Fréttir


Janus fer til Pforzheim á ráðstefnu

26-06-2009
Janus Guðlaugsson fer á ráðstefnu þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins í Pforzheim 27. júlí - 29. júlí í sumar.  Þýska knattspyrnuþjálfarafélagið býður KÞÍ að senda einn fulltrúa og sér um allt uppihald. Ráðstefnan mun að mestu leyti fjalla um hæfileikamótun leikmanna á vísindalegum grunni sett inn í æfingar og einnig verður lögð áhersla á stöðuæfingar í þjálfun í varnar- og sóknarleik.  Janus mun skila skýrslu frá ráðstefnunni fljótlega að henni lokinni.

27 þjálfarar útskrifuðust með KSÍ A þjálfaragráðu

25-06-2009

Laugardaginn 6. júní útskrifuðust 27 þjálfarar með KSÍ A þjálfaragráðu, en KSÍ A þjálfaragráðan er hæsta gráða sem Knattspyrnusamband Íslands býður upp á í sínu þjálfaramenntunarkerfi.

KSÍ A (UEFA A) endurmenntunarnámskeið

19-06-2009

Föstudaginn 3. júlí og laugardaginn 4. júlí mun Knattspyrnusamband Íslands halda endurmenntunarnámskeið fyrir KSÍ A (UEFA A) þjálfara í höfuðstöðvum KSÍ. Námskeiðið er eingöngu opið þjálfurum sem hafa KSÍ A eða UEFA A þjálfaragráðu.

Tveir nýir starfsmenn KSÍ

19-06-2009
KSÍ hefur ráðið til starfa tvo nýja starfsmenn í sérstök átaksverkefni og er um tímabundnar ráðningar að ræða.  Annars vegar er um verkefni í mótadeild að ræða sem snýr að skráningu á leikskýrslum, en hins vegar um útbreiðsluverkefni.

Sænskur unglingaþjálfari með fyrirlestur

18-06-2009
Sunnudaginn 28. júní mun sænskur þjálfari að nafni Eijlert Björkman halda fyrirlestur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands. Eijlert Björkman er starfandi þjálfari í unglingaakademíunni hjá IFK Göteborg en þar hefur hann starfað undanfarin 15 ár við þjálfun barna og unglinga.

Ráðstefna þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins í Pforzheim

09-06-2009
Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands hefur verið boðið að senda einn fulltrúa á ráðstefnu þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins í Pforzheim 27. júlí - 29. júlí í sumar. Ráðstefnan mun að mestu leyti fjalla um hæfileikamótun leikmanna á vísindalegum grunni sett inn í æfingar og einnig verður lögð áhersla á stöðuæfingar í þjálfun í varnar- og sóknarleik.

Nútímaleg líkamleg þjálfun

08-06-2009
Sænska Knattspyrnuakademían heldur námskeið um Nútíma líkamlega þjálfun 26. september í haust.  Meðal fyrirlesara verður Jens Bangsbo sem kom fyrir nokkrum árum hingað til lands og hélt námskeið fyrir íslenska knattspyrnuþjálfara.  Nánar um námskeiðið má sjá hér neðar.
 
 
 

Fyrirhuguðu Grasrótarnámskeiði frestað

04-06-2009
Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðu Grasrótarnámskeiði fyrir þjálfara sem átti að fara fram sunnudaginn 7. júní.  Ljóst var að ekki mundi nást viðunandi fjöldi á námskeiðið og því ákveðið að fresta því.  Skoðað verður síðar hvort að grundvöllur verður fyrir að halda þetta námskeið síðar.

KSÍ A (UEFA A) endurmenntunarnámskeið

03-06-2009

Helgina 3.-5. júlí mun Knattspyrnusamband Íslands halda endurmenntunarnámskeið fyrir KSÍ A (UEFA A) þjálfara. Námskeiðið er eingöngu opið þjálfurum sem hafa KSÍ A eða UEFA A þjálfaragráðu.

Grasrótarnámskeið fyrir þjálfara 7. júní

27-05-2009

Sunnudaginn 7. júní mun KSÍ standa fyrir Grasrótarnámskeiði fyrir þjálfara.  Námskeiðið er opið öllum þjálfurum, en hentar mjög vel þjálfurum yngri flokka og kennurum og aðstoðarmönnum í knattspyrnuskólum félaga. Því eru félög sem starfrækja knattspyrnuskóla í sumar eindregið hvött til að senda kennarana og aðstoðarmenn þeirra á þetta námskeið og jafnframt aðra sem koma að starfi í knattspyrnuskólum.

