Fréttir


Fyrsti súpufundur KSÍ fer fram í hádeginu fimmtudaginn 18. febrúar

12-02-2010
KSÍ hefur ákveðið að fara af stað með fræðslufundi í hádeginu einu sinni í mánuði.  Fræðslufundirnir verða í formi 30 mínútna fyrirlesturs um ólík efni hverju sinni og svo svör við spurningum.  KSÍ mun jafnframt bjóða gestum upp á súpu og brauð á þessum fyrirlestrum og því upplagt að skella sér í heimsókn til KSÍ, hlýða á áhugavert erindi og fá sér hádegismat í leiðinni.   

Þjálfarar til Hollands

02-02-2010

Í dag halda ellefu yngri flokka þjálfarar héðan til Hollands en þar munu þeir kynna sér barna- og unglingaþjálfun.  Ferðin er hluti af verkefni UEFA en ásamt þjálfurum frá Íslandi verða þjálfarar frá Austurríki og Svíþjóð með í ferðinni.

Stutt er síðan að álíka verkefni var haldið hér á landi á vegum UEFA en þá komu fulltrúar frá þremur þjóðum og kynntu sér uppbyggingu kvennaknattspyrnu hér á landi.

Fjórir íslenskir þjálfara á leið til Englands

01-02-2010
KÞÍ tókst að fá nokkur sæti í Þjálfaraferð Norska Þjálfarafélagsins þar sem heimsótt verða ensku úrvalsdeildarliðin Manchester United, Manchester City, Liverpool og Everton.  Farið verður helgina 18-21 febrúar næstkomandi. KÞÍ auglýsti eftir áhugasömum þjálfurum sem tilbúnir væru að fara í ferðina og sóttu nokkrir um.  Því miður komust ekki allir sem um sóttu en fjórir þjálfarar frá Íslandi fara á vegum norska knattspyrnuþjálfarafélagsins í ferðin og munu skila skýrslu sem birt verður hér fljótlega að ferð lokinni.  Þeir sem fara eru Gunnlaugur Kárason, Hannes Jón Jónsson, Vésteinn Gauti Hauksson og Þórarinn Einar Engilbertsson.

Íslensk kvennaknattspyrna kynnt á UEFA ráðstefnu

27-01-2010

Í gærkvöldi hófst hér á landi ráðstefna á vegum UEFA þar sem íslensk kvennaknattspyrna er kynnt fyrir hópum frá Austurríki, Færeyjum og Portúgal.  Ráðstefnan er hluti af verkefni UEFA þar sem kallast "UEFA Study Group Scheme" en þar miðla þjóðir innan UEFA reynslu sinni til annarra aðildarþjóða. 

Á ráðstefnunni eru ýmsir fyrirlestrar á dagskrá sem og að rástefnugestir heimsækja m.a. Breiðablik og Val og fylgjast með æfingum hjá kvennaliðum félaganna.  Ráðstefnunni lýkur svo á morgun.

Þjálfurum býðst að fylgjast með námskeiðum þjálfara Arsenal

21-01-2010
Eins og flestir vita þá verður Arsenal soccer school með námskeið hjá KA á Akureyri dagana 14. til 18. júní í sumar.  Alls munu sex þjálfarar koma frá skólanum.  Nú býðst þjálfurum á Íslandi gott tækifæri til þess að fylgjast með þessum þjáfurum við störf og læra af þeim.   Þetta er frábært tækifæri til þess að endurmennta sig og fá nýjar og ferskar hugmyndir.

Þeir sem áhuga hafa á að vera aðstoðarmenn þessara þjálfara á meðan á námskeiðinu stendur vinsamlegast hafið samband sem fyrst við Pétur í síma 861-2884 eða e-mail petur@port.is.

