Fréttir


Auðun Helga tekinn við Sindra

01-11-2014
merki SindriFyrrum landsliðsmaðurinn Auðun Helgason hefur verið ráðinn þjálfari Sindra í 2. deildinni en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í gærkvöldi. 
 
Óli Stefán Flóventsson hætti hjá Sindra á dögunum eftir fimm ára starf en hann er kominn í þjálfarateymi Grindvíkinga. Auðun hefur nú tekið við keflinu af honum. 
 
 

Ási Haralds ráðinn aðstoðarþjálfari Þróttar

31-10-2014
Ásmundur Guðni Haraldsson verið ráðinn aðstoðarþjálfari Þróttar en hann mun starfa með Gregg Ryder. Ásmundur mun að auki þjálfa 2. flokk Þróttar en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. 
 
Ásamt störfum sínum fyrir Þrótt mun hann starfa áfram sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu
 

Guðjón vann dómsmálið gegn Grindavík, fær 8,4 millj­ón­ir í bæt­ur

30-10-2014
Guðjón Þórðarson.Hæstirétt­ur staðfesti í dag niður­stöðu Héraðsdóms Reykja­ness frá því í mars á þessu ári og dæmdi Guðjóni Þórðar­syni knatt­spyrnuþjálf­ara alls 8,4 millj­ón­ir króna auk drátt­ar­vaxta fyr­ir ólög­mæta upp­sögn. Hafði Guðjón gert samn­ing hjá Knatt­spyrnu­deild Grinda­vík­ur.

Freyr Alexandersson með nýjan samning við KSÍ

30-10-2014
Knattspyrnusamband Íslands hefur gert nýjan tveggja ára samning við Frey Alexandersson um þjálfun A landsliðs kvenna. Frá þessu er greint á heimasíðu sambandsins. 
 
Samningurinn gildir út árið 2016 en Freyr tók við kvennalandsliðinu í ágúst 2013. 
 

Ólafur Páll Snorrason aðstoðarþjálfari Fjölnis

29-10-2014
Ólafur Páll Snorrason hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Fjölnis en hann mun einnig spila með liðinu í Pepsi-deildinni næsta sumar. 

Ólafur Páll er uppalinn Fjölnismaður en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið á fréttamannafundi nú rétt í þessu. 
 

Gunn­ar ráðinn þjálf­ari Gróttu

29-10-2014
Gunn­ar Guðmunds­son hef­ur verið ráðinn þjálf­ari Gróttu á Seltjarn­ar­nesi sem verður nýliði í 1. deild karla í knatt­spyrnu á næsta keppn­is­tíma­bili. Frá þessu var greint á fót­bolta.net.

Bjarni tekur við KR

28-10-2014
Bjarni Guðjóns­son hef­ur verið ráðinn þjálf­ari knatt­spyrnuliðs KR í karla­flokki. Það var staðfest á blaðamanna­fundi KR-inga sem hófst fyr­ir fá­ein­um mín­út­um. Guðmund­ur Bene­dikts­son verður aðstoðarþjálf­ari við hlið Bjarna.

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands

24-10-2014
Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 13. nóvember n.k. klukkan 20:00.

Rúnar hættur sem þjálfari KR

24-10-2014
Rún­ar Krist­ins­son er hætt­ur sem þjálf­ari KR. Var þetta full­yrt í frétta­tíma Stöðvar 2 í kvöld og haft eft­ir Kristni Kjærnested, for­manni knatt­spyrnu­deild­ar KR. 
 
Rún­ar hef­ur und­an­farið verið orðaður sterk­lega við þjálf­ara­starfið hjá Lilleström í Nor­egi þar sem hann lék á sín­um tíma við mjög góðan orðstír.
 

Kristófer Sigurgeirsson aðstoðarþjálfari Blika

23-10-2014
Kristófer Sigurgeirsson hefur verið ráðinn nýr aðstoðarþjálfari Blika sem hefur síðustu ár verið aðstoðarþjálfari Fjölnis. 

Kristófer lék 183 leiki með Blikum á sínum tíma og skoraði 35 mörk þar sem hann hjálpaði Blikum meðal annars að komast upp í efstu deild. 
 

Hafsteinn og Hjörtur taka við Reyni

23-10-2014
Hjörtur Fjeldsted og Hafsteinn Rúnar Helgason hafa tekið við þjálfun Reynis frá Sandgerði. 
 
