Fréttir


Úlfar Hinriksson verður aðstoðarþjálfari hjá Breiðablik

26-04-2010
Úlfar Hinriksson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Breiðabliks og verður því Ólafi Kristjánssyni þjálfara liðsins innan handar í sumar.

Úlfar tekur við starfinu af Arnari Grétarssyni sem hætti sem aðstoðarþjálfari og leikmaður liðsins til að taka við starfi íþróttastjóra hjá AEK í Grikklandi.

Hvað þarf að vera í sjúkratöskunni

22-04-2010
Margir knattspyrnuþjálfarar kannast við að vera komnir inn á völl til að huga að slösuðum leikmanni og opna sjúkratöskuna og uppgötva þá sér til skelfingar að nánast ekkert er í sjúkratöskunni.   
 

Fyrirlestur um afreksþjálfum efnilegra leikmanna í Danmörku

21-04-2010
Knattspyrnuþjálfararfélag Íslands og Knattspyrnusamband Íslands halda fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 29. apríl kl. 17:00-18:30

Kynningarfundur um meistaranám í íþróttafræði

21-04-2010

Kynningarfundur um nýtt meistaranám  verður mánudaginn 26. apríl, kl. 16:00-17:00 í Háskólanum í Reykjavík  að  Menntavegi 1, Nauthólsvík, í stofu M 1.01 BELLATRIX (innst á ganginum til vinstri á fyrstu hæð).

Styrktarþjálfun unglinga

15-04-2010

Námskeiðinu sem vera átti laugardaginn 17. apríl hefur verið frestað til 24. apríl vegna erfiðleika í flugsamgöngum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. 

Tveimur félögum veitt viðvörun vegna aðstoðarþjálfara

14-04-2010

Á fundum leyfisráðs 16. og 23. mars voru teknar fyrir umsóknir félaga um þátttökuleyfi í Pepsi-deild karla og 1. deild karla.  Við leyfisveitingu samþykkti leyfisráðið að vísa fjórum málum til aga- og úrskurðarnefndar til afgreiðslu.  Nefndin hefur nú tekið málin fyrir og úrskurðað samkvæmt 8. grein leyfisreglugerðarinnar.

Reglur KSÍ um endurmenntun

14-04-2010

Knattspyrnuþjálfarar geta fengið allar upplýsingar um menntun sína og hvenær þjálfararéttindi renn út á heimasíðu KSÍ.

 

Annar súpufundur KSÍ - Rætt var um spilafíkn

09-04-2010

Annar súpufundur KSÍ fór fram í gær en þar mætti Ásgrímur Jörundsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá SÁÁ og hélt erindi um spilafíkn.  Ríflega 30 manns hlýddu á fróðlegan fyrirlestur Ásgríms og hér að neðan má sjá glærur frá fyrirlestrinum.

Glærur - Spilafíkn

Hér má sjá fyrirlesturinn á myndbandi

Tímabundin störf hjá KSÍ í boði

09-04-2010

Knattspyrnusamband Íslands auglýsir eftir tveimur starfsmönnum í tímabundin störf en um er að ræða átaksverkefni sem einungis er ætlað þeim sem eiga bótarétt. 

Kristinn Guðbrandsson ráðinn aðstoðarþjálfari Fylkis

31-03-2010

Kristinn Guðbrandsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks Fylkis í knattspyrnu næstu tvö tímabil, en hann var þjálfari hjá Víkingi Ólafsvík fyrri hluta síðasta tímabils.  Kristinn er knattspyrnuáhugamönnum að góðu kunnur en hann lék á árunum 1989-2001 með Keflavík og var aðstoðarþjálfari þar árin 2005-2007, ásamt því að hafa þjálfað 2. flokk félagsins um skeið.

Súpufundur KSÍ fer fram í hádeginu fimmtudaginn 8. apríl

30-03-2010

Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn fimmtudaginn 8. apríl. Óhætt er að segja að súpufundir KSÍ hafi farið vel af stað en yfir 90 manns mættu á fyrsta fundinn. Líkt og á fyrsta fundinum verður fyrirkomulagið 30 mínútna fyrirlestur og svör við spurningum. Jafnframt mun KSÍ bjóða gestum upp á súpu og brauð á þessum fyrirlestri og því upplagt að skella sér í heimsókn til KSÍ, hlýða á áhugavert erindi og fá sér hádegismat í leiðinni.

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 23. - 25. apríl

29-03-2010

Helgina 23.-25. apríl mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði í höfuðstöðvum KSÍ. Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 stig í KSÍ B prófinu (UEFA B prófinu). Námskeiðið er upphafið af KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráðu.