 

Guðbjartur tekur við kvennaliði ÍR

21-01-2010
Guðbjartur Halldór Ólafsson hefur verið ráðinn sem þjálfari hjá meistaraflokki kvenna ÍR í knattspyrnu og tók hann til starfa í byrjun janúar.  Guðbjartur kemur frá Höfn í Hornafirði og var leikmaður með Sindra, Aftureldingu og Njarðvík.  Guðbjartur er við nám í íþróttafræðum við Háskóla Íslands.

Guðbjartur tekur við starfinu af portúgölsku landsliðskonunni Liliana Martins sem spilaði einnig með liðinu á síðustu leiktíð en hefur gengið til liðs við FH.

 

Þrjú félög fengu grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA fyrir árið 2009

12-01-2010

Í dag voru afhent grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA og var athöfnin haldin í höfuðstöðvum KSÍ.  Þrjú félög fengu viðurkenningar að þessu sinni en veittar eru viðurkenningar í nokkrum grasrótarflokkum.  Breiðablik, Fjarðabyggð/Leiknir og KR fengu grasrótarviðurkenningar að þessu sinni.

KSÍ III þjálfaranámskeið um næstu helgi

12-01-2010
Helgina 15.-17. janúar heldur Knattspyrnusamband Íslands 3. stigs þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu. KSÍ hélt slíkt námskeið einnig um síðustu helgi þar sem Lars Lagerback, fyrrverandi A-landsliðsþjálfari Svíþjóðar, heimsótti landann og tók út námskeiðið en Lagerback er meðlimur í JIRA-starfshópnum sem er hópur á vegum UEFA og hefur yfirumsjón með þjálfarmenntun í Evrópu. Myndin hér að neðan var tekin að námskeiðinu loknu.

Grasrótardagur UEFA verður 19. maí

12-01-2010

Framkvæmdastjórn UEFA hefur ákveðið að sérstakur grasrótardagur UEFA verði haldinn þann 19. maí næstkomandi.  UEFA mun þá vekja athygli á grasrótarstarfi í aðildarlöndum sínum í samstarfi við aðildarþjóðirnar og nota til þess "Meistaradeildarvikuna" en leikið verður til úrslita í Meistardeild kvenna 20. maí og Meistaradeild karla 22. maí og fara báðir leikirnir fram í Madrid.

Þjálfaraferð til Englands

07-01-2010
KÞÍ hefur tekist að fá nokkur sæti í Þjálfaraferð Norska Þjálfarafélagsins þar sem heimsótt verða ensku úrvalsdeildarliðin Manchester United, Manchester City, Liverpool og Everton.  Farið verður helgina 18-21 febrúar næstkomandi. Ekki er komið endanlegt verð á ferðina en gera má ráð fyrir verði á bilinu 130 þúsund þar sem innifalið er hluti af flugi, 3stjörnu hótel, The Britannia, námskeiðsgögn og leiðbeinendur, norskir og enskir, miði á leik Everton - Manchester United.

KSÍ I þjálfaranámsskeið á Akureyri

06-01-2010
Helgina 15.-17. janúar mun Knattspyrnusamband Íslands halda KSÍ I þjálfaranámskeið á Akureyri. Kennarar á námskeiðinu eru Freyr Sverrisson og Jóhannes Valgeirsson. Drög að dagskrá námskeiðsins má sjá hér að neðan. Námskeiðið fer fram í félagsheimili Þórs en verklegi hluti námskeiðsins fer fram í Boganum.

Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari Kristianstad DFF heldur fyrirlestur 3. janúar í boði KÞÍ

29-12-2009
Sunnudaginn 3. janúar kl 16:00 verður Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari sænska efstudeildarliðsins Kristianstad DFF með opinn fyrirlestur um reynslu sína í Svíþjóð í fræðslusetri KSÍ í Laugardal.
 
