Fréttir


Teiður Þórðarson - þjálfarinn sem aldrei hættir

15-03-2010
Teitur er Íslendingurinn og þjálfarinn sem hefur níu líf. Eftir mörg ár sem þjálfari í efstu deildum Noregs og Íslands , tók hann þeirri áskorun að flytja til BNA og taka við þjálfun NASL félagsins Vancouver Whitecaps FC fyrir brátt þremur árum síðan. Teiti líkar vel við knattspyrnuhefðina í Bandaríkjunum.  Viðtal við Teit er í nýjasta tölublaði norska knattspyrnuþjálfarafélagsins og birtist hér með góðfúslegu leyfi Teits og norska knattspyrnuþjálfarfélagsins í lauslegri þýðingu Guðbjarts Jónssonar.

Þorleifur tekur við Fjölni

14-03-2010
Fjölnir hefur tilkynnt að búið sé að ráða þjálfara sem mun sjá um kvennalið félagsins næsta sumar.  Það er Þorleifur Óskarsson sem tekur við liðinu en hann var síðast þjálfari hjá Þrótti er hann stýrði liðinu ásamt Kristrúnu Lilju Daðadóttur eiginkonu sinni. 

 

Brynjar og Mikael þjálfa ÍH saman

13-03-2010
Brynjar Þór Gestsson og Mikael Nikulásson munu þjálfa lið ÍH í sameiningu í annarri deild karla í sumar.  Mikael hefur stýrt ÍH undanfarin ár en hann hefur núna fengið Brynjar sér við hlið.  Brynjar hefur á ferli sínum þjálfað Álftanes, Huginn og ÍR en undanfarið hefur hann þjálfað háskólalið í Bandaríkjunum.
 

Árveknisátak gegn krabbameini: Mottu-mars

04-03-2010
KSÍ hvetur landsmenn alla til að taka þátt í árveknisátaki Krabbameinsfélagsins - "Karlmenn og krabbamein:  Mottu-mars".  Þátttakan er einföld, láttu þér vaxa yfirvaraskegg í mars.  Nokkrir leikmenn úr Pepsi-deild karla munu etja kappi við leikmenn úr öðrum hópíþróttum og taka þannig þátt í að vekja athygli á verkefninu. 

Ólafur Ingi Stígsson aðstoðar Óla Þórðar hjá Fylki

26-02-2010

Ólafur Ingi Stígsson fyrrverandi leikmaður Fylkis hefur orðið við beiðni Meistarflokksráðs Fylkis um að aðstoða Ólaf Þórðarson tímabundið við þjálfun meistarflokks félagsins, eða þar til gengið verður formlega frá ráðningu aðstoðarþjálfara. 

Ólafur þekkir vel til liðsins en hann var valinn besti leikmaður liðsins á síðasta tímabili.  Hann er einnig leikjahæsti leikmaður Fylkis í efstu deild.

KSÍ B próf fer fram 6. mars

19-02-2010

Laugardaginn 6. mars stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).  Prófað er úr öllu námsefni KSÍ I, II, III og IV og úr nýjustu útgáfu af knattspyrnulögunum. Engin hjálpargögn eru leyfð í prófinu. Ef þjálfurum sem hyggjast taka prófið vantar einhver gögn, vinsamlegast hafið samband við undirritaðan.

Frábær mæting á fyrsta súpufund KSÍ

18-02-2010
Frábær mæting var á fyrsta súpufund KSÍ sem haldinn var í hádeginu í dag í höfuðstöðvum KSÍ.  Á þessum fyrsta fundi kynnti Guðjón Örn Helgason meistaraprófsritgerð sína sem fjallar um hollustu og tryggð knattspyrnumanna gagnvart félagi sínu.  Um 90 manns mættu og hlýddu á erindi Guðjóns.

