Fréttir


Skráning hafin í KSÍ B prófið

25-02-2009
Laugardaginn 14. mars stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er fyrir alla þjálfara sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).

KSÍ IV haldið á Akureyri

25-02-2009
Helgina 27. febrúar til 1. mars mun Knattspyrnusamband Íslands halda 4. stigs þjálfaranámskeið á Akureyri.  Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir sem lokið hafa KSÍ I, KSÍ II og KSÍ III þjálfaranámskeiðum og skilað fullnægjandi verkefni af KSÍ III.

KSÍ óskar eftir lokaverkefnum tengdum knattspyrnu

23-02-2009

Knattspyrnusamband Íslands óskar eftir að fá í hendur og birta þær lokaritgerðir sem nemendur á háskólastigi hafa gert á sviði knattspyrnu. Ritgerðirnar yrðu birtar á fræðsluvef KSÍ.

KSÍ B próf fer fram 14. mars

Prófað er úr öllu námsefni KSÍ I, II, III og IV og úr nýjustu útgáfu af knattspyrnulögunum

23-02-2009

Laugardaginn 14. mars stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er fyrir alla þjálfara sem hafa klárað KSÍ I, II, III og IV og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar).

Dagskrá KSÍ III þjálfaranámskeiðsins

19-02-2009

Knattspyrnusamband Íslands heldur um helgina 3. stigs þjálfaranámskeið. Dagskrá námskeiðsins er hér fyrir neðan en námskeiðið fer fram í höfuðstöðvum KSÍ, Egilshöll og í Kórnum í Kópavogi.

Pistill frá Sigurði Þóri Þorsteinssyni formanni KÞÍ

14-02-2009
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) var stofnað 13. nóvember árið 1970 fyrir tilstuðlan Alberts Guðmundssonar þess merka knattspyrnumanns en hann var fyrstur Íslendinga til að gerast atvinnumaður í knattspyrnu erlendis og fögnum við því að stefnt sé að því að reisa honum minnisvarða fyrir framan höfuðstöðvar Knattspyrnusambandsins. 

KSÍ III þjálfaranámskeið í Reykjavík

05-02-2009
Helgina 20.- 22. febrúar mun Knattspyrnusamband Íslands halda 3. stigs þjálfaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ. Dagskrá námskeiðsins verður gefin út síðar en skráning er í fullum gangi.

Námskeið - Íþróttasálfræði

03-02-2009

Á námskeiðinu, sem ætlað er íþróttafræðingum, sálfræðingum, þjálfurum og öðrum áhugasömum, verður farið yfir helstu grunnatriði íþróttasálfræðinnar. Fjallað verður um kenningar í íþróttasálfræði og hvernig þeir sem starfa með íþróttamönnum geta nýtt þær kenningar til að bæta árangur íþróttamanna.

Námskeið - Árangursrík liðsheild: Leiðin að silfrinu

02-02-2009
Á þessu hnitmiðaða þjálfunarnámskeiði mætast sjónarmið afreksíþrótta og stjórnunar í kraftmikilli blöndu tveggja reyndra leiðbeinenda.

30 þjálfarar luku KSÍ VI

26-01-2009
Dagana 16. - 23. janúar stóð Knattspyrnusamband Íslands fyrir 6. stigs þjálfaranámskeiði í Lilleshall á Englandi.  30 þjálfarar sátu námskeiðið að þessu sinni.

Þjálfararáðstefna í Englandi

14-01-2009
Fullgildir meðlimir í KÞÍ eiga þess kost að slást í för með norska þjálfarafélaginu til Englands á þjálfararáðstefnu og fylgjast með  þjálfun og leikjum. Ferðin verður farin 23. febrúar og formlegri dagskrá lýkur 27. febrúar 2009.

Breytt dagsetning á KSÍ III þjálfaranámskeiði

14-01-2009

KSÍ III þjálfaranámskeið sem halda átti helgina 6.-8. febrúar hefur verið fært aftur um tvær vikur og verður haldið helgina 20.-22. febrúar. Þessi breyting er tilkomin vegna úrslitakeppni yngri flokka í innanhúsknattspyrnu sem haldin verður 6.-8. febrúar.

Mælt með umsóknum Willums og Þorvaldar á UEFA Pro Licence

09-01-2009

Fjórir íslenskir þjálfarar sendu inn umsókn á UEFA Pro Licence námskeið á Englandi. Nýverið samþykkti Knattspyrnusamband Englands að leyfa KSÍ að senda tvær umsóknir á UEFA Pro þjálfaranámskeið sitt og að þessu sinni ákvað fræðslunefnd KSÍ að mæla með umsóknum Willums Þórs Þórsssonar, þjálfara Vals, og Þorvaldar Örlygssonar, þjálfara Fram.

Yfir 70 þjálfarar hlýddu á Albert Capellas

29-12-2008
Yfir 70 knattspyrnuþjálfarar mættu í Fífuna í gær þar sem Albert Capellas yfirþjálfari barna- og unglingastarfs Barcelona hélt fyrirlestra og stjórnaði æfingum.
 

Íslendingar þurfa að spila boltanum meira

29-12-2008
 
 
Albert Capellas yfirþjálfari barna- og unglingastarfs Barcelona hélt fyrirlestra og stjórnaði æfingum í Fífunni í gær en yfir 70 þjálfarar mættu til að hlýða á hann og sjá æfingarnar sem hann hafði fram að færa.
 

Íslensk knattspyrna 2008 komin út

23-12-2008
Íslensk knattspyrna eftir Víði Sigurðsson er einstakur bókaflokkur en þar er að finna allan fróðleik um knattspyrnuiðkun ársins. Allir leikir, öll úrslit, öll mörk, allir markaskorarar, og ótrúlega margar ljósmyndir – í raun allt sem þú þarft að vita um knattspyrnu.  Bók ársins 2008 er 16 síðum stærri en bókin í fyrra, enda hefur fjölgað í efstu deildum. Bókin er gefin út í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands.

Yfirþjálfari barna- og unglingastarfs Barcelona í Fífunni

22-12-2008
Albert Capellas yfirþjálfari barna- og unglingastarfs Barcelona heldur fyrirlestra og stjórnar æfingum í Fífunni 28. desember næstkomandi.  Hann er hér í boði Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands.

Íslenskir þjálfarar fá aðgang að Pro licence í Englandi

04-12-2008
Enska knattspyrnusambandið samþykkti í dag að veita þjálfurum á Íslandi aðgang að Pro licence þjálfaranámskeiði sínu. Pro þjálfaragráðan er viðurkennd í öllum löndum Evrópu, er æðsta stig þjálfaramenntunar sem UEFA samþykkir og veitir réttindi til að þjálfa öll lið í öllum deildum í Evrópu. Möguleiki er á því að tveir þjálfarar frá Íslandi geti komist strax á næsta Pro licence námskeið en Enska knattspyrnusambandið mun velja inn á það strax um miðjan janúar.
 

Guðmundur Guðmundsson heldur fyrirlestur fyrir KSÍ A og UEFA A þjálfara

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, heldur fyrirlestur fyrir KSÍ A og UEFA A þjálfara sunnudaginn 12. júlí kl. 12:30-14:30. Fyrirlesturinn verður haldinn í höfuðstöðvum KSÍ, 3. hæð.

Fyrirlesturinn er eingöngu opinn þjálfurum með KSÍ A og/eða UEFA A þjálfaragráðu og er hluti af endurmenntun þeirra þjálfara.


Samstarfsaðilar