Fréttir


Starfsmenn óskast

28-04-2009

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að í leikjum 3. deildar karla og 1. deildar kvenna skipi KSÍ dómara og aðstoðadómara til leiks í stað eldra fyrirkomulags þar sem heimalið sá um að leggja til aðstoðardómara.

Kennarar af þjálfaranámskeiðum til Noregs

28-04-2009
Dagana 4.-7. maí fer hópur kennara af þjálfaranámskeiðum KSÍ í heimsókn til norska knattspyrnusambandsins í þeim tilgangi að kynna sér fyrirkomulag Norðmanna í menntun þjálfara. Ferðin er hluti af UEFA Study Group Scheme sem sett var á laggirnar á síðasta ári. En með því verkefni gerir UEFA öllum knattspyrnusamböndum í Evrópu kleift að heimsækja önnur knattspyrnusambönd og kynna sér starfsemi þeirra. Hámarksfjöldi í slíkar ferðir er 11 manns.

Þjálfarferð til Watford

27-04-2009
Ásgrímur Helgi Einarsson þjálfari mfl. karla og Birgir Jónasson yfirþjálfari drengja flokka á Álftanesi fóru í þjálfaraferð til Watford á Englandi, hér fyrir neðan má sjá skýrslu þeirra félaga.
 

KSÍ V fellur niður um næstu helgi

21-04-2009

Vegna dræmrar skráningar hefur verið ákveðið að fresta fyrirhugðu KSÍ V þjálfaranámskeiði sem átti vera um næstu helgi (24.-26. apríl). Ákvörðun um nýja dagsetningu námskeiðsins verður tekin næsta haust. KSÍ V þjálfaranámskeið var haldið tvisvar á síðasta ári og gæti það verið skýringin á dræmri þátttöku að þessu sinni.

Rannsóknarstyrkur FIFA

21-04-2009

Knattspyrnusamband Íslands vill vekja athygli á rannsóknarstyrk Joao Havelange frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA) sem í boði er fyrir rannsóknir á sviði knattspyrnunnar. Nánari upplýsingar um styrkinn má nálgast hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Við hvetjum alla áhugasama um að sækja um styrkinn.

Námskeið í þjálfun barna - Haldið í Kórnum

07-04-2009

Laugardaginn 18. apríl munu Knattspyrnusamband Íslands og Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) standa saman að námskeiði sem haldið verður í Kórnum í Kópavogi. Námskeiðið er sérstaklega ætlað þjálfurum barna á aldrinum 6-12 ára en námskeiðið er þó öllum opið. Aðgangur er ókeypis.

Námskeið í þjálfun barna - Haldið á Akureyri

07-04-2009

Sunnudaginn 19. apríl munu Knattspyrnusamband Íslands og Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) standa saman að námskeiði sem haldið verður í Glerárskóla og Boganum á Akureyri. Námskeiðið er sérstaklega ætlað þjálfurum barna á aldrinum 6-12 ára en námskeiðið er þó öllum opið. Aðgangur er ókeypis.

Homeground 2 komið til landsins

31-03-2009

Þjálfaraforritið Homeground 2 er nú komið til landsins og stendur þjálfurum hér landi til boða. Forritið er á ensku og inniheldur nokkrar viðbætur frá því gamla. Þeir þjálfarar sem fengið höfðu gamla forritið hjá KSÍ, hvort sem þeir fengu það á þjálfaranámskeiði eða keyptu það eitt og sér, geta sótt forritið hér fyrir neðan og fengið fría uppfærslu. Þegar búið er að vista forritið í tölvuna geta þjálfarar sótt um að fá nýtt aðgangsorð með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is.

Þjálfaranámskeið í vor og haust

31-03-2009

Helgina 24.-26. apríl mun Knattspyrnusamband Íslands halda 5. stigs þjálfaranámskeið.  Þátttökurétt á það námskeið hafa allir þjálfarar sem lokið hafa KSÍ I, KSÍ II, KSÍ III, KSÍ IV, skilað verkefni af KSÍ III og fengið það samþykkt og fengið að lágmarki 70 stig í skriflega KSÍ B prófinu.