Guðni Rúnar Helgason ráðinn aðstoðarþjálfari hjá Völsungi

14-02-2010
Guðni Rúnar hefur undanfarið tvö ár leikið með Stjörnunni en hann neyddist til að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla í desember síðastliðnum.   Guðni Rúnar mun hann aðstoða Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfara Völsungs en Húsvíkingar leika að nýju í annarri deildinni í sumar eftir að þeir unnu þriðju deildina í fyrra.   Guðni Rúnar þekkir til með Völsungi eftir að hafa leikið með liðinu í nokkur ár á sínum tíma en hann var síðast með liðinu árið 1998.

Stytta til minningar um Albert Guðmundsson afhjúpuð

13-02-2010
Í kvöld var afhjúpuð stytta til minningar um Albert Guðmundsson en styttan stendur fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ.  Það var Albert Guðmundsson, langafabarn Alberts, sem afhjúpaði styttuna.  Eins og öllum knattspyrnuþjálfurum er kunnugt var KÞÍ stofnað 13. nóvember 1970 fyrir tilstuðlan Alberts Guðmundssonar, sem þá var formaður KSÍ.  Við þetta tilefni flutti Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, stutta tölu og sagði meðal annars:

Fyrsti súpufundur KSÍ fer fram í hádeginu fimmtudaginn 18. febrúar

12-02-2010
KSÍ hefur ákveðið að fara af stað með fræðslufundi í hádeginu einu sinni í mánuði.  Fræðslufundirnir verða í formi 30 mínútna fyrirlesturs um ólík efni hverju sinni og svo svör við spurningum.  KSÍ mun jafnframt bjóða gestum upp á súpu og brauð á þessum fyrirlestrum og því upplagt að skella sér í heimsókn til KSÍ, hlýða á áhugavert erindi og fá sér hádegismat í leiðinni.   

Þjálfarar til Hollands

02-02-2010

Í dag halda ellefu yngri flokka þjálfarar héðan til Hollands en þar munu þeir kynna sér barna- og unglingaþjálfun.  Ferðin er hluti af verkefni UEFA en ásamt þjálfurum frá Íslandi verða þjálfarar frá Austurríki og Svíþjóð með í ferðinni.

Stutt er síðan að álíka verkefni var haldið hér á landi á vegum UEFA en þá komu fulltrúar frá þremur þjóðum og kynntu sér uppbyggingu kvennaknattspyrnu hér á landi.

Fjórir íslenskir þjálfara á leið til Englands

01-02-2010
KÞÍ tókst að fá nokkur sæti í Þjálfaraferð Norska Þjálfarafélagsins þar sem heimsótt verða ensku úrvalsdeildarliðin Manchester United, Manchester City, Liverpool og Everton.  Farið verður helgina 18-21 febrúar næstkomandi. KÞÍ auglýsti eftir áhugasömum þjálfurum sem tilbúnir væru að fara í ferðina og sóttu nokkrir um.  Því miður komust ekki allir sem um sóttu en fjórir þjálfarar frá Íslandi fara á vegum norska knattspyrnuþjálfarafélagsins í ferðin og munu skila skýrslu sem birt verður hér fljótlega að ferð lokinni.  Þeir sem fara eru Gunnlaugur Kárason, Hannes Jón Jónsson, Vésteinn Gauti Hauksson og Þórarinn Einar Engilbertsson.

Íslensk kvennaknattspyrna kynnt á UEFA ráðstefnu

27-01-2010

Í gærkvöldi hófst hér á landi ráðstefna á vegum UEFA þar sem íslensk kvennaknattspyrna er kynnt fyrir hópum frá Austurríki, Færeyjum og Portúgal.  Ráðstefnan er hluti af verkefni UEFA þar sem kallast "UEFA Study Group Scheme" en þar miðla þjóðir innan UEFA reynslu sinni til annarra aðildarþjóða. 

Á ráðstefnunni eru ýmsir fyrirlestrar á dagskrá sem og að rástefnugestir heimsækja m.a. Breiðablik og Val og fylgjast með æfingum hjá kvennaliðum félaganna.  Ráðstefnunni lýkur svo á morgun.

