Fréttir


Ómar þjálfar KFR

31-12-2010

Ómar Valdimarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs KFR í 3. deildinni í knattspyrnu.

KSÍ IV þjálfaranámskeið 28.- 30. janúar 2011

27-12-2010
KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið helgina 28.-30. janúar. Dagskrá námskeiðsins er í vinnslu og verður birt síðar.

Gleðileg jól, gott og farsælt komandi knattspyrnu ár

24-12-2010
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands sendir öllum knattspyrnuþjálfurum og öðrum velgjörðarmönnum KÞÍ, sínar bestu óskir um gleðileg jól, með ósk um gott og farsælt komandi knattspyrnu ár.  KÞÍ þakkar sérstaklega fyrir góða þátttöku í viðburðum félagsins á árinu og þá sérstaklega öllum þeim sem glöddu okkur með þátttöku sinni á ráðstefnunni og á 40 ára afmælishátíð KÞÍ 13. nóvember s.l. 

Snorri Már tekur við Reyni Sandgerði

24-12-2010
Snorri Már Jónsson hefur tekið við þjálfun 2. deildarliðs Reynis frá Sandgerði en hann tekur við starfinu af Sinisa Kekic sem var að hætta óvænt með liðið eftir mánuð í starfi.

Sinisa Kekic hættur með Reyni Sandgerði

20-12-2010
2. deildarlið Reynis frá Sandgerði hefur komist að samkomulagi við þjálfarann Sinisa Kekic um að hann láti af störfum.

Samningur endurnýjaður við Sigurð Ragnar

20-12-2010

Knattspyrnusamband Íslands framlengdi í dag samning við Sigurð Ragnar Eyjólfsson sem landsliðsþjálfara A landsliðs kvenna og gildir samningurinn til ársloka 2012.  Nýr samningur þess efnis var undirritaður í dag í höfuðstöðvum KSÍ.

Pétur Pétursson framlengir við KR

14-12-2010
Pétur Pétursson hefur framlengt samning sinn við KR um þrjú ár en þetta kemur fram á vefsíðu félagsins.

KSÍ kynnir Pro licence umsóknarferlið

07-12-2010
KSÍ hélt kynningarfund í gær um Pro licence þjálfaranámskeiðið sem fer fram í Englandi.  Willum Þór Þórsson þjálfari Keflavíkur og Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram voru viðstaddir fundinn og sögðu áhugasömum þjálfurum meðal annars frá sinni reynslu af því að taka þetta nám hjá enska knattspyrnusambandinu. 

Ólafur og Freyr þjálfarar ársins

02-12-2010
 
Á aðalfundi Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands útnefndi félagið þjálfara ársins á efstu deildum karla og kvenna. Ólafur H Kristjánsson þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks var útnefndur þjálfari ársins í efstu deild karla fyrir árið 2010 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals var útnefndur þjálfari ársins í efstu deild kvenna fyrir árið 2010.

Viðurkenning fyrir vel unnin störf í þjálfun yngri flokka

02-12-2010
 
Halldór Þ Halldórsson, Júlíus Á Júlíusson og Sveinbjörn Jón Ásgrímsson hlutu viðurkenningu fyrir vel unnin störf við þjálfun yngri flokka á aðalfundi KÞÍ. Allir hafa þeir lagt mikinn metnað í þjálfunina og verið knattspyrnuþjálfurum til sóma við störf sín.

Óbreytt stjórn næsta starfsárið

02-12-2010
 
Að loknum aðalfundi KÞÍ hélt stjórn KÞÍ stuttan fund og skipti með sér verkum fyrir næsta starfsár. Sigurður Þórir Þorsteinsson er formaður, Kristján Guðmundsson varaformaður, Ómar Jóhannsson gjaldkeri, Úlfar Hinriksson ritari og Arnar Bill Gunnarsson spjaldskrárritari. Í varastjórn eru Þórir Bergsson og Theodór Sveinjónsson.

