Fréttir


Þjálfari meistaraliðs bandarísku atvinnumannadeildar kvenna heldur fyrirlestur í Smáranum föstudaginn 6. nóvember

02-11-2009
Pauliina Miettinen er verðandi þjálfari Sky Blue frá New Jersey.  Hún mun stjórna opinni æfingu í Fífunni föstudaginn 6. nóvember klukkan 18.00-19.00. Strax í kjölfarið, eða kl. 19.15-20.30 heldur hún fyrirlestur um þjálfun í kvennaknattspyrnu í Smáranum.  Æfingin og fyrirlesturinn er öllum opin og ókeypis er fyrir félagsmenn KÞÍ en aðrir borga 500 krónur.

Kristján og Þórir fara á bikarráðstefnu norska knattspyrnuþjálfarafélagsins

01-11-2009
Kristján Guðmundsson varaformaður og Þórir Bergsson meðstjórnandi í stjórn KÞÍ fara á árlega ráðstefnu norska knattspyrnuþjálfarafélagsins sem haldin er í Osló 6. - 8. nóvember í tengslum við úrslitaleikina í bikarkeppni kvenna og karla þar í landi.  Þeir félagar munu skila skýrslu í lok ferðar sem birtast mun hér á heimasíðu KÞÍ.

Knattspyrnuskólar Gróttu, HK og Víkings fá gæðavottorð UEFA og KSÍ

30-10-2009

Síðastliðið vor ákvað útbreiðslunefnd KSÍ að bjóða knattspyrnuskólum félaga upp á úttekt á starfsemi skólanna en það er hluti af grasrótarsáttmála UEFA, sem Knattspyrnusamband Íslands er aðili af. Félög gátu sótt um slíka úttekt sem síðar var framkvæmd með heimsókn starfsmanna útbreiðslunefndar í knattspyrnuskólann. Í úttektinni var farið yfir aðstöðu og áhöld, öryggi barna, gæðastarf knattspyrnuskólans, menntun og fjölda starfsmanna og aðra þætti.

Steinar Ingimundarson þjálfar kvennalið Keflavíkur

29-10-2009
Keflavík hefur ráðið Steinar Ingimundarson sem nýjan þjálfara kvennaliðs félagsins en hann tekur við starfinu af Elvari Grétarssyni sem þjálfaði liðið síðasta árið.   Steinar gerði samning við Keflavík til eins árs. Skrifað var undir samninginn í K-húsinu í gærkvöldi.

Ráðstefna AEFCA í Minsk í Hvíta Rússlandi

29-10-2009
Sigurður Þórir Þorsteinsson formaður KÞÍ og Ómar Jóhannsson gjaldkeri KÞÍ fóru á árlega ráðstefnu Evrópska knattspyrnuþjálfarafélagsins ( AEFCA ) sem haldin var í Minsk í Hvíta Rússlandi 24. - 28. október. 

Jón Páll Pálmason tekur við Hetti

28-10-2009
Jón Páll Pálmason hefur verið ráðinn þjálfari 2. deildar liðs Hattar á Egilsstöðum og skrifaði undir samning við félagið í dag.  Jón Páll samdi við Hött til eins árs.  Jón Páll sem er 27 ára gamall hefur þjálfað alla yngri flokka FH undanfarin ár en hann hóf þjálfaraferil sinn haustið 2003.

Fræðst um knattspyrnu kvenna í Englandi

22-10-2009

Á dögunum fór 11 manna hópur frá Íslandi til Englands í þeim tilgangi að að kynna sér knattspyrnu kvenna þar í landi.  Þessi ferð er hluti af stóru fræðsluverkefni UEFA sem KSÍ er aðili að og snýst um að knattspyrnusamböndin geti fræðst um starfsemi og uppbyggingu knattpyrnunnar hjá hvoru öðru.

Adólf Ingvi þjálfar Árborg áfram

22-10-2009
Adólf Ingvi Bragason mun áfram þjálfa 3. deildarlið Knattspyrnufélags Árborgar og skrifaði hann undir samning þess efnis á Selfossi í gærkvöldi.

KSÍ IV þjálfaranámskeið 6.-8. nóvember

21-10-2009

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið helgina 6.-8. nóvember. Dagskrá námskeiðsins er í vinnslu og verður birt síðar.  Bóklegi hluti námskeiðsins fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og verklegi þátturinn í Kórnum í Kópavogi.

Ásmundur áfram með Gróttu

20-10-2009

Knattspyrnudeild Gróttu hefur samið við Ásmund Haraldsson um áframhaldandi þjálfun á meistaraflokki Gróttu í karlaflokki. Undir stjórn Ásmundar vann Grótta 2. deild karla í sumar og leikur lið félagsins í fyrsta sinn í næst efstu deild á næsta keppnistímabili.

