Fréttir


Zoran Miljkovic ráðinn þjálfari Selfoss á ný

30-09-2014
Zoran Miljkovic hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu á nýjan leik, en þetta kemur fram á Sunnlenska.is. 

Zoran er að góðu kunnur á Selfossi, þar sem hann þjálfaði liðið árin 2007 og 2008 við góðan orðstír. Undir hans stjórn fór Selfoss upp úr 2. deild árið 2007 og endaði í þriðja sæti í 1. deild árið 2008. 
 

KSÍ I þjálfaranámskeið í október

29-09-2014
Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, tvö helgina 17.-19. október og eitt helgina 24.-26. október. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði sem þýðir 70 laus pláss helgina 17.-19. október og 35 laus pláss helgina 24.-26. október. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.

Úlfur ráðinn áfram þjálfari Aftureldingar

26-09-2014
Úlfur Arnar Jökulsson og Afturelding hafa gengið frá samkomulagi um að Úlfur veri nýr þjálfari meistaraflokks karla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 

Afturelding bjargaði sér naumlega frá falli úr 2. deildinni í sumar eftir að hafa verið spáð upp í 1. deildina fyrir mót.
 
 

Tommy Nielsen tekur við Grindavík

25-09-2014
Tommy Nielsen hefur verið ráðinn þjálfari hjá Grindavík en hann skrifaði undir eins árs samning við félagið í dag. 

Tommy tekur við af Milan Stefán Jankovic sem hefur náð samkomulagi við knattspyrnudeild Grindavíkur um að láta af störfum
 

Luka Kostic tekur við Haukum

24-09-2014
Luka Kostic hefur verið ráðinn þjálfari Hauka en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu í kvöld. Hann tekur við af Sigurbirni Hreiðarssyni sem hætti á dögunum. 

Þórhallur Dan Jóhannsson fyrrum leikmaður Hauka verður aðstoðarþjálfari meistaraflokks. 
 

Hlynur Svan hættir hjá Breiðabliki

24-09-2014
Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu, heldur ekki áfram starfi sínu hjá félaginu.

Í fréttatilkynningu frá Breiðabliki segir að stjórn knattspyrnudeildar og Hlynur hafi komist að samkomulagi um að ljúka samstarfinu.  Hlynur gerði Breiðablik að bikarmeisturum í fyrra og er ljóst að liðið hafnar í öðru sæti Pepsi-deildarinnar í ár, annað árið í röð.
 

Óli Stefán hættur með Sindra

23-09-2014
merki SindriÓli Stefán Flóventsson er hættur sem þjálfari 2. deildarliðs Sindra á Höfn í Hornafirði en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. 

Sindri hafnaði í fimmta sæti 2. deildar á liðnu tímabili en Óli Stefán hefur þjálfað liðið síðustu fimm ár og er mikil ánægja með hans frammistöðu. 
 

Ólafur Brynjólfsson hættur með Gróttu

23-09-2014
Ólafur Brynjólfsson hefur ákveðið að hætta sem þjálfari Gróttu en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. 

Grótta endaði í 2. sæti í 2. deild karla í sumar og mun því leika í 1. deild að ári. 
 
 

Ian Jeffs tekur við kvennaliði ÍBV

22-09-2014
Ian Jeffs mun þjálfa kvennalið ÍBV á næsta tímabili en þetta staðfesti Jón Ólafur Daníelsson, núverandi þjálfari ÍBV, við Fótbolta.net í kvöld. 

Ian Jeffs hefur verið Jóni Ólafi innan handar í sumar en hann tekur við keflinu eftir tímabilið. Jón Ólafur verður áfram í kringum liðið en hann verður aðstoðarmaður Ians. Ian Jeff mun því leika í Pepsi-deild karla og þjálfa í Pepsi-deild kvenna á næsta tímabili. 

Dragan Stojanovic hættur sem þjálfari KF

22-09-2014
Dragan Stojanovic hefur ákveðið að hætta sem þjálfari hjá KF í 2. deildinni. 

Dragan tók við liðinu af Lárusi Orra Sigurðssyni síðastliðið haust og undir hans stjórn endaði KF í sjöunda sæti í sumar eftir fall úr fyrstu deildinni í fyrra. 
 
 
 
 

KSÍ og N1 finna framtíðarleikmenn landsliðsins

20-09-2014
KSÍ og N1 skrifuðu undir samning um hæfileikamótun ungs knattspyrnufólks á föstudaginn í Kórnum í Kópavogi. 