Skýrsla stjórnar Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ) starfsárið 2009 – 2010

02-12-2010
Á síðasta aðalfundi sem haldinn var 21. nóvember 2009 í fræðslusetri KSÍ var kosin stjórn sem skipti með sér verkum á fyrsta stjórnarfundinum á starfsárinu. Sigurður Þórir Þorsteinsson formaður, Kristján Guðmundsson varaformaður, Úlfar Hinriksson ritari, Ómar Jóhannsson gjaldkeri og Arnar Bill Gunnarsson spjaldskrárritari. Í varastjórn voru kosnir Þórir Bergsson og Theodór Sveinjónsson.

Fámennur aðalfundur eins og oft áður

02-12-2010
Aðalfundur KÞÍ var haldinn 2. desember s.l. í Fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli. Fundurinn var fámennur en umræður talsverðar, en um tuttugu félagsmenn KÞÍ mættu á fundinn.  Að venjulegum aðalfundar störfum var boðið upp á léttar veitingar.

Fundargerð aðalfundar KÞÍ

02-12-2010
Sigurður Þórir býður fundarmenn velkomna og stingur upp á Bjarna Stefáni Konráðssyni sem fundarstjóra og Úlfari Hinrikssyni sem fundarritara. Samþykkt með dynjandi lófaklappi.

Skoðunarmenn reikninga endurkjörnir

02-12-2010
Þeir Halldór Örn Þorsteinsson og Birkir Sveinsson sem verið hafa skoðunarmenn reikninga KÞÍ mörg undanfarin ár voru endurkjörnir sem skoðunarmenn reikninga KÞÍ fyrir næsta starfsár.

Óbreytt félagsgjald

02-12-2010
Á aðalfundinum lagði stjórn KÞÍ til að árgjald félagsins yrði óbreytt, þrjú þúsund og fimm hundruð krónur og var það samþykkt.  Eins og áður er stefnt er að því að hafa eitthvað innifalið í árgjaldinu, en hvað það verður kemur í ljós næsta sumar. Félagsmenn hafa lýst yfir mikilli ánægju með gjafirnar sem fylgt hafa félagsgjaldinu undanfarin ár og stefnir stjórn KÞÍ á að hafa sama hátt á áfram.

Ein lagabreyting samþykkt með öllum greiddum atkvæðum

02-12-2010
Á aðalfundi KÞÍ var ein lagabreyting samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.  Lagabreytingin var um 6. grein laga KÞÍ.  Breytingin snýst um að heiðursfélagar KÞÍ eru undanþegnir greiðslu árgjalds en teljast samt félagsmenn KÞÍ í stað heiðursviðurkenningahafa áður.  Stjórn KÞÍ hafði áður samþykkt nýja reglugerð um veitingu viðurkenninga KÞÍ.

Sigurður, Ómar og Kristján fara til Varsjá á ráðstefnu AEFCA

02-12-2010
Sigurður Þórir Þorsteinsson formaður KÞÍ, Kristján Guðmundsson varaformaður KÞÍ og Ómar Jóhannsson gjaldkeri KÞÍ fara á árlega ráðstefnu Evrópska knattspyrnuþjálfarafélagsins ( AEFCA ) sem haldin verður í Varsjá í Pólandi 4. - 7. desember. 
 

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands

01-12-2010
Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 2. desember n.k. klukkan 20:00.

Kynningarfundur á Pro Licence náminu 6. desember

01-12-2010
Líkt og í fyrra býðst KSÍ A/UEFA A þjálfurum hér á landi að senda inn umsókn á UEFA Pro þjálfaranámskeið í Englandi.  Pro þjálfaragráðan er viðurkennd í öllum löndum Evrópu, er æðsta stig þjálfaramenntunar sem UEFA samþykkir og veitir réttindi til að þjálfa öll lið í öllum deildum í Evrópu.

Samstarfsaðilar