Fréttir


KSÍ I þjálfaranámskeið á Reyðarfirði

21-09-2015

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ I þjálfaranámskeið á Reyðarfirði helgina 25.-27. september nk.   

Dagskrá má sjá hér í viðhengi. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Námskeiðsgjald er kr. 17.500,-.  

KSÍ VI námskeið 26. – 27. september

21-09-2015
KSÍ heldur fyrri hluta KSÍ VI þjálfaranámskeiðsins um helgina í höfuðstöðvum sambandsins á Laugardalsvelli. 40 þjálfarar sóttu um að sitja námskeiðið sem er hluti af KSÍ A þjálfaragráðunni. 25 þjálfarar voru valdir úr hópnum og munu þeir fá kennslu í leikgreiningu.
 

Srdjan Tufegdzic þjálfar KA næstu tvö árin

20-09-2015
Srdjan Tufegdzic hefur verið ráðinn þjálfari KA næstu tvö árin en þetta staðfesti Sævar Pétursson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar félagsins á Twitter.
 

Málþing um andlega líðan íþróttamanna

06-09-2015

Íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík, Knattspyrnusamband Íslands og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands efna til málþings um andlega líðan íþróttamanna miðvikudaginn 9. september kl: 16:00-17:30 í stofu M208 í Háskólanum í Reykjavík.

Ísland öruggt á EM 2016 í Frakklandi

06-09-2015
Ísland tryggði sér í kvöld sæti á lokakeppni EM í Frakklandi en liðið gerði markalaust jafntefli við Kasakstan á Laugardalsvelli. Það var ljóst fyrir leikinn að eitt stig myndi tryggja Íslandi sætið og eftir baráttuleik þá náðist það markmið.

Ráðgjöf til knattspyrnuþjálfara við gerð ráðningarsamninga

01-09-2015
Nú er tíminn þar sem þjálfarar eru að endurnýja eða gera nýja samninga við knattspyrnufélög.  KÞÍ vill vekja athygli á þeirri þjónustu sem endurskoðandi og ráðgjafi KÞÍ í samningamálum býður félagsmönnum KÞÍ upp á.
 

Nýr ráðningarsamningur fyrir knattspyrnuþjálfara

01-09-2015
Nýr ráðningarsamningur sem stjórn KÞÍ mælist til að knattspyrnuþjálfarar sem eru á launþegasamningum við þjálfun noti við samningagerð við knattspyrnufélög. Samningurinn er unnin af KÞÍ í samvinnu við lögfræðing og endurskoðanda og í anda samninga sem þjálfarar á Norðurlöndum nota. Ráðningasamninginn má nálgast hér.

Ferð fyrir þjálfara til Brommapojkarna

31-08-2015
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands er að skipuleggja ferð til Svíþjóðar til að skoða aðstæður hjá Þorláki Árnasyni og félögum í Brommapojkarna. Ferðin verður farin út miðvikudaginn 21. október og það verður komið heim aftur mánudaginn 26. október. Nánari upplysingar síðar.
 

Ráðstefna í tengslum við Bikarúrslitaleik kvenna

19-08-2015
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands kynnir glæsilega bikarúrslitaráðstefnu sem haldin verður í tengslum við úrslitaleik Borgunarbikars kvenna, föstudagskvöldið  28. ágúst. Ráðstefnan er haldin í Fræðslusetri KSÍ.

Helgi lát­inn fara frá Ried

19-08-2015
SV Ried.pngHelgi Kolviðsson hef­ur verið lát­inn taka pok­ann sinn sem þjálf­ari aust­ur­ríska úr­vals­deild­arliðsins Ried, en eft­ir fimm um­ferðir er liðið á botn­in­um og er aðeins komið með eitt stig í deildinni.

Bjarni hættur hjá KA

11-08-2015
Bjarni Jóhannsson er búinn að stýra sínum síðasta leik með KA. KA tilkynnti í dag að búið væri að slíta samstarfi Bjarna og félagsins. Samningur Bjarna við félagið átti að renna út í lok tímabilsins og KA hafði ákveðið að endurnýja ekki þann samning.

Áhugaverð bikarúrslitaráðstefna KÞÍ - Sigurður Þórir formaður KÞÍ í viðtali á X-inu

09-08-2015
Bikarúrslitaleikur karla fer fram næsta laugardag þegar Valur og KR eigast við en Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) heldur glæsilega ráðstefnu í tengslum við leikinn.


Dagskrá bikarúrslitaráðstefnu KÞÍ 2015

04-08-2015
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands kynnir glæsilega bikarúrslitaráðstefnu sem haldin verður í tengslum við úrslitaleik Borgunarbikars karla, laugardaginn 15. ágúst.

Guðrún Jóna hættir - Haraldur Sigfús tekur við kvennaliði Þróttar

29-07-2015
Þróttur hefur ákveðið að skipta um þjálfara hjá kvennaliði félagsins sem situr í fallsæti í Pepsi-deild kvenna með aðeins tvö stig eftir 12 umferðir. 

Þorsteinn Þórsteinsson í meistaraflokksráði Þróttar staðfesti þetta við Fótbolta.net.
 
 

Helgi Sig og Vladan verða aðstoðarþjálfarar Víkings

23-07-2015
Helgi Sigurðsson og Vladan Perasevic hafa verið ráðnir aðstoðarþjálfarar Víkings út tímabilið en Vísir.is greinir frá þessu. 

Ólafur Þórðarson var rekinn frá Víkingi í síðustu viku og Milos Milojevic er nú einn aðalþjálfari liðsins en Helgi og Vladan verða honum til aðstoðar. 
 

Peningar spila inn í þjálfarabrottrekstra

23-07-2015
ÍBV var í gær fjórða liðið í Pepsi-deild karla í sumar sem skiptir um aðalþjálfara en Ásmundur Arnarsson var þá ráðinn þjálfari liðsins eftir að Jóhannes Harðarson hætti vegna veikinda í fjölskyldunni.  Þrjú félög hafa rekið þjálfara sinn í sumar og formaður Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands telur að peningar vegi þungt í því. 

Ásmundur þjálfari ÍBV út tímabilið

22-07-2015
Ásmundur Arnarsson hefur skrifað undir samning við ÍBV og er nýr þjálfari liðsins í Pepsi-deild karla. Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í Vestmannaeyjum sem nú stendur yfir. 
 

Jón Stefán tekur við Dalvík/Reyni

22-07-2015
merki Dalvík/ReynirJón Stefán Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari Dalvíkur/Reynis en þetta staðfesti Stefán Garðar Níelsson formaður félagsins í dag. 
 

Mi­los tek­ur einn við Vík­ing­um

15-07-2015
Milos Milojevic sem hefur verið þjálfari liðsins ásamt Ólafi, verður áfram með liðið. Þetta sagði Heimir Gunnlaugsson, formaður meistaraflokksráðs Víkings í samtali við fótbolta.net nú rétt í þessu. 
 

Ólafur Þórðarson rekinn frá Víkingi

15-07-2015
Ólafur Þórðarson er hættur sem þjálfari Víkings en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu nú rétt í þessu. 

Milos Milojevic sem verið hefur aðalþjálfari við hlið Ólafs virðist miðað við tilkynninguna vera einn áfram við stjórnvölinn. 
 

Samstarfsaðilar