Fréttir


Hlynur Svan hættir hjá Breiðabliki

24-09-2014
Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu, heldur ekki áfram starfi sínu hjá félaginu.

Í fréttatilkynningu frá Breiðabliki segir að stjórn knattspyrnudeildar og Hlynur hafi komist að samkomulagi um að ljúka samstarfinu.  Hlynur gerði Breiðablik að bikarmeisturum í fyrra og er ljóst að liðið hafnar í öðru sæti Pepsi-deildarinnar í ár, annað árið í röð.
 

Óli Stefán hættur með Sindra

23-09-2014
merki SindriÓli Stefán Flóventsson er hættur sem þjálfari 2. deildarliðs Sindra á Höfn í Hornafirði en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. 

Sindri hafnaði í fimmta sæti 2. deildar á liðnu tímabili en Óli Stefán hefur þjálfað liðið síðustu fimm ár og er mikil ánægja með hans frammistöðu. 
 

Ólafur Brynjólfsson hættur með Gróttu

23-09-2014
Ólafur Brynjólfsson hefur ákveðið að hætta sem þjálfari Gróttu en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. 

Grótta endaði í 2. sæti í 2. deild karla í sumar og mun því leika í 1. deild að ári. 
 
 

Ian Jeffs tekur við kvennaliði ÍBV

22-09-2014
Ian Jeffs mun þjálfa kvennalið ÍBV á næsta tímabili en þetta staðfesti Jón Ólafur Daníelsson, núverandi þjálfari ÍBV, við Fótbolta.net í kvöld. 

Ian Jeffs hefur verið Jóni Ólafi innan handar í sumar en hann tekur við keflinu eftir tímabilið. Jón Ólafur verður áfram í kringum liðið en hann verður aðstoðarmaður Ians. Ian Jeff mun því leika í Pepsi-deild karla og þjálfa í Pepsi-deild kvenna á næsta tímabili. 

Dragan Stojanovic hættur sem þjálfari KF

22-09-2014
Dragan Stojanovic hefur ákveðið að hætta sem þjálfari hjá KF í 2. deildinni. 

Dragan tók við liðinu af Lárusi Orra Sigurðssyni síðastliðið haust og undir hans stjórn endaði KF í sjöunda sæti í sumar eftir fall úr fyrstu deildinni í fyrra. 
 
 
 
 

KSÍ og N1 finna framtíðarleikmenn landsliðsins

20-09-2014
KSÍ og N1 skrifuðu undir samning um hæfileikamótun ungs knattspyrnufólks á föstudaginn í Kórnum í Kópavogi. 

Hæfileikamótunin er verkefni sem N1 og KSÍ standa að og er ætlað yngri iðkendum knattspyrnu af báðum kynjum til að auka áhuga á íþróttinni og einnig til að efla grasrótarstarf í knattspyrnu um land allt. 
 
 

Fræðsluferð KÞÍ til Þýskalands - nokkur sæti laus

19-09-2014
Heimsókn til Borussia Dortmund og Borussia Mönchengladbach þar sem fylgst verður með æfingum yngri liða félaganna og félögin bjóða upp á fyrirlestra um starf sitt.

Sigurbjörn Hreiðars hættir sem þjálfari Hauka

16-09-2014
Sigurbjörn Hreiðarsson mun hætta sem þjálfari Hauka eftir tímabilið en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í kvöld. 

Sigurbjörn mun stýra Haukum gegn Víkingi Ólafsvík í lokaumferð 1.deildarinnar á laugardaginn en hann hefur ákveðið að hætta með liðið eftir þann leik. 
 
 

Fyrstu sem útskrifast með Markmannsþjálfaragráðu KSÍ

16-09-2014
Nýverið útskrifaði KSÍ fyrstu markmannsþjálfarana með Markmannsþjálfaragráðu KSÍ. Útskriftin fór fram í tengslum við landsleik Íslands og Ísrael í undankeppni HM.  Um er að ræða 11 þjálfara. Stefnt er að því að halda annað námskeið á komandi vetri og verður það auglýst á næstu vikum.

Gunn­ar hætt­ir með Sel­fyss­inga

10-09-2014
Sel­foss hef­ur nýtt sér upp­sagn­ar­á­kvæði í samn­ingi sín­um við Gunn­ar Guðmunds­son, þjálf­ara meist­ara­flokks karla í knatt­spyrnu, og því mun Gunn­ar hætta með Sel­foss að loknu Íslands­móti. Gunn­ar tók við Sel­fyss­ing­um haustið 2012 þegar Logi Ólafs­son hætti með liðið.

