Fréttir


Rúnar Kristinsson útskrifast með UEFA Pro þjálfaragráðu

22-07-2014
Nú á dögunum bættist enn í hóp íslenskra þjálfara sem hlotið hafa UEFA Pro þjálfaragráðu frá erlendu knattspyrnusambandi þegar Rúnar Kristinsson lauk námi sínu hjá enska knattspyrnusambandinu.

Greiðsluseðlar fyrir félagsgjaldinu að berast - húfa fyrir þá sem greiða félagsgjaldið

18-07-2014
Nú fer knattspyrnuþjálfurum um allt land að berast greiðsluseðill vegna félagsgjaldsins fyrir árið 2014. Stjórn KÞÍ vonar að félagsmenn bregðist jafn vel við og hingað til og greiði greiðsluseðilinn sem allra fyrst. Allir þeir sem greiða félagsgjaldið fá  vandaða húfu með merki KÞÍ á.

Þór Hinriksson tekur við Val - Edda áfram

03-07-2014
Þór Hinriksson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Vals en hann tekur við starfinu af Helenu Ólafsdóttur sem hætti með liðið í gær. 
 
Edda Garðarsdóttir sem var aðstoðarmaður Helenu með liðið verður áfram í sinni stöðu og aðstoðar Þór með liðið. 
 

Bikarúrslitaráðstefna laugardaginn 16. ágúst 2014

03-07-2014
Í tengslum við úrslitaleikinn í Borgunarbikarkeppni karla mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir ráðstefnu.  Úrslitaleikur Borgunarbikarkeppni karla fer fram laugardaginn 16. ágúst kl. 16:00.  Ráðstefnan hefst kl. 9:00 og er öllum opin en hún fer fram í Laugardalnum.
 

Helena hætt með Val

02-07-2014
Helena Ólafs­dótt­ir er hætt störf­um sem þjálf­ari kvennaliðs Vals í knatt­spyrnu en frá þessu er greint á vef Hlíðar­enda­fé­lags­ins. Þar er sagt að Helena og fé­lagið hafi kom­ist að þess­ari sam­eig­in­legu niður­stöðu.

Helena tók við Valsliðinu í árs­lok 2012 og það endaði í öðru sæti deild­ar­inn­ar í fyrra. Nú er Val­ur hins­veg­ar í sjö­unda sæti eft­ir köfl­ótta byrj­un á Íslands­mót­inu en liðið mátti sætta sig við jafn­tefli gegn FH í gær.

Daði fer til Mannheim

02-07-2014
Daði Rafnsson fer á ráðstefnu þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins í Mannheim 28. - 30. júlí í sumar. 
 
Þýska knattspyrnuþjálfarafélagið býður KÞÍ að senda einn fulltrúa og sér um allt uppihald.
 

Ráðstefna þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins í Mannheim

10-06-2014
Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands hefur verið boðið að senda einn fulltrúa á ráðstefnu þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins í Mannheim 28. - 30.  júlí í sumar. Ráðstefnan mun að mestu leyti fjalla um frekari menntun og HM 2014 og hvernig má yfirfæra það sem þar kemur nýtt fram, yfir í leikrænar æfingar.

Frá ráðstefnu um fjölgun iðkenda í kvennaknattspyrnu

20-05-2014
Í byrjun maí stóð KSÍ fyrir ráðstefnu þar sem fjallað var um mögulegar leiðir til að fjölga iðkendum í yngstu kvennaflokkunum.  Ýmis áhugaverð erindi voru flutt og er hægt að horfa á þau öll með því að smella hér að neðan.

Frá ráðstefnu um fjölgun iðkenda í kvennaknattspyrnu

20-05-2014
Í byrjun maí stóð KSÍ fyrir ráðstefnu þar sem fjallað var um mögulegar leiðir til að fjölga iðkendum í yngstu kvennaflokkunum.  Ýmis áhugaverð erindi voru flutt og er hægt að horfa á þau öll með því að smella hér að neðan.

Sigurður Jónsson tekur við Kára

01-05-2014
Sigurður Jónsson hefur tekið við sem þjálfari Kára á Akranesi en hann mun stýra liðinu í 4. deildinni í sumar. Í dag var gengið frá samningi um að Kári og ÍA fari í samstarf þar sem 2. flokks leikmenn félagsins geti spilað með liði Kára í 4. deildinni.

