Fréttir


Heimir og Þorsteinn þjálfarar ársins

26-11-2015

Á aðalfundi Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands útnefndi félagið þjálfara ársins á efstu deildum karla og kvenna. Heimir Guðjónsson þjálfari Íslandsmeistara FH var útnefndur þjálfari ársins í efstu deild karla fyrir árið 2015 og Þorsteinn Halldórsson þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks var útnefndur þjálfari ársins í efstu deild kvenna fyrir árið 2015.

Óbreytt stjórn

26-11-2015

Engin breyting varð á stjórn KÞÍ á aðalfundi félagsins í kvöld.  Allir núverandi stjórnarmenn sem í kjöri voru gáfu kost á sér til áframhaldandi starfa í stjórn KÞÍ.

Árgjaldið hækkar í sex þúsund

26-11-2015

Á aðalfundinum lagði stjórn KÞÍ til að árgjald félagsins yrði hækkað um tvö þúsund krónur, færi úr fjögur þúsund í sex þúsund og var það samþykkt. Jafnframt var sagt frá því að engin gjöf myndi fylgja félagsgjaldinu á næsta ári.

 

Skýrsla stjórnar KÞÍ 2015

26-11-2015

Á síðasta aðalfundi sem haldinn var 13. nóvember 2014 á 44 ára afmælisdegi KÞÍ í fræðslusetri KSÍ var kosin stjórn sem skipti með sér verkum á fyrsta stjórnarfundinum á starfsárinu.

Viðurkenning fyrir vel unnin störf í þjálfun yngri flokka

26-11-2015

Birgir Jónasson, Ejub Purisevic og Hans Sævar Sævarsson hlutu allir viðurkenningu fyrir vel unnin störf við þjálfun yngri flokka á aðalfundi KÞÍ. Allir hafa þeir lagt mikinn metnað í þjálfunina og verið knattspyrnuþjálfurum til sóma við störf sín. 

Afmælisveisla Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands

23-11-2015

Í tilefni af 45 ára afmæli Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands þá ætlum við að bjóða félagsmönnum okkar upp á léttar veitingar næstkomandi föstudagskvöld þann 27. nóvember. Boðið verður upp á létt Tapas hlaðborð á efri hæð Sólon Bistro (Bankastræti 7a) og vel vel valdir skemmtikraftar láta sjá sig á svæðinu og gera grín að þjálfurum.

Mappan sem fylgir félagsgjaldinu tilbúin til afhendingar á skrifstofu KSÍ

22-11-2015

Eins og sagt var frá á greiðsluseðlinum fyrir félagsgjaldi KÞÍ fyrir árið 2015, þá munu þeir sem greiða félagsgjald KÞÍ fyrir árið 2015 fá glæsilega möppu með merki KÞÍ á.

Garðar Jóhannsson aðstoðarþjálfari Fylkis

14-11-2015

merki FylkirFylkir boðaði til fréttamannafundar í dag þar sem félagið tilkynnti að Garðar Jóhannsson hafi verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins.  Garðar mun verða aðstoðarmaður Hermanns Hreiðarssonar sem tók við liðinu af Ásmundi Arnarssyni á miðju sumri.

Óskar Bragason verður aðstoðarþjálfari KA

14-11-2015

merki KAKA tilkynnti í gær að Óskar Bragason hafi verið ráðinn aðstoðarþjálfari liðsins fyrir komandi tímabil í 1. deild karla.

Hann mun verða aðstoðarmaður Srdjan Tufegdzic sem tók við liðinu af Bjarna Jóhannssyni í sumar.

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands á afmæli í dag

13-11-2015
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands á afmæli í dag.  Knattspyrnuþjálfarafélagið var stofnað 13. nóvember árið 1970 en á þeim tíma voru slík félög ekki algeng. 

Aðalfundur KÞÍ 26. nóvember

12-11-2015

Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands verður haldinn í fræðslusetri KSÍ á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 26. nóvember n.k. klukkan 20:00.

Alfreð Elías ráðinn aðstoðarþjálfari ÍBV

11-11-2015

ÍBV tmerki ÍBVilkynnti nú rétt fyrir hádegið að Alfreð Elías Jóhannsson hafi verði ráðinn aðstoðarþjálfari liðsins en hann mun verða Bjarna Jóhannssyni til aðstoðar. Bjarni tók við liðinu í haust af Jóhannesi Harðarsyni og Ásmundi Arnarssyni.

Study Group Scheme á Íslandi

10-11-2015

Dagana 9. – 12. nóvember mun KSÍ mun halda Study Group námskeið þar sem viðfangsefnið er Women´s Elite Football.

KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið á Akureyri í nóvember

10-11-2015

Knattspyrnusamband Íslands mun halda tvö þjálfaranámskeið á Akureyri í nóvember í október, annars vegar KSÍ I þjálfaranámskeið helgina 20.-22. nóvember og hins vegar KSÍ II þjálfaranámskeið helgina 27.-29. nóvember.  

Guðmundur Garðar ráðinn aðstoðarþjálfari Ægis

10-11-2015

Guðmundur Garðar Sigfússon hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari hjá Ægi í 2. deildinni. Guðmundur er fæddur 1983 og er frá Selfossi eins og Einar Ottó Antonsson sem ráðinn var nýlega sem aðalþjálfari meistaraflokks.

Atli Sveinn tekur við Dalvík/Reyni

07-11-2015

Dalvík/Reynir hefur komist að samkomulagi við Atla Svein Þórarinsson um að hann taki við þjálfun liðsins í 3. deildinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.  Atli Sveinn hefur leikið með KA, Örgryte í Svíþjóð og Val.

Gögn frá ráðstefnu AEFCA í Rússlandi

06-11-2015

Ráðstefna AEFCA, evrópska knattspyrnuþjálfarafélagsins, var haldin í Sotchi í Rússlandi 26. - 29. október s.l.

Guðmundur tekur við kvennaliði ÍR

05-11-2015

Stjórn knattspyrnudeildar ÍR hefur komist að samkomulagi við Guðmund Guðjónsson að taka við þjálfun meistarflokks kvenna hjá ÍR.

Guðmundur , sem hefur lokið 5. þjálfarastigi KSÍ (UEFA B), er ekki ókunnugur þjálfun kvennaliða en hann var þjálfari 2. Flokks kvenna hjá sameinuðu liði Vals og Þrótta, Þrátt fyrir ungan aldur hefur Guðmundur verið við þjálfun síðan 1998.

Freyr tekur við U17 ára landsliði kvenna

05-11-2015

KSÍ hefur samið við landsliðsþjálfara kvenna, Frey Alexandersson, að hann taki einnig að sér þjálfun U17 ára landsliðs kvenna næstu tvö árin. Freyr mun því aðeins sinna starfi fyrir KSÍ næstu misseri.

KSÍ III þjálfaranámskeið

04-11-2015

Knattspyrnusamband Íslands mun halda 3. stigs þjálfaranámskeið helgina 20.-22. nóvember.


Samstarfsaðilar