Fréttir


Heimir stýrir FH áfram

27-09-2010
Heimir Guðjónsson verður áfram þjálfari knattspyrnuliðs FH á næsta tímabili, en hann hefur stýrt liðinu í þrjú ár og unnið með því tvo Íslandsmeistaratitla og einn bikarmeistaratitil, sem liðið hreppti í sumar.

 

Gunnar Borgþórsson tekur við Val af Frey

27-09-2010
Gunnar Borgþórsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Vals í knattspyrnu og mun hann taka við starfi Freys Alexanderssonar sem mun verða aðstoðarmaður Kristjáns Guðmundssonar þjálfara karlaliðs Vals.

Freyr Alexandersson verður aðstoðarmaður Kristjáns hja Val

27-09-2010
Freyr Alexandersson verður aðstoðarmaður Kristjáns Guðmundssonar nýráðins þjálfara Vals en þetta staðfesti Friðjón R. Friðjónsson formaður knattspyrnudeildar Vals.

Kristján tekur við Val

26-09-2010
Kristján Guðmundsson tekur við þjálfun meistaraflokksliðs Vals í fótbolta þann 1. janúar. Gunnlaugur Jónsson hefur komist að samkomulagi við stjórn Vals um starfslok en hann tók við liðinu s.l. haust. Samningur Kristjáns er til þriggja ára en Kristjáni var sagt upp störfum á dögunum sem þjálfari hjá færeyska liðinu HB í Þórshöfn. 

Willum Þór Þórsson verður áfram þjálfari Keflvíkinga

25-09-2010
Willum Þór Þórsson verður áfram þjálfari Keflvíkinga á næsta tímabili. Willum tók við Keflavík síðastliðið haust en liðið vann ÍBV 4-1 og tryggði sér um leið sjötta sætið í Pepsi-deildinni.

Ólafur Þórðarson áfram hjá Fylki

25-09-2010
Ólafur Þórðarson hefur skrifað undir áframhaldandi samning við Fylki og mun hann þjálfa liðið næstu tvö ár. En þetta kemur fram á heimasíðu Fylkis í dag.

Eysteinn Húni snýr heim á Egilsstaði og tekur við Hetti

23-09-2010
Eysteinn Húni Hauksson hefur komist að munnlegu samkomulagi um að taka við þjálfun Hattar á Egilsstöðum.

Jón Páll hættur þjálfun Hattar

22-09-2010
Jón Páll Pálmason er hættur þjálfun 2. deildarliðs Hattar frá Egilsstöðum.  Jón Páll sem er 28 ára gamall hafði aðeins starfað við þjálfun yngri flokka þegar hann tók óvænt við Hetti síðasta haust og samdi til eins árs.

Dean Martin ráðinn afreksþjálfari ÍA

22-09-2010
Dean Martin sem lét af störfum sem þjálfari KA á dögunum hefur verið ráðinn í starf afreksþjálfara ÍA til næstu tveggja ára. Dean er ekki ókunnugur ÍA en hann hefur tvívegis leikið með Skagamönnum, síðast á árunum 2005 - 2007. En þetta kemur fram á heimasíðu ÍA í dag.

Jens Elvar Sævarsson er hættur sem spilandi þjálfari hjá 2.deildarliði Hvatar

20-09-2010
Jens Elvar Sævarsson er hættur sem spilandi þjálfari hjá 2.deildarliði Hvatar.  Jens Elvar hefur stýrt Hvöt undanfarin tvö ár en liðið endaði í fimmta sæti í annarri deildinni í sumar.
 

Tómas Ingi stjórnar HK áfram

20-09-2010
Tómas Ingi Tómasson þjálfari HK verður áfram með liðið í 1. deild karla á næsta ári.  HK endaði í áttunda sæti í ár sem voru vonbrigði þar á bæ enda ætlaði liðið sér upp.

Dean Martin hættur með KA

20-09-2010
Dean Martin er hættur sem þjálfari 1. deildarliðs KA en þetta var staðfest á vef félagsins í dag. Sterkur orðrómur er um að hann muni nú ganga í raðir ÍA þar sem hann verður spilandi aðstoðarþjálfari auk þess að sinna öðrum störfum. Ekkert hefur verið tilkynnt um það ennþá.

