Fréttir


Bikarúrslitaráðstefna KÞÍ og KSÍ laugardaginn 14. ágúst

06-08-2010
Í tengslum við úrslitaleiki í VISA bikarkeppni karla og kvenna mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir ráðstefnu. Undanfarin ár hafa þessir viðburðir verið vel sóttir af þjálfurum. Í ár verður ráðstefnan haldin sameiginleg á laugardeginum í húsakynnum KSÍ í Laugardal. 

Endurmenntun þjálfara - Viðtal við Heimi Guðjónsson

27-07-2010

Hér má sjá viðtal við Heimi Guðjónsson en viðtalið er hluti af endurmenntun fræðsludeildar KSÍ.

John stýrir Aftureldingu - þriðji meistaraflokkurinn

23-07-2010
Írinn John Andrews hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Aftureldingar en þetta var leikmönnum félagsins tilkynnt á fundi rétt í þessu. Fyrr í dag hafði félagið staðfest að Ásgrímur Helgi Einarsson hafi látið af störfum af persónulegum ástæðum.

Ásgrímur Helgi hættur með Aftureldingu

23-07-2010
Ásgrímur Helgi Einarsson er hættur sem þjálfari Aftureldingar. Þetta staðfesti hann sjálfur við Fótbolta.net rétt í þessu en frétt þessa efnis hafði birst á mbl.is fyrir skömmu.

,,Ég óskaði eftir þessu sjálfur af persónulegum ástæðum," sagði Ásgrímur Helgi við Fótbolta.net í dag.

 

KSÍ VI þjálfaranámskeið í Englandi í janúar 2011

19-07-2010
KSÍ heldur VI. stigs þjálfaranámskeið í Wokefield Park, Englandi dagana 9.-16. janúar 2011.  Reiknað er með að fleiri þjálfarar sæki um námskeiðið en hægt er að taka inn.  Umsækjendur þurfa því að fylla út umsóknareyðublað.  Umsækjendur verða að hafa lokið KSÍ V þjálfaranámskeiði eða verða að taka KSÍ V þjálfaranámskeið sem haldið verður í nóvember á þessu ári.

Logi Ólafsson hættur hjá KR - Rúnar tekinn við

19-07-2010
Logi Ólafsson hefur verið rekinn sem þjálfari KR þetta staðfesti Kristinn Kjærnested formaður knattspyrnudeildar KR.  Hann staðfesti að Rúnar Kristinsson taki við og Pétur Pétursson verða honum til aðstoðar.

Daði Dervic hættur með Aftureldingu - Þorsteinn tekur við

15-07-2010
Afturelding úr Mosfellsbæ tillkynnti nú í kvöld að Izudin Daði Dervic sé hættur þjálfun liðsins og Þorsteinn Magnússon sem var þjálfari í yngri flokkum félagsins tekur við starfi hans.

Bagg er bögg – Átaksverkefni gegn munntóbaksnotkun

14-07-2010
KSÍ, Jafningjafræðslan og Lýðheilsustöð hafa snúið bökum saman í baráttunni gegn notkun munntóbaks undir slagorðinu „Bagg er bögg“.  Átakinu er ætlað að sporna við aukinni munntóbaksnotkun hjá ungu fólki, þar sem áhersla er lögð á unga knattspyrnuiðkendur.  Verkefnið var kynnt á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag.

Kristófer hættur að þjálfa Reyni - Kjartan Másson tekinn við

12-07-2010

Knattspyrnudeild Reynis og Kristófer Sigurgeirsson hafa komist að samkomulagi um að hann láti af störfum nú þegar, og óska þeir honum velfarnaðar.

Jafnframt þessu hefur Kjartan Másson hin gamla kempa verið ráðinn sem þjálfari og til aðstoðar honum eru Ólafur Ívar Jónsson og Sinisa Valdimar Kekic.

Willum og Þorvaldur með UEFA Pro gráðu

07-07-2010
Í lok júní útskrifuðust tveir íslenskir þjálfarar með UEFA Pro þjálfaragráðu frá enska knattspyrnusambandinu. Það voru þeir Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, og Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram. Við sama tilefni var nýtt UEFA Pro námskeið sett af stað þar sem Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, er meðal þátttakenda.

KSÍ er komið á Facebook!

02-07-2010

KSÍ hefur sett á laggirnar opinbera Facebook-síðu sína, sem verður með svolítið öðruvísi sniði en vefur sambandsins, ksi.is.  Á Facebook-síðunni (KSÍ - Knattspyrnusamband Íslands) er póstað ýmsu áhugaverðu efni tengdu íslenskri knattspyrnu.

