Fréttir


Jón Aðalsteinn hættur með Hamar

18-09-2011
merki HamarJón Aðalsteinn Kristjánsson er hættur þjálfun 2. deildarliðs Hamars frá Hveragerði en hann tilkynnti félaginu þetta fyrir lokaleik deildarinnar gegn ÍH í gær.

Ejub Purisevic heldur áfram með Víking Ólafsvík

16-09-2011
merki Víkingur Ó.Ejub Purisevic þjálfari meistaraflokks Víkings skrifaði nú á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við félagið og mun hann því stjórna liðinu út keppnistímabilið 2013.

KSÍ I þjálfaranámskeið í október

15-09-2011
Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, tvö helgina 14.-16. október og eitt helgina 21.-23. október. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði sem þýðir 70 laus pláss helgina 14.-16. október og 35 laus pláss helgina 21.-23. október. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 7.-9. október

15-09-2011
Helgina 7.-9. október mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði í höfuðstöðvum KSÍ. Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 af 100 í KSÍ B prófinu (UEFA B prófinu). Námskeiðið er upphafið af KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráðu. Seta á þessu námskeiði framlengir einnig gildistíma KSÍ B skírteinis (UEFA B skírteinis) um þrjú ár.

Heimir hættir með ÍBV - Magnús Gylfason tekur við

11-09-2011
merki ÍBVHeimir Hallgrímsson hættir þjálfun ÍBV í lok þessa tímabils og Magnús Gylfason hættir með Hauka og tekur við starfi hans. Magnús mun hefja störf strax hjá ÍBV og verða Heimi til aðstoðar út þetta tímabil.

Þjálfaranámskeið í fjarnámi í samvinnu við LMA í Englandi og Sportspath.com

25-08-2011
KSÍ hefur komist að samkomulagi við LMA (League Managers Association) í Englandi og Sportspath.com um að bjóða þjálfurum á Íslandi upp á þjálfaranámskeið í fjarnámi (í gegnum tölvu).  Námskeiðið inniheldur m.a. 6 klukkutíma af vídeóviðtölum við Alex Ferguson, Fabio Capello, David Moyes, Arsene Wenger, Roy Hodgson og Howard Wilkinson og veitir því innsýn í hugmyndafræði margra af bestu þjálfurunum í fótboltanum.  Sportspath.com er fyrirtæki sem sérhæfir sig í þjálfaramenntun á netinu.

Greiðsluseðlar fyrir félagsgjaldinu að berast

18-08-2011

Nú fer knattspyrnuþjálfurum um allt land að berast greiðsluseðill vegna félagsgjaldsins fyrir árið 2011. Stjórn KÞÍ vonar að félagsmenn bregðist jafn vel við og hingað til og greiði greiðsluseðilinn sem allra fyrst.

Heimir Hallgrímsson útskrifast með UEFA Pro þjálfaragráðu

12-08-2011
Fyrr í sumar bættist enn í hóp íslenskra þjálfara sem hlotið hafa UEFA Pro þjálfaragráðu frá erlendu knattspyrnusambandi þegar Eyjapeyjinn Heimir Hallgrímsson lauk námi sínu hjá enska knattspyrnusambandinu.
 
Heimir er fimmti Íslendingurinn sem útskrifast með UEFA Pro þjálfaragráðu frá Enska knattspyrnusambandinu. Hinir eru Guðjón Þórðarson, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, Willum Þór Þórsson og Þorvaldur Örlygsson.

Breyting á þjálfarasáttmála UEFA

10-08-2011
Sú breyting hefur verið gerð á þjálfarasáttmála UEFA að öll leyfi renna út um áramót í stað þess að miðað sé við þann dag sem prófið var tekið.  Þjálfari sem tekur skriflega UEFA B prófið 20. febrúar 2011 er þannig með leyfi til 31. desember 2014. Fyrir þá dagsetningu þarf viðkomandi þjálfari að sýna fram á 15 tíma í endurmenntun til að fá sín réttindi framlengd til 31. desember 2017.
Knattspyrnusamband Íslands mun ekki fara þá leið að búa til ný skírteini fyrir alla þjálfara þó þessi breyting hafi verið gerð.

