Fréttir


Þór Hinriks áfram með Val

03-10-2014
Þór Hinriksson mun þjálfa kvennalið Vals áfram en hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. 

Zoran Miljkovic ráðinn þjálfari Selfoss á ný

30-09-2014
Zoran Miljkovic hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu á nýjan leik, en þetta kemur fram á Sunnlenska.is. 

Zoran er að góðu kunnur á Selfossi, þar sem hann þjálfaði liðið árin 2007 og 2008 við góðan orðstír. Undir hans stjórn fór Selfoss upp úr 2. deild árið 2007 og endaði í þriðja sæti í 1. deild árið 2008. 
 

KSÍ I þjálfaranámskeið í október

29-09-2014
Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, tvö helgina 17.-19. október og eitt helgina 24.-26. október. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði sem þýðir 70 laus pláss helgina 17.-19. október og 35 laus pláss helgina 24.-26. október. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.

Úlfur ráðinn áfram þjálfari Aftureldingar

26-09-2014
Úlfur Arnar Jökulsson og Afturelding hafa gengið frá samkomulagi um að Úlfur veri nýr þjálfari meistaraflokks karla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 

Afturelding bjargaði sér naumlega frá falli úr 2. deildinni í sumar eftir að hafa verið spáð upp í 1. deildina fyrir mót.
 
 

Tommy Nielsen tekur við Grindavík

25-09-2014
Tommy Nielsen hefur verið ráðinn þjálfari hjá Grindavík en hann skrifaði undir eins árs samning við félagið í dag. 

Tommy tekur við af Milan Stefán Jankovic sem hefur náð samkomulagi við knattspyrnudeild Grindavíkur um að láta af störfum
 

Luka Kostic tekur við Haukum

24-09-2014
Luka Kostic hefur verið ráðinn þjálfari Hauka en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu í kvöld. Hann tekur við af Sigurbirni Hreiðarssyni sem hætti á dögunum. 

Þórhallur Dan Jóhannsson fyrrum leikmaður Hauka verður aðstoðarþjálfari meistaraflokks. 
 

Hlynur Svan hættir hjá Breiðabliki

24-09-2014
Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu, heldur ekki áfram starfi sínu hjá félaginu.

Í fréttatilkynningu frá Breiðabliki segir að stjórn knattspyrnudeildar og Hlynur hafi komist að samkomulagi um að ljúka samstarfinu.  Hlynur gerði Breiðablik að bikarmeisturum í fyrra og er ljóst að liðið hafnar í öðru sæti Pepsi-deildarinnar í ár, annað árið í röð.
 

Óli Stefán hættur með Sindra

23-09-2014
merki SindriÓli Stefán Flóventsson er hættur sem þjálfari 2. deildarliðs Sindra á Höfn í Hornafirði en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. 

Sindri hafnaði í fimmta sæti 2. deildar á liðnu tímabili en Óli Stefán hefur þjálfað liðið síðustu fimm ár og er mikil ánægja með hans frammistöðu. 
 

Ólafur Brynjólfsson hættur með Gróttu

23-09-2014
Ólafur Brynjólfsson hefur ákveðið að hætta sem þjálfari Gróttu en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. 

Grótta endaði í 2. sæti í 2. deild karla í sumar og mun því leika í 1. deild að ári. 
 
 

Ian Jeffs tekur við kvennaliði ÍBV

22-09-2014
Ian Jeffs mun þjálfa kvennalið ÍBV á næsta tímabili en þetta staðfesti Jón Ólafur Daníelsson, núverandi þjálfari ÍBV, við Fótbolta.net í kvöld. 

Ian Jeffs hefur verið Jóni Ólafi innan handar í sumar en hann tekur við keflinu eftir tímabilið. Jón Ólafur verður áfram í kringum liðið en hann verður aðstoðarmaður Ians. Ian Jeff mun því leika í Pepsi-deild karla og þjálfa í Pepsi-deild kvenna á næsta tímabili. 

Dragan Stojanovic hættur sem þjálfari KF

22-09-2014
Dragan Stojanovic hefur ákveðið að hætta sem þjálfari hjá KF í 2. deildinni. 

Dragan tók við liðinu af Lárusi Orra Sigurðssyni síðastliðið haust og undir hans stjórn endaði KF í sjöunda sæti í sumar eftir fall úr fyrstu deildinni í fyrra. 
 
