Fréttir


Success in Soccer og húfan brátt á leið til félagsmanna

24-09-2009
Eins og sagt var frá á greiðsluseðlinum fyrir félagsgjaldi KÞÍ fyrir árið 2009 sem félagsmönnum KÞÍ barst í lok júlí, þá munu þeir sem greiða félagsgjald KÞÍ fyrir árið 2009 fá eitt eintak af tímaritinu Success in Soccer og prjónahúfu með meki KÞÍ á. 

Samkoma knattspyrnumanna 2009

24-09-2009

Verðlaun og viðurkenningar fyrir keppnistímabilið 2009 verða afhentar á samkomu knattspyrnumanna sem haldin verður í Háskólabíói mánudaginn 5. október næstkomandi. 

Formleg dagskrá hefst kl. 18:00, en húsið opnar kl. 17:30 þar sem boðið verður upp á léttar veitingar en gert er ráð fyrir að dagskrá ljúki um kl. 20:30.  Veitt verða eftirfarandi verðlaun og viðurkenningar:

 

Kristófer áfram í brúnni

23-09-2009
Stjórn knattspyrndudeildar Reynis og  Kristófer Sigurgeirsson hafa komist að samkomulagi um áframhaldandi samstarf. Kristófer tók við sem spilandi þjálfari síðastliðin vetur eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari hjá Fjölni í 4. ár. Á hans fyrsta tímabili fór hann með Reyni alla leið í úrslitaleik gegn Njarðvík um sæti í 1. deild að ári.

Rúnar hættur hjá HK

22-09-2009

Rúnar Páll Sigmundsson er hættur þjálfun 1. deildarliðs HK þar sem hann mun ætla að flytja til Noregs.  Fram kemur á mbl.is í dag að þetta hafi verið tilkynnt leikmönnum nú í hádeginu.

Jens Elvar þjálfar Hvöt áfram á næsta tímabili

21-09-2009
Jens Elvar Sævarsson mun þjálfa Hvöt áfram á næsta tímabili en gengið var frá samningi þess efnis á lokahófi félagsins um helgina.  Jens Elvar lék með Hvöt hluta af sumars í fyrra og hann var síðan ráðinn þjálfari liðsins í janúar síðastliðnum.

Dragan Stojcanovic þjálfar Þór/KA áfram

21-09-2009
Þór greindi frá því á vefsíðu sinni í dag að félagið hafi komist að samkomulagi við Dragan Stojanovic þjálfara Þór/KA um að hann haldi áfram þjálfun liðsins næsta árið.   Lið Þór/KA hefur heldur betur blómstrað undir stjórn Dragans. Á síðasta tímabili náði lið Þór/KA góðum árangri er liðið hafnaði í 4. sæti. Þegar einn leikur er eftir af tímabilinu, hefur liðið þegar bætt árangur síðasta árs svo um munar.

Formsatriði að skrifa undir

19-09-2009
Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir aðeins formsatriði að ganga frá nýjum samningi sambandsins við Ólaf Jóhannesson, landsliðsþjálfara. Sjálfur hefur Ólafur mikinn hug á að halda áfram en undir hans stjórn varð liðið í neðsta sæti síns riðils í undankeppni HM 2010.

Fræðslukvöld ÍSÍ fimmtudaginn 24. september

18-09-2009

Fyrsta fræðslukvöld ÍSÍ í Reykjavík haustið 2009 verður haldið fimmtudaginn 24. september næstkomandi frá kl. 17.00-21.00.  Fræðslukvöldið er öllum opið og er jafnframt liður í 2. stigi þjálfaramenntunar ÍSÍ, almenns hluta. 

Salih Heimir Porca og Kjartan Einarsson áfram með Hauka

18-09-2009
Salih Heimir Porca verður áfram þjálfari kvennaliðs Hauka á næstu leiktíð en hann hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið.  Þá hefur Kjartan Einarsson aðstoðarmaður hans einnig skrifað undir tveggja ára samning við félagið en þetta var tilkynnt nú í kvöld.

Tvö KSÍ I þjálfaranámskeið verða haldin í október

16-09-2009

Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu vikum halda tvö 1. stigs þjálfaranámskeið. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 9.-11. október og hins vegar námskeið sem haldið verður helgina 16.-18. október.

Markmannsnámskeið Gunnleifs Gunnleifssonar

15-09-2009

Gunnleifur Gunnleifsson landsliðsmarkvörður stendur fyrir markmannsnámskeiði í knattspyrnuhúsinu Kórnum næstu vikurnar.  Farið verður yfir alla meginþætti markvörslu og þátttakendum skipt í tvennt - Eldri og yngri hóp.  Í eldri hópnum eru markmenn 13 ára og eldri, en í þeim yngri markmenn 8-12 ára. Óvæntir gestir og glaðningur.

