Fréttir


Kristinn Guðbrandsson ráðinn aðstoðarþjálfari Fylkis

31-03-2010

Kristinn Guðbrandsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks Fylkis í knattspyrnu næstu tvö tímabil, en hann var þjálfari hjá Víkingi Ólafsvík fyrri hluta síðasta tímabils.  Kristinn er knattspyrnuáhugamönnum að góðu kunnur en hann lék á árunum 1989-2001 með Keflavík og var aðstoðarþjálfari þar árin 2005-2007, ásamt því að hafa þjálfað 2. flokk félagsins um skeið.

Súpufundur KSÍ fer fram í hádeginu fimmtudaginn 8. apríl

30-03-2010

Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn fimmtudaginn 8. apríl. Óhætt er að segja að súpufundir KSÍ hafi farið vel af stað en yfir 90 manns mættu á fyrsta fundinn. Líkt og á fyrsta fundinum verður fyrirkomulagið 30 mínútna fyrirlestur og svör við spurningum. Jafnframt mun KSÍ bjóða gestum upp á súpu og brauð á þessum fyrirlestri og því upplagt að skella sér í heimsókn til KSÍ, hlýða á áhugavert erindi og fá sér hádegismat í leiðinni.

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 23. - 25. apríl

29-03-2010

Helgina 23.-25. apríl mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði í höfuðstöðvum KSÍ. Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 stig í KSÍ B prófinu (UEFA B prófinu). Námskeiðið er upphafið af KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráðu.

Grasrótarstarf KSÍ fær fjórðu stjörnuna

29-03-2010

Framkvæmdastjórn UEFA tilkynnti á dögunum að Grasrótarstarf KSÍ hefði fengið úthlutað fjörðu stjörnunni en stjarnan er gefin m.a. fyrir átaksverkefni í knattspyrnu fyrir fatlaða.  KSÍ var samþykkt inn í Grasrótarsáttmála UEFA árið 2008 og var þá 30. þjóðin til að ná inn í þann sáttmála.  Unnið er eftir stjörnukerfi og byrjar hver þjóð með eina stjörnu við inngöngu. 

Grasrótarstarf getur verið af margvíslegum toga og eru það aðildarfélög KSÍ sem bera þungann af þessu starfi með margvíslegum hætti í hreyfingunni

Gunnar Rafn í þjálfarateymi Selfoss

24-03-2010
Selfyssingar gengu á dögunum frá ráðningarsamning við Gunnar Rafn Borgþórsson sem þjálfara Selfossliðsins í knattspyrnu. 
Gunnar mun þjálfa liðið með Guðmundi Benediktssyni og þeim til aðstoðar verður áfram Ómar Valdimarsson.

Andrés Ellert ráðinn þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar

24-03-2010
Andrés Ellert Ólafsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar út þetta tímabil og hefur störf strax í þessari viku, en Þorkell Máni Pétursson hafði hætt með liðið í síðustu viku vegna anna á öðrum vettvangi.

 

Átta þátttökuleyfi veitt á fundi leyfisráðs

23-03-2010

Leyfisráð KSÍ tók í dag fyrir leyfisumsóknir 8 félaga, þriggja félaga úr 1. deild karla og fimm félaga úr Pepsi-deild karla.  Félögin átta fengu öll þátttökuleyfi og þar með hafa öll félögin 24 sem undirgangast kerfið samþykkt þátttökuleyfi í höndunum.  Þremur félögum er þó veitt þátttökuleyfi með ákveðnum fyrirvörum um mannvirkjamál og tvö félög verða beitt viðurlögum (dagsektir) vegna dráttar á skilum á fjárhagslegum gögnum.

273 félagsmenn hafa greitt félagsgjaldið

19-03-2010
Eins og sagt var frá á greiðsluseðlinum fyrir félagsgjaldi KÞÍ fyrir árið 2009 sem félagsmönnum KÞÍ barst í lok júlí á síðasta ári, þá munu þeir sem greiða félagsgjald KÞÍ fyrir árið 2009 fá eitt eintak af tímaritinu Success in Soccer og prjónahúfu með meki KÞÍ á.  Í lok september var sent á alla félagsmenn sem höfðu greitt félagsgjaldið þá og í dag var sent á alla félagsmenn sem greitt hafa eftir að síðast var sent út.  KÞÍ skorar á þá félagsmenn sína sem enn hafa ekki greitt félagsgjaldið að gera það hið fyrsta og styðja þannig við öflugt starf félagsins.

Þorkell Máni hættur með Stjörnuna - Þorlákur tekur tímabundið við

18-03-2010
Þorkell Máni Pétursson er hættur þjálfun kvennaliðs Stjörnunnar en þetta staðfesti Einar Páll Tamini formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá félaginu í gær. Hann sagði Þorkel Mána taka þessa ákvörðun til að einbeita sér að starfi sínu við tónlist.  Þorlákur Árnason yfirþjálfari yngri flokka hjá Stjörnunni mun annast þjálfun liðsins þar til nýr þjálfari hefur verið ráðinn.


 

Fylkir fær keppnisleyfi þrátt fyrir að menntun aðstoðarþjálfara meistaraflokks sé ekki uppfyllt

17-03-2010

Fyrsti fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2010 fór fram í s.l. þriðjudag, og voru teknar fyrir umsóknir 24 félaga um þátttökuleyfi - 12 i Pepsi-deild og 12 í 1. deild.  Gefin voru út þátttökuleyfi til handa 16 félögum.  Eins og fram kemur í frétt hér fyrir neðan sendi KÞÍ bréf til leyfisráðs KSÍ þar sem KÞÍ vildi vekja athygli leyfisráðs á því að nokkurrar óánægju gætir á meðal þjálfara í efstu deildum karla og hjá þjálfurum með tilskilin réttindi til þess að þjálfa í efstu deildum.  