 

Súpufundur um höfuðhögg og heilahristing

22-04-2014
Mánudaginn 28. apríl klukkan 12.10-13.00 mun KSÍ standa fyrir fundi þar sem viðfangsefnið er höfuðhögg - heilahristingur. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð. Fyrirlesari er Reynir Björnsson læknir en hann er formaður heilbrigðisnefndar KSÍ.

Gummi Ben tekur við Breiðabliki

22-04-2014
Guðmundur Benediktsson mun taka við þjálfun karlaliðs Breiðabliks í Pepsi-deildinni í byrjun júní en frá og með 1. júlí mun Ólafur Kristjánsson taka við þjálfun FC Nordsjælland í dönsku A-deildinni. Guðmundur hefur verið aðstoðarþjálfari Ólafs frá 2011. Knattspyrnudeild Breiðabliks þakkar Ólafi fyrir frábært samstarf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Ólafur Kristjánsson tekur við FC Nordsjælland

22-04-2014
Danska úrvalsdeildarfélagið FC Nordsjælland hefur staðfest á vef sínum að Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks sé að taka við þjálfun liðsins frá og með næstu leiktíð. Guðmundur Benediktsson verður þjálfari Breiðabliks eftir að Ólafur hættir 1. júlí. 
 
 
 

KSÍ B próf - 30. apríl

16-04-2014
Miðvikudaginn 30. apríl stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III, IV, KSÍ B þjálfaraskólann og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).
 

Ráðstefna um fjölda iðkenda í yngstu flokkum kvenna

15-04-2014
Laugardaginn 3. maí mun KSÍ standa fyrir ráðstefnu sem haldin verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum. Ráðstefnan er frá kl. 11.00 - 14.00 og er hún öllum opin.

 

Markmið ráðstefnunnar er að gefa aðildarfélögum KSÍ hugmyndir um hvernig hægt sé að fjölga iðkendum í yngstu kvennaflokkunum.

Viðar tekur við Leikni F.

15-04-2014
merki Leiknir F.Viðar Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari Leiknis á Fáskrúðsfirði. Viðar tekur við af Búa V. Guðjónssyni sem hætti á dögunum af persónulegum ástæðum.
Í vetur hefur Viðar þjálfað 4. flokk karla og kvena hjá Leikni en hann þjálfaði meistaraflokk félagsins með Vilberg Jónassyni árið 2010. 

Keppni í 3. deildinni hefst eftir rúman mánuð en Leiknir mætir Hetti í fyrsta leik þann 17. maí

Búi hættir sem þjálfari Leiknis F.

14-04-2014
merki Leiknir F.Búi Vilhjálmur Guðjónsson, þjálfari Leiknis Fáskrúðsfirði, hefur sagt upp störfum af persónulegum ástæðum en Austurfrétt greinir frá þessu.

Súpufundur um ferðakostnað knattspyrnufélaga

30-03-2014
Miðvikudaginn 2. apríl klukkan 12.00-13.00 mun KSÍ standa fyrir fundi þar sem viðfangsefnið er ferðakostnaður knattspyrnufélaga. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð. Fundurinn verður sýndur beint á Sport TV og hefst útsending kl. 12.05. Áhugasamir aðilar sem ekki komast á staðinn geta því farið inn á heimasíðuna www.sporttv.is og fylgst með fundinum í beinni útsendingu.

Súpufundur um ferðakostnað knattspyrnufélaga

19-03-2014
Miðvikudaginn 26. mars klukkan 12.00-13.00 mun KSÍ standa fyrir fundi þar sem viðfangsefnið er ferðakostnaður knattspyrnufélaga. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð. Fyrirlesarar eru Halla Kjartansdóttir og Bjarni Ólafur Birkisson. Halla er starfsmaður ÍSÍ í ferðasjóði íþróttafélaga og mun hún útskýra reglur og starfsemi sjóðsins.

Grindavík dæmt að greiða Guðjóni bætur

07-03-2014

Dómur féll í máli Guðjóns Þórðarsonar knattspyrnuþjálfara gegn knattspyrnudeild Grindavíkur í héraðsdómi Reykjaness í dag. Grindavík var þar dæmt til að greiða Guðjóni laun út samningstímann, en Guðjón gerði samning við Grindavík 2011 og var samið til þriggja ára. Eftir leiktíðina 2012 sagði Grindavík einhliða upp launalið samnings Guðjóns og réð í kjölfarið nýjan þjálfara.


Samstarfsaðilar