Fréttir


Súpufundur KSÍ verður haldinn í hádeginu miðvikudaginn 30. mars

22-03-2011
Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn miðvikudaginn 30. mars. Að þessu sinni mun Ragnheiður Alfreðsdóttir frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins flytja erindi um karlmenn og krabbamein í tilefni af Mottumars.

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 1.-3. apríl

15-03-2011
Helgina 1.-3. apríl mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði í höfuðstöðvum KSÍ. Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 af 100 í KSÍ B prófinu (UEFA B prófinu).

Þjálfarar 5. flokks kvenna komu saman og ræddu málefni flokksins

25-02-2011
KÞÍ stóð fyrir fundi með þjálfurum í 5. flokki kvenna fimmtudaginn 24. febrúar kl. 18.30. Alls mættu 8 þjálfarar frá 6 félögum. Athygli vakti að eingöngu karlþjálfarar mætt á fundinn, engin kona. 

Fundur með þjálfurum 2. flokks karla

25-02-2011
KÞÍ fundaði með þjálfurum 2. flokks karla fimmtudaginn 24. febrúar kl. 20.00. Alls mættu 7 þjálfarar frá 5 félögum ásamt einum sem ekki er að þjálfa um þessar mundir. Einnig var að sjálfsögðu undirritaður á fundinum. Fundurinn var góður og skiptust menn á skoðunum og upplýsingum.

KÞÍ fundar með þjálfurum 2. flokks karla og 5. flokks kvenna

17-02-2011

Þann 24. febrúar næstkomandi mun KÞÍ halda fundi með þjálfurum 2. flokks karla og 5. flokks kvenna.  Fundirnir fara fram í höfuðstöðvum KSÍ og hefst fundur þjálfara 5. flokks kvenna kl. 18:30 en fundur þjálfara 2. flokks karla hefst kl. 20:00. 

Fulltrúar frá KÞÍ á ársþingi KSÍ - Ávarp Sigurðar Þóris Þorsteinssonar formanns KÞÍ

12-02-2011
Sigurður Þórir Þorsteinsson formaður KÞÍ ásamt Þóri Bergssyni meðstjórnanda í stjórn KÞÍ sátu ársþing KSÍ í dag og fluttu Sigurður Þórir ávarp í upphafi þingsins.

Lávarðadeild stofnuð hjá KÞÍ

12-02-2011
Eins og sagt var frá í frétt hér á heimasíðu KÞÍ var stofnfundur Lávarðadeildar innan KÞÍ í dag, laugardaginn 12. febrúar kl. 12.30 í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.

Þjálfarar 5. flokks karla komu saman og ræddu málefni flokksins

11-02-2011
KÞÍ stóð fyrir fundi með þjálfurum í 5. Flokki karla 10. Febrúar. Alls voru 20 þjálfarar frá 16 félögum sem mættu. Fundurinn var líflegur og flestir tjáðu sig og sett fram sínar skoðanir. Áberandi var að mikill samhljómur var meðal þjálfaranna í öllum málumefnum sem tekin voru fyrir.

Eyjólfur ráðinn aðstoðarþjálfari hjá Wolfsburg

10-02-2011
Eyjólfur Sverrisson hefur formlega verið ráðinn aðstoðarþjálfari hjá þýska félaginu Wolfsburg en frá þessu var gengið í dag.
 
Eyjólfur mun samhliða halda áfram að þjálfa U21 árs landslið Íslands sem fer á EM í Danmörku í sumar.  Hjá Wolfsburg mun Eyjólfur aðstoða Pierre Littbarski út tímabilið en hann tók við þjálfun liðsins Steve McClaren fyrr í vikunni.

Lávarðadeild stofnuð innan KÞÍ

10-02-2011
Í tengslum við undirbúning 40 ára afmælis KÞÍ 13. nóvember s.l. kom upp sú hugmynd að stofna Lávarðadeild innan KÞÍ, þar sem eldri knattspyrnuþjálfarar og aðrir sem komið hafa að framgangi menntunar knattspyrnuþjálfara á Íslandi gæti komið saman og rætt málin.  Nú er komið að því að nefndin verði stofnuð og verður fundur í höfuðstöðvum KSÍ á laugardaginn 12. febrúar n.k. kl. 12:30.

Fundur með þjálfurum 5. flokks karla

09-02-2011
KÞÍ stendur fyrir fundi með þjálfurum 5. flokks karla í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal fimmtudaginn 10. febrúar n.k.  Þar munu þjálfara hjá 5. flokki karla mæta og ræða sameiginleg hagsmunamál.

Vorannarfjarnám 1. og 2. stigs alm. hluta ÍSÍ

09-02-2011
ÍSÍ býður upp á fjarnám í þjálfaramenntun á vorönn eins og undanfarin ár.  Að þessu sinni er boðið upp á nám bæði á 1. og 2. stigi almenns hluta þjálfaramenntunarinnar sem gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.  

KSÍ heldur 7. stigs þjálfaranámskeið

07-02-2011
Mánudaginn 21. febrúar kl. 16:15 fer af stað KSÍ VII þjálfaranámskeið en það er lokastigið í UEFA A (KSÍ A) þjálfaragráðunni. Farið verður yfir námskeiðið á fundi í höfuðstöðvum KSÍ.

Liverpool sendir sjö þjálfara til Íslands

06-02-2011
Afturelding hefur náð samkomulagi við Liverpool um að enska knattspyrnufélagið verði með knattspyrnuskóla á Tungubökkum í Mosfellsbæ 7.-9.júní næstkomandi.

Traust fjárhagsstaða hjá KSÍ

04-02-2011

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ)  birtir nú ársreikning sinn fyrir árið 2010. Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2010 námu 723 milljónum króna samanborið við 703 milljónir króna á árinu 2009.  Hækkun rekstrartekna skýrist fyrst og fremst af hækkun sjónvarpstekna og auknu framlagi frá FIFA.  Rekstrarkostnaður KSÍ var undir áætlaðri upphæð eða um 656 milljónir króna.

Nokkur sæti laus til Englands með Norska Knattspyrnuþjálfarafélaginu

29-01-2011
Vegna forfalla þá eru ennþá nokkur sæti laus í ferð á vegum Norska Knattspyrnuþjálfarafélagsins til Englands.  Þeir sem áhuga hafa á að fara er bent á að hafa samband beint við Teddy Moen sem allra fyrst. 

Súpufundur KSÍ verður haldinn í hádeginu fimmtudaginn 3. febrúar - einelti og knattspyrna

28-01-2011
Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn fimmtudaginn 3. febrúar. Að þessu sinni mun Valgeir Skagfjörð frá Regnbogabörnum halda erindi um einelti og knattspyrnu.

Fjórir íslenskir þjálfarar á leið til Englands

20-01-2011
KÞÍ tókst að fá nokkur sæti í Þjálfaraferð Norska Þjálfarafélagsins þar sem heimsótt verða ensku úrvalsdeildarliðin Liverpool og Everton.  Farið verður helgina 10-13 febrúar næstkomandi.

Garðar áfram með Skallagrím

07-01-2011
Garðar Jónsson mun þjálfa Skallagrím áfram í þriðju deildinni næsta sumar en samningur þess efnis var undirritaður í vikunni.

Þjálfaraferð til Englands

04-01-2011
KÞÍ hefur tekist að fá nokkur sæti í Þjálfaraferð Norska Þjálfarafélagsins þar sem heimsótt verða ensku úrvalsdeildarliðin Liverpool og Everton.  Farið verður helgina 10-13 febrúar næstkomandi.

Samstarfsaðilar