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands kynnir fræðsluferð til Þýskalands 23. - 26. október

09-09-2014
Heimsókn til Borussia Dortmund og Borussia Mönchengladbach þar sem fylgst verður með æfingum yngri liða félaganna og félögin bjóða upp á fyrirlestra um starf sitt.

Gist verður eina nótt á 4 stjörnu hóteli í Mönchengladbach og tvær nætur á 3 stjörnu hóteli í Dortmund.  Verð á bilinu 90-100þús í tveggja manna herbergi og 120-130þús í eins manns herbergi.  Innifalið er flug til og frá Frankfurt. Miði á leik Borussia Dortmund og Hannover 96, gisting í þrjár nætur, rúta til Mönchengladbach og Dortmund.
 

Súpufundur um vanmat í íþróttum

29-08-2014
Mánudaginn 8. september klukkan 12.10-13.00 mun KSÍ standa fyrir fundi þar sem viðfangsefnið er vanmat í íþróttum. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð. Fyrirlesari er Hreiðar Haraldsson sem nýverið lauk meistaraprófi í íþróttasálfræði frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð.
 

Atli hættur hjá Aftureldingu

14-08-2014
Knattspyrnudeild Aftureldingar og Atli Eðvaldsson hafa komist að samkomulagi um starfslok hans sem þjálfara meistaraflokks karla.
 

Jaime Torcal frá Real Madrid með fyrirlestur á vegum Breiðabliks og KÞÍ

11-08-2014
Jaime Torcal unglingaþjálfari frá Real Madrid mun halda fyrirlestur um unglingastarf félagsins sunnudaginn 17. ágúst í Smáranum. Torcal sem vinnur með yngri flokkum Evrópumeistaranna mun jafnframt vera með tvær verklegar æfingar þar sem unnið verður m.a. með það að klára sóknir eftir að boltinn vinnst.

Rúnar Kristinsson útskrifast með UEFA Pro þjálfaragráðu

22-07-2014
Nú á dögunum bættist enn í hóp íslenskra þjálfara sem hlotið hafa UEFA Pro þjálfaragráðu frá erlendu knattspyrnusambandi þegar Rúnar Kristinsson lauk námi sínu hjá enska knattspyrnusambandinu.

Greiðsluseðlar fyrir félagsgjaldinu að berast - húfa fyrir þá sem greiða félagsgjaldið

18-07-2014
Nú fer knattspyrnuþjálfurum um allt land að berast greiðsluseðill vegna félagsgjaldsins fyrir árið 2014. Stjórn KÞÍ vonar að félagsmenn bregðist jafn vel við og hingað til og greiði greiðsluseðilinn sem allra fyrst. Allir þeir sem greiða félagsgjaldið fá  vandaða húfu með merki KÞÍ á.

Þór Hinriksson tekur við Val - Edda áfram

03-07-2014
Þór Hinriksson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Vals en hann tekur við starfinu af Helenu Ólafsdóttur sem hætti með liðið í gær. 
 
Edda Garðarsdóttir sem var aðstoðarmaður Helenu með liðið verður áfram í sinni stöðu og aðstoðar Þór með liðið. 
 

Bikarúrslitaráðstefna laugardaginn 16. ágúst 2014

03-07-2014
Í tengslum við úrslitaleikinn í Borgunarbikarkeppni karla mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir ráðstefnu.  Úrslitaleikur Borgunarbikarkeppni karla fer fram laugardaginn 16. ágúst kl. 16:00.  Ráðstefnan hefst kl. 9:00 og er öllum opin en hún fer fram í Laugardalnum.
 

Helena hætt með Val

02-07-2014
Helena Ólafs­dótt­ir er hætt störf­um sem þjálf­ari kvennaliðs Vals í knatt­spyrnu en frá þessu er greint á vef Hlíðar­enda­fé­lags­ins. Þar er sagt að Helena og fé­lagið hafi kom­ist að þess­ari sam­eig­in­legu niður­stöðu.

Helena tók við Valsliðinu í árs­lok 2012 og það endaði í öðru sæti deild­ar­inn­ar í fyrra. Nú er Val­ur hins­veg­ar í sjö­unda sæti eft­ir köfl­ótta byrj­un á Íslands­mót­inu en liðið mátti sætta sig við jafn­tefli gegn FH í gær.

Daði fer til Mannheim

02-07-2014
Daði Rafnsson fer á ráðstefnu þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins í Mannheim 28. - 30. júlí í sumar. 
 
Þýska knattspyrnuþjálfarafélagið býður KÞÍ að senda einn fulltrúa og sér um allt uppihald.
 

Samstarfsaðilar