Fréttir


Gregg Ryder ráðinn þjálfari Þróttar

19-10-2013
Knattspyrnudeild Þróttar hefur ráðir Gregg Ryder sem þjálfari meistaraflokks karla í fótbolta en þetta staðfesti Jón Kaldal, formaður knattspyrnudeildar í dag.

Sigurður Ragnar ráðinn þjálfari ÍBV

19-10-2013
Sigurður Ragnar Eyjólfsson var í dag ráðinn þjálfari ÍBV og skrifaði hann undir þriggja ára samning við félagið.

Ásmundur ráðinn aðstoðarþjálfari landsliðsins

18-10-2013

Ásmundur Haraldsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu og mun þar aðstoða Frey Alexandersson í komandi verkefnum að því er fram kemur á vef KSÍ.

Sigurbjörn þjálfar Haukana

17-10-2013

Sigurbjörn Hreiðarsson hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Hauka í knattspyrnu og tekur þar við af Ólafi Jóhannessyni sem hætti störfum eftir tímabilið í haust. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Haukum.

Fyrirlestur um eineltismál

16-10-2013
Stöndum saman gegn eineltiKnattspyrnuþjálfarafélag Íslands, Knattspyrnusamband Íslands og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands munu þriðjudaginn 22. október standa að fyrirlestri varðandi eineltismál. Vanda Sigurgeirsdóttir mun þar halda fyrirlestur og markmið fyrirlestursins er að gefa þjálfurum og starfsmönnum íþróttafélaga þekkingu og verkfæri til að geta tekið á einelti.

Gunnar Magnús verður aðstoðarþjálfari Keflavíkur

14-10-2013
Gunnar Magnús Jónsson verður aðstoðarþjálfari Keflavíkur á næsta tímabili en þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

Hermann lætur af störfum hjá ÍBV

13-10-2013

Hermann Hreiðarsson hefur látið af störfum sem þjálfari ÍBV í Pepsi-deildinni í fótbolta af persónulegum ástæðum en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

Donni aðstoðar Magga Gylfa hjá Val

13-10-2013
Halldór Jón Sigurðsson, þekktastur undir gælunafninu Donni, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Val en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Logi hættur með Stjörnuna

12-10-2013
Logi Ólafsson mun ekki halda áfram að þjálfa lið Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta en þetta kom fyrst fram á vefmiðlinum 433.is í dag. Logi var bara eitt tímabil með Garðabæjarliðið en kom Stjörnumönnum í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Gunnlaugur tekinn við þjálfun ÍA

10-10-2013

Gunnlaugur Jónsson er tekinn við þjálfun 1. deildarliðs ÍA í knattspyrnu en hann skrifaði undir samning við uppeldisfélag sitt í hádeginu. Gunnlaugur þjálfaði lið HK í sumar og undir hans stjórn vann liðið sér sæti í 1. deildinni á næstu leiktíð.

Bjarni Guðjónsson tekinn við Fram

09-10-2013
Bjarni Guðjónsson hefur verið ráðinn þjálfari Fram en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net nú rétt í þessu.

Ragnar Gíslason ráðinn þjálfari HK/Víkings

09-10-2013
Ragnar Gíslason, fyrrum þjálfari meistaraflokks karla hjá HK, hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs HK/Víkings sem féll úr Pepsi-deildinni í sumar.

Ólafur hættur með Haukana

08-10-2013

Ólafur Jóhannesson hefur ákveðið að láta af störfum sem þjálfari 1. deildarliðs Hauka í knattspyrnu.

Atli Már heldur áfram með Magna

04-10-2013
Atli Már Rúnarsson, þjálfari Magna á Grenivík, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið en þetta kemur fram á Norðursport.net.

Kristján áfram í Keflavík

03-10-2013

Kristján Guðmundsson verður áfram þjálfari Keflavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta en hann gekk frá tveggja ára samningi við félagið í dag. Hann var að fagna nýjum samningi með kaffi og tertusneið þegar mbl.is sló á þráðinn til hans rétt í þessu.

Þorlákur hættur þjálfun Stjörnunnar

03-10-2013

Þorlákur Árnason hefur sagt upp störfum sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar en þetta staðfestir Einar Páll Tamimi, formaður meistaraflokksráðs hjá félaginu.

Þorlákur og Rúnar þjálfarar ársins

03-10-2013
Í dag voru Þorlákur Már Árnason þjálfari Íslandsmeistara Störnunnar Rúnar Kristinsson þjálfari Íslandsmeistara KR valdir þjálfarar ársins í PEPSI-deildum kvenna og karla 2013.  
 
Afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið 2013 í Pepsi-deildunum fór fram í dag í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.

 

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 11. - 13. október

02-10-2013

Helgina 11.-13. október mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði í höfuðstöðvum KSÍ. Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B/UEFA B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 af 100 í skriflega KSÍ B prófinu.

Þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið í október

02-10-2013

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, tvö helgina 4.-6. október og eitt helgina 18.-20. október.

Björn Kristinn hættur með HK/Víking

02-10-2013
Björn Kr. Björnsson þjálfari og HK/Víkingur hafa orðið ásátt að um ljúka samstarfi sínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.


Samstarfsaðilar