Þjálfurum býðst að fylgjast með námskeiðum þjálfara Arsenal

21-01-2010
Eins og flestir vita þá verður Arsenal soccer school með námskeið hjá KA á Akureyri dagana 14. til 18. júní í sumar.  Alls munu sex þjálfarar koma frá skólanum.  Nú býðst þjálfurum á Íslandi gott tækifæri til þess að fylgjast með þessum þjáfurum við störf og læra af þeim.   Þetta er frábært tækifæri til þess að endurmennta sig og fá nýjar og ferskar hugmyndir.

Þeir sem áhuga hafa á að vera aðstoðarmenn þessara þjálfara á meðan á námskeiðinu stendur vinsamlegast hafið samband sem fyrst við Pétur í síma 861-2884 eða e-mail petur@port.is.

 

Guðbjartur tekur við kvennaliði ÍR

21-01-2010
Guðbjartur Halldór Ólafsson hefur verið ráðinn sem þjálfari hjá meistaraflokki kvenna ÍR í knattspyrnu og tók hann til starfa í byrjun janúar.  Guðbjartur kemur frá Höfn í Hornafirði og var leikmaður með Sindra, Aftureldingu og Njarðvík.  Guðbjartur er við nám í íþróttafræðum við Háskóla Íslands.

Guðbjartur tekur við starfinu af portúgölsku landsliðskonunni Liliana Martins sem spilaði einnig með liðinu á síðustu leiktíð en hefur gengið til liðs við FH.

 

Þrjú félög fengu grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA fyrir árið 2009

12-01-2010

Í dag voru afhent grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA og var athöfnin haldin í höfuðstöðvum KSÍ.  Þrjú félög fengu viðurkenningar að þessu sinni en veittar eru viðurkenningar í nokkrum grasrótarflokkum.  Breiðablik, Fjarðabyggð/Leiknir og KR fengu grasrótarviðurkenningar að þessu sinni.

KSÍ III þjálfaranámskeið um næstu helgi

12-01-2010
Helgina 15.-17. janúar heldur Knattspyrnusamband Íslands 3. stigs þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu. KSÍ hélt slíkt námskeið einnig um síðustu helgi þar sem Lars Lagerback, fyrrverandi A-landsliðsþjálfari Svíþjóðar, heimsótti landann og tók út námskeiðið en Lagerback er meðlimur í JIRA-starfshópnum sem er hópur á vegum UEFA og hefur yfirumsjón með þjálfarmenntun í Evrópu. Myndin hér að neðan var tekin að námskeiðinu loknu.

Grasrótardagur UEFA verður 19. maí

12-01-2010

Framkvæmdastjórn UEFA hefur ákveðið að sérstakur grasrótardagur UEFA verði haldinn þann 19. maí næstkomandi.  UEFA mun þá vekja athygli á grasrótarstarfi í aðildarlöndum sínum í samstarfi við aðildarþjóðirnar og nota til þess "Meistaradeildarvikuna" en leikið verður til úrslita í Meistardeild kvenna 20. maí og Meistaradeild karla 22. maí og fara báðir leikirnir fram í Madrid.

Þjálfaraferð til Englands

07-01-2010
KÞÍ hefur tekist að fá nokkur sæti í Þjálfaraferð Norska Þjálfarafélagsins þar sem heimsótt verða ensku úrvalsdeildarliðin Manchester United, Manchester City, Liverpool og Everton.  Farið verður helgina 18-21 febrúar næstkomandi. Ekki er komið endanlegt verð á ferðina en gera má ráð fyrir verði á bilinu 130 þúsund þar sem innifalið er hluti af flugi, 3stjörnu hótel, The Britannia, námskeiðsgögn og leiðbeinendur, norskir og enskir, miði á leik Everton - Manchester United.

KSÍ I þjálfaranámsskeið á Akureyri

06-01-2010
Helgina 15.-17. janúar mun Knattspyrnusamband Íslands halda KSÍ I þjálfaranámskeið á Akureyri. Kennarar á námskeiðinu eru Freyr Sverrisson og Jóhannes Valgeirsson. Drög að dagskrá námskeiðsins má sjá hér að neðan. Námskeiðið fer fram í félagsheimili Þórs en verklegi hluti námskeiðsins fer fram í Boganum.

Samstarfsaðilar