Fréttir


Hvað getum við lært af árangri karlalandsliðsins í knattspyrnu?

24-04-2016

Málstofa á vegum Knattspyrnusambands Íslands og Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands í samvinnu við íþróttasvið Háskólans í Reykjavík verður haldin málstofa í stofu m101 í Háskólanum í Reykjavík kl. 19.00, föstudaginn 29. apríl.

Guðmundur Hreiðarsson inn í hóp sérfræðinga í markmannsþjálfun hjá UEFA

15-03-2016

Myndaniðurstaða fyrir uefa logoGuðmundur Hreiðarsson, markmannsþjálfari A landsliðs karla í knattspyrnu, var nýverið tekinn inn í hóp sérfræðinga í markmannsþjálfun á vegum UEFA.

Áhugaverður fyrirlestur Pálmars á súpufundi – myndband

09-02-2016

Rúmlega 60 manns komu á Súpufund KSÍ miðvikudaginn 3. febrúar sl. til að hlýða á körfuboltaþjálfarann Pálmar Ragnarsson.

KSÍ IV þjálfaranámskeið 5.-7. febrúar

02-02-2016

KSÍ IV þjálfaranámskeið verður haldið helgina 5.-7. febrúar 2015. Námskeiðið fer fram í Reykjavík, Hveragerði og á Akranesi.

Súpufundur KSÍ 3. febrúar n.k.

27-01-2016

KSÍ heldur súpufund miðvikudaginn 3. febrúar klukkan 12:00-13:00 í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Fyrirlesari er körfuknattleiksþjálfarinn Pálmar Ragnarsson.

Ríkharður Jónsson í Heiðurshöll ÍSÍ

30-12-2015

Heimk­h­arður Jóns­son var tek­inn inn í Heiðurs­höll ÍSÍ í kvöld í Hörpu þar sem íþróttamaður árs­ins er krýnd­ur.

Heim­ir þjálf­ari árs­ins 2015

30-12-2015

Myndaniðurstaða fyrir samtök íþróttafréttamanna logoHeim­ir Hall­gríms­son, landsliðsþjálf­ari karla í knatt­spyrnu, er þjálf­ari árs­ins 2015 í kjöri Sam­taka íþróttaf­rétta­manna. Heim­ir fékk 215 stig í kjör­inu en niður­stöður þess voru kynnt­ar í Hörp­unni í Reykja­vík í kvöld.

Námskeið um líkamlega þjálfun kvenkyns leikmanna

28-12-2015

KSÍ heldur námskeið um líkamlega þjálfun kvenkyns leikmanna á Íslandi 8.- 9. janúar 2016. Námskeiðið verður haldið í Kórnum föstudaginn 8. janúar frá 20:00-21:00 og í húsakynnum KSÍ laugardaginn 9. janúar frá 10:00-14:00. Námskeiðsgjald er 5.000 krónur og innifalin er hádegisverður á laugardeginum. Þjálfarar í 11 manna bolta kvenna eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Gleðileg jól, gott og farsælt komandi knattspyrnu ár

24-12-2015

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands sendir öllum knattspyrnuþjálfurum og öðrum velgjörðarmönnum KÞÍ, sínar bestu óskir um gleðileg jól, með ósk um gott og farsælt komandi knattspyrnu ár.

Magni Fannberg hættur hjá Brommapojkarna

16-12-2015

Magni Fannberg er hættur störfum hjá sænska félaginu Brommapojkarna en þetta kemur fram á vefmiðlinum mbl.is.

Magni hefur starfað hjá Brommapojkarna í sex og hálft ár en hann var fyrst þjálfari yngri flokka hjá félaginu.

KSÍ III þjálfaranámskeið á Akureyri

15-12-2015

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 3. stigs þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 15.-17. janúar 2016. Námskeiðið er opið öllum sem lokið hafa við fyrstu tvö stigin, þ.e. KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið.

Ólafur Kristjánsson rekinn frá Nordsjælland

15-12-2015

Ólafur Kristjánsson hefur verið rekinn úr starfi sem þjálfari FC Nordsjælland.

Erlendir fjárfestar keyptu Nordsjælland í dag og þeir ákváðu að leysa Ólaf frá störfum og ráða Kasper Hjulmand í hans stað.

Eysteinn Húni Hauksson ráðinn aðstoðarþjálfari Keflavíkur

12-12-2015

Emerki Keflavíkysteinn Húni Hauksson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari hjá Keflavík.

Þorvaldur Örlygsson tók við Keflavík í haust og Eysteinn hefur verið ráðinn aðstoðarmaður hans.

Hádegisfundur um hagræðingu úrslita í íþróttum

10-12-2015

HeimNæstkomandi þriðjudag, 15. desember, mun ÍSÍ standa fyrir hádegisfundi um hagræðingu úrslita í íþróttum sem í dag er talin vera ein mesta ógn sem íþróttirnar standa andspænis á heimsvísu.

70. ársþing KSÍ haldið í Reykjavík 13. febrúar 2016

08-12-2015

70. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica laugardaginn 13. febrúar 2016.  Tillögur og málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þingi skulu berast stjórn KSÍ minnst mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi miðvikudaginn 13. janúar nk.

Námskeið um gerð æfingaáætlana

03-12-2015

KSÍ mun halda námskeið í gerð æfingaáætlana laugardaginn 12. desember. Heiti námskeiðsins er þrepaskipt þjálfun innan mismunandi tímabila í knattspyrnu.

Heimir og Þorsteinn þjálfarar ársins

26-11-2015

Á aðalfundi Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands útnefndi félagið þjálfara ársins á efstu deildum karla og kvenna. Heimir Guðjónsson þjálfari Íslandsmeistara FH var útnefndur þjálfari ársins í efstu deild karla fyrir árið 2015 og Þorsteinn Halldórsson þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks var útnefndur þjálfari ársins í efstu deild kvenna fyrir árið 2015.

Óbreytt stjórn

26-11-2015

Engin breyting varð á stjórn KÞÍ á aðalfundi félagsins í kvöld.  Allir núverandi stjórnarmenn sem í kjöri voru gáfu kost á sér til áframhaldandi starfa í stjórn KÞÍ.

Árgjaldið hækkar í sex þúsund

26-11-2015

Á aðalfundinum lagði stjórn KÞÍ til að árgjald félagsins yrði hækkað um tvö þúsund krónur, færi úr fjögur þúsund í sex þúsund og var það samþykkt. Jafnframt var sagt frá því að engin gjöf myndi fylgja félagsgjaldinu á næsta ári.

 

Skýrsla stjórnar KÞÍ 2015

26-11-2015

Á síðasta aðalfundi sem haldinn var 13. nóvember 2014 á 44 ára afmælisdegi KÞÍ í fræðslusetri KSÍ var kosin stjórn sem skipti með sér verkum á fyrsta stjórnarfundinum á starfsárinu.


Samstarfsaðilar