Fréttir


Ryder fram­lengdi við Þrótt­ara

15-10-2014
Eng­lend­ing­ur­inn Gregg Ryder þjálf­ari karlaliðs Þrótt­ar í knatt­spyrnu hef­ur fram­lengt samn­ing sinn við fé­lagið um eitt ár og er því samn­ings­bund­inn því til næstu tveggja ára.

Theó­dór áfram með Aft­ur­eld­ingu

14-10-2014
merki AftureldingTheó­dór Sveinjóns­son hef­ur skrifað und­ir samn­ing við Aft­ur­eld­ingu um að þjálfa áfram kvennalið fé­lags­ins í knatt­spyrnu, sem bjargaði sér frá falli úr Pepsi-deild­inni með æv­in­týra­leg­um hætti nú í haust.

Heim­ir skrifaði und­ir við FH

14-10-2014
Heim­ir Guðjóns­son, þjálf­ari karlaliðs FH í knatt­spyrnu, skrifaði í dag und­ir nýj­an tveggja ára samn­ing við Hafn­ar­fjarðarliðið.

Heim­ir hef­ur þjálfað FH-liðið frá ár­inu 2008 en áður hafði hann verið aðstoðarþjálf­ari liðsins frá ár­inu 2006 og leikmaður frá ár­inu 2000.

Arn­ar í stað Gumma Ben hjá Blik­um

13-10-2014
 
Arn­ar Grét­ars­son, fyrr­ver­andi at­vinnumaður og leikmaður Breiðabliks, hef­ur verið ráðinn þjálf­ari karlaliðs fé­lags­ins í knatt­spyrnu. Hann tek­ur við starf­inu af Guðmundi Bene­dikts­syni sem stýrði Blik­um stærst­an hluta ný­af­staðins keppn­is­tíma­bils.

Arn­ar samdi til þriggja ára við Breiðablik sem er hans upp­eld­is­fé­lag. Hann lék síðast með því sum­arið 2009 þegar liðið varð bikar­meist­ari í fyrsta sinn og var þá jafn­framt aðstoðarmaður Ólafs Kristjáns­son­ar þjálf­ara.
 

Ólaf­ur og Sig­ur­björn ráðnir þjálf­ar­ar Vals

09-10-2014
Ólaf­ur Jó­hann­es­son, fyrr­ver­andi landsliðsþjálf­ari, hef­ur verið ráðinn þjálf­ari meist­ara­flokks karla í knatt­spyrnu hjá Val. Sig­ur­björn Hreiðars­son, fyrr­ver­andi fyr­irliði liðsins, verður aðstoðarmaður hans.
 
Ólaf­ur og Sig­ur­björn voru ráðnir til þriggja ára en þeir taka við af Magnúsi Gylfa­syni, sem hef­ur tekið sér frí frá þjálf­un, og Hall­dóri Sig­urðssyni sem tók í dag við sem þjálf­ari Þórs.
 

Óli Stefán aðstoðar Tommy - Ægir áfram

09-10-2014
Ægir Vikt­ors­son skrifaði í dag und­ir samn­ing um að þjálfa áfram meist­ara­flokk kvenna í knatt­spyrnu hjá Grinda­vík og hann mun því stýra liðinu áfram í 1. deild á næsta ári. Hann verður jafn­framt yfirþjálf­ari yngri flokka og þjálf­ari 3. flokks kvenna.

Jóhannes Harðarson hættir sem þjálfari Fløy

09-10-2014
logoJóhannes Harðarson hefur ákveðið að hætta sem þjálfari norska liðsins Fløy eftir tímabilið.  Jóhannes hefur stýrt liðinu undanfarin þrjú ár en hann var á sínum tíma í íslenska landsliðinu. 
 
Fløy siglir í dag lygnan sjó í 6. sæti í norsku C-deildinni. 
 

Halldór Jón tekur við Þór

09-10-2014
Halldór Jón Sigurðsson, Donni, hefur verið ráðinn þjálfari Þórs á Akureyri en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið nú rétt í þessu. 
 
,,Við vorum að skrifa undir. Blekið er varla búið að þorna," sagði Aðalsteinn Ingi Pálsson formaður knattspyrnudeildar Þórs við Fótbolta.net nú rétt í þessu. 
 

Ásmundur áfram með Fylki - Reynir aðstoðarþjálfari

09-10-2014
Ásmundur Arnarsson mun halda áfram sem þjálfari Fylkis næstu árin en hann skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við félagið í dag. Ásmundu r var að klára þriggja ára samning og nú er ljóst að hann verður áfram í Árbænum. 
 
Reynir Leósson, fyrrum varnarmaður ÍA, mun verða aðstoðarmaður Ásmundar en hann skrifaði einnig undir þriggja ára samning hjá Fylki í dag. 
 