Ólafur áfram með Blika

14-09-2009

Ólafur Kristjánsson mun halda áfram að þjálfa lið Breiðabliks í Pepsi-deild karla en hann gekk frá þriggja ára samningi við félagið í kvöld.  Undir hans stjórn hefur liðið náð góðum árangri í Pepsi-deild karla og er þar að auki komið í úrslit bikarkeppninnar í fyrsta sinn síðan 1971. Blikar eru með ungt lið og misstu marga af byrjunarliðsmönnum sínum frá því í fyrra.

Gunnlaugur klárar ekki tímabilið með Selfoss

14-09-2009

Knattspyrnudeild Selfoss og Gunnlaugur Jónsson hafa sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að Gunnlaugur mun ekki stýra liði Selfoss í lokaleik tímabilsins um næstu helgi. Greint var frá því á laugardaginn að Valur hefði ráðið Gunnlaug til að taka við þjálfun síns liðs. Selfoss lék á sama tíma við Hauka í næstsíðustu umferð 1. deildar karla og komu fréttirnar leikmönnum Selfyssinga í opna skjöldu.

Háttvísidagar FIFA 2009

04-09-2009

FIFA stendur nú fyrir sérstökum háttvísidögum í 13. sinn, en þeir voru fyrst haldnir árið 1997.  Að þessu sinni urðu dagarnir 5. til 9. september fyrir valinu, en á því tímabili eru einmitt tveir landsleikjadagar.  Háttvísidagarnir eru haldnir hátíðlegur á ýmsan hátt víðs vegar um heiminn, allt frá grasrótarknattspyrnu og til A-landsleikja.

KSÍ þjálfaranámskeið í haust 2009

19-08-2009

Núna stendur yfir undirbúningur hjá fræðsludeild KSÍ fyrir þjálfaranámskeiðin sem fyrirhuguð eru nú á haustmánuðum.

Skráning opnar þremur vikum fyrir námskeiðin. Þeir sem vilja fá tölvupóst þegar opnað verður fyrir skráningu er bent á að skrá sig á póstlista KSÍ hér: http://www.ksi.is/fraedsla/postlisti/

Vel heppnuð ferð til Ukraínu

10-08-2009
Hluti stjórnar og landshlutatengiliða KÞÍ hélt til Kiev í Úkraínu mánudaginn 5. ágúst s.l. og dvaldi til föstudagsins 8. ágúst og tók þátt í verkefni á vegum UEFA sem kallast "UEFA study scheme" og snýst um að hjálpa aðildarþjóðum UEFA að læra af hvoru öðru á sviði kvennaknattspyrnu, knattspyrnu yngri flokka, grasrótarfótbolta og þjálfaramenntunar. 

Ráðstefna á vegum UEFA í Kiev í Úkraínu

01-08-2009

Í fyrra samþykkti KSÍ að taka þátt í risastóru fræðsluverkefni á vegum UEFA sem verður í gangi næstu 4 árin. Verkefnið kallast "UEFA study scheme" og snýst um að hjálpa aðildarþjóðum UEFA að læra af hvoru öðru á sviði kvennaknattspyrnu, knattspyrnu yngri flokka, grasrótarfótbolta og þjálfaramenntunar.

Greiðsluseðlar fyrir félagsgjaldinu að berast - prjónahúfa og Success in Soccer til þeirra sem greiða fyrir 10. október

20-07-2009
Nú fer knattspyrnuþjálfurum um allt land að berast greiðsluseðill vegna félagsgjaldsins fyrir árið 2009. Stjórn KÞÍ vonar að félagsmenn bregðist jafn vel við og hingað til og greiði greiðsluseðilinn sem allra fyrst. Allir þeir sem greiða félagsgjaldið fyrir 10. október 2009 munu fá  vandaða prjónahúfu með merki KÞÍ á og eitt eintak af tímaritinu Success in Soccer sem er tímarit um knattspyrnuþjálfun.

Heiðursáskrift að bók í tilefni af 50. bikarkeppni KSÍ

15-07-2009

Í tilefni af fimmtugasta bikarúrslitaleik KSÍ, sem fram fer í haust, ákvað stjórn KSÍ á sínum tíma að skrá sögu keppninnar og fékk til verksins Skapta Hallgrímsson blaðamann.  Gert er ráð fyrir veglegri útgáfu þar sem bókin verður um 300 bls. auk þess sem DVD-diskur með myndefni úr keppninni, mörkum úr úrslitaleikjum o.fl.,fylgir bókinni. 

Rúmlega 40 þjálfarar hlýddu á Lars Lagerback

06-07-2009

Um síðustu helgi heimsótti Lars Lagerback, A-landsliðsþjálfari Svíþjóðar, landann og hélt námskeið fyrir KSÍ A og UEFA A þjálfara. Námskeiðið er hluti af endurmenntun á A-gráðunni en eina leiðin fyrir KSÍ A þjálfara til að endurnýja réttindi sín er að sækja sérstök endurmenntunarnámskeið á vegum KSÍ.


Samstarfsaðilar