Fréttir


KA auglýsir eftir yngriflokkaþjálfurum

25-07-2018

Knattspyrnudeild KA auglýsir eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingum í knattspyrnuþjálfun yngri flokka frá og með haustinu. Leitað er eftir einstaklingum sem eru góðir í mannlegum samskiptum og hafa brennandi áhuga að koma að uppbyggingarstarfi félagsins.

Umsóknir skulu sendast fyrir 7. ágúst nk á netfangið alli@ka.is. Við hvetjum alla áhugasama að sækja um. 

Nánari upplýsingar veitir yfirþjálfari KA, Aðalbjörn Hannesson, sími 691 6456 eða alli@ka.is.

Þýsk þjálfararáðstefna

11-06-2018

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands hefur fengið boð um að senda einn fulltrúa á árlega ráðstefnu Þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins. Ráðstefnan verður haldin í Dresden en hún byrjar. mánudaginn 30. júlí kl. 09:00 og endar miðvikudaginn 1. ágúst kl. 13:00.  Ráðstefnuviðburðirnir verða í International Congress Center Dresden (ICD) og á knattspyrnuvellinum Heinz-Steyer-Stadium. Um 900 þjálfarar munu sækja ráðstefnuna þetta árið og því vonumst við til þess að einhver frá Íslandi geti farið á hana og skilað síðan inn skýrslu til KÞÍ að henni lokinni. ATHUGIРað ráðstefnan fer fram á þýsku og því þurfa umsækjendur að skilja og tala þýsku. Aðal viðfangsefnið á ráðstefnunni verður: Leikgreining á HM 2018 og þróun þýska fótboltans.

Áhugasamir geta haft samband fyrir 23. júní við KÞÍ á kthi@kthi.is varðandi frekari upplýsingar.

Íþróttamálastjóri hjá Norskum Toppfótbolta

07-06-2018

Norskur Toppfótbolt sem samanstendur af 32 stærstu liðunum í norskum fótbolta  sem spila í tveimur efstu karla deildunum leitar af íþróttamálastjóra. 

Frekari upplýsingar um starfið veitir Leif Øverland en hægr er að senda honum tölvupóst á leif@topfotball.no 

Umsóknarfrestur er til 26. júní en senda skal ferilskrá á leif@toppfotball.no.

Árgjald KÞÍ

03-06-2018

Ágætu knattspyrnuþjálfarar.

Nú um mánaðamót munu knattspyrnuþjálfarar fá sendan rafrænan greiðsluseðil fyrir árgjaldi KÞÍ. Greiðsluseðillinn verður birtur sem valgreiðsla í heimabanka og sendur öllum knattspyrnuþjálfurum sem einhvern tímann hafa greitt árgjald KÞÍ. Gjalddagi verður 1. júní og eindagi 30. sama mánaðar. Ávallt verður þó unnt að greiða eftir eindaga.

Árgjaldið verður óbreytt frá síðasta ári, 6.000 krónur. Áskrift að MY COACH mun áfram fylgja með árgjaldinu. Þeir þjálfarar sem nú þegar hafa aðgang og greiða árgjald munu áfram hafa hann. Lokað verður á aðgang þeirra sem nú hafa aðgang en ekki greiða (mun taka mið af eftir eindaga).

Þá er stefnt á að gefin verði út félagaskírteini til þeirra sem greiða árgjald sem veita mun handhafa afslátt af auglýstri þjónustu. Unnið er að þessu og mun fyrirkomulag verða auglýst þegar það liggur endanlega fyrir.

Stjórn KÞÍ biðlar til allra knattspyrnuþjálfara að greiða árgjaldið sem eru megintekjur félagsins. Mikilvægt er að þjálfarar bregðist vel við en með því er stuðlað að samstöðu. Er það brýnt í ljósi þess að knattspyrnuþjálfarar standa höllum fæti miðað við flestar aðrar fagstéttir.

Virðingarfyllst,

stjórn KÞÍ

Vorfagnaður KÞÍ / FRESTAÐ

09-05-2018

Kæri þjálfari. 

