Fréttir


Kristófer Sigurgeirsson aðstoðarþjálfari Blika

23-10-2014
Kristófer Sigurgeirsson hefur verið ráðinn nýr aðstoðarþjálfari Blika sem hefur síðustu ár verið aðstoðarþjálfari Fjölnis. 

Kristófer lék 183 leiki með Blikum á sínum tíma og skoraði 35 mörk þar sem hann hjálpaði Blikum meðal annars að komast upp í efstu deild. 
 

Hafsteinn og Hjörtur taka við Reyni

23-10-2014
Hjörtur Fjeldsted og Hafsteinn Rúnar Helgason hafa tekið við þjálfun Reynis frá Sandgerði. 
 
Reynir Sandgerði féll úr 2. deildinni í sumar en eftir tímabilið hætti Egill Atlason sem þjálfari. 
 

Guðjón Bjarni og Kristinn Þráinn þjálfa Árborg

22-10-2014
merki ÁrborgKnattspyrnufélag Árborgar í 4. deild hefur gengið frá ráðningu á þjálfurum fyrir næsta keppnistímabil en æfingar hófust hjá meistaraflokki félagsins í síðustu viku en þetta kemur fram á Sunnlenska.is. 
 

Kristinn Rúnar nýr þjálfari Fram

21-10-2014
Kristinn Rúnar Jónsson hefur skrifað undir samning við Fram og tekur við þjálfun liðsins. Þetta fékk Fótbolti.net staðfest rétt í þessu. 

Kristinn skrifaði undir tveggja ára samning við Framara sem féllu úr Pepsi-deildinni á liðnu tímabili undir stjórn Bjarna Guðjónssonar. 
 

Jón Hálfdán tekur við BÍ/Bolungarvík

21-10-2014
Jón Hálfdán Pétursson hefur verið ráðinn þjálfari BÍ/Bolungarvíkur í 1. deildinni en hann hefur áður þjálfað yngri flokka félagsins í mörg ár. 

Jón Hálfdán skrifaði undir þriggja ára samning við BÍ/Bolungarvík í kvöld. 
 

Jón Aðalsteinn tekur við KF

21-10-2014
Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, KF, hefur náð samkomulagi við Jón Aðalstein Kristjánsson um að hann þjálfi meistaraflokk félagsins næstu þrjú árin. 

,,Jón er reynslumikill þjálfari sem þekkir mjög vel til 2.deildarinnar en undanfarin tvö ár hefur hann þjálfað 2.flokkinn hjá Breiðablik. Félagið býður Jón hjartanlega velkominn til starfa," segir í fréttatilkynningu frá KF. 
 

Jóhannes Harðarson nýr þjálfari ÍBV

20-10-2014
Jóhannes Þór Harðarson hefur verið ráðinn þjálfari ÍBV en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið nú rétt í þessu. Jóhannes tekur við ÍBV af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni sem hætti eftir tímabilið af fjölskylduástæðum. 
 

Kristján Guðmunds framlengir við Keflavík

17-10-2014
Kristján Guðmundsson hefur framlengt samning sinn við Keflavík um eitt ár en hann er nú samningsbundinn félaginu út árið 2016. 
 
Kristján gerði nýjan samning þar sem hann er nú komin í fullt starf sem þjálfari Keflavíkur. Kristján starfaði áður einnig sem fasteignasali en hann mun nú einbeita sér að þjálfunini. 
 
 

Bjarni hætt­ur með Fram­

17-10-2014
Bjarni Guðjóns­son er hætt­ur sem þjálf­ari karlaliðs Fram í knatt­spyrnu en þetta kem­ur fram á vef fé­lags­ins. Bjarni tók við liðinu fyr­ir tíma­bilið en und­ir stjórn hans féllu Fram­ar­ar úr Pepsi-deild­inni.

Eg­ill hætt­ur með Reyni

16-10-2014
Eg­ill Atla­son er hætt­ur sem þjálf­ari Reyn­is Sand­gerði en knatt­spyrnu­deild fé­lags­ins og Eg­ill komust að sam­komu­lagi um að slíta sam­starfi sínu.

Þor­steinn ráðinn þjálf­ari Breiðabliks

16-10-2014
Þor­steinn Hall­dórs­son hef­ur verið ráðinn þjálf­ari kvennaliðs Breiðabliks í knatt­spyrnu og tek­ur hann við liðinu af Hlyni Svan Ei­ríks­syni.
 
Í frétta­til­kynn­ingu frá Breiðabliki seg­ir;
 
Þor­steinn er reynd­ur þjálf­ari sem hef­ur starfað hjá KR, Þrótti og Hauk­um. Í sum­ar var Þor­steinn aðalþjálf­ari 2. flokks karla og í þjálf­arat­eymi meist­ara­flokks karla hjá KR en þar hef­ur hann starfað und­an­far­in fimm ár.

