Fréttir


Sigurður Þórir og Ómar fara til Minsk á ráðstefnu AEFCA

08-10-2009
Sigurður Þórir Þorsteinsson og Ómar Jóhannsson gjaldkeri KÞÍ fara á árlega ráðstefnu Evrópska knattspyrnuþjálfarafélagsins ( AEFCA ) sem haldin verður í Minsk í Hvíta Rúsllandi 24. - 28. október.

Andri framlengdi við Hauka til tveggja ára

08-10-2009

Andri Marteinsson þjálfari Hauka skrifaði nú í hádeginu undir nýjan tveggja ára samning við Hafnarfjarðarliðið. Andri hefur verið við stjórnvölinn hjá Haukum undanfarin ár en hann tók við liðinu þegar það var í 2. deild og í síðasta mánuði tryggðu Haukar sér sæti í efstu deild í annað sinn í sögu félagsins.

Jóhannes Karl tekur við Breiðabliki

07-10-2009

Jóhannes Karl Sigursteinsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í knattspyrnu. Jóhannes Karl hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins síðustu tvö ár. Hann tekur við af Gary Wake sem sagði starfi sínu lausu um helgina þegar keppnistímabilinu lauk.

Ný þjálffræðibók í knattspyrnu

07-10-2009

Loksins er komin til landsins vönduð þjálffræðibók í knattspyrnu á íslensku. Höfundur bókarinnar er Dr. Jens Bangsbo og fjallar hún um loftháða og loftfirrta þjálfun í knattspyrnu. Dr. Jens Bangsbo hefur m.a. starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Juventus og verið í þjálfarateymi danska landsliðsins.

Tvö KSÍ II þjálfaranámskeið í október

06-10-2009

Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu vikum halda tvö KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 23. - 25. október og hins vegar 30. október - 1. nóvember. Þátttökurétt hafa allir þeir sem hafa KSÍ I þjálfararéttindi.

Freyr besti þjálfarinn

05-10-2009
Í kvöld fór fram samkoma knattspyrnumanna við hátíðlega athöfn í Háskólabíói.  Freyr Alexandersson þjálfari Vals var valinn besti þjálfarinn í Pepsideild kvenna en undir hans stjórn fagnaði Valur Íslands - og bikarmeistaratitlinum.

Bjarni þjálfari ársins

05-10-2009
Í kvöld fór fram samkoma knattspyrnumanna við hátíðlega athöfn í Háskólabíói.  Veittar voru viðurkenningar fyrir knattspyrnuárið 2009.  Bjarni Jóhannsson þjálfari nýliða Stjörnunnar var valinn þjálfari ársins í Pepsideild karla.  

Luka Kostic samdi við Grindavík til tveggja ára

05-10-2009
 

Luka Kostic þjálfar Grindavík næstu tvö árin en skrifað var undir samning skömmu fyrir lokahóf knattspyrnudeildar félagsins á laugardagskvöldið.  Luka Kostic tók við Grindavíkurliðinu eftir þrjár umferðir í sumar þegar liðið lá á botninum án stiga. Grindavík tókst að halda sæti sínu í deildinni og varð í 9. sæti.

Gary Wake hættur sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks

05-10-2009

Kvennalið Breiðabliks þarf nú að leita að nýjum þjálfara fyrir næsta sumar eftir að Gary Wake tilkynnti sjórn félagsins að hann væri að flytja erlendis og gæti því ekki stýrt liðinu áfram.

Vel heppnaðar ráðstefnur í tengslum við úrlitaleikina í VISA bikarnum

04-10-2009
KÞÍ í samvinnu við KSÍ stóðu fyrir ráðstefnum í tengslum við úrslitaleikina í VISA bikarkeppnum karla og kvenna.  Fjöldi knattspyrnuþjálfara mætti á ráðstefnurnar sem þóttu takast mjög vel.