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands sendi bréf til Leyfisráðs KSÍ

16-03-2010
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands sendi bréf til Leyfisráðs KSÍ þar sem KÞÍ vildi vekja athygli leyfisráðs á því að nokkurrar óánægju gætir á meðal þjálfara í efstu deildum karla og hjá þjálfurum með tilskilin réttindi til þess að þjálfa í efstu deildum.  
 
 
 

Teiður Þórðarson - þjálfarinn sem aldrei hættir

15-03-2010
Teitur er Íslendingurinn og þjálfarinn sem hefur níu líf. Eftir mörg ár sem þjálfari í efstu deildum Noregs og Íslands , tók hann þeirri áskorun að flytja til BNA og taka við þjálfun NASL félagsins Vancouver Whitecaps FC fyrir brátt þremur árum síðan. Teiti líkar vel við knattspyrnuhefðina í Bandaríkjunum.  Viðtal við Teit er í nýjasta tölublaði norska knattspyrnuþjálfarafélagsins og birtist hér með góðfúslegu leyfi Teits og norska knattspyrnuþjálfarfélagsins í lauslegri þýðingu Guðbjarts Jónssonar.

Þorleifur tekur við Fjölni

14-03-2010
Fjölnir hefur tilkynnt að búið sé að ráða þjálfara sem mun sjá um kvennalið félagsins næsta sumar.  Það er Þorleifur Óskarsson sem tekur við liðinu en hann var síðast þjálfari hjá Þrótti er hann stýrði liðinu ásamt Kristrúnu Lilju Daðadóttur eiginkonu sinni. 

 

Brynjar og Mikael þjálfa ÍH saman

13-03-2010
Brynjar Þór Gestsson og Mikael Nikulásson munu þjálfa lið ÍH í sameiningu í annarri deild karla í sumar.  Mikael hefur stýrt ÍH undanfarin ár en hann hefur núna fengið Brynjar sér við hlið.  Brynjar hefur á ferli sínum þjálfað Álftanes, Huginn og ÍR en undanfarið hefur hann þjálfað háskólalið í Bandaríkjunum.
 

Árveknisátak gegn krabbameini: Mottu-mars

04-03-2010
KSÍ hvetur landsmenn alla til að taka þátt í árveknisátaki Krabbameinsfélagsins - "Karlmenn og krabbamein:  Mottu-mars".  Þátttakan er einföld, láttu þér vaxa yfirvaraskegg í mars.  Nokkrir leikmenn úr Pepsi-deild karla munu etja kappi við leikmenn úr öðrum hópíþróttum og taka þannig þátt í að vekja athygli á verkefninu. 

Ólafur Ingi Stígsson aðstoðar Óla Þórðar hjá Fylki

26-02-2010

Ólafur Ingi Stígsson fyrrverandi leikmaður Fylkis hefur orðið við beiðni Meistarflokksráðs Fylkis um að aðstoða Ólaf Þórðarson tímabundið við þjálfun meistarflokks félagsins, eða þar til gengið verður formlega frá ráðningu aðstoðarþjálfara. 

Ólafur þekkir vel til liðsins en hann var valinn besti leikmaður liðsins á síðasta tímabili.  Hann er einnig leikjahæsti leikmaður Fylkis í efstu deild.

KSÍ B próf fer fram 6. mars

19-02-2010

Laugardaginn 6. mars stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).  Prófað er úr öllu námsefni KSÍ I, II, III og IV og úr nýjustu útgáfu af knattspyrnulögunum. Engin hjálpargögn eru leyfð í prófinu. Ef þjálfurum sem hyggjast taka prófið vantar einhver gögn, vinsamlegast hafið samband við undirritaðan.

Frábær mæting á fyrsta súpufund KSÍ

18-02-2010
Frábær mæting var á fyrsta súpufund KSÍ sem haldinn var í hádeginu í dag í höfuðstöðvum KSÍ.  Á þessum fyrsta fundi kynnti Guðjón Örn Helgason meistaraprófsritgerð sína sem fjallar um hollustu og tryggð knattspyrnumanna gagnvart félagi sínu.  Um 90 manns mættu og hlýddu á erindi Guðjóns.

Guðni Rúnar Helgason ráðinn aðstoðarþjálfari hjá Völsungi

14-02-2010
Guðni Rúnar hefur undanfarið tvö ár leikið með Stjörnunni en hann neyddist til að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla í desember síðastliðnum.   Guðni Rúnar mun hann aðstoða Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfara Völsungs en Húsvíkingar leika að nýju í annarri deildinni í sumar eftir að þeir unnu þriðju deildina í fyrra.   Guðni Rúnar þekkir til með Völsungi eftir að hafa leikið með liðinu í nokkur ár á sínum tíma en hann var síðast með liðinu árið 1998.

Stytta til minningar um Albert Guðmundsson afhjúpuð

13-02-2010
Í kvöld var afhjúpuð stytta til minningar um Albert Guðmundsson en styttan stendur fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ.  Það var Albert Guðmundsson, langafabarn Alberts, sem afhjúpaði styttuna.  Eins og öllum knattspyrnuþjálfurum er kunnugt var KÞÍ stofnað 13. nóvember 1970 fyrir tilstuðlan Alberts Guðmundssonar, sem þá var formaður KSÍ.  Við þetta tilefni flutti Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, stutta tölu og sagði meðal annars:

Samstarfsaðilar