KSÍ stofnað á þessum degi fyrir sextíu og tveimur árum

26-03-2009
Í dag, miðvikudaginn 26. mars, er Knattspyrnusamband Íslands 62 ára.  Fjórtán félög og íþróttabandalög stofnuðu KSÍ 26. mars 1947 og var Agnar Klemens Jónsson fyrsti formaður KSÍ.  Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands óskar KSÍ til hamingju með daginn.

Málþing um íþróttaáverka

26-03-2009
Fræðslusvið KSÍ vill vekja athygli á áhugaverðu málþingi um íþróttaáverka.  Málþingið verður haldið í Iðnó við Vonarstræti á morgun, föstudag. Upplýsingar um málþingið er að finna hér að neðan.

Fræðslukvöld ÍSÍ - Íþróttameiðsl

26-03-2009
ÍSÍ boðar til fræðslukvölds í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal kl. 17.00 - 21.00 í dag, fimmtudaginn 26. mars.  Stefán Ólafsson sjúkraþjálfari mun fjalla um fjölmarga athyglisverða þætti er varða íþróttameiðsl, m.a. algengustu meiðsl og viðbrögð við þeim, fyrirbyggjandi æfingar, teipingar og vafninga ásamt samvinnu íþrótta- og sjúkraþjálfara svo eitthvað sé nefnt. 

Ráðstefna um íþróttalæknisfræði 2. - 4. apríl

23-03-2009

Dagana 2.-4. apríl mun Heilbrigðisráð ÍSÍ standa fyrir ráðstefnu um íþróttalæknisfræði. Ráðstefnan er haldin í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal (E-sal). Að þessu sinni verður megin áhersla lögð á íþróttasálfræði.

Stefnumótunarvinna fyrir næstu ár

20-03-2009
Stjórn KÞÍ er að vinna í stefnumótunar vinnu fyrir næstu ár og hefur af því tilefni sent spurningalista til félagsmanna KÞÍ.  Svörin hafa verið að berast og um helgina mun stjórn KÞÍ koma saman og vinna verkefnið áfram.

KSÍ heldur 7. stigs þjálfaranámskeið

19-03-2009

Miðvikudaginn 25. mars kl. 16:15 fer af stað KSÍ VII þjálfaranámskeið, en það er lokastigið í UEFA A (KSÍ A) þjálfaragráðunni.  Farið verður yfir námskeiðið á fundi í höfuðstöðvum KSÍ.

Þjálfun erlendis - Hvað getum við lært?

18-03-2009

Á haustmánuðum var haldin sameiginleg ráðstefna KSÍ og ÍSÍ undir yfirskriftinni Þjálfun erlendis – hvað getum við lært?   Ráðstefnan var haldin í höfuðstöðvum KSÍ og á hana mættu 60 manns.

Skráning hafin í KSÍ B prófið

25-02-2009
Laugardaginn 14. mars stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er fyrir alla þjálfara sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).

KSÍ IV haldið á Akureyri

25-02-2009
Helgina 27. febrúar til 1. mars mun Knattspyrnusamband Íslands halda 4. stigs þjálfaranámskeið á Akureyri.  Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir sem lokið hafa KSÍ I, KSÍ II og KSÍ III þjálfaranámskeiðum og skilað fullnægjandi verkefni af KSÍ III.

KSÍ óskar eftir lokaverkefnum tengdum knattspyrnu

23-02-2009

Knattspyrnusamband Íslands óskar eftir að fá í hendur og birta þær lokaritgerðir sem nemendur á háskólastigi hafa gert á sviði knattspyrnu. Ritgerðirnar yrðu birtar á fræðsluvef KSÍ.

KSÍ B próf fer fram 14. mars

Prófað er úr öllu námsefni KSÍ I, II, III og IV og úr nýjustu útgáfu af knattspyrnulögunum

23-02-2009

Laugardaginn 14. mars stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er fyrir alla þjálfara sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).


Samstarfsaðilar