Jörundur Áki tekur við kvennaliði Fylkis

09-10-2014
Jörundur Áki Sveinsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Fylkis en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu í dag. 
 
Ragna Lóa Stefánsdóttir hætti með Fylki á dögunum eftir tveggja ára starf og Jörundur Áki hefur nú tekið við stjórnvölunum. 
 

Þórður Þórðarson tekur við kvennaliði ÍA

09-10-2014
ÍA staðfesti rétt í þessu á vef sínum að Þórður Þórðarson hafi verið ráðinn þjálfari liðsins. Þetta er annað þjálfarastarfið sem Þórður tekur að sér á einum sólarhring því í gær var staðfest að hann hafi verið ráðinn þjálfari U19 ára landsliðs kvenna. 
 
 

Orri Þórðarson tekur við kvennaliði FH

09-10-2014
Orri Þórðarson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs FH að nýju en hann stýrði liðinu áður fyrir nokkrum árum. Leikmönnum liðsins var tilkynnt þetta í gær. 
 
Orri tekur við starfinu af Þórði Jenssyni sem stýrði liðinu í sumar á sínu fyrsta ári. Undir hans stjórn féll liðið úr Pepsi-deildinni í sumar og leikur því í 1. deild á næstu leiktíð. 
 

Þórður Þórðar tekur við U19 ára landsliði kvenna

08-10-2014
Þórður Þórðarson hefur verið ráðinn þjálfari hjá U19 kvenna og tekur við af þeim Ólafi Þór Guðbjörnssyni og Úlfari Hinrikssyni, en Úlfar stjórnaði liðinu í síðasta verkefni í Litháen. 

Þórður er með KSÍ A gráðu og hefur þjálfað bæði meistaraflokk karla og kvenna hjá ÍA í efstu deild. 
 

Halldór hættur hjá Val

07-10-2014
Valur sendi frá sér tilkynningu í morgun þess efnis að Halldór Jón Sigurðsson, Donni, sé hættur störfum sem aðstoðarþjálfari liðsins. 

Þetta gerist degi eftir að Valur tilkynnti að Magnús Gylfason sé hættur þjálfun liðsins en Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson hafa verið orðaðir við starfið þó ekkert sé staðfest enn. 
 

KSÍ II þjálfaranámskeið framundan

07-10-2014
Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, eitt helgina 24.-26. október og tvö helgina 31. okt.-2. nóv. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.

Markmannsþjálfaragráða KSÍ fer af stað í nóvember

07-10-2014
Í vetur mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir Markmannsþjálfaragráðu KSÍ. Námskeiðið er samtals 120 tímar. Það samanstendur af þremur helgarnámskeiðum og verklegri hópavinnu.

Maggi Gylfa hættur með Val

06-10-2014
Magnús Gylfason er hættur sem þjálfari Vals en þetta kemur fram í tilkynningu sem Hlíðarendafélagið sendi frá sér rétt í þessu.  Þetta kemur ekki á óvart en lengi hafa verið sögusagnir í gangi varðandi þjálfaraskipti hjá Valsmönnum. 

Magnús stýrði Val í tvö tímabil en í bæði skiptin lenti liðið í fimmta sætinu. Markmiðið fyrir sumarið var að ná Evrópusæti en það tókst ekki. 
 
 

Arnar Þór Viðarsson ráðinn þjálfari Cercle Brugge

06-10-2014
Cercle Brugge KSV logo.svgBelg­íska knatt­spyrnu­fé­lagið Cercle Brug­ge hef­ur sagt aðalþjálf­ara sín­um, Lor­enzo Staelens, upp störf­um í kjöl­farið á ósigri liðsins um helg­ina, 1:0, gegn Waas­land-Bev­eren. Arn­ar Þór Viðars­son hef­ur verið ráðinn í hans stað en fé­lagið til­kynnti það á vef sín­um rétt í þessu.
 

Páll Viðar hættur með Þór

04-10-2014
Páll Viðar Gíslason er hættur sem þjálfari Þórs en þetta var tilkynnt á lokahófi félagsins í kvöld. 
 
Páll tók við liði Þórs af Lárusi Orra Sigurðssyni í byrjun sumars 2010. 
 
Liðið fór upp í Pepsi-deildina sama ár en féll aftur sumarið 2011. Sama sumar komst liðið í bikarúrslit en tapaði gegn KR. 
 

Sigurður Ragnar hættur með ÍBV

04-10-2014
ÍBV sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu efni að Sigurður Ragnar Eyjólfsson sé hættur þjálfun liðsins af fjölsylduaðstæðum en hann tók við liðinu síðasta haust. Yfirlýsingu ÍBV má sjá hér að neðan. Sigurður Ragnar leitar sér nú að nýju þjálfarastarfi á höfuðborgarsvæðinu.
 

Samstarfsaðilar