Fréttir


Ásmundur ráðinn til Fylkis

10-10-2011
Ásmundur Arnarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Fylkis í knattspyrnu og er samningur hans við Árbæjarliðið til þriggja ára samkvæmt tilkynningu á heimasíðu Fylkis.

Guðlaugur Baldursson ráðinn aðstoðarþjálfari FH

10-10-2011
Guðlaugur Baldursson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari FH en frá þessu var greint á vef stuðningsmanna félagsins, FHingar.net, í dag. Hann tekur við starfinu af Jörundi Áka Sveinssyni sem tilkynnt var um fyrir helgi að væri hættur.

Dragan Stojanovic tekur við Völsungi

07-10-2011
merki VölsungurDragan Stojanovic hefur verið ráðinn þjálfari hjá Völsungi en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í kvöld.

Salih Heimir Porca ráðinn þjálfari Hamars

07-10-2011
merki HamarSalih Heimir skrifaði undir eins árs samning við Hamar í Hveragerði og mun þjálfa liðið í annarri deildinni næsta sumar.

Ólafur Örn hættur sem þjálfari Grindavíkur

07-10-2011
Ólafur Örn Bjarnason hefur ákveðið að stíga til hliðar sem þjálfari úrvalsdeildarliðs Grindavíkur í knattspyrnu en hann mun leika áfram með liðinu. Þetta kemur fram á vef Grindvíkinga í dag.

Jörundur Áki hættur hjá FH

07-10-2011
Jörundur Áki Sveinsson er hættur sem aðstoðarþjálfari FH en Jörundur hefur verið aðstoðarþjálfari FH síðan Heimir Guðjónsson tók við liðinu árið 2008.

Sigurður Helgason áfram með Gróttu

07-10-2011
Sigurður Helgason mun halda áfram sem þjálfari Gróttu frá Seltjarnarnesi á næsta keppnistímabili.

Heimir og Haukur áfram með Fjarðabyggð

07-10-2011
Heimir Þorsteinsson og Haukur Sigurbergsson munu halda áfram sem þjálfarar Fjarðabyggðar en þetta kemur fram á heimasíðu liðsins.

Þjálfarastyrkir ÍSÍ 2011

05-10-2011

ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki fyrir árið 2011.  Styrkirnir eru ætlaðir fyrir þá sem hafa sótt eða munu sækja námskeið eða aðra menntun erlendis á árinu 2011.  Umsóknir verða að berast á sérstöku eyðublaði sem finna má á isi.is og sendist á ÍSÍ, Engjavegi 6, 104 Reykjavík, merkt "þjálfarastyrkir". 

Willum ekki áfram með Keflavík

04-10-2011
Keflvíkingar tilkynntu rétt áðan á heimasíðu sinni að Willum Þór Þórsson yrði ekki áfram þjálfari karlaliðs félagsins í knattspyrnu.

KSÍ í viðræðum við Lagerbäck

03-10-2011
Lars LagerbäckGeir Þorsteinsson, formaður KSÍ, staðfesti við íþróttadeild visir.is nú undir kvöld að KSÍ væri í viðræðum við Svíann Lars Lagerbäck um að taka að sér starf landsliðsþjálfara karla.

Ólafur Þórðarson þjálfar Víking

02-10-2011

Staðfest var á lokahófi knattspyrnudeildar Víkings í Reykjavík í gærkvöld að Ólafur Þórðarson yrði þjálfari karlaliðs félagsins næstu þrjú árin en hann hætti störfum hjá Fylki í gær eftir að hafa stýrt Árbæingum í þrjú ár.

Jón Þór tekur við KR

01-10-2011

Jón Þór Brandsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs KR í knattspyrnu. Fram kemur á vef KR-inga að Jón Þór hafi hafi skrifað undir þriggja ára samning við vesturbæjarliðið.

Elísabet framlengir hjá Kristianstad

30-09-2011
Elísabet Gunnarsdóttir hefur framlengt samning sinn við sænska kvennaliðið Kristianstad en frá þessu var greint í sænska staðarblaðinu Kristianstadsbladet í dag.
 
Vangaveltur hafa verið uppi um framtíð hennar með liðið en nú er orðið ljóst að Elísabet heldur áfram fram yfir næstu leiktíð.

Heimir Guðjónsson áfram með FH

27-09-2011
merki FHHeimir Guðjónsson hefur verið endurráðinn sem þjálfari FH en þetta kom fram á stuðningsmannavef félagsins fhingar.net í kvöld.

Guðlaugur Baldursson hættur með ÍR

27-09-2011
merki ÍRGuðlaugur Baldursson hefur tilkynnt forráðamönnum ÍR að hann sé hættur þjálfun 1. deildarliðs ÍR.

Guðlaugur sagðist hafa tilkynnt ÍR-ingum að hann muni ekki halda áfram þjálfun liðsins en hann býst þó við að halda áfram í þjálfun.

Hlynur Svan tekur við kvennaliði Breiðabliks

23-09-2011
Hlynur Svan Eiríksson var kynntur fyrir leikmönnum kvennaliðs Breiðabliks nú í kvöld. Tekur hann við þjálfun liðsins af Ólafi Brynjólfssyni.

Atli Már hættir með Dalvík/Reyni

21-09-2011
merki Dalvík/ReynirStjórn knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis ákvað í dag að samningur við Atla Má Rúnarsson, þjálfara liðsins, verður ekki endurnýjaður og mun Atli því láta af störfum en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu.

Ályktun frá KÞÍ

20-09-2011
Á undanförnum árum hefur Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) byggt upp mjög öfluga þjálfaramenntun á Íslandi.

KÞÍ hvetur KSÍ til að líta til vel menntaðra íslenskra þjálfara þegar kemur að vali á landsliðsþjálfara A landsliðs karla.

Stjórn KÞÍ

Ragnar Gíslason samdi við HK til þriggja ára

18-09-2011
Ragnar Gíslason mun verða áfram þjálfari HK næstu þrjú árin en þetta var tilkynnt á lokahófi knattspyrnudeildar HK í gærkvöldi.


Samstarfsaðilar