Leifur með nýjan samning við Víking

02-10-2009

Leifur Sigfinnur Garðarsson þjálfari 1. deildarliðs Víkings í knattspyrnu verður áfram við stjórnvölinn hjá liðinu og hefur hann skrifað undir nýjan samning sem gildir út tímabilið 2011.  Leifur tók við þjálfun Víkingsliðsins fyrir tímabilið og undir hans stjórn hafnaði liðið í 9. sæti. Í fréttatilkynningu frá Víkingi segir;

Ólafur Jóhannesson ráðinn til ársloka 2011

30-09-2009

Knattspyrnusamband Íslands framlengdi í dag samning við Ólaf Jóhannesson sem landsliðsþjálfara A landsliðs karla og gildir samningurinn til ársloka 2011.  Nýr samningur þess efnis var undirritaður í dag í höfuðstöðvum KSÍ.

Guðmundur Benediktsson tekinn við Selfyssingum

30-09-2009
Guðmundur Benediktsson hefur verið ráðinn þjálfari Selfyssinga en þetta kom fram á fréttamannafundi í félagsheimilinu Tíbrá nú rétt í þessu. Guðmundur skrifaði undir tveggja ára samning við Selfyssinga en hann mun einnig leika með liðinu.

Dagskrá bikarráðstefna á laugardag og sunnudag

29-09-2009

Um næstu helgi (3. og 4. október) standa Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands og Knattspyrnusamband Íslands sameiginlega að ráðstefnum í tengslum við bikarúrslitaleiki karla og kvenna. Fram og Breiðablik leika til úrslita í VISA-bikar karla laugardaginn 3. október kl. 14:00 og Valur og Breiðablik leika til úrslita í VISA-bikar kvenna sunnudaginn 4. október kl. 14:00.

Hlynur Eiríksson áfram með Magna á Grenivík

29-09-2009
Hlynur Svan Eiríksson. þjálfari Magna á Grenivík mun halda áfram með félagið, en þetta varð ljóst í morgun.  Hlynur, sem stýrði Magna í sumar í 2. deildinni tók við félaginu síðasta vetur eftir að hafa þjálfað 2. flokkinn hjá Þór á Akureyri.

Tómas Ingi ráðinn þjálfari HK

29-09-2009

Tómas Ingi Tómasson var í dag ráðinn þjálfari 1. deildarliðs HK í knattspyrnu en hann tekur við af Rúnari Pál Sigmundssyni sem hætti störfum með liðið á dögunum.

Steinar Ingimundarson hættur hjá Víði Garði

29-09-2009
Steinar hefur stýrt Víði undanfarin þrjú ár og náð góðum árangri. Á fyrsta ári kom hann liðinu upp úr 3.deild og í fyrra munaði litlu að Víðismenn kæmust upp í 1.deild. Í ár endaði liðið síðan í níunda sætinu í 2.deildinni.
 

Willum tekur við Keflvík

28-09-2009

Willum Þór Þórsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Keflavíkur í knattspyrnu. Hann tekur við af Kristjáni Guðmundssyni. Samningur Willum við Keflavíkurliðið er til tveggja ára og verður formlega gengið frá honum á næstu dögum, að sögn Þorsteins Magnússonar, formanns Knattspyrnudeildar Keflavíkur.

Kristján ekki áfram með Keflavík

28-09-2009

Kristján Guðmundsson verður ekki áfram þjálfari knattspyrnuliðs Keflvíkinga eftir að hafa stýrt því undanfarin fimm ár. Þetta var niðurstaðan á stjórnarfundi knattspyrnudeildar Keflavíkur sem lauk fyrir stundu.

Bikarúrslitaráðstefnur KSÍ og KÞÍ 3. og 4. október

28-09-2009

Eins og undanfarin ár verða haldnar bikarúrslitaráðstefnur í tengslum við úrslitaleiki í VISA bikar karla og kvenna.  Úrslitaleikirnir fara fram sömu helgina að þessu sinni, laugardaginn 3. október leika Fram og Breiðablik hjá körlum en sunnudaginn 4. október mætast Valur og Breiðablik hjá konum.


Samstarfsaðilar