Fréttir


Þjálfaranámskeið á haustmánuðum 2010

30-06-2010
Búið er að ákveða dagsetningar fyrir þjálfaranámskeið KSÍ sem haldin verða nú á haustmánuðum.  Einnig má sjá drög af dagskrá fyrir fyrstu mánuði 2011.  Athygli er vakin á því að endurmenntunanámskeið og önnur námskeið verða auglýst sérstaklega.  Í flestum tilfellum eru námskeið haldin í Reykjavík en þau eru haldin einnig úti á landi eftir óskum og/eða þörfum.

Alþjóðleg íþróttasálfræðiráðstefna um afreksíþróttir

24-06-2010
Þann 30. júní munu níu af fremstu íþróttasálfræðingum Evrópu koma til landsins og halda ráðstefnu um íþróttasálfræði og afreksíþróttir í samstarfi við ÍSÍ og Háskólann í Reykjavík. Einkunnarorð ráðstefnunnar er hagnýting. Þátttakendur munu læra hagnýta hluti til að auka færni sína í aðkomu að afreksíþróttamönnum.

Mikael Nikulásson hættur með ÍH

22-06-2010
Mikael Nikulásson er hættur þjálfun 2. deildarliðs ÍH.  Þetta staðfesti Björgvin Helgi Stefánsson formaður knattspyrnudeildar félagsins í samtali við Fótbolta.net í kvöld.

Hann sagði Mikael hætta núna til að einbeita sér að viðskiptum sínum. Brynjar Þór Gestsson tekur nú einn við liðinu af en hann hefur þjálfað liðið fram að þessu ásamt Mikael.

Súpufundur hjá KSÍ

15-06-2010
KSÍ heldur 4. súpufund þriðjudaginn 22. júní næstkomandi klukkan 12.15 í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll.
 
Að þessu sinni mun Dr. David Sanders, sérfræðingur í lýðheilsumálum fjalla um heilbrigðismál tengd HM í Suður-Afríku.
Dr. Sanders er frá Suður-Afríku og erindi hans kallast: "In the Shadow of the World Cup of Soccer: Health Challenges and Public Health in South Africa". Erindi Dr. Sanders fer fram á ensku.

Ragnar hættur með KS/Leiftur

14-06-2010
Ragnar Hauksson sagði í kvöld upp starfi sínu sem þjálfari meistaraflokks KS/Leifturs í knattspyrnu. Félagið hefur ekki fundið eftirmann Ragnars en stjórnin leitar nú að þjálfara.

Lið KS/Leifturs sigraði Aftureldingu í síðasta leik sínum 3 -1 en liðið er nú í 5. - 6. sæti 2. deildar með 7 stig, 6 stigum á eftir BÍ/Bolungarvík sem er í fyrsta sæti.

Ólafur og Elís Þór þjálfa Stjörnuna

11-06-2010

Ólafur Þór Guðbjörnsson og Elís Þór Rafnsson voru í kvöld ráðnir þjálfarar kvennaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu til loka yfirstandandi keppnistímabils.

Þeir taka við af Andrési Ellerti Ólafssyni sem þurfti að láta af störfum af persónulegum ástæðum.

Opin æfing hjá Breiðablik

05-06-2010
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands verður í samstarfi við félögin í Pepsí-deildunum í sumar um að opna aðgang að meistaraflokksæfingum félaganna.  Breiðablik ríður á vaðið en fimmtudaginn 10. júni er öllum knattspyrnuþjálfurum landsins boðið að koma og fylgjast með æfingu meistaraflokks karla. 
 

Þjálfurum býðst að fylgjast með námskeiðum þjálfara Arsenal

04-06-2010
Eins og flestir vita þá verður Arsenal soccer school með námskeið hjá KA á Akureyri dagana 14. til 18. júní í sumar.  Alls munu sex þjálfarar koma frá skólanum.  Nú býðst þjálfurum á Íslandi gott tækifæri til þess að fylgjast með þessum þjáfurum við störf og læra af þeim.   Þetta er frábært tækifæri til þess að endurmennta sig og fá nýjar og ferskar hugmyndir.

Andrés Ellert hættur þjálfun Stjörnunnar

04-06-2010
Andrés Ellert Ólafsson, sem tók við þjálfun kvennaliðs Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu á vormánuðum, hefur látið af starfi sínu sem þjálfari.  Andrés Ellert óskaði eftir því að láta störfum af persónulegum ástæðum og var orðið við þeirri ósk með þungum huga, eins og segir í yfirlýsingu Stjörnunnar og Andrésar Ellerts.

Yfirþjálfari unglingaliðs AC Milan þjálfar á námskeiði hjá Fylki - Félagsmönnum KÞÍ boðið að fylgjast með æfingum

03-06-2010
Knattspyrnudeild Fylkis mun halda námskeið dagana 12 – 16 júlí þar sem yfirþjálfari unglingaliðs AC Mílan munu leiðbeina.   Á námskeiðinu munu tveir þjálfarar frá AC Milan, Emanuele Pischetola en hann er yfirþjálfari unglingastigs hjá AC Milan og Maurizio Buriani en hann er þrekþjálfari og er í þjálfarateymi AC Milan.  Með þeim verða síðan þjálfarar Fylkis.  Æft verður dagana 12–16 júlí tvisvar á dag fyrst klukkan 10:00 um morguninn og síðan klukkan 13:30.  Ætlunin er að hafa 60 stráka á námskeiðinu og munu þeir vinna 10 saman í hóp.    Knattspyrnudeild Fylkis býður öllum félagsmönnum KÞÍ að koma og fylgjast með æfingunum í sumar.