Bikarúrslitaráðstefnum KÞÍ aflýst

09-08-2011

Undanfarin ár hefur KÞÍ í samvinnu við KSÍ staðið fyrir ráðstefnum í tengslum við úrslitaleiki bikarkeppni karla og kvenna. Því miður þarf að aflýsa ráðstefnunum þetta árið vegna forfalla fyrirlesara. KÞÍ stefnir að því að halda veglega ráðstefnu síðar á árinu en sá viðburður verður nánar auglýstur síðar.

6. stigs þjálfaranámskeið 2012

08-08-2011
Knattspyrnusamband Íslands heldur 6. stigs þjálfaranámskeið í Wokefield Park, Englandidagana 30. janúar til 6. febrúar 2012.  Reiknað er með að fleiri þjálfarar sæki um námskeiðið en hægt er að taka inn.

Bikarúrslitaráðstefnur KÞÍ og KSÍ í tengslum við úrslitaleikina í Valitor bikarnum

04-08-2011
Í tengslum við úrslitaleiki í Valitor bikarkeppni karla og kvenna mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir ráðstefnum. 
 
Undanfarin ár hafa þessir viðburðir verið vel sóttir af þjálfurum. Í ár verða ráðstefnur bæði laugardaginn 13. ágúst fyrir úrslitaleik Þórs og KR í karlaflokki og síðan laugardaginn 20. ágúst fyrir úrslitaleik Vals og KR.  Ráðstefnurnar fara fram í fræðslusetri KSÍ í Laugardal. 

Knattspyrnusamband Íslands kynnir Þjálfaraskóla KSÍ

04-08-2011
Knattspyrnusamband Íslands kynnir Þjálfaraskóla KSÍ.  Aðildarfélög KSÍ og starfandi knattspyrnuþjálfarar hjá þeim geta haft samband við fræðsludeild KSÍ og fengið leiðbeinanda frá KSÍ í heimsókn á 3-4 æfingar. 

Bjarnólfur ráðinn þjálfari Víkings

20-07-2011

Bjarnólfur Lárusson hefur verið ráðinn þjálfari Pepsi-deildar liðs Víkings en hann tekur við starfinu af Andra Marteinssyni sem sagt var upp störfum í gær.

Andri Marteinsson rekinn frá Víkingi

19-07-2011
Andri Marteinsson er hættur sem þjálfari Víkinga í Pepsi-deild karla í fótbolta en hann stýrði sínum síðasta leik þegar Víkingar töpuðu 0-1 á móti Fram í gær í sannkölluðum sex stiga leik í botnbaráttu deildarinnar. Andri var rekinn í dag.

Þjálfaraferð til Barcelona

16-07-2011
KÞÍ hefur tekist að fá nokkur sæti í Þjálfaraferð Norska Þjálfarafélagsins til Barcelona í desember. 

Yfirlýsing frá Sigursteini: Ætlaði að koma á fullu til baka 11. júlí

13-07-2011
Sigursteinn Gíslason, fyrrverandi þjálfari Leiknis R., hefur sent frá sér yfirlýsingu. Sigursteinn var rekinn úr starfi á laugardag eftir að hafa stýrt Leiknismönnum síðan haustið 2008.

Þjálfaraskipti hjá Skallagrími

13-07-2011
Þjálfaraskipti hafa orðið hjá Skallagrími í Borgarnesi en Einar Eyjólfsson hefur tekið við liðinu.

Íris Björk verður aðstoðarþjálfari Breiðabliks

12-07-2011
Íris Björk Eysteinsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari Breiðabliks. 

Zoran Miljkovic tekinn við Leikni

11-07-2011
Zoran Miljkovic hefur skrifað undir samning við Leikni og er nýr þjálfari liðsins. Hann er þessa stundina að stýra sinni fyrstu æfingu hjá liðinu.

Samstarfsaðilar