Fréttir


Norðurlandaráðstefna um þjálfaramenntun

01-12-2010
Á  dögunum var haldin hér á landi Norðurlandaráðstefna um þjálfaramenntun. Ráðstefnuna sóttu fræðslustjórar allra Norðurlanda auk annarra starfsmanna knattspyrnusambandanna sem koma að einhverju leyti að þjálfaramenntun í sínu heimalandi.

Súpufundur KSÍ - Erindi Vöndu um börn með sérþarfir

01-12-2010
Síðastliðinn mánudag hélt Vanda Sigurgeirsdóttir fróðlegt erindi um börn með sérþarfir í knattspyrnu.  Erindið var haldið á súpufundi KSÍ en þar er boðið upp á súpu og fróðleg erindi.

John Andrews þjálfar Aftureldingu

30-11-2010
Írinn John Andrews skrifaði í kvöld undir tveggja ára samning við Aftureldingu um að þjálfa kvennalið félagsins áfram en hann hafði tekið við liðinu á miðju sumri og stýrt því út tímabilið.

Einar Jónsson þjálfar Árborg

24-11-2010
Einar Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari 2. deildarliðs Árborgar í knattspyrnu. Einar tekur við starfinu af Adólf Bragasyni sem hætti þjálfun liðsins í haust. Árborg varð í 3. sæti 3. deildar sl. sumar en vann sér sæti í 2. deild eftir sameiningu Hvatar og Tindastóls.

Súpufundur KSÍ verður haldinn í hádeginu mánudaginn 29. nóvember

23-11-2010
Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn mánudaginn 29. nóvember. Að þessu sinni mun Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Háskóla Íslands, halda erindi um börn með sérþarfir.

Páll Guðlaugsson þjálfar meistaraflokk kvenna hjá Fjarðabyggð

22-11-2010
Í gær var gengið frá samningi til tveggja ára við Pál Guðlaugsson um að hann þjálfi áfram meistaraflokk kvenna hjá Fjarðabyggð.

Sinisa Kekic tekur við þjálfun Reynis

19-11-2010
Sinisa Kekic hefur verið ráðinn þjálfari Reynis frá Sandgerði en hann tekur við starfinu af Kjartani Mássyni sem var í gær ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu.

Sigríður Þorláksdóttir þjálfar Hött

19-11-2010
Sigríður Björk Þorláksdóttir Baxter hefur skrifað undir samning um að þjálfa kvenna lið Hattar næsta árið. Sigríður mun þjálfa og spila með meistaraflokki kvenna.

Hólmfríður Magnúsdóttir ráðin þjálfari hjá ÍR

19-11-2010
Hólmfríður Magnúsdóttir landsliðskona og leikmaður með Philadelphia Independence mun starfa við þjálfun hjá knattspyrnudeild Íþróttafélags Reykjavíkur næstu 4 mánuði en félagið staðfesti þetta í tilkynningu.

Vel gengur að innheimta félagsgjaldið

19-11-2010
Nú eru 303 félagsmenn búnir að greiða félagsgjaldið fyrir árið 2010.  Þetta er mjög gleðileg tíðindi fyrir KÞÍ og sýnir að þjálfarar eru ánægðir með það sem stjórn félagsins er að gera.

Kjartan Másson ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Reyni

18-11-2010
Gamla kempan Kjartan Másson var í gær ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Reyni í Sandgerði.   Kjartan, sem er 64 ára, mun hafa yfirumsjón með knattsyrnumálum og faglegu starfi Reynis en þetta kemur fram á 245.is.

Þórir Rafn og Sigurður Hilmar taka við Þrótti Vogum

17-11-2010
Þórir Rafn Hauksson og Sigurður Hilmar Guðjónsson hafa verið ráðnir þjálfarar 3. deildar liðs Þróttar Vogum og skrifuðu þeir félagar undir eins árs samning við félagið í Vogunum í fyrrakvöld.

Mikið um að vera í fræðslumálum þjálfara um síðustu helgi

16-11-2010
Mikið var um að vera í fræðslumálum fyrir þjálfara um síðustu helgi en á föstudaginn var í fyrsta sinn haldin ráðstefna um þjálfun barna og á laugardaginn hélt Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands upp á 40 afmæli með ráðstefnu um daginn og afmælisveislu um kvöldið.

Íslendingur valinn þjálfari ársins í Færeyjum

16-11-2010
Birnir Smári Hauksson þjálfari kvennaliðs Skála í Færeyjum var valinn þjálfari ársins af öðrum þjálfurum í deildinni og fréttamönnum á lokahófi í fyrrakvöld.

Þór Hinriksson hættur sem aðstoðarþjálfari hjá Keflavík

15-11-2010
Þór Hinriksson er hættur sem aðstoðarþjálfari hjá Keflavík en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands

15-11-2010
Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 2. desember n.k. klukkan 20:00.

Glæsileg afmælishátíð KÞÍ - fjölmargir sæmdir gull- og silfurmerkjum KÞÍ

14-11-2010
Laugardaginn 13. nóvember stóð KÞÍ fyrir 40 ára afmælisfagnaði KÞÍ í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli.  Sigurður Þórir Þorsteinsson bauð gesti velkomna og fór yfir sögu KþÍ og gaf síðan Bjarna Jóhannssyni veislustjóra orðið.  Fjöldi gesta fluttu síðan ræður og félaginu voru færðar margar góðar gjafir í tilefni af þessum merku tímamótum.

Vel heppnuð ráðstefna

14-11-2010
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við KSÍ stóð fyrir ráðstefnu í tilefni af 40 ára afmælis KÞÍ laugardaginn 13. nóvember.  Ráðstefnan var vel sótt og þóttist takast mjög vel.

Siguróli Kristjánsson framlengir við Þór/KA

14-11-2010
Siguróli Kristjánsson hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Þór/KA undanfarin fjögur ár, hefur framlengt samning sinn við félagið og mun því halda áfram í þjálfarateyminu næstu tvö árin. Þetta kom fram á vef félagsins í gær þar sem rætt var við Siguróla.

Helgi Arnarson verður aðstoðarþjálfari Þróttar

13-11-2010
Þróttur tilkynnti á vef sínum í gærkvöld að Helgi Arnarson hafi verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.  Helgi mun aðstoða Pál Einarsson þjálfara meistaraflokks auk þess að þjálfa 2. flokk karla.

Samstarfsaðilar