Fréttir


Yfirlýsing frá Leikni: Ákvörðun tekin með sorg í hjarta

11-07-2011
,,Á fundi með stjórn knattspyrnudeildar var Sigursteinn inntur eftir því hvort hann vildi stíga til hliðar og einbeita sér að bata sínum, en hann sagði að það yrði ákvörðun stjórnarinnar ef svo væri. Sú ákvörðun hefur nú verið tekin með hag félagsins fyrir brjósti."

Þjálfaraskipti hjá Leikni - Zoran Miljkovic tekur við

10-07-2011
Leiknir R. hefur sagt þjálfurunum Sigursteini Gíslasyni og Garðari Gunnari Ásgeirssyni upp. Samkvæmt heimildum mun Zoran Miljkovic taka við liði Leiknis en leikmönnum liðsins var tilkynnt þetta á æfingu í dag.

Fyrirmyndarleikmaðurinn - Herferð gegn munntóbaksnotkun

07-07-2011

Í dag var blaðamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ þar sem kynnt var til sögunnar herferð gegn munntóbaksnotkun.  Nefnist hún "Fyrirmyndarleikmaðurinn" og þar taka sig saman aðilar til að sporna gegn munntóbaksnotkun ungs fólks.

Ólafur Brynjólfsson tekur við Breiðablik

03-07-2011
Ólafur Brynjólfsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Breiðabliks. Ólafur mun stýra liðinu út þetta tímabil til að byrja með og ekki er búið að ganga frá hver verður honum til aðstoðar ennþá.

Jóhannes og Vanda hætt hjá Blikum

29-06-2011

Jóhannes Karl Sigursteinsson og Vanda Sigurgeirsdóttir hafa látið af störfum sem aðal- og aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna Breiðabliks í knattspyrnu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Breiðablik sendi frá sér rétt í þessu.

Mappan sem fylgir félagsgjaldinu tilbúin til afhendingar á skrifstofu KSÍ

23-06-2011
Eins og sagt var frá á greiðsluseðlinum fyrir félagsgjaldi KÞÍ fyrir árið 2010, þá munu þeir sem greiða félagsgjald KÞÍ fyrir árið 2010 fá glæsilega möppu með merki KÞÍ á. 

Tómasi Inga sagt upp hjá HK - Ragnar tekur við

20-06-2011
HK hefur sagt Tómasi Inga Tómassyni upp sem þjálfara. Ragnar Gíslason mun taka við starfi hans en hann hefur verið yfirþjálfari yngri flokka hjá HK frá því árið 2009.

Bjarni Stefán fer til Þýskalands

20-06-2011
Bjarni Stefán Konráðsson fer á ráðstefnu þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins í Bochum 25. júlí - 27. júlí í sumar.  Þýska knattspyrnuþjálfarafélagið býður KÞÍ að senda einn fulltrúa og sér um allt uppihald.

Meistaraleikur Steina Gísla

15-06-2011
Laugardaginn 18. júní hafa félagar og vinir Sigursteins Gíslasonar blásið til "Meistaraleiks Steina Gísla" og mun allur ágóði af þessum leik renna til Sigursteins og fjölskyldu.  Eftirfarandi fréttatilkynningu sendu félagar og vinir frá sér vegna þessa tilefnis.

Hvað kostar að taka þjálfaragráðu á Norðurlöndunum?

10-06-2011

Nú á dögunum útskrifaði KSÍ 35 þjálfara með KSÍ A gráðu sem ber vott um þann mikla metnað sem þjálfarar hafa hér á landi.  Fræðsludeildin hefur gert samanburð kostnaði við að taka þessar þjálfaragráður og leitaði upplýsinga hjá hinum Norðurlandaþjóðunum.  Það kom í ljós að það er ódýrast að taka þessar gráður hér á Íslandi.

Upplýsingar um þjálfaranámskeið hjá KSÍ í haust

10-06-2011

Hér að neðan má sjá upplýsingar um dagsetningar á þjálfaranámskeiðum síðar á þessu ári en fyrsta þjálfaranámskeiðið í haust hefst 7. október.  Einnig er að finna verð á þessi námskeið.

