Fréttir


KSÍ II þjálfaranámskeið

03-11-2015

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu um næstu helgi, 6.-8. nóvember.  

Ásmundur Vilhelms tekur við kvennaliði Þróttar

03-11-2015

Ásmundur Vilhelmsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks og 2. flokks kvenna hjá Þrótti til næstu þriggja ára.

Þróttur féll úr Pepsi-deild kvenna í sumar en Ásmundur tekur við liðinu af Haraldi Sigfúsi Magnússyni sem var ráðinn þjálfari um mitt sumar.

Jörundur Áki aðstoðarmaður Kristjáns hjá Leikni

29-10-2015

Leiknir hefur náð samkomulagi við Jörund Áka Sveinsson um að hann verði aðstoðarþjálfari Kristjáns Guðmundssonar sem nýlega var ráðinn aðalþjálfari.

Þetta staðfesti Þórður Einarsson, framkvæmdastjóri Leiknis.

Víglundur ráðinn þjálfari Fjarðabyggðar

29-10-2015

Víglundur Páll Einarsson var í dag ráðinn þjálfari Fjarðabyggðar og skrifaði hann undir tveggja ára samning við félagið.

Víglundur er 32 ára gamall og var spilandi þjálfari Einherja á síðasta tímabili. Hann hefur einnig þjálfað Langevag í Noregi.

Arnar Viðars aðstoðar nýjan þjálfara Lokeren

27-10-2015

Þjálfaraskipti urðu hjá belgíska úrvalsdeildarliðinu Lokeren sem varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason leikur með.

Rúnar Kristinsson, þjálfari Lilleström, var meðal þeirra sem voru orðaðir við starfið en hinn reynslumikli Georges Leekens, fyrrum landsliðsþjálfari Belga, var kynntur sem nýr þjálfari eftir að Bob Peeters var rekinn um liðna helgi.

Aðalsteinn Aðalsteinsson tekur við Skallagrími

27-10-2015

Aðalsteinn Aðalsteinsson hefur verið ráðinn þjálfari Skallagríms í Borgarnesi.

Aðalsteinn tekur við af Sigurði Þóri Þorsteinssyni sem stýrði Skallagrími síðastliðið sumar.

Páll Guðlaugsson tekur við B68

26-10-2015

Hinn reyndi Páll Guðlaugsson hefur verið ráðinn þjálfari B68 í Færeyjum.

B68 komst upp í færeysku úrvalsdeildina á dögunum og Páll hefur nú fengið það verkefni að stýra liðinu þar.

Kristján Guðmundson nýr þjálfari Leiknis

24-10-2015

Kristján Guðmundsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari Leiknis en þetta var opinberað á heimasíðu Breiðholtsfélagsins rétt áðan.

Stefán Arnar og Haukur taka við Tindastóli

23-10-2015

Tindastóll sendi frá sér tilkynningu í morgun þess efnis að félagið hafi gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara fyrir meistaraflokk karla en þeir taka við af Sigurður Halldórssyni, Sigga Donna.

Ásgeir tekur við Djúpmönnum

22-10-2015

BÍ/Bolungarvík hefur samið við Ásgeir Guðmundsson um að taka við þjálfun meistaraflokks karla í knattspyrnu.

Ásgeir Aron verður aðstoðarþjálfari Gróttu

22-10-2015

Ásgeir Aron Ásgeirsson hefur verið ráðinn spilandi aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Gróttu en hann gerði eins árs samning við félagið í gær. Úlfur Blandon verður þjálfari Gróttu en hann tók við af Gunnari Guðmundssyni.

Jói Kalli ráðinn spilandi aðstoðarþjálfari HK

21-10-2015

Jó­hann­es Karl Guðjóns­son, fyrr­ver­andi landsliðs- og at­vinnumaður í knatt­spyrnu, hef­ur verið ráðinn aðstoðarþjálf­ari HK og mun hann jafn­framt spila með liðinu í 1. deildinni.

Brynjar Gests nýr aðstoðarþjálfari Þróttar

16-10-2015

Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, hefur fengið nýjan aðstoðarmann en það er Brynjar Gestsson, fyrrum þjálfari Fjarðabyggðar. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins.

Einar Ottó tekur við Ægi

16-10-2015

Knattspyrnufélagið Ægir hefur komist að samkomulagi við Einar Ottó Antonsson um að taka við þjálfun meistarflokks karla næstu tvö tímabil.

Davíð Snorri í þjálfarateymi Stjörnunnar

15-10-2015

Davíð Snorri Jónasson, sem stýrði Leikni ásamt Frey Alexanderssyni í Pepsi-deildinni í sumar, er genginn til liðs við þjálfarateymi Stjörnunnar.

Sigurður Þórir og Kristján fara á ráðstefnu AEFCA í Rússlandi

13-10-2015

Sigurður Þórir Þorsteinsson formaður KÞÍ og Kristján Guðmundsson varaformaður KÞÍ fara á árlega ráðstefnu Evrópska knattspyrnuþjálfarafélagsins ( AEFCA ) sem haldin verður í Sotchi í Rússlandi 26. - 29. október n.k.

Reynir Leós tekur við HK

11-10-2015

Reynir Leósson hefur verið ráðinn þjálfari 1.deildarliðs HK en þetta var tilkynnt á heimasíðu félagsins nú rétt í þessu.
Reynir lék um árabil með ÍA á leikmannaferli sínum auk þess sem hann reyndi fyrir sér í atvinnumennsku í Svíþjóð.
 

Edda Garðarsdóttir tekur við KR

05-10-2015
Morgunblaðið greinir frá því á vef sínum að Edda Garðarsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu, verði næsti þjálfari kvennaliðs KR.

Ásmundur Arnarsson tekinn við Fram

05-10-2015
Ásmundur Arnarsson hefur verið ráðinn þjálfari Fram en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í dag. Ásmundur þekkir til hjá Fram en hann spilaði með liðinu frá 1997 til 2002. Hann tekur við liðinu af Pétri Péturssyni sem tók við Fram í júní síðastliðnum.

Þorvaldur Örlygsson hættir með HK

04-10-2015
Þorvaldur Örlygsson hefur ákveðið að hætta störfum sem þjálfari meistaraflokks karla hjá HK í knattspyrnu. Frá þessu greindi félagið á heimasíðu sinni í kvöld.Samstarfsaðilar