Fréttir


Rúnar og Þorlákur Már þjálfarar ársins

21-11-2013
 
Á aðalfundi Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands útnefndi félagið þjálfara ársins á efstu deildum karla og kvenna. Rúnar Kristinsson þjálfari Íslandsmeistara KR var útnefndur þjálfari ársins í efstu deild karla fyrir árið 2013 og Þorlákur Már Árnason  þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar var útnefndur þjálfari ársins í efstu deild kvenna fyrir árið 2013.

Viðurkenning fyrir vel unnin störf í þjálfun yngri

21-11-2013
 
 
Ágúst Haraldsson, Halldór Örn Þorsteinsson, Sigurjón Helgi Ásgeirsson og Unnar Þór Garðarsson hlutu allir viðurkenningu fyrir vel unnin störf við þjálfun yngri flokka á aðalfundi KÞÍ. Allir hafa þeir lagt mikinn metnað í þjálfunina og verið knattspyrnuþjálfurum til sóma við störf sín.

Breyting á stjórn KÞÍ

21-11-2013
Talsverðar breytingar urðu á stjórn KÞÍ á aðalfundi félagsins í kvöld.  Arnar Bill Gunnarsson, Þórir Bergsson og Valdimar Unnar Jóhannsson gáfu ekki kost á sér til frekari starfa í stjórn KÞÍ. 

Samþykkt að hækka félagsgjaldið

21-11-2013
Á aðalfundinum lagði stjórn KÞÍ til að árgjald félagsins yrði hækkað í fjögur þúsund krónur og var það samþykkt.  Félagsgjaldið hækkað síðast árið 2009.  Stefnt er að því að hafa eitthvað innifalið í árgjaldinu, en hvað það verður kemur í ljós næsta sumar.

Guðmundur og Helgi sæmdir gullmerki KÞÍ

21-11-2013
 
Á aðalfundi KÞÍ í kvöld voru Guðmundur Þórðarson og Helgi Daníelsson sæmdir gullmerki KÞÍ.  Báðir léku knattspyrnu og þjálfuðu hjá sínum félagsliðum á yngri árum og hafa svo sannarlega lagt sitt af mörkum til eflingar knattspyrnuþjálfunar á Íslandi.  Heiðursmerki úr gulli veitist  aðeins þeim sem  unnið hafa knattspyrnuþjálfun langvarandi og þýðingarmikil störf.

Skýrsla stjórnar KÞÍ 2013

21-11-2013
Á síðasta aðalfundi sem haldinn var 6. desember 2012 í fræðslusetri KSÍ var kosin stjórn sem skipti með sér verkum á fyrsta stjórnarfundinum á starfsárinu.

Óvenju fjölmennur aðalfundur

21-11-2013
Aðalfundur KÞÍ var haldinn í kvöld í Fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli. Um þrjátíu mættu á fundinn.  Að venjulegum aðalfundar störfum var boðið upp á léttar veitingar.

Sigurður Þórir og Ómar fara á ráðstefnu AEFCA í Tyrklandi

18-11-2013
Sigurður Þórir Þorsteinsson formaður KÞÍ og Ómar Jóhannsson gjaldkeri KÞÍ fara á árlega ráðstefnu Evrópska knattspyrnuþjálfarafélagsins ( AEFCA ) sem haldin verður í Antalya í Tyrklandi 1. - 5. desember. 
 
 

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands á afmæli í dag

13-11-2013
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands á afmæli í dag.
 
Knattspyrnuþjálfarafélagið var stofnað 13. nóvember árið 1970 en á þeim tíma voru slík félög ekki algeng.

Þorvaldur Örlygsson ráðinn þjálfari HK til þriggja ára

10-11-2013
Þorvaldur Örlygsson hefur ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá HK en hann skrifaði í kvöld undir samning við félagið til þriggja ára. Auk þjálfunar meistaraflokks mun Þorvaldur koma að uppbyggingu elstu flokka HK.

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands

06-11-2013
Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 21. nóvember n.k. klukkan 20:00.

Atli Eðvaldsson tekur við Aftureldingu

04-11-2013

Atli Eðvaldsson hefur gengið frá samningi sem þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Aftureldingu til þriggja ára.

Glæsileg ráðstefna um unglingaþjálfun í Englandi

29-10-2013
Nordic Football Coaches ConferenceKnattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) í samvinnu við knattspyrnuþjálfarafélög á Norðurlöndum kynna  glæsilega ráðstefnu um unglingaþjálfun.  Ráðstefnan er haldin í nýjum höfuðstöðvum enska knattspyrnusambandsins St George´s Park  og er engu  til sparað.

Ólafur Þór ráðinn þjálfari Stjörnunnar

27-10-2013
Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, en leikmönnum var tilkynnt ráðningin á fundi klukkan 15:00 í dag.

Rafn Markús tekur við Víði Garði

25-10-2013
Rafn Markús Vilbergsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá Víði Garði í 3. deild.

Rafn Markús hefur skrifað undir tveggja ára samning við Víði en hann hefur leikið með Njarðvík undanfarin ár.

Víglundur heldur áfram með Einherja

25-10-2013
Víglundur Páll Einarsson verður áfram þjálfari Einherja frá Vopnafirði næsta sumar.

Lárus Orri aftur heim í Þór

24-10-2013
merki ÞórÞórsarar tilkynntu það á heimasíðu sinni í kvöld að félagið væri búið að semja við nýjan aðstoðarþjálfara fyrir átökin í Pepsi-deild karla næsta sumar.

Ingólfur Þórarinsson tekur við Hamri

23-10-2013
merki HamarIngólfur Þórarinsson hefur verið ráðinn þjálfari Hamars í 3. deildinni en þetta staðfesti hann í samtali við 433.is í dag.

Rúnar Páll gerir samning við Stjörnuna til þriggja ára

22-10-2013

Stjarnan hefur gengið frá ráðningu á Rúnari Páli Sigmundssyni sem þjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu til næstu þriggja ára.

Dragan Stojanovic tekur við KF

21-10-2013
Dragan Stojanovic hefur verið ráðinn þjálfari KF en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í gær.

Samstarfsaðilar