Fréttir


Steinar Ingimundarson hættur hjá Víði Garði

29-09-2009
Steinar hefur stýrt Víði undanfarin þrjú ár og náð góðum árangri. Á fyrsta ári kom hann liðinu upp úr 3.deild og í fyrra munaði litlu að Víðismenn kæmust upp í 1.deild. Í ár endaði liðið síðan í níunda sætinu í 2.deildinni.
 

Willum tekur við Keflvík

28-09-2009

Willum Þór Þórsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Keflavíkur í knattspyrnu. Hann tekur við af Kristjáni Guðmundssyni. Samningur Willum við Keflavíkurliðið er til tveggja ára og verður formlega gengið frá honum á næstu dögum, að sögn Þorsteins Magnússonar, formanns Knattspyrnudeildar Keflavíkur.

Kristján ekki áfram með Keflavík

28-09-2009

Kristján Guðmundsson verður ekki áfram þjálfari knattspyrnuliðs Keflvíkinga eftir að hafa stýrt því undanfarin fimm ár. Þetta var niðurstaðan á stjórnarfundi knattspyrnudeildar Keflavíkur sem lauk fyrir stundu.

Bikarúrslitaráðstefnur KSÍ og KÞÍ 3. og 4. október

28-09-2009

Eins og undanfarin ár verða haldnar bikarúrslitaráðstefnur í tengslum við úrslitaleiki í VISA bikar karla og kvenna.  Úrslitaleikirnir fara fram sömu helgina að þessu sinni, laugardaginn 3. október leika Fram og Breiðablik hjá körlum en sunnudaginn 4. október mætast Valur og Breiðablik hjá konum.

Ejub ráðinn þjálfari Víkings Ólafsvík

28-09-2009

Ejub Purisevic hefur verið ráðinn þjálfari Víkings Ólafsvíkur að nýju en Ejub þjálfaði liðið árin 2003-2008 með góðum árangri. Samningurinn nær til tveggja ára og mun Ejub því þjálfa liðið næstu tvö tímabil og freista þess að koma liðinu aftur upp í 1. deild.

Íris Björk hætt með KR-liðið - á leið í nám

28-09-2009

Íris Björk Eysteinsdóttir tilkynnti leikmönnum kvennaliðs KR eftir leikinn við Þór/KA í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í gær að hún myndi ekki halda áfram þjálfun liðsins. Íris er að fara í nám og hefur því ekki tök á að þjálfa liðið áfram. Þetta kom fram á heimasíðu KR-inga.

Óli Stefán ætlar að þjálfa Sindra næsta sumar

28-09-2009

Óli Stefán Flóventsson hefur ákveðið að hætta spila með Grindavík í Pepsi-deild karla og tekur í staðinn við D-deildarliði Sindra frá Höfn í Hornafirði. Þetta kemur fyrst fram á fótbolti.net. Hann ætlar einnig að spila með liðinu næsta sumar.

Páll Einarsson tekur við Þrótti

26-09-2009
Stjórn knattspyrnudeildar Þróttar og Páll Einarsson gengu í gær frá samningi þess efnis að Páll þjálfi meistarflokk karla hjá félaginu næstu tvö árin í það minnsta.

Þórðar Þórðarson áfram þjálfari ÍA

26-09-2009

Í gær var undirritaður samningur milli Þórðar Þórðarsonar og Knattspyrnufélags ÍA um að Þórður haldi áfram þjálfum meistaraflokks liðsins í knattspyrnu auk þess sem hann mun sinna ýmsum öðrum verkefnum í knattspyrnulegri uppbyggingu félagsins sem yfirþjálfari. 

Success in Soccer og húfan brátt á leið til félagsmanna

24-09-2009
Eins og sagt var frá á greiðsluseðlinum fyrir félagsgjaldi KÞÍ fyrir árið 2009 sem félagsmönnum KÞÍ barst í lok júlí, þá munu þeir sem greiða félagsgjald KÞÍ fyrir árið 2009 fá eitt eintak af tímaritinu Success in Soccer og prjónahúfu með meki KÞÍ á. 

Samkoma knattspyrnumanna 2009

24-09-2009

Verðlaun og viðurkenningar fyrir keppnistímabilið 2009 verða afhentar á samkomu knattspyrnumanna sem haldin verður í Háskólabíói mánudaginn 5. október næstkomandi. 

