Fréttir


Eysteinn Húni Hauksson ráðinn aðstoðarþjálfari Keflavíkur

12-12-2015

Emerki Keflavíkysteinn Húni Hauksson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari hjá Keflavík.

Þorvaldur Örlygsson tók við Keflavík í haust og Eysteinn hefur verið ráðinn aðstoðarmaður hans.

Hádegisfundur um hagræðingu úrslita í íþróttum

10-12-2015

HeimNæstkomandi þriðjudag, 15. desember, mun ÍSÍ standa fyrir hádegisfundi um hagræðingu úrslita í íþróttum sem í dag er talin vera ein mesta ógn sem íþróttirnar standa andspænis á heimsvísu.

70. ársþing KSÍ haldið í Reykjavík 13. febrúar 2016

08-12-2015

70. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica laugardaginn 13. febrúar 2016.  Tillögur og málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 13. janúar nk.

Námskeið um gerð æfingaáætlana

03-12-2015

KSÍ mun halda námskeið í gerð æfingaáætlana laugardaginn 12. desember. Heiti námskeiðsins er þrepaskipt þjálfun innan mismunandi tímabila í knattspyrnu.

Heimir og Þorsteinn þjálfarar ársins

26-11-2015

Á aðalfundi Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands útnefndi félagið þjálfara ársins á efstu deildum karla og kvenna. Heimir Guðjónsson þjálfari Íslandsmeistara FH var útnefndur þjálfari ársins í efstu deild karla fyrir árið 2015 og Þorsteinn Halldórsson þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks var útnefndur þjálfari ársins í efstu deild kvenna fyrir árið 2015.

Óbreytt stjórn

26-11-2015

Engin breyting varð á stjórn KÞÍ á aðalfundi félagsins í kvöld.  Allir núverandi stjórnarmenn sem í kjöri voru gáfu kost á sér til áframhaldandi starfa í stjórn KÞÍ.

Árgjaldið hækkar í sex þúsund

26-11-2015

Á aðalfundinum lagði stjórn KÞÍ til að árgjald félagsins yrði hækkað um tvö þúsund krónur, færi úr fjögur þúsund í sex þúsund og var það samþykkt. Jafnframt var sagt frá því að engin gjöf myndi fylgja félagsgjaldinu á næsta ári.

 

Skýrsla stjórnar KÞÍ 2015

26-11-2015

Á síðasta aðalfundi sem haldinn var 13. nóvember 2014 á 44 ára afmælisdegi KÞÍ í fræðslusetri KSÍ var kosin stjórn sem skipti með sér verkum á fyrsta stjórnarfundinum á starfsárinu.

Viðurkenning fyrir vel unnin störf í þjálfun yngri flokka

26-11-2015

Birgir Jónasson, Ejub Purisevic og Hans Sævar Sævarsson hlutu allir viðurkenningu fyrir vel unnin störf við þjálfun yngri flokka á aðalfundi KÞÍ. Allir hafa þeir lagt mikinn metnað í þjálfunina og verið knattspyrnuþjálfurum til sóma við störf sín. 

Afmælisveisla Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands

23-11-2015

Í tilefni af 45 ára afmæli Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands þá ætlum við að bjóða félagsmönnum okkar upp á léttar veitingar næstkomandi föstudagskvöld þann 27. nóvember. Boðið verður upp á létt Tapas hlaðborð á efri hæð Sólon Bistro (Bankastræti 7a) og vel vel valdir skemmtikraftar láta sjá sig á svæðinu og gera grín að þjálfurum.

Mappan sem fylgir félagsgjaldinu tilbúin til afhendingar á skrifstofu KSÍ

22-11-2015

Eins og sagt var frá á greiðsluseðlinum fyrir félagsgjaldi KÞÍ fyrir árið 2015, þá munu þeir sem greiða félagsgjald KÞÍ fyrir árið 2015 fá glæsilega möppu með merki KÞÍ á.

Garðar Jóhannsson aðstoðarþjálfari Fylkis

14-11-2015

merki FylkirFylkir boðaði til fréttamannafundar í dag þar sem félagið tilkynnti að Garðar Jóhannsson hafi verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins.  Garðar mun verða aðstoðarmaður Hermanns Hreiðarssonar sem tók við liðinu af Ásmundi Arnarssyni á miðju sumri.

Óskar Bragason verður aðstoðarþjálfari KA

14-11-2015

merki KAKA tilkynnti í gær að Óskar Bragason hafi verið ráðinn aðstoðarþjálfari liðsins fyrir komandi tímabil í 1. deild karla.

Hann mun verða aðstoðarmaður Srdjan Tufegdzic sem tók við liðinu af Bjarna Jóhannssyni í sumar.

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands á afmæli í dag

13-11-2015
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands á afmæli í dag.  Knattspyrnuþjálfarafélagið var stofnað 13. nóvember árið 1970 en á þeim tíma voru slík félög ekki algeng. 

Aðalfundur KÞÍ 26. nóvember

12-11-2015

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 26. nóvember n.k. klukkan 20:00.

Alfreð Elías ráðinn aðstoðarþjálfari ÍBV

11-11-2015

ÍBV tmerki ÍBVilkynnti nú rétt fyrir hádegið að Alfreð Elías Jóhannsson hafi verði ráðinn aðstoðarþjálfari liðsins en hann mun verða Bjarna Jóhannssyni til aðstoðar. Bjarni tók við liðinu í haust af Jóhannesi Harðarsyni og Ásmundi Arnarssyni.

Study Group Scheme á Íslandi

10-11-2015

Dagana 9. – 12. nóvember mun KSÍ mun halda Study Group námskeið þar sem viðfangsefnið er Women´s Elite Football.

KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið á Akureyri í nóvember

10-11-2015

Knattspyrnusamband Íslands mun halda tvö þjálfaranámskeið á Akureyri í nóvember í október, annars vegar KSÍ I þjálfaranámskeið helgina 20.-22. nóvember og hins vegar KSÍ II þjálfaranámskeið helgina 27.-29. nóvember.  

Guðmundur Garðar ráðinn aðstoðarþjálfari Ægis

10-11-2015

Guðmundur Garðar Sigfússon hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari hjá Ægi í 2. deildinni. Guðmundur er fæddur 1983 og er frá Selfossi eins og Einar Ottó Antonsson sem ráðinn var nýlega sem aðalþjálfari meistaraflokks.

Atli Sveinn tekur við Dalvík/Reyni

07-11-2015

Dalvík/Reynir hefur komist að samkomulagi við Atla Svein Þórarinsson um að hann taki við þjálfun liðsins í 3. deildinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.  Atli Sveinn hefur leikið með KA, Örgryte í Svíþjóð og Val.


Samstarfsaðilar