Fyrirspurn frá KÞÍ til fræðslunefndar KSÍ

27-05-2009
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands sendi fyrir hönd félagsmanns síns fyrirspurn til fræðslunefndar KSÍ um einstök atriði sem fram koma í starfsreglum fræðslunefndar KSÍ.  Svör við fyrirspurninni má sjá hér fyrir neðan.
 

Menntun þjálfara í Pepsi-deild og 1. deild kvenna

07-05-2009

Fræðsludeild KSÍ hefur tekið saman upplýsingar um þá þjálfaramenntun sem þjálfarar í Pepsi-deild kvenna og 1. deild kvenna hafa yfir að ráða í upphafi keppnistímabilsins.

Atli Eðvaldsson með UEFA Pro Licence

06-05-2009
Nú á dögunum útskrifaðist Atli Eðvaldsson úr Pro Licence námi hjá þýska knattspyrnusambandinu og er því þriðji Íslendingurinn sem er handhafi UEFA Pro Licence skírteinis.  Hinir eru Teitur Þórðarson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson. 

Námið var viðamikið og stóð yfir í 11 mánuði og fluttist Atli til Þýskalands vegna þess.  Nám Þjóðverjanna snertir á flestum flötum knattspyrnunnar og útskrifa þeir nemendur sína sem "Fussball Lehrer".

Gögn frá 29. ráðstefnu AEFCA í Frankfurt 2008.

02-05-2009
Ráðstefnu evrópska knattspyrnuþjálfarafélagsins (AEFCA) var haldin í Frankfurt í Þýskalandi 25. - 29. október 2008. Fyrir hönd Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands sóttu Sigurður Þórir Þorsteinsson formaður KÞÍ og Ómar Jóhannsson gjaldkeri KÞÍ ráðstefnuna. Hér fyrir neðan má finna ýmis gögn frá ráðstefnunni.
 

Ráðstefna AEFCA í Frankfurt í Þýskalandi

01-05-2009
Ráðstefnu evrópska knattspyrnuþjálfarafélagsins var haldin í Frankfurt 25. - 29. október 2008. Fyrir hönd Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands sóttu Sigurður Þórir Þorsteinsson formaður KÞÍ og Ómar Jóhannsson gjaldkeri KÞÍ ráðstefnuna. Hér fyrir neðan má sjá skýrslu þeirra félaga frá ráðstefnunni.
 

Starfsmenn óskast

28-04-2009

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að í leikjum 3. deildar karla og 1. deildar kvenna skipi KSÍ dómara og aðstoðadómara til leiks í stað eldra fyrirkomulags þar sem heimalið sá um að leggja til aðstoðardómara.

Kennarar af þjálfaranámskeiðum til Noregs

28-04-2009
Dagana 4.-7. maí fer hópur kennara af þjálfaranámskeiðum KSÍ í heimsókn til norska knattspyrnusambandsins í þeim tilgangi að kynna sér fyrirkomulag Norðmanna í menntun þjálfara. Ferðin er hluti af UEFA Study Group Scheme sem sett var á laggirnar á síðasta ári. En með því verkefni gerir UEFA öllum knattspyrnusamböndum í Evrópu kleift að heimsækja önnur knattspyrnusambönd og kynna sér starfsemi þeirra. Hámarksfjöldi í slíkar ferðir er 11 manns.

Þjálfarferð til Watford

27-04-2009
Ásgrímur Helgi Einarsson þjálfari mfl. karla og Birgir Jónasson yfirþjálfari drengja flokka á Álftanesi fóru í þjálfaraferð til Watford á Englandi, hér fyrir neðan má sjá skýrslu þeirra félaga.
 

KSÍ V fellur niður um næstu helgi

21-04-2009

Vegna dræmrar skráningar hefur verið ákveðið að fresta fyrirhugðu KSÍ V þjálfaranámskeiði sem átti vera um næstu helgi (24.-26. apríl). Ákvörðun um nýja dagsetningu námskeiðsins verður tekin næsta haust. KSÍ V þjálfaranámskeið var haldið tvisvar á síðasta ári og gæti það verið skýringin á dræmri þátttöku að þessu sinni.

Rannsóknarstyrkur FIFA

21-04-2009

Knattspyrnusamband Íslands vill vekja athygli á rannsóknarstyrk Joao Havelange frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA) sem í boði er fyrir rannsóknir á sviði knattspyrnunnar. Nánari upplýsingar um styrkinn má nálgast hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Við hvetjum alla áhugasama um að sækja um styrkinn.


Samstarfsaðilar