Fréttir


Vel heppnuð ferð til Ukraínu

10-08-2009
Hluti stjórnar og landshlutatengiliða KÞÍ hélt til Kiev í Úkraínu mánudaginn 5. ágúst s.l. og dvaldi til föstudagsins 8. ágúst og tók þátt í verkefni á vegum UEFA sem kallast "UEFA study scheme" og snýst um að hjálpa aðildarþjóðum UEFA að læra af hvoru öðru á sviði kvennaknattspyrnu, knattspyrnu yngri flokka, grasrótarfótbolta og þjálfaramenntunar. 

Ráðstefna á vegum UEFA í Kiev í Úkraínu

01-08-2009

Í fyrra samþykkti KSÍ að taka þátt í risastóru fræðsluverkefni á vegum UEFA sem verður í gangi næstu 4 árin. Verkefnið kallast "UEFA study scheme" og snýst um að hjálpa aðildarþjóðum UEFA að læra af hvoru öðru á sviði kvennaknattspyrnu, knattspyrnu yngri flokka, grasrótarfótbolta og þjálfaramenntunar.

Greiðsluseðlar fyrir félagsgjaldinu að berast - prjónahúfa og Success in Soccer til þeirra sem greiða fyrir 10. október

20-07-2009
Nú fer knattspyrnuþjálfurum um allt land að berast greiðsluseðill vegna félagsgjaldsins fyrir árið 2009. Stjórn KÞÍ vonar að félagsmenn bregðist jafn vel við og hingað til og greiði greiðsluseðilinn sem allra fyrst. Allir þeir sem greiða félagsgjaldið fyrir 10. október 2009 munu fá  vandaða prjónahúfu með merki KÞÍ á og eitt eintak af tímaritinu Success in Soccer sem er tímarit um knattspyrnuþjálfun.

Heiðursáskrift að bók í tilefni af 50. bikarkeppni KSÍ

15-07-2009

Í tilefni af fimmtugasta bikarúrslitaleik KSÍ, sem fram fer í haust, ákvað stjórn KSÍ á sínum tíma að skrá sögu keppninnar og fékk til verksins Skapta Hallgrímsson blaðamann.  Gert er ráð fyrir veglegri útgáfu þar sem bókin verður um 300 bls. auk þess sem DVD-diskur með myndefni úr keppninni, mörkum úr úrslitaleikjum o.fl.,fylgir bókinni. 

Rúmlega 40 þjálfarar hlýddu á Lars Lagerback

06-07-2009

Um síðustu helgi heimsótti Lars Lagerback, A-landsliðsþjálfari Svíþjóðar, landann og hélt námskeið fyrir KSÍ A og UEFA A þjálfara. Námskeiðið er hluti af endurmenntun á A-gráðunni en eina leiðin fyrir KSÍ A þjálfara til að endurnýja réttindi sín er að sækja sérstök endurmenntunarnámskeið á vegum KSÍ.

Janus fer til Pforzheim á ráðstefnu

26-06-2009
Janus Guðlaugsson fer á ráðstefnu þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins í Pforzheim 27. júlí - 29. júlí í sumar.  Þýska knattspyrnuþjálfarafélagið býður KÞÍ að senda einn fulltrúa og sér um allt uppihald. Ráðstefnan mun að mestu leyti fjalla um hæfileikamótun leikmanna á vísindalegum grunni sett inn í æfingar og einnig verður lögð áhersla á stöðuæfingar í þjálfun í varnar- og sóknarleik.  Janus mun skila skýrslu frá ráðstefnunni fljótlega að henni lokinni.

27 þjálfarar útskrifuðust með KSÍ A þjálfaragráðu

25-06-2009

Laugardaginn 6. júní útskrifuðust 27 þjálfarar með KSÍ A þjálfaragráðu, en KSÍ A þjálfaragráðan er hæsta gráða sem Knattspyrnusamband Íslands býður upp á í sínu þjálfaramenntunarkerfi.

KSÍ A (UEFA A) endurmenntunarnámskeið

19-06-2009

Föstudaginn 3. júlí og laugardaginn 4. júlí mun Knattspyrnusamband Íslands halda endurmenntunarnámskeið fyrir KSÍ A (UEFA A) þjálfara í höfuðstöðvum KSÍ. Námskeiðið er eingöngu opið þjálfurum sem hafa KSÍ A eða UEFA A þjálfaragráðu.

Tveir nýir starfsmenn KSÍ

19-06-2009
KSÍ hefur ráðið til starfa tvo nýja starfsmenn í sérstök átaksverkefni og er um tímabundnar ráðningar að ræða.  Annars vegar er um verkefni í mótadeild að ræða sem snýr að skráningu á leikskýrslum, en hins vegar um útbreiðsluverkefni.