Elísabet er harðasti þjálfarinn

02-06-2010
Susanne Moberg, aðal markaskorari sænska knattspyrnuliðsins Kristianstad, segir að Elísabet Gunnarsdóttir sé harðasti en jafnframt besti þjálfari sem hún hefur haft.   Ítarleg umfjöllun er í dag um Elísabetu og gengi Kristianstad á vef sænska knattspyrnusambandsins. Liðið tapaði í fyrra 10 fyrstu leikjum sínum í deildinni, á fyrsta ári Elísabetar sem þjálfara, en bjargaði sér síðan frá falli með góðum endaspretti.

Hádegisfundur ÍSÍ - Alvarleiki, umfang og eðli kynferðisofbeldis

01-06-2010
Næsti hádegisfundur ÍSÍ verður haldinn þriðjudaginn 8. júní nk. í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal frá kl. 12.00 - 14.00.  Hann verður helmingi lengri en vant er, eða tvær klukkustundir í stað einnar.  Fundarefnið að þessu sinni er alvarleiki, umfang og eðli kynferðisofbeldis.  

Ólafur Örn ráðinn þjálfari Grindavíkur

29-05-2010
Ólafur Örn Bjarnason hefur verið ráðinn þjálfari Grindavíkur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Grindvíkingar sendu frá sér.

Ólafur gerir fjögurra ára samning og verður Milan Stefán Jankovic aðstoðarþjálfari hans. Ólafur kemur frá Brann þar sem hann hefur spilað síðustu sjö ár.

Lúkas Kostic rekinn

26-05-2010
Lúkas Kostic, þjálfari knattspyrnuliðs Grindavíkur, var rekinn í dag, en Grindvíkingar hafa byrjað leiktíðina ákaflega illa.

Grindvíkingar eru neðstir í deildinni með aðeins eitt stig, en þeir hafa gert eitt jafntefli og tapað þremur leikjum.  Í tilkynningu frá knattspyrnudeild Grindavíkur segir að stjórn deildarinnar hafi komist að þeirri niðurstöðu að Lúkas Kostic stigi til hliðar sem þjálfari liðsins.  Stjörnin þakkar Lúkasi fyrir gott samstarf og metnaðarfullt starf í þágu félagsins.

Ekki er enn ljóst hver tekur við af Lúkasi.

Grasrótardagur UEFA - Berfætt í boltaleik

06-05-2010
Þann 19. maí næstkomandi stendur UEFA (Knattspyrnusamband Evrópu) fyrir sérstökum Grasrótardegi (UEFA Grassroots Day).  Dagurinn 19. maí er ekki valinn af tilviljun, heldur er þessi dagur sérstaklega valinn til að tengja verkefnið úrslitaleik Meistaradeildar UEFA, sem fram fer laugardaginn 22. maí.  Með Grasrótardeginum er minnt á að afreksknattspyrna á hæsta þrepi getur ekki þrifist án heilbrigðrar grasrótar í knattspyrnuhreyfingunni. 

Handbók leikja 2010 komin út

03-05-2010
Handbók leikja 2010 er komin út, en hún inniheldur ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir aðildarfélög KSÍ.  Í Handbók leikja eru ábendingar og tilmæli til félaga um framkvæmd leikja, yfirlit yfir reglur og kröfur sem gerðar eru varðandi hina ýmsu þætti, eyðublöð og fleira. 

Súpufundur KSÍ fer fram í hádeginu fimmtudaginn 6. maí

28-04-2010
Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn fimmtudaginn 6. maí. Að þessu sinni mun Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð, mæta á svæðið og flytja erindi um munntóbaksnotkun innan knattspyrnuhreyfingarinnar.

Fyrsti fótboltinn framleiddur sérstaklega ætlaður konum

27-04-2010
Nú hafa konur eignast sinn eiginn fótbolta. Boltinn er danskur og er þegar farið að nota hann í Danmörku í opinberum keppnum á vegum DBU. Þá eiga framleiðendur í viðræðum við FIFA um að nota beri boltann í keppnum á vegum sambandsins.

Halldóra Vanda Sigurgeirsdóttir aðstoðarþjálfari Breiðabliks

26-04-2010
Halldóra Vanda Sigurgeirsdóttir er komin aftur til Breiðabliks þar sem hún var þjálfari kvennaliðsins fyrir tveimur árum en nú verður hún aðstoðarþjálfari.

Ráðstefna um störf íþróttaþjálfara

26-04-2010
Föstudaginn 30.apríl næstkomandi standa Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttafræðasetur HÍ fyrir ráðstefnu með yfirskriftinni "Starf íþróttaþjálfara".

Samstarfsaðilar