í þjálfarateymi Keflavíkur

18-11-2014
Þorkell Máni Pétursson hefur bæst í þjálfarateymi Keflavíkur en hann er búinn að skrifa undir samning hjá félaginu. Þetta staðfesti Máni í samtali við Fótbolta.net í dag. 

Kristján Guðmundsson gerði í haust nýjan samning við Keflvíkinga en Gunnar Magnús Jónsson var honum til aðstoðar á síðasta tímabili. 
 

Ómar sæmdur gullmerki KÞÍ og Loga afhent sitt gullmerki

13-11-2014
Á aðalfundi KÞÍ í kvöld var Ómar Jóhannsson sæmdur gullmerki KÞÍ og einnig sæmdur silfurmerki KSÍ við sama tækifæri. Ómar hefur verið gjaldkeri KÞÍ undanfarin sextán ár og gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa í stjórn KÞÍ á aðalfundinum í kvöld.
 

Viðurkenning fyrir vel unnin störf í þjálfun yngri

13-11-2014
Jón Hálfdán Pétursson, Kjartan Stefánsson og Þórður Einarsson hlutu allir viðurkenningu fyrir vel unnin störf við þjálfun yngri flokka á aðalfundi KÞÍ. Allir hafa þeir lagt mikinn metnað í þjálfunina og verið knattspyrnuþjálfurum til sóma við störf sín.  Jón Hálfdán gat því miður ekki verið viðstaddur.

Rúnar Páll og Ólafur Þór þjálfarar ársins

13-11-2014
Á aðalfundi Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands útnefndi félagið þjálfara ársins á efstu deildum karla og kvenna. Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar var útnefndur þjálfari ársins í efstu deild karla fyrir árið 2014 og Ólafur Þór Guðbjörnsson  þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar var útnefndur þjálfari ársins í efstu deild kvenna fyrir árið 2014.

Breyting á stjórn KÞÍ

13-11-2014
Ein breyting varð á stjórn KÞÍ á aðalfundi félagsins í kvöld.  Ómar Jóhannsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa í stjórn KÞÍ. 
 
 
 

Óbreytt árgjald

13-11-2014
Á aðalfundinum lagði stjórn KÞÍ til að árgjald félagsins yrði óbreytt næsta árið, fjögur þúsund krónur og var það samþykkt.  Stefnt er að því að hafa eitthvað innifalið í árgjaldinu, en hvað það verður kemur í ljós næsta sumar.
 
 

Skýrsla stjórnar KÞÍ 2014

13-11-2014
Á síðasta aðalfundi sem haldinn var 21 .nóvember 2013 í fræðslusetri KSÍ var kosin stjórn sem skipti með sér verkum á fyrsta stjórnarfundinum á starfsárinu.

Sigurður Þórir og Kristján fara á ráðstefnu AEFCA í Króatíu

12-11-2014
Sigurður Þórir Þorsteinsson formaður KÞÍ og Kristján Guðmundsson varaformaður KÞÍ fara á árlega ráðstefnu Evrópska knattspyrnuþjálfarafélagsins ( AEFCA ) sem haldin verður í Zagreb í Króatíu 10. - 11. desember n.k. 

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands

11-11-2014
Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 13. nóvember n.k. klukkan 20:00.

Magni Fannberg þjálfari Brommapojkarna

11-11-2014
Magni Fannberg hefur skrifað undir tveggja ára samning við Bromm­a­pojkarna um þjálfun aðalliðs félagsins. BP féll úr sænsku úrvalsdeildinni á liðnu tímabili. 

Magni er 35 ára og hefur þjálfað yngri lið félagsins með góðum árangri undanfarin ár. 
 
 

KSÍ II þjálfaranámskeið á Akureyri 28. - 30. nóvember

05-11-2014
Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ II þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 28.-30. nóvember. Þátttökurétt hafa allir þjálfarar sem lokið hafa 1. stigs þjálfaranámskeiði KSÍ.
 

Ómar Freyr tekur við ÍH

04-11-2014
merki ÍHÓmar Freyr Rafnsson, oft kallaður bangsi, hefur verið ráðinn þjálfari ÍH. 

Ómar spilaði með ÍH á sínum tíma en hann hefur einnig leikið með Huginn, Haukum, Álftanesi og Sindra. 
 
 

Fréttabréf AEFCA

04-11-2014
AEFCA, evrópska knattspyrnuþjálfarafélagið gefur reglulega út fréttabréf. Fréttabréf október 2014 má nálgast með því að smella hér á AEFCA newsletter

KSÍ III þjálfaranámskeið 21.- 23. nóvember 2014

04-11-2014
Knattspyrnusamband Íslands mun halda 3. stigs þjálfaranámskeið helgina 21.-23. nóvember. Námskeiðið er opið öllum sem lokið hafa við fyrstu tvö stigin, þ.e. KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið.

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 7. - 9. nóvember

04-11-2014
Helgina 7. - 9. nóvember mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði í höfuðstöðvum KSÍ. Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B/UEFA B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 af 100 í skriflega KSÍ B prófinu. 

Sandor Matus spilandi aðstoðarþjálfari Þórs

02-11-2014
Sandor Matus hefur verið ráðinn spilandi aðstoðarþjálfari karlaliðs Þórs í knattspyrnu. Frá þessu var gengið með samningi milli hans og Knattspyrnudeildar Þórs í dag. 
 
Sandor kom til Þórs fyrir nýafstaðið tímabil, en hafði áður leikið með KA frá árinu 2004. 
 

Auðun Helga tekinn við Sindra

01-11-2014
merki SindriFyrrum landsliðsmaðurinn Auðun Helgason hefur verið ráðinn þjálfari Sindra í 2. deildinni en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í gærkvöldi. 
 
Óli Stefán Flóventsson hætti hjá Sindra á dögunum eftir fimm ára starf en hann er kominn í þjálfarateymi Grindvíkinga. Auðun hefur nú tekið við keflinu af honum. 
 
 

Ási Haralds ráðinn aðstoðarþjálfari Þróttar

31-10-2014
Ásmundur Guðni Haraldsson verið ráðinn aðstoðarþjálfari Þróttar en hann mun starfa með Gregg Ryder. Ásmundur mun að auki þjálfa 2. flokk Þróttar en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. 
 
Ásamt störfum sínum fyrir Þrótt mun hann starfa áfram sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu
 

Guðjón vann dómsmálið gegn Grindavík, fær 8,4 millj­ón­ir í bæt­ur

30-10-2014
Guðjón Þórðarson.Hæstirétt­ur staðfesti í dag niður­stöðu Héraðsdóms Reykja­ness frá því í mars á þessu ári og dæmdi Guðjóni Þórðar­syni knatt­spyrnuþjálf­ara alls 8,4 millj­ón­ir króna auk drátt­ar­vaxta fyr­ir ólög­mæta upp­sögn. Hafði Guðjón gert samn­ing hjá Knatt­spyrnu­deild Grinda­vík­ur.

Freyr Alexandersson með nýjan samning við KSÍ

30-10-2014
Knattspyrnusamband Íslands hefur gert nýjan tveggja ára samning við Frey Alexandersson um þjálfun A landsliðs kvenna. Frá þessu er greint á heimasíðu sambandsins. 
 
Samningurinn gildir út árið 2016 en Freyr tók við kvennalandsliðinu í ágúst 2013. 
 

Samstarfsaðilar