KSÍ útskrifar 35 KSÍ A þjálfara

08-06-2011

Síðastliðinn laugardag útskrifaði KSÍ 35 þjálfara með KSÍ A þjálfaragráðuna.  Geir Þorsteinsson formaður KSÍ afhendi þjálfurunum skírteinin sín við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum KSÍ fyrir landsleik Íslands og Danmerkur.   

Ráðstefna þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins í Bochum

02-06-2011
Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands hefur verið boðið að senda einn fulltrúa á ráðstefnu þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins í Bochum 25. júlí - 27. júlí í sumar. Ráðstefnan mun að mestu leyti fjalla um hraða skiptingu milli varnar- og sóknarleiks og einnig verður lögð áhersla á tækni og leikfræðilegar æfingar í þjálfun í varnar- og sóknarleik.

Halldór Jón Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari m.fl. og 2. fl. karla Tindastóls/Hvatar.

02-06-2011

Halldór Jón hefur verið leikmaður Tindastóls síðustu ár og hefur spilað tæplega 100 leiki fyrir félagið.  Halldór Jón mun leggja skóna til hliðar og einbeita sér að þjálfun út tímabilið.  Halldór Jón er sonur Sigurðar Halldórssonar sem var rekinn frá Tindastól/Hvöt fyrir stuttu.

 

Sigurður rekinn frá Tindastól/Hvöt

31-05-2011
Stjórnir sameiginlegs liðs Tindastóls/Hvatar hafa tekið þá ákvörðun að segja upp samningi við Sigurð Halldórsson þjálfara liðsins. Ólík sýn á samstarf Tindastóls og Hvatar átti stærstan þátt í þessari ákvörðun.

Viðar Sigurjónsson og Siguróli Kristjánsson hætta með Þór/KA

31-05-2011
Knattspyrnudeild Þórs annars vegar og Viðar Sigurjónsson og Siguróli Kristjánsson þjálfarar Þórs/KA hins vegar hafa náð samkomulagi um að þeir láti af störfum sem þjálfarar liðsins.
 
Þetta var tilkynnt á æfingu liðsins í kvöld. Við starfinu tekur Hlynur Svan Eiríksson og mun hann stýra liðinu í sínum fyrsta leik á morgun gegn Fylki.
 

Teitur rekinn frá Whitecaps

30-05-2011
Vancouver Whitecaps tilkynntu það í dag að Teitur Þórðarson hefði verið rekinn sem þjálfari liðsins. Auk íslenska þjálfarans hefði liðið líka sagt skilið við markmannsþjálfarann Mike Salmon.

Opnar æfingar U21 landsliðs Íslands í Danmörku

26-05-2011
U21 landsliðs Íslands ætlar að hafa nokkrar æfingar liðsins opnar fyrir félagsmenn KÞÍ á Evrópumótinu í Danmörku.  Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á því að sjá æfingu/æfingar með landsliðinu eru beðnir um að senda póst á ulfar_h@simnet.is og tilgreina hvenær þeir verða í Danmörku.  KÞÍ mun svo koma upplýsingum til þeirra sem skrá sig hvar og hvenær þeir fái að fylgjast með æfingu. 

Námskeið með Dick Bate haldið 5. maí

04-05-2011
Fimmtudaginn 5. maí verður Dick Bate, sem starfar sem Elite Coaching Manager hjá Enska knattspyrnusambandinu, hér á landi og mun halda stutt námskeið að því tilefni.  Námskeiðið ber yfirskriftina Wide attacker development og verður bæði bóklegt og verklegt.  Námskeiðið telur sem 6 tímar í endurmenntun á UEFA A og UEFA B þjálfaragráðu.  Námskeiðsgjaldið er kr. 2.500,-

Grasrótardagur UEFA 25. maí

18-04-2011
Miðvikudaginn 25. maí er haldinn Grasrótardagur UEFA um alla Evrópu og er þetta annað árið sem sérstakur dagur er tileinkaður hinu viðamikla grasrótarstarfi sem unnið er í aðildarlöndum UEFA.  Knattspyrnusambönd Evrópu eru þá hvött til þess að halda sérstaka grasrótarviðburði í vikunni kringum þennan dag.

Samstarfsaðilar