Fréttir


Siggi Donna áfram þjálfari Tindastóls

14-10-2010
Sigurður Halldórsson þjálfari Tindastóls gerði í gær nýjan samning við félagið en hann mun jafnframt þjálfa 2.flokk karla. Sigurður Halldórsson stýrði liði Tindastóls á síðustu leiktíð en þá vann liðið sig upp og varð meistari í þriðju deild.
  
 

Viðar þjálfar áfram lið Þórs/KA

13-10-2010

Viðar Sigurjónsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Þórs/KA í knattspyrnu fyrir næsta tímabil en hann tók við liðinu í lok ágúst og stýrði því í síðustu umferðunum.

Logi gerði tveggja ára samning við Selfyssinga

13-10-2010

Logi Ólafsson er orðinn þjálfari 1. deildarliðs Selfoss í knattspyrnu en hann skrifaði nú í hádeginu undir tveggja ára samning við félagið. Logi, sem var rekinn úr starfi frá KR í sumar, tekur við Selfoss liðinu af Guðmundi Benediktssyni en undir hans stjórn höfnuðu Selfyssingar í neðsta sæti Pepsi-deildarinnar.
 

Guðrúnu Jónu sagt upp hjá KR

11-10-2010
KR hefur sagt upp, Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur þjálfara kvennaliðs félagsins eftir aðeins eitt ár í starfi en hún hafði komið til félagsins frá Aftureldingu síðasta haust. Þá er Kristrún Lilja Daðadóttir sem aðstoðaði hana einnig hætt til að snúa sér að öðrum störfum. 

Björn Kristinn tekur við af Helenu á Selfossi

08-10-2010
Björn Kristinn Björnsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Selfoss en þetta kemur fram á sunnlenska.is. Björn mun skrifa undir samning við Selfoss í hádeginu á morgun.

Guðjón Þórðarson tekur við BÍ/Bolungarvík

06-10-2010
Guðjón Þórðarson er tekinn við þjálfun BÍ/Bolungarvíkur og skrifaði undir samning við félagið í morgun. Guðjón tekur við starfinu af Alfreð Elías Jóhannssyni sem lét af störfum á dögunum.

Jón Páll Pálmason tekur við kvennaliði Fylkis

05-10-2010
Jón Páll Pálmason er nýr þjálfari kvennaliðs Fylkis og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið.  Jón Páll tekur við starfinu af Birni Kristni Björnssyni sem lét af störfum á dögunum eftir að samningur hans við félagið rann út.

Gunnar Magnús hættur með Grindavíkurstelpur

05-10-2010
Stjórn kvennaráðs knattspyrnudeildar Grindavíkur og Gunnar Magnús Jónsson hafa komist að samkomulagi um að Gunnar láti af störfum sem þjálfari Grindavíkur í Pepsideild kvenna en hann hefur þjálfað liðið undanfarin þrjú ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá knattspyrnudeild Grindavíkur.

Ólafur Kristjánsson framlengir við Breiðablik til 2015

03-10-2010
Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2015 eða til fimm ára til viðbótar.  Þetta var staðfest á lokahófi félagsins í gærkvöld en svo langir samningar við þjálfara eru sjaldséðir í fótboltanum og greinilegt að báðir aðilar eru ánægðir með farsælt samstarf.

Gummi Ben fær ekki að halda áfram með Selfoss

02-10-2010
Knattspyrnudeildar Selfoss hefur ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi Guðmundar Benediktssonar. Hann hefur því hætt þjálfun liðsins.   Guðmundur tók við liðinu af Gunnlaugi Jónssyni fyrir tímabilið og stýrði liðinu því aðeins í eitt ár.

Andri þjálfar Haukana áfram

02-10-2010
Andri Marteinsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Hauka og verður því áfram þjálfari liðsins.  Andri hefur stýrt Haukum undanfarin fjögur ár. Hann byrjaði með liðið í 2. deild og kom því alla leið upp í efstu deild.

Alfreð Elías hættur með BÍ/Bolungarvík

30-09-2010
BÍ/Bolungarvík sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu þar sem félagið staðfesti að Alfreð Elías Jóhannsson verði ekki þjálfari liðsins á næstu leiktíð.

Alfreð Elías hafði tekið við liðinu síðasta vetur og undir hans stjórn náði liðið frábærum árangri því það náði 2. sæti 2. deildar og tryggði sér þar með sæti í 1. deild á næstu leiktíð.

Sigurður Helgason áfram með Gróttu

30-09-2010
Grótta hefur framlengt samning sinn við Sigurð Helgason og gerir við hann tveggja ára samning.

Sigurður tók við Gróttu Ásmundi Guðna Haraldssyni í sumar og bjargaði Gróttu frá falli úr 1. deildinni með því að ná í eitt stig í lokaleiknum gegn Njarðvík í þremur leikjum.

 

Lárus Orri tekur við KS/Leiftri

30-09-2010
Lárus Orri Sigurðsson er tekinn við þjálfun 2. deildarliðs KS/Leifturs og skrifaði undir samning við félagið í gær.

Lárus Orri skrifaði undir þriggja ára samning við félagið en hann tekur við starfinu af Róberti Jóhanni Haraldssyni sem hafði stýrt liðinu út tímabilið eftir að Ragnar Hauksson hætti í júní.

Þorvaldur verður áfram þjálfari FRAM út 2013

30-09-2010
Stjórn Fram FFR og Þorvaldur Örlygsson þjálfari úrvalsdeildarliðs Fram hafa undirritað nýjan samning þess efnis að Þorvaldur annist áfram þjálfun félagsins. Samningurinn gildir til ársloka 2013.


Bjarni Jóhannsson áfram með Stjörnuna

29-09-2010
Bjarni Jóhannsson verður áfram þjálfari Stjörnunnar á komandi leiktíð en þetta var staðfest í fréttatilkynningu frá félaginu sem barst fjölmiðlum rétt í þessu.

Bjarni hefur stýrt liðinu undanfarin þrjú ár. Hann kom liðinu upp ú 1. deildinni á fyrsta ári og undir hans stjórn hefur liðið haldið sæti sínu í deildinni, endaði í 7. sæti í fyrra og 8. sæti í ár.

Björn Kristinn hættur með Fylki

29-09-2010
Björn Kristinn Björnsson er hættur þjálfun kvennaliðs Fylkis en samningur hans við félagið var að renna út. 

Þorsteinn Magnússon semur við Aftureldingu til tveggja ára

29-09-2010
Þorsteinn Magnússon hefur verið ráðinn áfram sem þjálfari Aftureldingar.  Þorsteinn skrifaði undir tveggja ára samning við félagið og mun því stýra liðinu í 2. deild næsta sumar. 

 

 

Leifur með tveggja ára samning við Víking

28-09-2010
Knattspyrnudeild Víkings og Leifur Garðarsson þjálfari liðsins hafa gert nýjan samning sem gildir til tveggja ára.  Leifi hefur tekist, á tveimur árum í starfi, að koma Víkingum á meðal þeirra bestu á nýjan leik.  Víkingar horfa björtum augum til framtíðar og stefna hátt á komandi árum.

Rúnar með KR til 2013

28-09-2010

Rúnar Kristinsson verður áfram þjálfari KR-inga í Pepsi-deild karla en hann skrifaði undir þriggja ára samning í gær.   Rúnar gjörbreytti KR-liðinu þegar hann tók við því um mitt sumar og fór með það úr 9. sæti upp í toppbaráttuna og inn í bikarúrslitaleikinn. KR-liðið vann 8 af 13 leikjum undir hans stjórn
 

 

 


Samstarfsaðilar