Fréttir


Homeground 2 komið til landsins

31-03-2009

Þjálfaraforritið Homeground 2 er nú komið til landsins og stendur þjálfurum hér landi til boða. Forritið er á ensku og inniheldur nokkrar viðbætur frá því gamla. Þeir þjálfarar sem fengið höfðu gamla forritið hjá KSÍ, hvort sem þeir fengu það á þjálfaranámskeiði eða keyptu það eitt og sér, geta sótt forritið hér fyrir neðan og fengið fría uppfærslu. Þegar búið er að vista forritið í tölvuna geta þjálfarar sótt um að fá nýtt aðgangsorð með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is.

Þjálfaranámskeið í vor og haust

31-03-2009

Helgina 24.-26. apríl mun Knattspyrnusamband Íslands halda 5. stigs þjálfaranámskeið.  Þátttökurétt á það námskeið hafa allir þjálfarar sem lokið hafa KSÍ I, KSÍ II, KSÍ III, KSÍ IV, skilað verkefni af KSÍ III og fengið það samþykkt og fengið að lágmarki 70 stig í skriflega KSÍ B prófinu.

KSÍ stofnað á þessum degi fyrir sextíu og tveimur árum

26-03-2009
Í dag, miðvikudaginn 26. mars, er Knattspyrnusamband Íslands 62 ára.  Fjórtán félög og íþróttabandalög stofnuðu KSÍ 26. mars 1947 og var Agnar Klemens Jónsson fyrsti formaður KSÍ.  Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands óskar KSÍ til hamingju með daginn.

Málþing um íþróttaáverka

26-03-2009
Fræðslusvið KSÍ vill vekja athygli á áhugaverðu málþingi um íþróttaáverka.  Málþingið verður haldið í Iðnó við Vonarstræti á morgun, föstudag. Upplýsingar um málþingið er að finna hér að neðan.

Fræðslukvöld ÍSÍ - Íþróttameiðsl

26-03-2009
ÍSÍ boðar til fræðslukvölds í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal kl. 17.00 - 21.00 í dag, fimmtudaginn 26. mars.  Stefán Ólafsson sjúkraþjálfari mun fjalla um fjölmarga athyglisverða þætti er varða íþróttameiðsl, m.a. algengustu meiðsl og viðbrögð við þeim, fyrirbyggjandi æfingar, teipingar og vafninga ásamt samvinnu íþrótta- og sjúkraþjálfara svo eitthvað sé nefnt. 

Ráðstefna um íþróttalæknisfræði 2. - 4. apríl

23-03-2009

Dagana 2.-4. apríl mun Heilbrigðisráð ÍSÍ standa fyrir ráðstefnu um íþróttalæknisfræði. Ráðstefnan er haldin í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal (E-sal). Að þessu sinni verður megin áhersla lögð á íþróttasálfræði.

Stefnumótunarvinna fyrir næstu ár

20-03-2009
Stjórn KÞÍ er að vinna í stefnumótunar vinnu fyrir næstu ár og hefur af því tilefni sent spurningalista til félagsmanna KÞÍ.  Svörin hafa verið að berast og um helgina mun stjórn KÞÍ koma saman og vinna verkefnið áfram.

KSÍ heldur 7. stigs þjálfaranámskeið

19-03-2009

Miðvikudaginn 25. mars kl. 16:15 fer af stað KSÍ VII þjálfaranámskeið, en það er lokastigið í UEFA A (KSÍ A) þjálfaragráðunni.  Farið verður yfir námskeiðið á fundi í höfuðstöðvum KSÍ.

Þjálfun erlendis - Hvað getum við lært?

18-03-2009

Á haustmánuðum var haldin sameiginleg ráðstefna KSÍ og ÍSÍ undir yfirskriftinni Þjálfun erlendis – hvað getum við lært?   Ráðstefnan var haldin í höfuðstöðvum KSÍ og á hana mættu 60 manns.

Skráning hafin í KSÍ B prófið

25-02-2009
Laugardaginn 14. mars stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er fyrir alla þjálfara sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).

KSÍ IV haldið á Akureyri

25-02-2009
Helgina 27. febrúar til 1. mars mun Knattspyrnusamband Íslands halda 4. stigs þjálfaranámskeið á Akureyri.  Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir sem lokið hafa KSÍ I, KSÍ II og KSÍ III þjálfaranámskeiðum og skilað fullnægjandi verkefni af KSÍ III.

KSÍ óskar eftir lokaverkefnum tengdum knattspyrnu

23-02-2009

Knattspyrnusamband Íslands óskar eftir að fá í hendur og birta þær lokaritgerðir sem nemendur á háskólastigi hafa gert á sviði knattspyrnu. Ritgerðirnar yrðu birtar á fræðsluvef KSÍ.

KSÍ B próf fer fram 14. mars

Prófað er úr öllu námsefni KSÍ I, II, III og IV og úr nýjustu útgáfu af knattspyrnulögunum

23-02-2009

Laugardaginn 14. mars stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er fyrir alla þjálfara sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).

Dagskrá KSÍ III þjálfaranámskeiðsins

19-02-2009

Knattspyrnusamband Íslands heldur um helgina 3. stigs þjálfaranámskeið. Dagskrá námskeiðsins er hér fyrir neðan en námskeiðið fer fram í höfuðstöðvum KSÍ, Egilshöll og í Kórnum í Kópavogi.

Pistill frá Sigurði Þóri Þorsteinssyni formanni KÞÍ

14-02-2009
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) var stofnað 13. nóvember árið 1970 fyrir tilstuðlan Alberts Guðmundssonar þess merka knattspyrnumanns en hann var fyrstur Íslendinga til að gerast atvinnumaður í knattspyrnu erlendis og fögnum við því að stefnt sé að því að reisa honum minnisvarða fyrir framan höfuðstöðvar Knattspyrnusambandsins. 

KSÍ III þjálfaranámskeið í Reykjavík

05-02-2009
Helgina 20.- 22. febrúar mun Knattspyrnusamband Íslands halda 3. stigs þjálfaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ. Dagskrá námskeiðsins verður gefin út síðar en skráning er í fullum gangi.

Námskeið - Íþróttasálfræði

03-02-2009

Á námskeiðinu, sem ætlað er íþróttafræðingum, sálfræðingum, þjálfurum og öðrum áhugasömum, verður farið yfir helstu grunnatriði íþróttasálfræðinnar. Fjallað verður um kenningar í íþróttasálfræði og hvernig þeir sem starfa með íþróttamönnum geta nýtt þær kenningar til að bæta árangur íþróttamanna.

Námskeið - Árangursrík liðsheild: Leiðin að silfrinu

02-02-2009
Á þessu hnitmiðaða þjálfunarnámskeiði mætast sjónarmið afreksíþrótta og stjórnunar í kraftmikilli blöndu tveggja reyndra leiðbeinenda.

30 þjálfarar luku KSÍ VI

26-01-2009
Dagana 16. - 23. janúar stóð Knattspyrnusamband Íslands fyrir 6. stigs þjálfaranámskeiði í Lilleshall á Englandi.  30 þjálfarar sátu námskeiðið að þessu sinni.

Þjálfararáðstefna í Englandi

14-01-2009
Fullgildir meðlimir í KÞÍ eiga þess kost að slást í för með norska þjálfarafélaginu til Englands á þjálfararáðstefnu og fylgjast með  þjálfun og leikjum. Ferðin verður farin 23. febrúar og formlegri dagskrá lýkur 27. febrúar 2009.

Samstarfsaðilar