Hæfileikamótunin er verkefni sem N1 og KSÍ standa að og er ætlað yngri iðkendum knattspyrnu af báðum kynjum til að auka áhuga á íþróttinni og einnig til að efla grasrótarstarf í knattspyrnu um land allt. 
 
 

Fræðsluferð KÞÍ til Þýskalands - nokkur sæti laus

19-09-2014
Heimsókn til Borussia Dortmund og Borussia Mönchengladbach þar sem fylgst verður með æfingum yngri liða félaganna og félögin bjóða upp á fyrirlestra um starf sitt.

Sigurbjörn Hreiðars hættir sem þjálfari Hauka

16-09-2014
Sigurbjörn Hreiðarsson mun hætta sem þjálfari Hauka eftir tímabilið en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í kvöld. 

Sigurbjörn mun stýra Haukum gegn Víkingi Ólafsvík í lokaumferð 1.deildarinnar á laugardaginn en hann hefur ákveðið að hætta með liðið eftir þann leik. 
 
 

Fyrstu sem útskrifast með Markmannsþjálfaragráðu KSÍ

16-09-2014
Nýverið útskrifaði KSÍ fyrstu markmannsþjálfarana með Markmannsþjálfaragráðu KSÍ. Útskriftin fór fram í tengslum við landsleik Íslands og Ísrael í undankeppni HM.  Um er að ræða 11 þjálfara. Stefnt er að því að halda annað námskeið á komandi vetri og verður það auglýst á næstu vikum.

Gunn­ar hætt­ir með Sel­fyss­inga

10-09-2014
Sel­foss hef­ur nýtt sér upp­sagn­ar­á­kvæði í samn­ingi sín­um við Gunn­ar Guðmunds­son, þjálf­ara meist­ara­flokks karla í knatt­spyrnu, og því mun Gunn­ar hætta með Sel­foss að loknu Íslands­móti. Gunn­ar tók við Sel­fyss­ing­um haustið 2012 þegar Logi Ólafs­son hætti með liðið.

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands kynnir fræðsluferð til Þýskalands 23. - 26. október

09-09-2014
Heimsókn til Borussia Dortmund og Borussia Mönchengladbach þar sem fylgst verður með æfingum yngri liða félaganna og félögin bjóða upp á fyrirlestra um starf sitt.

Gist verður eina nótt á 4 stjörnu hóteli í Mönchengladbach og tvær nætur á 3 stjörnu hóteli í Dortmund.  Verð á bilinu 90-100þús í tveggja manna herbergi og 120-130þús í eins manns herbergi.  Innifalið er flug til og frá Frankfurt. Miði á leik Borussia Dortmund og Hannover 96, gisting í þrjár nætur, rúta til Mönchengladbach og Dortmund.
 

Súpufundur um vanmat í íþróttum

29-08-2014
Mánudaginn 8. september klukkan 12.10-13.00 mun KSÍ standa fyrir fundi þar sem viðfangsefnið er vanmat í íþróttum. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð. Fyrirlesari er Hreiðar Haraldsson sem nýverið lauk meistaraprófi í íþróttasálfræði frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð.
 

Atli hættur hjá Aftureldingu

14-08-2014
Knattspyrnudeild Aftureldingar og Atli Eðvaldsson hafa komist að samkomulagi um starfslok hans sem þjálfara meistaraflokks karla.
 

Jaime Torcal frá Real Madrid með fyrirlestur á vegum Breiðabliks og KÞÍ

11-08-2014
Jaime Torcal unglingaþjálfari frá Real Madrid mun halda fyrirlestur um unglingastarf félagsins sunnudaginn 17. ágúst í Smáranum. Torcal sem vinnur með yngri flokkum Evrópumeistaranna mun jafnframt vera með tvær verklegar æfingar þar sem unnið verður m.a. með það að klára sóknir eftir að boltinn vinnst.

Rúnar Kristinsson útskrifast með UEFA Pro þjálfaragráðu

22-07-2014
Nú á dögunum bættist enn í hóp íslenskra þjálfara sem hlotið hafa UEFA Pro þjálfaragráðu frá erlendu knattspyrnusambandi þegar Rúnar Kristinsson lauk námi sínu hjá enska knattspyrnusambandinu.

Samstarfsaðilar