Sænskur unglingaþjálfari með fyrirlestur

18-06-2009
Sunnudaginn 28. júní mun sænskur þjálfari að nafni Eijlert Björkman halda fyrirlestur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands. Eijlert Björkman er starfandi þjálfari í unglingaakademíunni hjá IFK Göteborg en þar hefur hann starfað undanfarin 15 ár við þjálfun barna og unglinga.

Ráðstefna þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins í Pforzheim

09-06-2009
Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands hefur verið boðið að senda einn fulltrúa á ráðstefnu þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins í Pforzheim 27. júlí - 29. júlí í sumar. Ráðstefnan mun að mestu leyti fjalla um hæfileikamótun leikmanna á vísindalegum grunni sett inn í æfingar og einnig verður lögð áhersla á stöðuæfingar í þjálfun í varnar- og sóknarleik.

Nútímaleg líkamleg þjálfun

08-06-2009
Sænska Knattspyrnuakademían heldur námskeið um Nútíma líkamlega þjálfun 26. september í haust.  Meðal fyrirlesara verður Jens Bangsbo sem kom fyrir nokkrum árum hingað til lands og hélt námskeið fyrir íslenska knattspyrnuþjálfara.  Nánar um námskeiðið má sjá hér neðar.
 
 
 

Fyrirhuguðu Grasrótarnámskeiði frestað

04-06-2009
Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðu Grasrótarnámskeiði fyrir þjálfara sem átti að fara fram sunnudaginn 7. júní.  Ljóst var að ekki mundi nást viðunandi fjöldi á námskeiðið og því ákveðið að fresta því.  Skoðað verður síðar hvort að grundvöllur verður fyrir að halda þetta námskeið síðar.

KSÍ A (UEFA A) endurmenntunarnámskeið

03-06-2009

Helgina 3.-5. júlí mun Knattspyrnusamband Íslands halda endurmenntunarnámskeið fyrir KSÍ A (UEFA A) þjálfara. Námskeiðið er eingöngu opið þjálfurum sem hafa KSÍ A eða UEFA A þjálfaragráðu.

Grasrótarnámskeið fyrir þjálfara 7. júní

27-05-2009

Sunnudaginn 7. júní mun KSÍ standa fyrir Grasrótarnámskeiði fyrir þjálfara.  Námskeiðið er opið öllum þjálfurum, en hentar mjög vel þjálfurum yngri flokka og kennurum og aðstoðarmönnum í knattspyrnuskólum félaga. Því eru félög sem starfrækja knattspyrnuskóla í sumar eindregið hvött til að senda kennarana og aðstoðarmenn þeirra á þetta námskeið og jafnframt aðra sem koma að starfi í knattspyrnuskólum.

Fyrirspurn frá KÞÍ til fræðslunefndar KSÍ

27-05-2009
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands sendi fyrir hönd félagsmanns síns fyrirspurn til fræðslunefndar KSÍ um einstök atriði sem fram koma í starfsreglum fræðslunefndar KSÍ.  Svör við fyrirspurninni má sjá hér fyrir neðan.
 

Menntun þjálfara í Pepsi-deild og 1. deild kvenna

07-05-2009

Fræðsludeild KSÍ hefur tekið saman upplýsingar um þá þjálfaramenntun sem þjálfarar í Pepsi-deild kvenna og 1. deild kvenna hafa yfir að ráða í upphafi keppnistímabilsins.

Atli Eðvaldsson með UEFA Pro Licence

06-05-2009
Nú á dögunum útskrifaðist Atli Eðvaldsson úr Pro Licence námi hjá þýska knattspyrnusambandinu og er því þriðji Íslendingurinn sem er handhafi UEFA Pro Licence skírteinis.  Hinir eru Teitur Þórðarson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson. 

Námið var viðamikið og stóð yfir í 11 mánuði og fluttist Atli til Þýskalands vegna þess.  Nám Þjóðverjanna snertir á flestum flötum knattspyrnunnar og útskrifa þeir nemendur sína sem "Fussball Lehrer".

Gögn frá 29. ráðstefnu AEFCA í Frankfurt 2008.

02-05-2009
Ráðstefnu evrópska knattspyrnuþjálfarafélagsins (AEFCA) var haldin í Frankfurt í Þýskalandi 25. - 29. október 2008. Fyrir hönd Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands sóttu Sigurður Þórir Þorsteinsson formaður KÞÍ og Ómar Jóhannsson gjaldkeri KÞÍ ráðstefnuna. Hér fyrir neðan má finna ýmis gögn frá ráðstefnunni.
 

Ráðstefna AEFCA í Frankfurt í Þýskalandi

01-05-2009
Ráðstefnu evrópska knattspyrnuþjálfarafélagsins var haldin í Frankfurt 25. - 29. október 2008. Fyrir hönd Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands sóttu Sigurður Þórir Þorsteinsson formaður KÞÍ og Ómar Jóhannsson gjaldkeri KÞÍ ráðstefnuna. Hér fyrir neðan má sjá skýrslu þeirra félaga frá ráðstefnunni.
 

Samstarfsaðilar