Því miður þarf stjórn KÞÍ að fresta Vorfagnaði félagsins í Reykjavík þar sem skráning var fremur dræm. Við neyðumst þvi til að fresta honum og finna nýja dagsetningu sem allra fyrst.. Helgi Kolviðson aðstoðarþjálfari Íslenska landsliðsins ætlaði að koma til okkar og ræða um HM í Rússlandi og sitja fyrir svörum. Stjórn KÞÍ vill þakka Helga Kolviðssyni og Halli Ásgeissyni fyrir að taka vel í beiðni félagsins um að taka þátt í þessum vorfagnaði og óska eftir frekara samstarfi í framtíðinni.

 

Með kveðju Stjórn KÞÍ.

Vorfagnaður KÞÍ verður haldinn miðvikudaginn 9.maí.

04-05-2018

Jæja, þá er komið að því kæri þjálfari – Vorfagnaðurinn 2018 er handan við hornið og við GETUM EKKI BEÐIÐ!!!    

JÁ OG ÞÉR er boðið!

 

Vorfagnaður KÞÍ verður haldinn miðvikudaginn 09. maí næstkomandi frá kl. 19:30-23:30.  Hallur Ásgeirsson mun mæta með gítarinn og halda uppi stemmningunni þegar líða fer á kvöldið. Við stefnum að því að vera með pallborðsumræður um heimsmeistaramót karla og samskipti þjálfara við foreldra.

Félagsmönnum verður boðið upp á grillaða hamborgara frá Kjötbúðinni á Grensásvegi og Hérastubbi Bakara í Grindavík. Við viljum hvetja alla félagsmenn til þess að skrá sig og gera þetta kvöld að árlegum viðburði næstu ár. Þeir þjálfarar sem hafa ekki gengið frá félagsgjaldinu geta gert það á staðnum. Þjálfarar sem eru utan þjálfarafélagsins eru einnig velkomnir en þeir þurfa að greiða 1000kr inn.  

Skráning er hafin og biðjum við því félagsmenn og aðra um að tilkynna komu sína með vefpósti á doribolti@hotmail.com, smsi í síma 8916320 eða með athugasemd inni á fésbókarsíðu félagsins


Skráningu lýkur kl. 22:00 þriðjudaginn 08. maí næstkomandi.

 

EKKI LÁTA ÞIG VANTA! SJÁUMST ÞAR.

 

Þjálfaranámskeið Real Madrid skólans

21-03-2018

Þjálfaranámskeið verður haldið samhliða Real Madrid skólanum sem fram fer á Íslandi 25. - 29. mars næstkomandi. Lögð verður áhersla á að þjálfa sóknarleik og kennarar eru spænskir þjálfarar úr Real Madrid skólanum. Námskeiðið verður í Fífunni þriðjudaginn 27. mars kl. 17.00 - 19.00 og verður verklegt í 90 mínútur og fyrirlestur í 30 mínútur.
 

Námskeiðið kostar 5.000 krónur en félagsmenn KÞÍ greiða 2.000 krónur. Með þátttöku fást 3 endurmenntunarstig hjá KSÍ fyrir UEFA A og UEFA B þjálfara.  
 

Skráning á námskeiðið fer fram hér

Nánari upplýsingar gefur Daði Rafnsson í dadirafns@gmail.com

Vel heppnuð þjáflaraferð

02-03-2018

Þjálfaraferð KÞí til FC Nordssjælland og á Norrænu þjálfararáðstefnuna í Gautaborg heppnaðist vel.

Yfirlýsing vegna MeToo

02-03-2018

Í tilefni af MeToo-byltingunni og umfjöllun af sögum um ofbeldi af ýmsu tagi innan íþróttahreyfingarinnar vill stjórn Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ) koma eftirfarandi á framfæri.

Inn á borð stjórnar KÞÍ hafa engin mál komið þar sem knattspyrnuþjálfarar hafa annaðhvort verið gerendur eða þolendur í háttsemi sem felur í sér ósiðlegt athæfi, einelti, mismunun, kynbundna eða kynferðislega áreitni, kynferðislegt ofbeldi eða annað ofbeldi. Stjórn þjálfarafélagsins fordæmir alla slíka háttsemi, innan sem utan íþróttahreyfingarinnar.

