Fréttir


Jói Kalli ráðinn spilandi aðstoðarþjálfari HK

21-10-2015

Jó­hann­es Karl Guðjóns­son, fyrr­ver­andi landsliðs- og at­vinnumaður í knatt­spyrnu, hef­ur verið ráðinn aðstoðarþjálf­ari HK og mun hann jafn­framt spila með liðinu í 1. deildinni.

Brynjar Gests nýr aðstoðarþjálfari Þróttar

16-10-2015

Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, hefur fengið nýjan aðstoðarmann en það er Brynjar Gestsson, fyrrum þjálfari Fjarðabyggðar. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins.

Einar Ottó tekur við Ægi

16-10-2015

Knattspyrnufélagið Ægir hefur komist að samkomulagi við Einar Ottó Antonsson um að taka við þjálfun meistarflokks karla næstu tvö tímabil.

Davíð Snorri í þjálfarateymi Stjörnunnar

15-10-2015

Davíð Snorri Jónasson, sem stýrði Leikni ásamt Frey Alexanderssyni í Pepsi-deildinni í sumar, er genginn til liðs við þjálfarateymi Stjörnunnar.

Sigurður Þórir og Kristján fara á ráðstefnu AEFCA í Rússlandi

13-10-2015

Sigurður Þórir Þorsteinsson formaður KÞÍ og Kristján Guðmundsson varaformaður KÞÍ fara á árlega ráðstefnu Evrópska knattspyrnuþjálfarafélagsins ( AEFCA ) sem haldin verður í Sotchi í Rússlandi 26. - 29. október n.k.

Reynir Leós tekur við HK

11-10-2015

Reynir Leósson hefur verið ráðinn þjálfari 1.deildarliðs HK en þetta var tilkynnt á heimasíðu félagsins nú rétt í þessu.
Reynir lék um árabil með ÍA á leikmannaferli sínum auk þess sem hann reyndi fyrir sér í atvinnumennsku í Svíþjóð.
 

Edda Garðarsdóttir tekur við KR

05-10-2015
Morgunblaðið greinir frá því á vef sínum að Edda Garðarsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu, verði næsti þjálfari kvennaliðs KR.

Ásmundur Arnarsson tekinn við Fram

05-10-2015
Ásmundur Arnarsson hefur verið ráðinn þjálfari Fram en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í dag. Ásmundur þekkir til hjá Fram en hann spilaði með liðinu frá 1997 til 2002. Hann tekur við liðinu af Pétri Péturssyni sem tók við Fram í júní síðastliðnum.

Þorvaldur Örlygsson hættir með HK

04-10-2015
Þorvaldur Örlygsson hefur ákveðið að hætta störfum sem þjálfari meistaraflokks karla hjá HK í knattspyrnu. Frá þessu greindi félagið á heimasíðu sinni í kvöld.


Gunnar tekur við kvennaliði Keflavíkur

04-10-2015
Gunnar Magnús Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur og gerir hann tveggja ára samning við félagið.  Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta í dag en Gunnar Magnús var í þjálfarateymi karlaliðsins sem kolféll úr Pepsi deildinni í sumar.

Freyr og Davíð hættir sem þjálfarar Leiknis

03-10-2015
Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónasson eru hættir sem þjálfarar Leiknis.

Þetta staðfestu þeir eftir 3-2 tap gegn Keflavík í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í dag.

Jói Harðar hættir með ÍBV

03-10-2015
Jóhannes Þór Harðarson mun ekki snúa aftur til starfa hjá ÍBV, en hann var ráðinn þjálfari liðsins fyrir þetta tímabil. Frá þessu greindi félagið í fréttatilkynningu rétt í þessu.

Alfreð hættur sem þjálfari Ægis

02-10-2015
merki ÆgirAlfreð Elías Jóhannsson er hættur sem þjálfari Ægis í Þorlákshöfn eftir fimm ára starf. Alfreð kom Ægi upp úr 3. deildinni árið 2012 og liðið hefur haldið sæti sínu í 2. deildinni undanfarin ár.

Óli Stefán orðinn aðalþjálf­ari Grinda­vík­ur

01-10-2015
Óli Stefán Flóvents­son, sem var aðstoðarþjálf­ari karlaliðs Grinda­vík­ur í knatt­spyrnu í sum­ar, er tek­inn við sem aðalþjálf­ari liðsins.

Brynj­ar Gests­son hætt­ur með Fjarðabyggð

01-10-2015
Brynj­ar Þór Gests­son staðfesti það í sam­tali við vefsíðuna fot­bolti.net í dag að hann væri hætt­ur sem þjálf­ari karlaliðs Fjarðabyggðar í knatt­spyrnu.

Þrjú KSÍ-I þjálfaranámskeið framundan

30-09-2015
Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, tvö helgina 16. - 18. október og eitt helgina 30. október - 2. nóvember.

Úlfur Blandon tekur við Gróttu

29-09-2015
Úlfur Blandon hefur verið ráðinn nýr þjálfari meistaraflokks karla hjá Gróttu en hann hefur gert tveggja ára samning við félagið.

Jón Stefán ekki áfram með Dalvík/Reyni

27-09-2015
merki Dalvík/ReynirJón Stefán Jónsson mun ekki halda áfram sem þjálfari Dalvíkur/Reynis næsta sumar.   Jón Stefán tók við Dalvík/Reyni eftir fyrri umferðina í 2. deildinni í sumar. Dalvík/Reynir var þá á botni deildarinnar og það varð einnig niðurstaðan í lok tímabils sem þýðir að liðið spilar í 3. deild að ári.
 

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 2.-4. október

26-09-2015
Helgina 2.-4. október mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði í höfuðstöðvum KSÍ. Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B/UEFA B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 af 100 í skriflega KSÍ B prófinu.

Gunnar Borgþórsson tekur við körlunum á Selfossi

25-09-2015
Gunnar Rafn Borgþórsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá Selfoss. Hann mun jafnframt taka við starfi yfirmanns knattspyrnumála sem er ný staða hjá knattspyrnudeild félagsins.

Frá þessu er greint á Sunnlenska fréttavefnum en Gunnar stýrði bæði karla- og kvennaliði félagsins eftir að Zoran Miljkovic hætti störfum um mitt mót í sumar.
 

Samstarfsaðilar