 
 
 

KSÍ og N1 finna framtíðarleikmenn landsliðsins

20-09-2014
KSÍ og N1 skrifuðu undir samning um hæfileikamótun ungs knattspyrnufólks á föstudaginn í Kórnum í Kópavogi. 

Hæfileikamótunin er verkefni sem N1 og KSÍ standa að og er ætlað yngri iðkendum knattspyrnu af báðum kynjum til að auka áhuga á íþróttinni og einnig til að efla grasrótarstarf í knattspyrnu um land allt. 
 
 

Fræðsluferð KÞÍ til Þýskalands - nokkur sæti laus

19-09-2014
Heimsókn til Borussia Dortmund og Borussia Mönchengladbach þar sem fylgst verður með æfingum yngri liða félaganna og félögin bjóða upp á fyrirlestra um starf sitt.

Sigurbjörn Hreiðars hættir sem þjálfari Hauka

16-09-2014
Sigurbjörn Hreiðarsson mun hætta sem þjálfari Hauka eftir tímabilið en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í kvöld. 

Sigurbjörn mun stýra Haukum gegn Víkingi Ólafsvík í lokaumferð 1.deildarinnar á laugardaginn en hann hefur ákveðið að hætta með liðið eftir þann leik. 
 
 

Fyrstu sem útskrifast með Markmannsþjálfaragráðu KSÍ

16-09-2014
Nýverið útskrifaði KSÍ fyrstu markmannsþjálfarana með Markmannsþjálfaragráðu KSÍ. Útskriftin fór fram í tengslum við landsleik Íslands og Ísrael í undankeppni HM.  Um er að ræða 11 þjálfara. Stefnt er að því að halda annað námskeið á komandi vetri og verður það auglýst á næstu vikum.

Gunn­ar hætt­ir með Sel­fyss­inga

10-09-2014
Sel­foss hef­ur nýtt sér upp­sagn­ar­á­kvæði í samn­ingi sín­um við Gunn­ar Guðmunds­son, þjálf­ara meist­ara­flokks karla í knatt­spyrnu, og því mun Gunn­ar hætta með Sel­foss að loknu Íslands­móti. Gunn­ar tók við Sel­fyss­ing­um haustið 2012 þegar Logi Ólafs­son hætti með liðið.

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands kynnir fræðsluferð til Þýskalands 23. - 26. október

09-09-2014
Heimsókn til Borussia Dortmund og Borussia Mönchengladbach þar sem fylgst verður með æfingum yngri liða félaganna og félögin bjóða upp á fyrirlestra um starf sitt.

Gist verður eina nótt á 4 stjörnu hóteli í Mönchengladbach og tvær nætur á 3 stjörnu hóteli í Dortmund.  Verð á bilinu 90-100þús í tveggja manna herbergi og 120-130þús í eins manns herbergi.  Innifalið er flug til og frá Frankfurt. Miði á leik Borussia Dortmund og Hannover 96, gisting í þrjár nætur, rúta til Mönchengladbach og Dortmund.
 

Súpufundur um vanmat í íþróttum

29-08-2014
Mánudaginn 8. september klukkan 12.10-13.00 mun KSÍ standa fyrir fundi þar sem viðfangsefnið er vanmat í íþróttum. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð. Fyrirlesari er Hreiðar Haraldsson sem nýverið lauk meistaraprófi í íþróttasálfræði frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð.
 

Atli hættur hjá Aftureldingu

14-08-2014
Knattspyrnudeild Aftureldingar og Atli Eðvaldsson hafa komist að samkomulagi um starfslok hans sem þjálfara meistaraflokks karla.
 

Jaime Torcal frá Real Madrid með fyrirlestur á vegum Breiðabliks og KÞÍ

11-08-2014
Jaime Torcal unglingaþjálfari frá Real Madrid mun halda fyrirlestur um unglingastarf félagsins sunnudaginn 17. ágúst í Smáranum. Torcal sem vinnur með yngri flokkum Evrópumeistaranna mun jafnframt vera með tvær verklegar æfingar þar sem unnið verður m.a. með það að klára sóknir eftir að boltinn vinnst.

Samstarfsaðilar