Stjórn þjálfarafélagsins brýnir fyrir félagsmönnum sínum, sem og öðrum knattspyrnuþjálfurum, að starf þjálfara er krefjandi starf sem byggir öðrum fremur á trausti. Að baki liggja faglegar dyggðir eins og færni, áreiðanleiki, gætni, góður vilji og heilindi. Slíkt traust má þjálfari aldrei misnota. Vanda þarf öll samskipti við iðkendur og aðra hlutaðeigandi og öll hegðun þjálfara þarf að standast skoðun, þ. á m. á opinberum vettvangi. Gildir það ekki síst um börn sem eru sérstaklega berskjölduð gagnvart hvers konar ofbeldi og annarri óviðeigandi hegðun.

ÍSÍ hefur tekið saman fræðslu um þetta mikilvæga málefni og hvetjum við þjálfara og forsvarsmenn íþróttafélaga að kynna sér það efni. 

Stjórn KÞÍ.

Norræn þjálfaraferð

15-01-2018

Fimm þjálfarar frá Íslandi fara seinna í mánuðinum í heimsókn til FC Nordsjælland og í kjölfarið á Norrænu þjálfararáðstefnuna í Gautaborg. 

Gleðileg jól, með ósk um gott og farsælt komandi knattspyrnuár

24-12-2017

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands sendir öllum knattspyrnuþjálfurum og öðrum velgjörðarmönnum KÞÍ, sínar bestu óskir um gleðileg jól, með ósk um gott og farsælt komandi HM-ár.

Þjálfaraferð til Englands

19-12-2017

 

 

 

KÞÍ hefur fengið nokkur sæti í Þjálfaraferð til Englands 8.-13. mars í samvinnu við knattspyrnuþjálfarafélög frá Svíþjóð og Noregi. 

Norræn þjálfararáðstefna

13-12-2017

KÞÍ ásamt öðrum knattspyrnuþjálfarafélögum á Norðurlöndum standa að sameiginlegri ráðstefnu í Gautaborg í Svíþjóð helgina 26.-28. janúar. Þetta er annað árið í röð sem að slík ráðstefna er haldin í Gautaborg.

KÞÍ mun veita fjórum meðlimum félagsins 50.000 kr styrk til að sækja ráðstefnuna.

Fræðslufyrirlestur Mikael Beale og Aðalfundur KÞÍ.

10-12-2017

Stjórn Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands vill þakka félagsmönnum og öðrum þátttakendum sem komu á fyrirlestur Mikael Beale og á aðalfund félagsins kærlega fyrir mætinguna. Við vonumst til þess að knattspyrnuþjálfarar hafi haft gagn og gaman af fyrirlestrinum. Öll gögn frá Mikel Beale er hægt að nálgast í fyrri færslu hér á vefsíðunni.

 

Stjórn KÞÍ var endurkjörin á aðalfundi félagsins.

Sigurður Þórir Þorsteinsson formaður / Kjörinn á aðalfundi til tveggja ára 2016.

Theodór Sveinjónsson varaformaður / Kjörinn á aðalfundi til tveggja ára 2016.

Birgir Jónasson gjaldkeri  / Kjörinn á aðalfundi til tveggja ára 2016.

Halldór Þ. Halldórsson ritari / Kjörinn á aðalfundi til tveggja ára 2016.

Hákon Sverrisson meðstjórnandi / Kjörinn á aðalfundi til tveggja ára 2017.

Aðalbjörn Hannesson varamaður / Kjörinn á aðalfundi til eins árs 2017.

Bjarki Már Sverrisson varamaður / Kjörinn á aðalfundi til eins árs 2017.

 

Með knattspyrnukveðjum

Stjórn KÞÍ.

Fræðslufyrirlestur Mikael Beale.

02-12-2017

Kæru þjálfarar.

Hér er hægt að sjá glærur frá fundinum og æfingaseðilinn fyrir verkleguæfinguna.

Vonandi geta menn nýtt sér upplýsingar af þessum glærum. 

 

Með kveðju stjórn KÞÍ.

Smellið hér á vefslóðirnar til þess að nálgast glærur og æfingaseðil

Glærur

Æfingaseðill

Aðalfundur KÞÍ og fyrirlestur frá Michael Beale, knattspyrnuþjálfara yngriflokka hjá Liverpool akademíunni.

26-11-2017

Aðalfundur KÞÍ og fyrirlestur frá Michael Beale, knattspyrnuþjálfara yngriflokka hjá Liverpool akademíunni.

