Fréttir


Izudin Daði Dervic tekur við Leikni F.

12-11-2010
Izudin Daði Dervic hefur verið ráðinn þjálfari 3. deildarliðs Leiknis frá Fáskrúðsfirði en þetta var staðfest á vef félagsins.

Sigurður Þórir í viðtali á fotbolti.net

11-11-2010
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands fagnar 40 ára afmæli sínu um þessar mundir og af því tilefni verður afmælisráðstefna félagsins á laugardaginn.

Ian Bateman með námskeið í þjálfun barna á Akureyri

11-11-2010
Laugardaginn 13. nóvember mun Ian Bateman, tækniþjálfari hjá enska knattspyrnusambandinu, halda námskeið í þjálfun barna. Námskeiðið verður haldið í Hamri, félagsheimili Þórs, og í Boganum. Dagskrá námskeiðsins má sjá hér að neðan.

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands 40 ára

05-11-2010
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands verður 40 ára laugardaginn 13. nóvember. Í tilefni af þeim merku tímamótum mun KÞÍ halda ráðstefnu, eins og kemur fram hér annarsstaðar á síðunni og einnig bjóða til afmælisveislu í húsakynnum KSÍ í Laugardal frá kl. 18:00-21:00.  Þar verður um standandi boð með smáréttum og léttum veitingum fyrir boðsgesti og fleiri.

Þórhallur Dan tekur við Álftanesi

03-11-2010
Þórhallur Dan Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Álftaness sem leikur í þriðju deild karla. Hann skrifaði undir tveggja ára samning í dag.

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands 40 ára laugardaginn 13. nóvember - Ráðstefna í tilefni af tímamótunum

02-11-2010

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands verður 40 ára laugardaginn 13. nóvember  Í tilefni af þeim merku tímamótum mun KÞÍ í samvinnu við KSÍ halda þjálfararáðstefnu í húsakynnum KSÍ í Laugardal, afmælisdaginn 13 nóvember.

 

 
 

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 5.-7. nóvember

01-11-2010
Helgina 5.-7. nóvember mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði í höfuðstöðvum KSÍ. Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 af 100 í KSÍ B prófinu (UEFA B prófinu). Námskeiðið er upphafið að KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráðu. Seta á þessu námskeiði framlengir einnig gildistíma KSÍ B skírteinis (UEFA B skírteinis) um þrjú ár.

Hilmar Rafn þjálfar Ými

29-10-2010
Hilmar Rafn Kristinsson hefur verið ráðinn þjálfari Ýmis sem er varalið HK og leikur í 3.deildinni.  Hilmar Rafn tekur við liðinu af Ragnari Boga Pedersen sem hefur þjálfað Ými undanfarin ár.

Björgvin Karl þjálfar KR

28-10-2010
Björgvin Karl Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari mfl. kvenna hjá KR og gert samning til þriggja ára. 

 

Steinar Ingimundarson þjálfar áfram Keflavíkurkonur

26-10-2010
Steinar Örn Ingimundarson verður áfram þjálfari kvennaliðs Keflavíkur en á vef félagsins kemur fram að hann hafi skrifað undir framlengingu á samningi sínum á föstudag sem gildi út tímabilið 2011.

Kristófer Sigurgeirsson ráðinn aðstoðarþjálfari HK

25-10-2010
Kristófer Sigurgeirsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari hjá HK en hann mun einnig þjálfa annan flokk karla hjá félaginu.

KSÍ heldur ráðstefnu um þjálfun barna 12. nóvember

25-10-2010

KSÍ mun halda ráðstefnu um þjálfun barna föstudaginn 12. nóvember næstkomandi.  Aðalfyrirlesari verður Ian Bateman tækniþjálfari frá enska knattspyrnusambandinu.  Ian mun verða með bóklegan fyrirlestur og verklegar æfingar. 

Heimir tannlæknir áfram með Eyjamenn

22-10-2010

Heimir Hallgrímsson skrifaði í morgun undir nýjan samning við knattspyrnudeild ÍBV. Hann mun því þjálfa karlalið félagsins næsta sumar. 

Heimir náði mjög góðum árangri með ÍBV í sumar og var ekki fjarri því að gera liðið að Íslandsmeisturum.  Eyjamenn ætla sér stóra hluti næsta sumar og vildu engan annan en Heimi til þess að stýra liðinu.

KSÍ I þjálfaranámskeið á Reyðarfirði í nóvember

21-10-2010

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 1. stigs þjálfaranámskeið á Reyðarfirði helgina 5. - 7. nóvember 2010.  Bókleg kennsla fer fram í Grunnskóla Reyðarfjarðar og verkleg kennsla í Fjarðabyggðarhöllinni.

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands 40 ára - ráðstefna og afmælishátíð af því tilefni laugardaginn 13. nóvember

20-10-2010

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands verðu 40 ára 13. nóvember næstkomandi. Að því tilefni stendur KÞÍ fyrir glæsilegri afmælisráðstefnu í höfuðstöðvum KSÍ og síðar um daginn verður afmælishátíð KÞÍ á sama stað.  Dagskrá dagsins er mjög metnaðarfull, en þrír erlendir fyrirlesarar verða á ráðstefnunni. Þátttaka á ráðstefnunni gefur endurmenntunartíma fyrir KSÍ A-B þjálfara. Nú er um að gera að taka daginn frá en fullunnin dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.

Gunnlaugur tekur við KA

20-10-2010

Gunnlaugur Jónsson, fyrrverandi þjálfari Selfoss og Vals, verður næsti þjálfari knattspyrnuliðs KA í 1. deild karla. Þetta er staðfest í frétt á heimsíðu KA.  Fyrir nokkrum dögum var uppi orðrómur um að Gunnlaugur væri í viðræðum við forráðamenn KA sem áður höfðu rennt hýru auga til Guðjóns Þórðarsonar áður en hann réði sig til BÍ/Bolungarvíkur. 

KSÍ III þjálfaranámskeið 29. - 31. október

19-10-2010
Helgina 29.-31. október heldur Knattspyrnusamband Íslands 3. stigs þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu.

KSÍ II þjálfaranámskeið um komandi helgi

19-10-2010
Knattspyrnusamband Íslands mun um næstu helgi, 22.-24. október, halda KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu. Þátttökurétt hafa allir sem hafa 1. stigs þjálfararéttindi.

Ólafur og Freyr þjálfarar ársins

17-10-2010

Lokahóf knattspyrnufólks fyrir keppnistímabilið 2010 fór fram í gærkveldi á veitingastaðnum Broadway og tókst vel.  Að venju voru veittar viðurkenningar til þeirra sem höfðu staðið fram úr á nýliðnu tímabili.  Ólafur Kristjánsson þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals vöru valdir þjálfarar ársins í Pepsi deildunum.

Theódór Sveinjónsson framlengdi við Þrótt

16-10-2010
Theódór Sveinjónsson mun þjálfa kvennalið Þróttar áfram á næstu leiktíð en hann skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við félagið. Undir stjórn hans komst liðið upp í Pepsi-deild kvenna í haust með því að leggja Selfoss í tveimur umspilsleikjum. Liðið endaði deildina svo í 2. sæti. Theódór hafði tekið við liðinu fyrir tveimur árum.


 

Samstarfsaðilar