En eins og flestir þekkja þá tók Elísabet við Kristianstad DFF á haustmánuðum 2008.  Elísabet hélt liðinu í efstu deild á sínu fyrsta tímabili.  Í kjölfarið bauð félagið henni tveggja ára framlengingu á samningi sínum sem hún samþykkti fyrr í mánuðinum.  Mun Elísabet deila reynslu sinni með íslenskum þjálfurum og öðrum áhugasömum.
                                        
 
 

Siðareglur KSÍ sem taka gildi 1. janúar næstkomandi

28-12-2009
Á stjórnarfundi KSÍ þann 18. desember síðastliðinn voru samþykktar siðareglur KSÍ og taka þær gildi þann 1. janúar næstkomandi.  Hér að neðan má sjá þessar siðareglur.
 

Gleðileg jól, gott og farsælt komandi knattspyrnu ár

24-12-2009
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands sendir öllum knattspyrnuþjálfurum og öðrum velgjörðarmönnum KÞÍ, sínar bestu óskir um gleðileg jól, með ósk um gott og farsælt komandi knattspyrnu ár.

Reglugerðarbreytingar samþykktar af stjórn KSÍ

22-12-2009

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 18. desember nokkrar breytingar á reglugerðum KSÍ.  Á meðal breytinga sem samþykktar voru er ný reglugerð um menntun knattspyrnuþjálfara og má sjá hana hér fyrir neðan.  

 

Reglugerð KSÍ um menntun þjálfara 

Stjórnin skiptir með sér verkum

22-12-2009
Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar KÞÍ skipti stjórnin með sér verkum fyrir næsta starfsár. Aðalstjórn mun verða eins skipuð og á síðasta starfsári, Sigurður Þórir Þorsteinsson er formaður, Kristján Guðmundsson varaformaður, Ómar Jóhannsson gjaldkeri, Úlfar Hinriksson ritari og Arnar Bill Gunnarsson spjaldskrárritari. Í varastjórn eru Þórir Bergsson og Theódór Sveinjónsson, sem kom nýr inn í stjórn KÞÍ á aðalfundinum í stað Jóhanns Gunnarssonar sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa.  KÞÍ þakkar Jóhanni fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar.

Þjálfaranámskeið KSÍ í janúar

21-12-2009

Knattspyrnusamband Íslands mun halda tvö KSÍ III þjálfaranámskeið í janúar. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 8.-10. janúar og hins vegar námskeið sem haldið verður helgina 15.-17. janúar.  Námskeiðin fara bæði fram á höfuðborgarsvæðinu.  Dagskrá fyrra námskeiðsins er hér að neðan en dagskrá síðara námskeiðsins er enn í vinnslu og verður auglýst síðar.

Eiður Smári og Þóra knattspyrnufólk ársins 2009

14-12-2009

Leikmannaval KSÍ hefur valið Eið Smára Guðjohnsen og Þóru B. Helgadóttur knattspyrnufólk ársins 2009.  Þetta er í sjötta skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ.  Það eru fjölmargir aðilar,  m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins.   

Umsóknir á UEFA Pro þjálfaranámskeið í Englandi

14-12-2009

Líkt og í fyrra býðst þjálfurum hér á landi að senda inn umsókn á UEFA Pro þjálfaranámskeið í Englandi. Pro þjálfaragráðan er viðurkennd í öllum löndum Evrópu, er æðsta stig þjálfaramenntunar sem UEFA samþykkir og veitir réttindi til að þjálfa öll lið í öllum deildum í Evrópu. KSÍ er heimilt að senda tvær umsóknir til Englands en Enska knattspyrnusambandið mun velja inn á námskeiðið um miðjan janúar.

Kristján og Þórir fóru á ráðstefnu norska knattspyrnuþjálfarafélagsins

03-12-2009
Kristján Guðmundsson varaformaður og Þórir Bergsson meðstjórnandi í stjórn KÞÍ fóru á árlega ráðstefnu norska knattspyrnuþjálfarafélagsins sem haldin var í Osló 6. - 8. nóvember s.l. í tengslum við úrslitaleikina í bikarkeppni kvenna og karla þar í landi.  Gögn frá ráðstefnunni má sjá hér neðar.
  
 
 

Samstarfsaðilar