Reynir Sandgerði féll úr 2. deildinni í sumar en eftir tímabilið hætti Egill Atlason sem þjálfari. 
 

Guðjón Bjarni og Kristinn Þráinn þjálfa Árborg

22-10-2014
merki ÁrborgKnattspyrnufélag Árborgar í 4. deild hefur gengið frá ráðningu á þjálfurum fyrir næsta keppnistímabil en æfingar hófust hjá meistaraflokki félagsins í síðustu viku en þetta kemur fram á Sunnlenska.is. 
 

Kristinn Rúnar nýr þjálfari Fram

21-10-2014
Kristinn Rúnar Jónsson hefur skrifað undir samning við Fram og tekur við þjálfun liðsins. Þetta fékk Fótbolti.net staðfest rétt í þessu. 

Kristinn skrifaði undir tveggja ára samning við Framara sem féllu úr Pepsi-deildinni á liðnu tímabili undir stjórn Bjarna Guðjónssonar. 
 

Jón Hálfdán tekur við BÍ/Bolungarvík

21-10-2014
Jón Hálfdán Pétursson hefur verið ráðinn þjálfari BÍ/Bolungarvíkur í 1. deildinni en hann hefur áður þjálfað yngri flokka félagsins í mörg ár. 

Jón Hálfdán skrifaði undir þriggja ára samning við BÍ/Bolungarvík í kvöld. 
 

Jón Aðalsteinn tekur við KF

21-10-2014
Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, KF, hefur náð samkomulagi við Jón Aðalstein Kristjánsson um að hann þjálfi meistaraflokk félagsins næstu þrjú árin. 

,,Jón er reynslumikill þjálfari sem þekkir mjög vel til 2.deildarinnar en undanfarin tvö ár hefur hann þjálfað 2.flokkinn hjá Breiðablik. Félagið býður Jón hjartanlega velkominn til starfa," segir í fréttatilkynningu frá KF. 
 

Jóhannes Harðarson nýr þjálfari ÍBV

20-10-2014
Jóhannes Þór Harðarson hefur verið ráðinn þjálfari ÍBV en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið nú rétt í þessu. Jóhannes tekur við ÍBV af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni sem hætti eftir tímabilið af fjölskylduástæðum. 
 

Kristján Guðmunds framlengir við Keflavík

17-10-2014
Kristján Guðmundsson hefur framlengt samning sinn við Keflavík um eitt ár en hann er nú samningsbundinn félaginu út árið 2016. 
 
Kristján gerði nýjan samning þar sem hann er nú komin í fullt starf sem þjálfari Keflavíkur. Kristján starfaði áður einnig sem fasteignasali en hann mun nú einbeita sér að þjálfunini. 
 
 

Bjarni hætt­ur með Fram­

17-10-2014
Bjarni Guðjóns­son er hætt­ur sem þjálf­ari karlaliðs Fram í knatt­spyrnu en þetta kem­ur fram á vef fé­lags­ins. Bjarni tók við liðinu fyr­ir tíma­bilið en und­ir stjórn hans féllu Fram­ar­ar úr Pepsi-deild­inni.

Eg­ill hætt­ur með Reyni

16-10-2014
Eg­ill Atla­son er hætt­ur sem þjálf­ari Reyn­is Sand­gerði en knatt­spyrnu­deild fé­lags­ins og Eg­ill komust að sam­komu­lagi um að slíta sam­starfi sínu.

Þor­steinn ráðinn þjálf­ari Breiðabliks

16-10-2014
Þor­steinn Hall­dórs­son hef­ur verið ráðinn þjálf­ari kvennaliðs Breiðabliks í knatt­spyrnu og tek­ur hann við liðinu af Hlyni Svan Ei­ríks­syni.
 
Í frétta­til­kynn­ingu frá Breiðabliki seg­ir;
 
Þor­steinn er reynd­ur þjálf­ari sem hef­ur starfað hjá KR, Þrótti og Hauk­um. Í sum­ar var Þor­steinn aðalþjálf­ari 2. flokks karla og í þjálf­arat­eymi meist­ara­flokks karla hjá KR en þar hef­ur hann starfað und­an­far­in fimm ár.

Samstarfsaðilar