Grasrótarstarf KSÍ fær fjórðu stjörnuna

29-03-2010

Framkvæmdastjórn UEFA tilkynnti á dögunum að Grasrótarstarf KSÍ hefði fengið úthlutað fjörðu stjörnunni en stjarnan er gefin m.a. fyrir átaksverkefni í knattspyrnu fyrir fatlaða.  KSÍ var samþykkt inn í Grasrótarsáttmála UEFA árið 2008 og var þá 30. þjóðin til að ná inn í þann sáttmála.  Unnið er eftir stjörnukerfi og byrjar hver þjóð með eina stjörnu við inngöngu. 

Grasrótarstarf getur verið af margvíslegum toga og eru það aðildarfélög KSÍ sem bera þungann af þessu starfi með margvíslegum hætti í hreyfingunni

Gunnar Rafn í þjálfarateymi Selfoss

24-03-2010
Selfyssingar gengu á dögunum frá ráðningarsamning við Gunnar Rafn Borgþórsson sem þjálfara Selfossliðsins í knattspyrnu. 
Gunnar mun þjálfa liðið með Guðmundi Benediktssyni og þeim til aðstoðar verður áfram Ómar Valdimarsson.

Andrés Ellert ráðinn þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar

24-03-2010
Andrés Ellert Ólafsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar út þetta tímabil og hefur störf strax í þessari viku, en Þorkell Máni Pétursson hafði hætt með liðið í síðustu viku vegna anna á öðrum vettvangi.

 

Átta þátttökuleyfi veitt á fundi leyfisráðs

23-03-2010

Leyfisráð KSÍ tók í dag fyrir leyfisumsóknir 8 félaga, þriggja félaga úr 1. deild karla og fimm félaga úr Pepsi-deild karla.  Félögin átta fengu öll þátttökuleyfi og þar með hafa öll félögin 24 sem undirgangast kerfið samþykkt þátttökuleyfi í höndunum.  Þremur félögum er þó veitt þátttökuleyfi með ákveðnum fyrirvörum um mannvirkjamál og tvö félög verða beitt viðurlögum (dagsektir) vegna dráttar á skilum á fjárhagslegum gögnum.

273 félagsmenn hafa greitt félagsgjaldið

19-03-2010
Eins og sagt var frá á greiðsluseðlinum fyrir félagsgjaldi KÞÍ fyrir árið 2009 sem félagsmönnum KÞÍ barst í lok júlí á síðasta ári, þá munu þeir sem greiða félagsgjald KÞÍ fyrir árið 2009 fá eitt eintak af tímaritinu Success in Soccer og prjónahúfu með meki KÞÍ á.  Í lok september var sent á alla félagsmenn sem höfðu greitt félagsgjaldið þá og í dag var sent á alla félagsmenn sem greitt hafa eftir að síðast var sent út.  KÞÍ skorar á þá félagsmenn sína sem enn hafa ekki greitt félagsgjaldið að gera það hið fyrsta og styðja þannig við öflugt starf félagsins.

Þorkell Máni hættur með Stjörnuna - Þorlákur tekur tímabundið við

18-03-2010
Þorkell Máni Pétursson er hættur þjálfun kvennaliðs Stjörnunnar en þetta staðfesti Einar Páll Tamini formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá félaginu í gær. Hann sagði Þorkel Mána taka þessa ákvörðun til að einbeita sér að starfi sínu við tónlist.  Þorlákur Árnason yfirþjálfari yngri flokka hjá Stjörnunni mun annast þjálfun liðsins þar til nýr þjálfari hefur verið ráðinn.


 

Fylkir fær keppnisleyfi þrátt fyrir að menntun aðstoðarþjálfara meistaraflokks sé ekki uppfyllt

17-03-2010

Fyrsti fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2010 fór fram í s.l. þriðjudag, og voru teknar fyrir umsóknir 24 félaga um þátttökuleyfi - 12 i Pepsi-deild og 12 í 1. deild.  Gefin voru út þátttökuleyfi til handa 16 félögum.  Eins og fram kemur í frétt hér fyrir neðan sendi KÞÍ bréf til leyfisráðs KSÍ þar sem KÞÍ vildi vekja athygli leyfisráðs á því að nokkurrar óánægju gætir á meðal þjálfara í efstu deildum karla og hjá þjálfurum með tilskilin réttindi til þess að þjálfa í efstu deildum.  

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands sendi bréf til Leyfisráðs KSÍ

16-03-2010
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands sendi bréf til Leyfisráðs KSÍ þar sem KÞÍ vildi vekja athygli leyfisráðs á því að nokkurrar óánægju gætir á meðal þjálfara í efstu deildum karla og hjá þjálfurum með tilskilin réttindi til þess að þjálfa í efstu deildum.  
 
 
 

Samstarfsaðilar