Fréttir


Yfir 70 þjálfarar hlýddu á Albert Capellas

29-12-2008
Yfir 70 knattspyrnuþjálfarar mættu í Fífuna í gær þar sem Albert Capellas yfirþjálfari barna- og unglingastarfs Barcelona hélt fyrirlestra og stjórnaði æfingum.
 

Íslendingar þurfa að spila boltanum meira

29-12-2008
 
 
Albert Capellas yfirþjálfari barna- og unglingastarfs Barcelona hélt fyrirlestra og stjórnaði æfingum í Fífunni í gær en yfir 70 þjálfarar mættu til að hlýða á hann og sjá æfingarnar sem hann hafði fram að færa.
 

Íslensk knattspyrna 2008 komin út

23-12-2008
Íslensk knattspyrna eftir Víði Sigurðsson er einstakur bókaflokkur en þar er að finna allan fróðleik um knattspyrnuiðkun ársins. Allir leikir, öll úrslit, öll mörk, allir markaskorarar, og ótrúlega margar ljósmyndir – í raun allt sem þú þarft að vita um knattspyrnu.  Bók ársins 2008 er 16 síðum stærri en bókin í fyrra, enda hefur fjölgað í efstu deildum. Bókin er gefin út í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands.

Yfirþjálfari barna- og unglingastarfs Barcelona í Fífunni

22-12-2008
Albert Capellas yfirþjálfari barna- og unglingastarfs Barcelona heldur fyrirlestra og stjórnar æfingum í Fífunni 28. desember næstkomandi.  Hann er hér í boði Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands.

Íslenskir þjálfarar fá aðgang að Pro licence í Englandi

04-12-2008
Enska knattspyrnusambandið samþykkti í dag að veita þjálfurum á Íslandi aðgang að Pro licence þjálfaranámskeiði sínu. Pro þjálfaragráðan er viðurkennd í öllum löndum Evrópu, er æðsta stig þjálfaramenntunar sem UEFA samþykkir og veitir réttindi til að þjálfa öll lið í öllum deildum í Evrópu. Möguleiki er á því að tveir þjálfarar frá Íslandi geti komist strax á næsta Pro licence námskeið en Enska knattspyrnusambandið mun velja inn á það strax um miðjan janúar.
 

Guðmundur Guðmundsson heldur fyrirlestur fyrir KSÍ A og UEFA A þjálfara

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, heldur fyrirlestur fyrir KSÍ A og UEFA A þjálfara sunnudaginn 12. júlí kl. 12:30-14:30. Fyrirlesturinn verður haldinn í höfuðstöðvum KSÍ, 3. hæð.

Fyrirlesturinn er eingöngu opinn þjálfurum með KSÍ A og/eða UEFA A þjálfaragráðu og er hluti af endurmenntun þeirra þjálfara.


Samstarfsaðilar