 

Hinn 2. desember nk. ætlar Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) að sameina fræðsluviðburð (fyrirlestur og sýnikennslu) og aðalfund félagsins. Er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem það er gert. Stjórn KÞÍ vonast til þess að félagsmenn taki vel í þetta og fjölmenni á báða viðburði. Fræðsluviðburður og aðalfundur fara hvoru tveggja fram í Fífunni í Kópavogi. Sjá hér að neðan.

 

Leiðbeinandi fræðsluviðburðarins verður Michael Beale, yngriflokka þjálfari hjá Liverpool akademíunni. Michael hóf þjálfunarferil sinn hjá Chelsea, þar sem hann hann starfaði í rúm níu ár (2003-2012). Hjá Liverpool hefur hann starfað frá árinu 2012, að undanskildu nokkurra mánaða tímabili er hann starfaði hjá São Paulo í Brasilíu. Mikael er núverandi þjálfari yngstu leikmanna Liverpool, U6 til U9 ára. Michael ætlar í fyrirlestri sínum að fjalla um leikmannaþróun hjá Liverpool akademíunni og vera með eina verklega sýnikennslu.

Aðalfundur knattspyrnuþjálfarafélags Íslands og fræðsluerindi Michael Beale þjálfara yngriflokka Liverpool.

18-11-2017

Laugardaginn 2. desember nk. mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) standa fyrir ráðstefnu fyrir þjálfara og halda aðalfund félagsins… Í næstu frétt hér að ofan sjá félagsmenn dagskrá ráðstefnunnar. 

 

Dagskrá aðalfundar, sem hefst kl. 17:45, verður eftirfarandi:

  • Fundarsetning.
  • Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  • Skýrsla stjórnar.
  • Reikningar félagsins.
  • Lagabreytingar.
  • Kosning formanns, meðstjórnenda og varamanna skv. ákvæði 7. gr. laga KÞÍ.
  • Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
  • Ákvörðun um árgjald skv. 6. gr. laga
  • Önnur mál

 

Þá verða veittar viðurkenningar fyrir þjálfara ársins í efstu deild karla og kvenna og viðurkenningar fyrir vel unnin störf við þjálfun yngri flokka.

 

Léttar veitingar verða á boðstólum.

 

Athygli er vakin á því að tillögur um lagabreytingar á lögum KÞÍ skulu hafa borist stjórn félagsins skriflega sjö dögum fyrir aðalfund, sbr. 11. gr. laganna. Breytingar þurfa samþykki ¾ fundarmanna. 

 

Stjórn KÞÍ hvetur félagsmenn sína til að mæta.

Knattspyrnudeild ÍR óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir yngriflokka félagsins.

14-09-2017

Barna og unglingaráð (BUR) yngri flokka knd. ÍR óskar eftir að ráða þjálfara í yngstu flokka deildarinnar.

Bikarúrslitaráðstefna KÞÍ og KSÍ 9. september 2017

03-09-2017

 

Líkt og undanfarin ár munu Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands og Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir veglegri ráðstefnu í tengslum við úrslitaleik Borgunarbikars kvenna sem fram fer laugardaginn 9. september.

Þema ráðstefnunnar verður Evrópumót kvennalandsliða sem fram fór í Hollandi í sumar. Nils Nilsen sem stýrði Danmörku til silfurs í mótinu og Freyr Alexandersson þjálfari íslenska liðsins verða báðir með veglaga fyrirlestra. Þeir mun fara yfir undirbúning liðanna fram að móti sem og hvernig unnið var með liðin á mótinu sjálfu.

 

Einnig mun verður fjallað ítarlega um lið ÍBV og Stjörnunnar sem leika um Borgunarbikarinn.

Knattspyrnudeild Tindastóls auglýsir eftir yngriflokkaþjálfara í fullt starf ásamt vinnu á skrifstofu félagsins.

29-08-2017

Knattspyrnudeild Tindastóls auglýsir eftir yngri flokka þjálfara í fullt starf ásamt vinnu
á skrifstofu félagsins. Umsækjendur þurfa helst að hafa reynslu af þjálfun en umfram
allt brennandi áhuga á að starfa með börnum og unglingum.
 


Samstarfsaðilar