Kristján rekinn frá HB

14-09-2010
Þetta virðist hafa verið geðþóttaákvörðun eftir óvænt tap í gær. Á föstudaginn fundaði ég með forráðamönnum félagsins um leikmannamálin fyrir næsta tímabil, hvaða leikmenn við ættum að fá til okkar og hverjum ætti að bjóða nýja samninga. Síðdegis í dag banka þeir uppá hjá mér og tilkynna að mér sé sagt upp störfum,“ sagði Kristján Guðmundsson knattspyrnuþjálfari við mbl.is í gærkvöld.

Tvö KSÍ I þjálfaranámskeið verða haldin í október

13-09-2010
Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu vikum halda tvö 1. stigs þjálfaranámskeið. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 1.-3. október og hins vegar námskeið sem haldið verður helgina 8.-10. október.

Ásgrímur Helgi tekur við Álftanes

12-09-2010
Ásgrímur Helgi Einarsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Álftanes og tekur við starfinu af eiginkonu sinni, Sirrý Hrönn Haraldsdóttur.

Ingi Þór ráðinn yfirþjálfari knattspyrnudeildar Gróttu

10-09-2010
Ingi Þór Þórisson hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnudeildar Gróttu sem er 3. til 8. flokkur stúlkna og drengja. Ingi mun einnig sjá um þjálfun á 3. og 7. flokki drengja og 5., 6. og 7. flokk stúlkna hjá knattspyrnudeild Gróttu.

Þorlákur Árnason tekur við Stjörnunni eftir tímabilið

04-09-2010
Þorlákur Árnason mun taka við kvennaliði Stjörnunnar eftir að þessu tímabili lýkur, en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í vikunni.

Þorlákur hefur verið viðloðandi meistaraflokk kvenna undanfarin misseri og meðal annars annast sérþjálfun. Aðalstarf hans fram að þessu var þó sem yfirþjálfari yngri flokkastarfs Stjörnunnar, en við því starfi tók Ásmundur Guðni Haraldsson, sem áður stýrði Gróttu.

Þjálfarastyrkir ÍSÍ

03-09-2010

ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki fyrir tímabilið júlí – desember 2010.  Þjálfarar sem sækja sér menntun erlendis á fyrrgreindu tímabili geta sótt um styrk á þar til gerðum eyðublöðum inn á isi.is sem finna má undir „Efnisveita”.

Greiðsluseðlar fyrir félagsgjaldinu að berast - glæsileg mappa til þeirra sem greiða fyrir 10. október 2010

01-09-2010
Nú fer knattspyrnuþjálfurum um allt land að berast greiðsluseðill vegna félagsgjaldsins fyrir árið 2010. Stjórn KÞÍ vonar að félagsmenn bregðist jafn vel við og hingað til og greiði greiðsluseðilinn sem allra fyrst. Allir þeir sem greiða félagsgjaldið fyrir 10. október 2010 munu fá glæsilega og vandaða möppu með merki KÞÍ. Á aðalfundi félagsins í fyrra kom fram að unnið væri að því að láta eitthvað fylgja félagsgjaldinu eins og undandfarin ár, og telur stjórn KÞÍ að með þessu sé verulega verið að koma á móts víð félagsmenn, sem reyndar hafa staðið vel við bakið á félagi sínu fram að þessu.  Stjórn KÞÍ vonast eftir jafn góðum viðbrögðum frá félagsmönnum í ár eins og undanfarin ár. Möppunum verður síðan komið til félagsmanna eins fljótt og mögulegt er og með hvaða hætti það verður gert, verður auglýst hér á heimasíðunni.  

Ásmundur Haraldsson tekur við yngri flokkastarfi Stjörnunnar

01-09-2010
Barna-og unglingaráð Knattspyrnudeildar Stjörnunnar hefur ráðið Ásmund Guðna Haraldsson sem yfirþjálfara yngriflokka á næstu leiktíð. Auk þess að þjálfa yngri flokka mun Ásmundur hafa yfirumsjón með öllu faglegu barna- og unglingastarfi deildarinnar.


Samstarfsaðilar