Formleg dagskrá hefst kl. 18:00, en húsið opnar kl. 17:30 þar sem boðið verður upp á léttar veitingar en gert er ráð fyrir að dagskrá ljúki um kl. 20:30.  Veitt verða eftirfarandi verðlaun og viðurkenningar:

 

Kristófer áfram í brúnni

23-09-2009
Stjórn knattspyrndudeildar Reynis og  Kristófer Sigurgeirsson hafa komist að samkomulagi um áframhaldandi samstarf. Kristófer tók við sem spilandi þjálfari síðastliðin vetur eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari hjá Fjölni í 4. ár. Á hans fyrsta tímabili fór hann með Reyni alla leið í úrslitaleik gegn Njarðvík um sæti í 1. deild að ári.

Rúnar hættur hjá HK

22-09-2009

Rúnar Páll Sigmundsson er hættur þjálfun 1. deildarliðs HK þar sem hann mun ætla að flytja til Noregs.  Fram kemur á mbl.is í dag að þetta hafi verið tilkynnt leikmönnum nú í hádeginu.

Jens Elvar þjálfar Hvöt áfram á næsta tímabili

21-09-2009
Jens Elvar Sævarsson mun þjálfa Hvöt áfram á næsta tímabili en gengið var frá samningi þess efnis á lokahófi félagsins um helgina.  Jens Elvar lék með Hvöt hluta af sumars í fyrra og hann var síðan ráðinn þjálfari liðsins í janúar síðastliðnum.

Dragan Stojcanovic þjálfar Þór/KA áfram

21-09-2009
Þór greindi frá því á vefsíðu sinni í dag að félagið hafi komist að samkomulagi við Dragan Stojanovic þjálfara Þór/KA um að hann haldi áfram þjálfun liðsins næsta árið.   Lið Þór/KA hefur heldur betur blómstrað undir stjórn Dragans. Á síðasta tímabili náði lið Þór/KA góðum árangri er liðið hafnaði í 4. sæti. Þegar einn leikur er eftir af tímabilinu, hefur liðið þegar bætt árangur síðasta árs svo um munar.

Formsatriði að skrifa undir

19-09-2009
Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir aðeins formsatriði að ganga frá nýjum samningi sambandsins við Ólaf Jóhannesson, landsliðsþjálfara. Sjálfur hefur Ólafur mikinn hug á að halda áfram en undir hans stjórn varð liðið í neðsta sæti síns riðils í undankeppni HM 2010.

Fræðslukvöld ÍSÍ fimmtudaginn 24. september

18-09-2009

Fyrsta fræðslukvöld ÍSÍ í Reykjavík haustið 2009 verður haldið fimmtudaginn 24. september næstkomandi frá kl. 17.00-21.00.  Fræðslukvöldið er öllum opið og er jafnframt liður í 2. stigi þjálfaramenntunar ÍSÍ, almenns hluta. 

Salih Heimir Porca og Kjartan Einarsson áfram með Hauka

18-09-2009
Salih Heimir Porca verður áfram þjálfari kvennaliðs Hauka á næstu leiktíð en hann hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið.  Þá hefur Kjartan Einarsson aðstoðarmaður hans einnig skrifað undir tveggja ára samning við félagið en þetta var tilkynnt nú í kvöld.

Tvö KSÍ I þjálfaranámskeið verða haldin í október

16-09-2009

Knattspyrnusamband Íslands mun á næstu vikum halda tvö 1. stigs þjálfaranámskeið. Annars vegar er um að ræða námskeið sem haldið verður helgina 9.-11. október og hins vegar námskeið sem haldið verður helgina 16.-18. október.

Markmannsnámskeið Gunnleifs Gunnleifssonar

15-09-2009

Gunnleifur Gunnleifsson landsliðsmarkvörður stendur fyrir markmannsnámskeiði í knattspyrnuhúsinu Kórnum næstu vikurnar.  Farið verður yfir alla meginþætti markvörslu og þátttakendum skipt í tvennt - Eldri og yngri hóp.  Í eldri hópnum eru markmenn 13 ára og eldri, en í þeim yngri markmenn 8-12 ára. Óvæntir gestir og glaðningur.


Samstarfsaðilar