Fréttir


Edda Garðars ráðin aðstoðarþjálfari Vals

02-10-2013
Edda Garðarsdóttir hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari kvennaliðs Vals en hún mun aðstoða Helenu Ólafsdóttur með þjálfun liðsins.

Zoran Miljkovic verður ekki áfram með Þrótt

01-10-2013
Zoran Miljkovic verður ekki áfram þjálfari Þróttar á næstu leiktíð.

Zoran samdi við liðið út þessa leiktíð og tókst að hjálpa Þrótti að tryggja sæti sitt í 1. deildinni, en hins vegar var ákveðið að bjóða honum ekki nýjan samning.

Sigurður Ragnar í viðtal hjá Englendingum

01-10-2013

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur verið boðaður í viðtal hjá enska knattpsyrnusambandinu, en hann sótti á dögunum um starf þjálfara enska kvennalandsliðsins. Það er vefmiðillinn fotbolti.net sem greinir frá þessu.

Ríkharður og Auðun hættir með Fram

01-10-2013

Ríkharður Daðason og Auðun Helgason hafa ákveðið að hætta þjálfun karlaliðs Fram í knattspyrnu, en undir þeirra stjórn urðu Framarar bikarmeistarar í sumar.

Þórður Jensson tekur við kvennaliði FH

29-09-2013
Þórður Jensson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs FH en þetta var tilkynnt á lokfahófi félagsins í gærkvöldi.

Heiðar Birnir tekur við kvennaliði Keflavíkur

29-09-2013
Heiðar Birnir Torleifsson hefur verið ráðinn til Keflavíkur og verður hann þjálfari meistaraflokks kvenna og yfirþjálfari yngri flokka ásamt því að vera íþróttafulltrúi Knattspyrnudeildar.

Þorvaldur Örlygsson hættur með ÍA

28-09-2013
Þorvaldur Örlygsson er hættur þjálfun ÍA en þetta staðfesti hann eftir leikinn gegn Fylki í Pepsi-deildinni í dag.

Heimir áfram með FH

27-09-2013
Heimir Guðjónsson hefur skrifað undir nýjan samning hjá FH og mun hann stýra liðinu áfram á næsta tímabili.

Óli Þórðar og Milos framlengja við Víking

27-09-2013
Staðfest er að Ólafur Þórðarson og Milos Milojevic haldi áfram sem þjálfarar karlaliðs Víkings Reykjavíkur.

Sigurður og Ásgrímur hætta með ÍR

27-09-2013
Ásgrímur Helgi Einarsson og Sigurður Þórir Þorsteinsson munu ekki þjálfa kvennalið ÍR áfram á næsta tímabili.

Guðmundur Steinarsson tekur við Njarðvík

26-09-2013
Guðmundur Steinarsson verður næsti þjálfari Njarðvíkinga. Guðmundur er ekki búinn að skrifa undir samninginn en það verður gert á næstu dögum.

Guðrún Jóna hætt með FH

19-09-2013
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir er hætt sem þjálfari kvennaliðs FH en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu í kvöld.

Vanda Sigurgeirsdóttir hætt þjálfun kvennaliðs Þróttar

18-09-2013
Vanda Sigurgeirsdóttir hefur látið af störfum sem þjálfari kvennaliðs Þróttar. Vanda var ráðinn þjálfari liðsins fyrir einu ári síðan þegar það komst upp úr 1. deildinni.

Enes Cogic hættir þjálfun hjá Aftureldingu

17-09-2013
Eftir tímabilið verða þjálfaraskipti hjá Aftureldingu sem leikur í 2. deild. Liðinu var spáð upp fyrir tímabilið og setti liðið að sjálfsögðu stefnuna þangað.

Izudin Daði ekki áfram með Leikni F.

17-09-2013
merki Leiknir F.Izudin Daði Dervic mun ekki halda áfram sem þjálfari Leiknis frá Fáskrúðsfirði.

Samningur hans er að renna út og hann mun ekki halda áfram með liðið en þetta staðfesti Magnús Ásgrímsson formaður knattspyrnudeildar í dag.

Lárus Orri hættir með KF

16-09-2013
merki KFLárus Orri Sigurðsson hefur ákveðið að hætta sem þjálfari KF eftir þetta tímabil en liðið leikur sinn síðasta leik í 1. deildinni gegn Selfyssingum á laugardag.

Umsóknir um þjálfarastyrki ÍSÍ

13-09-2013

Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ.  Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi. 

Þjálfaraferð til Milano með Norska Knattspyrnuþjálfarafélaginu

01-09-2013
KÞÍ býður félagsmönnum sínum í samvinnu við Norska Knattspyrnuþjálfarafélagið í námsferð til AC Milan á ítalíu. Ferðin verður frá 1. – 4. nóvember og eru einungis örfá sæti í boði fyrir  félagsmenn KÞÍ.

Freyr Alexandersson ráðinn þjálfari A landsliðs kvenna

30-08-2013

Freyr Alexandersson hefur verið ráðinn þjálfari A landsliðs kvenna til næstu tveggja ára.  Samningur var undirritaður í dag, föstudag, og gildir hann a.m.k. til loka árs 2014, eða fram yfir úrslitakeppni HM 2015, sem fram fer sumarið 2015 í Kanada.

Þorlákur tekur ekki við landsliði kvenna

22-08-2013
Þorlákur Árnason mun ekki taka við landsliði kvenna en þetta staðfesti hann við íþróttadeild RÚV í dag.

Þorlákur staðfesti í samtali við íþróttadeild RÚV í dag að KSÍ hefði haft samband við sig varðandi starfið, en að hann hefði ekki hug á því núna.

Samstarfsaðilar