Fréttir


Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari Kristianstad DFF heldur fyrirlestur 3. janúar í boði KÞÍ

29-12-2009
Sunnudaginn 3. janúar kl 16:00 verður Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari sænska efstudeildarliðsins Kristianstad DFF með opinn fyrirlestur um reynslu sína í Svíþjóð í fræðslusetri KSÍ í Laugardal.
 
En eins og flestir þekkja þá tók Elísabet við Kristianstad DFF á haustmánuðum 2008.  Elísabet hélt liðinu í efstu deild á sínu fyrsta tímabili.  Í kjölfarið bauð félagið henni tveggja ára framlengingu á samningi sínum sem hún samþykkti fyrr í mánuðinum.  Mun Elísabet deila reynslu sinni með íslenskum þjálfurum og öðrum áhugasömum.
                                        
 
 

Siðareglur KSÍ sem taka gildi 1. janúar næstkomandi

28-12-2009
Á stjórnarfundi KSÍ þann 18. desember síðastliðinn voru samþykktar siðareglur KSÍ og taka þær gildi þann 1. janúar næstkomandi.  Hér að neðan má sjá þessar siðareglur.
 

Gleðileg jól, gott og farsælt komandi knattspyrnu ár

24-12-2009
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands sendir öllum knattspyrnuþjálfurum og öðrum velgjörðarmönnum KÞÍ, sínar bestu óskir um gleðileg jól, með ósk um gott og farsælt komandi knattspyrnu ár.

Reglugerðarbreytingar samþykktar af stjórn KSÍ

22-12-2009

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 18. desember nokkrar breytingar á reglugerðum KSÍ.  Á meðal breytinga sem samþykktar voru er ný reglugerð um menntun knattspyrnuþjálfara og má sjá hana hér fyrir neðan.  

 

Reglugerð KSÍ um menntun þjálfara 

Stjórnin skiptir með sér verkum

22-12-2009
Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar KÞÍ skipti stjórnin með sér verkum fyrir næsta starfsár. Aðalstjórn mun verða eins skipuð og á síðasta starfsári, Sigurður Þórir Þorsteinsson er formaður, Kristján Guðmundsson varaformaður, Ómar Jóhannsson gjaldkeri, Úlfar Hinriksson ritari og Arnar Bill Gunnarsson spjaldskrárritari. Í varastjórn eru Þórir Bergsson og Theódór Sveinjónsson, sem kom nýr inn í stjórn KÞÍ á aðalfundinum í stað Jóhanns Gunnarssonar sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa.  KÞÍ þakkar Jóhanni fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar.

Þjálfaranámskeið KSÍ í janúar

21-12-2009

Knattspyrnusamband Íslands mun halda tvö KSÍ III þjálfaranámskeið í janúar. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 8.-10. janúar og hins vegar námskeið sem haldið verður helgina 15.-17. janúar.  Námskeiðin fara bæði fram á höfuðborgarsvæðinu.  Dagskrá fyrra námskeiðsins er hér að neðan en dagskrá síðara námskeiðsins er enn í vinnslu og verður auglýst síðar.

Eiður Smári og Þóra knattspyrnufólk ársins 2009

14-12-2009

Leikmannaval KSÍ hefur valið Eið Smára Guðjohnsen og Þóru B. Helgadóttur knattspyrnufólk ársins 2009.  Þetta er í sjötta skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ.  Það eru fjölmargir aðilar,  m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins.   

Umsóknir á UEFA Pro þjálfaranámskeið í Englandi

14-12-2009

Líkt og í fyrra býðst þjálfurum hér á landi að senda inn umsókn á UEFA Pro þjálfaranámskeið í Englandi. Pro þjálfaragráðan er viðurkennd í öllum löndum Evrópu, er æðsta stig þjálfaramenntunar sem UEFA samþykkir og veitir réttindi til að þjálfa öll lið í öllum deildum í Evrópu. KSÍ er heimilt að senda tvær umsóknir til Englands en Enska knattspyrnusambandið mun velja inn á námskeiðið um miðjan janúar.

Kristján og Þórir fóru á ráðstefnu norska knattspyrnuþjálfarafélagsins

03-12-2009
Kristján Guðmundsson varaformaður og Þórir Bergsson meðstjórnandi í stjórn KÞÍ fóru á árlega ráðstefnu norska knattspyrnuþjálfarafélagsins sem haldin var í Osló 6. - 8. nóvember s.l. í tengslum við úrslitaleikina í bikarkeppni kvenna og karla þar í landi.  Gögn frá ráðstefnunni má sjá hér neðar.
  