Þjálfaranámskeið á haustmánuðum 2010

30-06-2010
Búið er að ákveða dagsetningar fyrir þjálfaranámskeið KSÍ sem haldin verða nú á haustmánuðum.  Einnig má sjá drög af dagskrá fyrir fyrstu mánuði 2011.  Athygli er vakin á því að endurmenntunanámskeið og önnur námskeið verða auglýst sérstaklega.  Í flestum tilfellum eru námskeið haldin í Reykjavík en þau eru haldin einnig úti á landi eftir óskum og/eða þörfum.

Alþjóðleg íþróttasálfræðiráðstefna um afreksíþróttir

24-06-2010
Þann 30. júní munu níu af fremstu íþróttasálfræðingum Evrópu koma til landsins og halda ráðstefnu um íþróttasálfræði og afreksíþróttir í samstarfi við ÍSÍ og Háskólann í Reykjavík. Einkunnarorð ráðstefnunnar er hagnýting. Þátttakendur munu læra hagnýta hluti til að auka færni sína í aðkomu að afreksíþróttamönnum.

Mikael Nikulásson hættur með ÍH

22-06-2010
Mikael Nikulásson er hættur þjálfun 2. deildarliðs ÍH.  Þetta staðfesti Björgvin Helgi Stefánsson formaður knattspyrnudeildar félagsins í samtali við Fótbolta.net í kvöld.

Hann sagði Mikael hætta núna til að einbeita sér að viðskiptum sínum. Brynjar Þór Gestsson tekur nú einn við liðinu af en hann hefur þjálfað liðið fram að þessu ásamt Mikael.

Súpufundur hjá KSÍ

15-06-2010
KSÍ heldur 4. súpufund þriðjudaginn 22. júní næstkomandi klukkan 12.15 í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll.
 
Að þessu sinni mun Dr. David Sanders, sérfræðingur í lýðheilsumálum fjalla um heilbrigðismál tengd HM í Suður-Afríku.
Dr. Sanders er frá Suður-Afríku og erindi hans kallast: "In the Shadow of the World Cup of Soccer: Health Challenges and Public Health in South Africa". Erindi Dr. Sanders fer fram á ensku.

Ragnar hættur með KS/Leiftur

14-06-2010
Ragnar Hauksson sagði í kvöld upp starfi sínu sem þjálfari meistaraflokks KS/Leifturs í knattspyrnu. Félagið hefur ekki fundið eftirmann Ragnars en stjórnin leitar nú að þjálfara.

Lið KS/Leifturs sigraði Aftureldingu í síðasta leik sínum 3 -1 en liðið er nú í 5. - 6. sæti 2. deildar með 7 stig, 6 stigum á eftir BÍ/Bolungarvík sem er í fyrsta sæti.

Ólafur og Elís Þór þjálfa Stjörnuna

11-06-2010

Ólafur Þór Guðbjörnsson og Elís Þór Rafnsson voru í kvöld ráðnir þjálfarar kvennaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu til loka yfirstandandi keppnistímabils.

Þeir taka við af Andrési Ellerti Ólafssyni sem þurfti að láta af störfum af persónulegum ástæðum.

Opin æfing hjá Breiðablik

05-06-2010
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands verður í samstarfi við félögin í Pepsí-deildunum í sumar um að opna aðgang að meistaraflokksæfingum félaganna.  Breiðablik ríður á vaðið en fimmtudaginn 10. júni er öllum knattspyrnuþjálfurum landsins boðið að koma og fylgjast með æfingu meistaraflokks karla. 
 

Þjálfurum býðst að fylgjast með námskeiðum þjálfara Arsenal

04-06-2010
Eins og flestir vita þá verður Arsenal soccer school með námskeið hjá KA á Akureyri dagana 14. til 18. júní í sumar.  Alls munu sex þjálfarar koma frá skólanum.  Nú býðst þjálfurum á Íslandi gott tækifæri til þess að fylgjast með þessum þjáfurum við störf og læra af þeim.   Þetta er frábært tækifæri til þess að endurmennta sig og fá nýjar og ferskar hugmyndir.

Andrés Ellert hættur þjálfun Stjörnunnar

04-06-2010
Andrés Ellert Ólafsson, sem tók við þjálfun kvennaliðs Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu á vormánuðum, hefur látið af starfi sínu sem þjálfari.  Andrés Ellert óskaði eftir því að láta störfum af persónulegum ástæðum og var orðið við þeirri ósk með þungum huga, eins og segir í yfirlýsingu Stjörnunnar og Andrésar Ellerts.

Samstarfsaðilar