Fréttir


Elinbergur tekur við Grundarfirði

06-03-2014
Elinbergur Sveinsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá Grundarfirði í þriðju deildinni.

Elinbergur þekkir vel til á Snæfellsnesi en hann var á sínum tíma fyrirliði Víkings frá Ólafsvík. Þá lék Elinbergur með Grundfirðingum árin 2010 og 2012 en í fyrra og árið 2011 var hann í liði Kára á Akranesi.

KSÍ III á Akureyri aflýst

03-03-2014
Knattspyrnusamband Íslands hefur neyðst til að aflýsa 3. stigs þjálfaranámskeiði, sem fara átti fram helgina 21. - 23. mars n.k. á Akureyri.
 
Ástæða aflýsingarinnar er dræm þátttaka.
 
 
 
 

Fyrirlestur um kynferðislegt ofbeldi innan íþrótta 21. febrúar

17-02-2014

KSÍ stendur fyrir súpufundi föstudaginn 21. febrúar í höfuðstöðvum KSÍ frá 12.00-13.00. Aðgangur er frír og súpa og brauð í boði fyrir fundargesti.

Ávarp Sigurðar Þóris Þorsteinssonar formanns KÞÍ á ársþingi KSÍ

15-02-2014
Formaður KSÍ, framkvæmdastjóri KSÍ, ágætu þingfulltrúar og gestir
Það er mikill heiður fyrir mig að standa hér og fá að tala við þingheim á afmælisdegi mínum. Líklega er þetta fjölmennasta samkoma á afmælisdegi mínum og hlakka ég til að sjá ykkur öll í veislunni í kvöld.

Erlingur Jack ráðinn aðstoðarþjálfari Þróttar

06-02-2014
Erlingur Jack Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari Þróttar en þetta kemur fram á 433.is í dag.

Hann mun vera aðstoðarmaður Gregg Ryder sem tók við Þrótti síðastliðið haust.

Bjarki Már tekur við Tindastóli, Sebastian Furness aðstoðarþjálfari

05-02-2014
Bjarki Már Árnason hefur verið ráðinn þjálfari Tindastóls en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu í dag.

KSÍ III þjálfaranámskeið 21.-23. mars á Akureyri

23-01-2014

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 3. stigs þjálfaranámskeið helgina 21.-23. mars á Akureyri. Námskeiðið er opið öllum sem lokið hafa við fyrstu tvö stigin, þ.e. KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið.

Jón Stefán hættur sem þjálfari Tindastóls

17-01-2014
Jón Stefán Jónsson er hættur sem þjálfari Tindastóls en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu í dag.

Þorlákur Árnason nýr starfsmaður fræðsludeildar

10-01-2014

Þorlákur Árnason hefur verið ráðinn nýr starfsmaður fræðsludeildar KSÍ og er ráðning hans tímabundin til eins árs.  Þorlákur mun sinna hæfileikamótun ásamt því að vinna að stefnumótun fyrir landsliðin í samráði við fræðslustjóra, hæfileikanefnd, landsliðsnefndir og landsliðsþjálfara.

Námskeið ætlað þjálfurum og markmannsþjálfurum

10-01-2014

Helgina 31. jan.-2. feb. mun KSÍ halda námskeið í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal og í Hamarshöllinni í Hveragerði sem ætlað er að efla þjálfun markmanna hér á landi. Námskeiðið er ætlað öllum þjálfurum sem vilja bæta sig í þjálfun markmanna, jafnt almennum þjálfurum sem og markmannsþjálfurum.

KSÍ IV þjálfaranámskeið 24.-26. janúar 2014

07-01-2014

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu helgina 24.-26. janúar 2014. Dagskrá námskeiðsins má sjá hér að neðan.

Skýrsla frá ráðstefnu AEFCA í Tyrklandi

29-12-2013
Ráðstefna AEFCA, evrópska knattspyrnuþjálfarafélagsins, var haldin í Antalya í Tyrklandi 1. - 5. desember 2013.  
 
 

Gleðileg jól, gott og farsælt komandi knattspyrnu ár

23-12-2013
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands sendir öllum knattspyrnuþjálfurum og öðrum velgjörðarmönnum KÞÍ, sínar bestu óskir um gleðileg jól, með ósk um gott og farsælt komandi knattspyrnu ár.

Glæsileg ráðstefna um unglingaþjálfun - Lækkað verð

11-12-2013

Nordic Football Coaches ConferenceKnattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) í samvinnu við knattspyrnuþjálfarafélög á Norðurlöndum kynna glæsilega ráðstefnu um unglingaþjálfun.  Ráðstefnan er haldin í nýjum höfuðstöðvum enska knattspyrnusambandsins í St George´s Park.

Arnar Bill Gunnarsson ráðinn fræðslustjóri KSÍ

10-12-2013
Arnar Bill GunnarssonArnar Bill Gunnarsson hefur verið ráðinn fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands og tekur við af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni þann 1. febrúar næstkomandi. 

Fundir á vegum KÞÍ í desember

26-11-2013

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands mun standa fyrir tveimur fundum í desember.  Tilgangurinn er að draga fram álit þjálfara og hagsmunaaðila í þessum flokkum, rýna til gagns og vonandi leggja fram tillögur til KSÍ í kjölfarið.

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson þjálfa saman A landslið karla

25-11-2013

Svíinn Lars Lagerbäck var ráðinn þjálfari A landsliðs karla í október 2011 og var Heimir Hallgrímsson ráðinn aðstoðarþjálfari.  Þeir Lars og Heimir hafa nú undirritað nýja samninga um áframhaldandi þjálfun liðsins.  Samningurinn við Lars gildir næstu tvö árin, en samningur Heimis næstu fjögur ár.  Heimir og Lars starfa báðir sem aðalþjálfarar liðsins næstu tvö árin og mun Heimir taka einn við liðinu sem aðalþjálfari næstu tvö árin þar á eftir.

Líkamsþjálfun knattspyrnumanna

22-11-2013
Helgina 7.-8. desember mun Magni Mohr halda námskeið um líkamsþjálfun knattspyrnumanna. Námskeiðið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu. Magni hefur tvisvar áður komið hingað til lands og haldið námskeið við mjög góðan orðstír.

Fengu afhent sín merki

21-11-2013
 
Á aðalfundi KÞÍ í kvöld fengu Atli Eðvaldsson, Guðjón Þórðarson og Leifur Helgason afhent gull- og silfurmerki sem þeir voru sæmdir á afmælisráðstefnu KÞÍ á 40 ára afmæli félagsins 13. nóvember 2010. 

Arnar og Þórir sæmdir silfurmerki KÞÍ

21-11-2013
 
 
Á aðalfundi KÞÍ í kvöld voru Arnar Bill Gunnarsson og Þórir Bergsson sæmdir silfurmerki KÞÍ.  Báðir hafa þeir lagt mikið til þjálfunar knattspyrnumanna í gegnum tíðina og einnig voru þeir báðir að láta af störfum sem stjórnarmenn í stjórn KþÍ eftir margra ára stjórnarsetu. 

Samstarfsaðilar