Ryder fram­lengdi við Þrótt­ara

15-10-2014
Eng­lend­ing­ur­inn Gregg Ryder þjálf­ari karlaliðs Þrótt­ar í knatt­spyrnu hef­ur fram­lengt samn­ing sinn við fé­lagið um eitt ár og er því samn­ings­bund­inn því til næstu tveggja ára.

Theó­dór áfram með Aft­ur­eld­ingu

14-10-2014
merki AftureldingTheó­dór Sveinjóns­son hef­ur skrifað und­ir samn­ing við Aft­ur­eld­ingu um að þjálfa áfram kvennalið fé­lags­ins í knatt­spyrnu, sem bjargaði sér frá falli úr Pepsi-deild­inni með æv­in­týra­leg­um hætti nú í haust.

Heim­ir skrifaði und­ir við FH

14-10-2014
Heim­ir Guðjóns­son, þjálf­ari karlaliðs FH í knatt­spyrnu, skrifaði í dag und­ir nýj­an tveggja ára samn­ing við Hafn­ar­fjarðarliðið.

Heim­ir hef­ur þjálfað FH-liðið frá ár­inu 2008 en áður hafði hann verið aðstoðarþjálf­ari liðsins frá ár­inu 2006 og leikmaður frá ár­inu 2000.

Arn­ar í stað Gumma Ben hjá Blik­um

13-10-2014
 
Arn­ar Grét­ars­son, fyrr­ver­andi at­vinnumaður og leikmaður Breiðabliks, hef­ur verið ráðinn þjálf­ari karlaliðs fé­lags­ins í knatt­spyrnu. Hann tek­ur við starf­inu af Guðmundi Bene­dikts­syni sem stýrði Blik­um stærst­an hluta ný­af­staðins keppn­is­tíma­bils.

Arn­ar samdi til þriggja ára við Breiðablik sem er hans upp­eld­is­fé­lag. Hann lék síðast með því sum­arið 2009 þegar liðið varð bikar­meist­ari í fyrsta sinn og var þá jafn­framt aðstoðarmaður Ólafs Kristjáns­son­ar þjálf­ara.
 

Ólaf­ur og Sig­ur­björn ráðnir þjálf­ar­ar Vals

09-10-2014
Ólaf­ur Jó­hann­es­son, fyrr­ver­andi landsliðsþjálf­ari, hef­ur verið ráðinn þjálf­ari meist­ara­flokks karla í knatt­spyrnu hjá Val. Sig­ur­björn Hreiðars­son, fyrr­ver­andi fyr­irliði liðsins, verður aðstoðarmaður hans.
 
Ólaf­ur og Sig­ur­björn voru ráðnir til þriggja ára en þeir taka við af Magnúsi Gylfa­syni, sem hef­ur tekið sér frí frá þjálf­un, og Hall­dóri Sig­urðssyni sem tók í dag við sem þjálf­ari Þórs.
 

Óli Stefán aðstoðar Tommy - Ægir áfram

09-10-2014
Ægir Vikt­ors­son skrifaði í dag und­ir samn­ing um að þjálfa áfram meist­ara­flokk kvenna í knatt­spyrnu hjá Grinda­vík og hann mun því stýra liðinu áfram í 1. deild á næsta ári. Hann verður jafn­framt yfirþjálf­ari yngri flokka og þjálf­ari 3. flokks kvenna.

Jóhannes Harðarson hættir sem þjálfari Fløy

09-10-2014
logoJóhannes Harðarson hefur ákveðið að hætta sem þjálfari norska liðsins Fløy eftir tímabilið.  Jóhannes hefur stýrt liðinu undanfarin þrjú ár en hann var á sínum tíma í íslenska landsliðinu. 
 
Fløy siglir í dag lygnan sjó í 6. sæti í norsku C-deildinni. 
 

Halldór Jón tekur við Þór

09-10-2014
Halldór Jón Sigurðsson, Donni, hefur verið ráðinn þjálfari Þórs á Akureyri en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið nú rétt í þessu. 
 
,,Við vorum að skrifa undir. Blekið er varla búið að þorna," sagði Aðalsteinn Ingi Pálsson formaður knattspyrnudeildar Þórs við Fótbolta.net nú rétt í þessu. 
 

Ásmundur áfram með Fylki - Reynir aðstoðarþjálfari

09-10-2014
Ásmundur Arnarsson mun halda áfram sem þjálfari Fylkis næstu árin en hann skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við félagið í dag. Ásmundu r var að klára þriggja ára samning og nú er ljóst að hann verður áfram í Árbænum. 
 
Reynir Leósson, fyrrum varnarmaður ÍA, mun verða aðstoðarmaður Ásmundar en hann skrifaði einnig undir þriggja ára samning hjá Fylki í dag. 
 

Samstarfsaðilar