Fréttir


Aðalsteinn Aðalsteinsson tekur við Skallagrími

27-10-2015

Aðalsteinn Aðalsteinsson hefur verið ráðinn þjálfari Skallagríms í Borgarnesi.

Aðalsteinn tekur við af Sigurði Þóri Þorsteinssyni sem stýrði Skallagrími síðastliðið sumar.

Páll Guðlaugsson tekur við B68

26-10-2015

Hinn reyndi Páll Guðlaugsson hefur verið ráðinn þjálfari B68 í Færeyjum.

B68 komst upp í færeysku úrvalsdeildina á dögunum og Páll hefur nú fengið það verkefni að stýra liðinu þar.

Kristján Guðmundson nýr þjálfari Leiknis

24-10-2015

Kristján Guðmundsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari Leiknis en þetta var opinberað á heimasíðu Breiðholtsfélagsins rétt áðan.

Stefán Arnar og Haukur taka við Tindastóli

23-10-2015

Tindastóll sendi frá sér tilkynningu í morgun þess efnis að félagið hafi gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara fyrir meistaraflokk karla en þeir taka við af Sigurður Halldórssyni, Sigga Donna.

Ásgeir tekur við Djúpmönnum

22-10-2015

BÍ/Bolungarvík hefur samið við Ásgeir Guðmundsson um að taka við þjálfun meistaraflokks karla í knattspyrnu.

Ásgeir Aron verður aðstoðarþjálfari Gróttu

22-10-2015

Ásgeir Aron Ásgeirsson hefur verið ráðinn spilandi aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Gróttu en hann gerði eins árs samning við félagið í gær. Úlfur Blandon verður þjálfari Gróttu en hann tók við af Gunnari Guðmundssyni.

Jói Kalli ráðinn spilandi aðstoðarþjálfari HK

21-10-2015

Jó­hann­es Karl Guðjóns­son, fyrr­ver­andi landsliðs- og at­vinnumaður í knatt­spyrnu, hef­ur verið ráðinn aðstoðarþjálf­ari HK og mun hann jafn­framt spila með liðinu í 1. deildinni.

Brynjar Gests nýr aðstoðarþjálfari Þróttar

16-10-2015

Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, hefur fengið nýjan aðstoðarmann en það er Brynjar Gestsson, fyrrum þjálfari Fjarðabyggðar. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins.

Einar Ottó tekur við Ægi

16-10-2015

Knattspyrnufélagið Ægir hefur komist að samkomulagi við Einar Ottó Antonsson um að taka við þjálfun meistarflokks karla næstu tvö tímabil.

Davíð Snorri í þjálfarateymi Stjörnunnar

15-10-2015

Davíð Snorri Jónasson, sem stýrði Leikni ásamt Frey Alexanderssyni í Pepsi-deildinni í sumar, er genginn til liðs við þjálfarateymi Stjörnunnar.

Sigurður Þórir og Kristján fara á ráðstefnu AEFCA í Rússlandi

13-10-2015

Sigurður Þórir Þorsteinsson formaður KÞÍ og Kristján Guðmundsson varaformaður KÞÍ fara á árlega ráðstefnu Evrópska knattspyrnuþjálfarafélagsins ( AEFCA ) sem haldin verður í Sotchi í Rússlandi 26. - 29. október n.k.

Reynir Leós tekur við HK

11-10-2015

Reynir Leósson hefur verið ráðinn þjálfari 1.deildarliðs HK en þetta var tilkynnt á heimasíðu félagsins nú rétt í þessu.
Reynir lék um árabil með ÍA á leikmannaferli sínum auk þess sem hann reyndi fyrir sér í atvinnumennsku í Svíþjóð.
 

Edda Garðarsdóttir tekur við KR

05-10-2015
Morgunblaðið greinir frá því á vef sínum að Edda Garðarsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu, verði næsti þjálfari kvennaliðs KR.

Ásmundur Arnarsson tekinn við Fram

05-10-2015
Ásmundur Arnarsson hefur verið ráðinn þjálfari Fram en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í dag. Ásmundur þekkir til hjá Fram en hann spilaði með liðinu frá 1997 til 2002. Hann tekur við liðinu af Pétri Péturssyni sem tók við Fram í júní síðastliðnum.

Þorvaldur Örlygsson hættir með HK

04-10-2015
Þorvaldur Örlygsson hefur ákveðið að hætta störfum sem þjálfari meistaraflokks karla hjá HK í knattspyrnu. Frá þessu greindi félagið á heimasíðu sinni í kvöld.


Gunnar tekur við kvennaliði Keflavíkur

04-10-2015
Gunnar Magnús Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur og gerir hann tveggja ára samning við félagið.  Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta í dag en Gunnar Magnús var í þjálfarateymi karlaliðsins sem kolféll úr Pepsi deildinni í sumar.

Freyr og Davíð hættir sem þjálfarar Leiknis

03-10-2015
Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónasson eru hættir sem þjálfarar Leiknis.

Þetta staðfestu þeir eftir 3-2 tap gegn Keflavík í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í dag.

Jói Harðar hættir með ÍBV

03-10-2015
Jóhannes Þór Harðarson mun ekki snúa aftur til starfa hjá ÍBV, en hann var ráðinn þjálfari liðsins fyrir þetta tímabil. Frá þessu greindi félagið í fréttatilkynningu rétt í þessu.

Alfreð hættur sem þjálfari Ægis

02-10-2015
merki ÆgirAlfreð Elías Jóhannsson er hættur sem þjálfari Ægis í Þorlákshöfn eftir fimm ára starf. Alfreð kom Ægi upp úr 3. deildinni árið 2012 og liðið hefur haldið sæti sínu í 2. deildinni undanfarin ár.

Óli Stefán orðinn aðalþjálf­ari Grinda­vík­ur

01-10-2015
Óli Stefán Flóvents­son, sem var aðstoðarþjálf­ari karlaliðs Grinda­vík­ur í knatt­spyrnu í sum­ar, er tek­inn við sem aðalþjálf­ari liðsins.

Samstarfsaðilar