 
 

Hallur Ásgeirsson ráðinn þjálfari hjá Þrótti Vogum

01-12-2009
Hallur Kristján Ásgeirsson hefur verið ráðinn spilandi þjálfari 3. deildar liðs Þróttar Vogum og skrifaði undir eins árs samning við félagið í Vogunum í gærkvöldi.  Hallur, sem er 31 árs gamall, hefur spilað undanfarin ár með ÍH. Óhætt er að segja að Hallur hafi komið víða við en félagaskipti hans í Þrótt verða 25.félagaskipti hans á ferlinum.

Vilt þú fara á UEFA Pro námskeið?

25-11-2009
Líkt og í fyrra býðst þjálfurum hér á landi að senda inn umsókn á UEFA Pro þjálfaranámskeið í Englandi. Pro þjálfaragráðan er viðurkennd í öllum löndum Evrópu, er æðsta stig þjálfaramenntunar sem UEFA samþykkir og veitir réttindi til að þjálfa öll lið í öllum deildum í Evrópu. KSÍ er heimilt að senda tvær umsóknir til Englands en enska knattspyrnusambandið mun velja inn á námskeiðið um miðjan janúar.

Kristján þjálfar HB í Færeyjum

23-11-2009
Knattspyrnuþjálfarinn Kristján Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari færeyska meistaraliðsins HB. Tilkynnt var um ráðningu Kristjáns á fréttamannafundi hjá HB nú í morgun.

Heimir og Freyr þjálfarar ársins í efstu deildum karla og kvenna

21-11-2009
 
Á aðalfundi Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands útnefndi félagið þjálfara ársins á efstu deildum karla og kvenna. Heimir Guðjónsson þjálfari Íslandsmeistara FH var útnefndur þjálfari ársins í efstu deild karla fyrir árið 2009 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslandsmeistara Vals voru útnefndir þjálfari ársins í efstu deild kvenna fyrir árið 2009. 

Samþykkt að hækka félagsgjaldið

21-11-2009
Á aðalfundinum lagði stjórn KÞÍ til að árgjald félagsins yrði hækkað í þrjú þúsund og fimm hundruð krónur og var það samþykkt.  Eins og áður er stefnt er að því að hafa eitthvað innifalið í árgjaldinu, en hvað það verður kemur í ljós næsta sumar. Félagsmenn hafa lýst yfir mikilli ánægju með gjafirnar sem fylgt hafa félagsgjaldinu undanfarin ár og stefnir stjórn KÞÍ á að hafa sama hátt á áfram.

Skoðunarmenn reikninga endurkjörnir

21-11-2009
Þeir Halldór Örn Þorsteinsson og Birkir Sveinsson sem verið hafa skoðunarmenn reikninga KÞÍ mörg undanfarin ár voru endurkjörnir sem skoðunarmenn reikninga KÞÍ fyrir næsta starfsár.

Viðurkenning fyrir vel unnin störf í þjálfun yngri flokka

21-11-2009
 
Magnea Helga Magnúsdóttir, Ólafur Jósefsson, Pétur Ólafsson og Þorsteinn Hreiðar Halldórsson hlutu viðurkenningu fyrir vel unnin störf við þjálfun yngri flokka á aðalfundi KÞÍ. Öll hafa þau lagt mikinn metnað í þjálfunina og verið knattspyrnuþjálfurum til sóma við störf sín.
 

Fundargerð aðalfundar KÞÍ

21-11-2009
Sigurður Þórir býður fundarmenn velkomna og stingur upp á Bjarna Jóhannssyni sem fundarstjóra og Arnari Bill Gunnarssyni sem fundarritara. Samþykkt með dynjandi lófaklappi.

Skýrsla stjórnar Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ) starfsárið 2008 – 2009

21-11-2009
Á síðasta aðalfundi sem haldinn var 27. nóvember 2008 í fræðslusetri KSÍ var kosin stjórn sem skipti með sér verkum á fyrsta stjórnarfundinum á starfsárinu. Sigurður Þórir Þorsteinsson formaður, Kristján Guðmundsson varaformaður, Úlfar Hinriksson ritari, Ómar Jóhannsson gjaldkeri og Arnar Bill Gunnarsson spjaldskrárritari. Í varastjórn voru kosnir Þórir Bergsson og Jóhann Gunnarsson.

Fámennur aðalfundur

21-11-2009
Aðalfundur KÞÍ var haldinn 20. nóvember s.l. í Fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli. Fundurinn var fámennur en umræður talsverðar, en um tuttugu félagsmenn KÞÍ mættu á fundinn.  Að venjulegum aðalfundar störfum var boðið upp á léttar veitingar.

Guðrún Jóna tekur við KR

19-11-2009
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir verður aðalþjálfari meistaraflokks kvenna. Hún hefur skrifað undir þriggja ára samning við KR.

Samstarfsaðilar