KSÍ II þjálfaranámskeið á næstu vikum - Hefst næstu helgi

19-10-2009

Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu vikum halda tvö KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 23.-25. október og hins vegar 30. október-1. nóvember. Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa KSÍ I þjálfararéttindi.

Sigurður Halldórsson þjálfar Tindastól

17-10-2009
Sigurður Halldórsson hefur verið ráðinn þjálfari m.fl. og 2.fl. karla hjá Tindastóli.  Sigurður eða Siggi Donna eins og hann er kallaður er í hópi reynslumestu þjálfara landsins er ferill hans með m.fl. og 2. fl. nær yfir 22 ár.

Afturelding

Izudin Daði Dervic tekur við Aftureldingu

Þjálfaði síðast Hauka sumarið 2005

16-10-2009
Izudin Daði Dervic hefur verið ráðinn þjálfari Aftureldingar en skrifað var undir samning þess efnis nú síðdegis.  Dervic er að snúa aftur í fótboltann en hann þjálfaði Hauka síðast sumarið 2005 er liðið endaði í þriðja neðsta sæti 1. deildar.

Jakob Már Jónharðsson ráðinn þjálfari hjá Víði Garði

16-10-2009
Jakob Már Jónharðsson verður næsti þjálfari Víðis frá Garði en þetta staðfesti hann við Fótbolta.net í dag.  Jakob hefur undanfarið tvö ár þjálfað Þrótt Vogum en hann er hættur þar og mun fljótlega skrifa undir samning hjá 2.deildarliði Víðis.

Alfreð Elías Jóhannsson tekur við BÍ/Bolungarvík

16-10-2009
Alfreð Elías Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá BÍ/Bolungarvík en skrifað var undir þriggja ára samning þess efnis í hádeginu.  Alfreð, sem er 33 ára, mun einnig spila með BÍ/Bolungarvík en hann tekur við liðinu af Dragan Kazic.

Stjórnarmenn KÞÍ heimsóttu þátttakendur á KSÍ 1

16-10-2009
Arnar Bill Gunnarsson spjaldskrárritari KÞÍ og Þórir Bergsson meðstjórnandi KÞÍ  heimsóttu þátttakendur á KSI 1 námskeiði í fræðslusetri KSÍ í dag.  Þeir félagar kynntu KÞÍ fyrir þátttakendum á námskeiðinu og tilkynntu þeim að stjórn KÞÍ hefði ákveðið fyrir stuttu að gera þau að félagsmönnum KÞÍ  með því að félagsgjaldið þeirra væri frítt fyrsta árið. 

Gunnar áfram hjá GRV

15-10-2009
Gunnar Magnús Jónsson þjálfar áfram kvennalið GRV næstu tvö árin en skrifað var undir samning í Grindavík í gærkvöldi. Gunnar Magnús hefur stýrt GRV undanfarin tvö ár með góðum árangri. Hann kom liðinu upp í úrvalsdeild í fyrra og undir hans stjórn varð GRV í 7. sæti  Pepsi-deildarinnar í sumar. 

Helgi Bogason heldur áfram sem þjálfari Njarðvíkur

15-10-2009
Helgi Bogason skrifaði í gærkvöldi undir nýjan samning við Njarðvik og því mun hann halda áfram að stýra liðinu á næstu leiktíð.  Helgi tók við Njarðvík í lok júlí síðastliðnum og hjálpaði liðinu að komast upp í fyrstu deild eftir harða samkeppni við Reyni Sandgerði.

Stjórnarmenn KÞÍ heimsóttu þátttakendur á KSÍ 1

09-10-2009
Ómar Jóhannsson gjaldkeri KÞÍ og Þórir Bergsson meðstjórnandi KÞÍ  heimsóttu þátttakendur á KSI 1 námskeiði í fræðslusetri KSÍ í dag.  Þeir félagar kynntu KÞÍ fyrir þátttakendum á námskeiðinu og tilkynntu þeim að stjórn KÞÍ hefði ákveðið fyrir stuttu að gera þau að félagsmönnum KÞÍ  með því að félagsgjaldið þeirra væri frítt fyrsta árið. 

Helena tekur við Selfossi

09-10-2009

Helena Ólafsdóttir var í dag ráðinn þjálfari Selfoss sem leikur í 1. deild kvenna og samdi hún við félagið til næstu tveggja ára.  Helena þjálfaði síðast lið KR en hún hætti hjá félaginu síðastliðið haust og hefur ekki komið að þjálfun síðan.


Samstarfsaðilar