Fréttir


Ásmundur hættur með Fylki

06-07-2015
Ásmund­ur Arn­ars­son er hætt­ur sem þjálf­ari Pepsi-deild­arliðs Fylk­is í knatt­spyrnu karla, en þetta var staðfest í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu nú rétt í þessu.

U17 - Sviss mætir Spáni í úrslitaleiknum

01-07-2015
UEFA EM U17 kvennaÚrslitaleikur Evrópumóts U17 landsliða kvenna fer fram á Valsvellinum laugardaginn 4. júlí kl. 16:00.  KÞÍ hvetur knattspyrnuþjálfara til að mæta með iðkendur sína og sjá efnilegustu knattspyrnukonur Evrópu leika listir sínar.

Tryggvi rek­inn frá ÍBV

29-06-2015
Tryggva Guðmunds­syni hef­ur verið vikið frá störf­um úr þjálf­arat­eymi ÍBV að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.

At­hygli vakti að Tryggvi var ekki á bekkn­um hjá Eyja­mönn­um í gær þegar þeir lögðu Breiðablik í Pepsi-deild­inni og var sú skýr­ing gef­in út að hann væri veik­ur.

Enginn frá KÞÍ á ráðstefnu þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins í Mannheim

29-06-2015
Enginn félagsmaður KÞÍ sótti um að fara á ráðstefnu þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins sem haldin verður í Mannheim 27. - 29. júlí n.k.  Ráðstefnan mun að mestu leyti fjalla um frekari menntun og grunnatriði knattspyrnunnar sem forsendur velgengni og hvernig má yfirfæra það sem þar kemur nýtt fram, yfir í leikrænar æfingar.

Jó­hann­es í tíma­bundið leyfi hjá ÍBV

24-06-2015
Knatt­spyrnuráð ÍBV vill upp­lýsa að Jó­hann­es Þór Harðar­son, þjálf­ari karlaliðs ÍBV í knatt­spyrnu, mun þurfa að taka sér leyfi frá störf­um vegna veik­inda í fjöl­skyldu hans.
 

Ráðstefna þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins í Wolfsburg

11-06-2015
Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands hefur verið boðið að senda einn fulltrúa á ráðstefnu þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins í Wolfsburg 27. - 29.  júlí í sumar. Ráðstefnan mun að mestu leyti fjalla um frekari menntun og grunnatriði knattspyrnunnar sem forsendur velgengni og hvernig má yfirfæra það sem þar kemur nýtt fram, yfir í leikrænar æfingar.

Andlát: Þorsteinn Elías Þorsteinsson knattspyrnuþjálfari

10-06-2015
Þorsteinn Elías Þorsteinsson.Þor­steinn Elías Þor­steins­son, þjálf­ari þriðja flokks kvenna í knatt­spyrnu hjá Fylki, lést mánu­dag­inn 8. júní. Þor­steinn var 37 ára. Bana­mein hans var heila­blóðfall.

Þor­steinn veikt­ist al­var­lega á æf­ingu hjá þriðja flokki kvenna sl. sunnu­dag.

Jó­hann Birn­ir og Hauk­ur Ingi taka við Kefla­vík

05-06-2015
Jó­hann Birn­ir Guðmunds­son og Hauk­ur Ingi Guðna­son voru í dag kynnt­ir sem þjálf­ar­ar Kefla­vík­ur í Pepsi-deild karla, en þeir taka við kefl­inu af Kristjáni Guðmunds­syni, sem var lát­inn taka poka sinn á dög­un­um. Þetta kem­ur fram á vef Kefla­vík­ur.

Kristján lát­inn fara frá Kefla­vík

04-06-2015
Kristjáni Guðmunds­syni hef­ur verið sagt upp störf­um sem þjálf­ara Kefla­vík­ur í Pepsi-deild karla í knatt­spyrnu. Kristján mun láta að störf­um ásamt aðstoðar­manni sín­um, Þor­keli Mána Pét­urs­syni.

Helgi Kolviðsson tekur við Ried í Austurríki

04-06-2015
SV Ried.pngHelgi Kolviðsson hefur verið ráðinn þjálf­ari aust­ur­ríska liðsins Ried, sem hafnaði í sjötta sæti á ný­loknu tíma­bili í Aust­ur­ríki.  Helgi þjálfaði Wiener Neusta­dt í sömu deild frá því í nóv­em­ber en hann tók við því í von­lít­illi stöðu á botni deild­ar­inn­ar og því tókst ekki að forðast fall þó að litlu hafi munað.

KSÍ VI þjálfaranámskeið 2015

28-05-2015
Næsta haust mun Knattspyrnusamband Íslands halda KSÍ VI þjálfaranámskeið. Námskeiðið verður með breyttu sniði frá því sem áður hefur verið þar sem hluti þess verður hér á landi26.-27. september 2015 og hluti þess í Danmörku dagana 21.-27. október 2015.

Þjálfarar á fyrirlestri Boga Ágústssonar

20-05-2015
Þjálfarar félaga í Pepsi-deild karla komu saman í höfuðstöðvum KSÍ í byrjun vikunnar og hlýddu á fyrirlestur Boga Ágústssonar, landskunns fréttamanns af RÚV, um framkomu í fjölmiðlum. 

Pétur Péturs tekinn við Fram

16-05-2015
Pétur Pétursson er tekinn við knattspyrnuliði Fram í fyrstu deild karla, en þetta staðfesti Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, í samtali við Vísi nú rétt í þessu.

 

Súpufundur um framkomu og hegðun áhorfenda

15-05-2015
Þriðjudaginn 19. maí verður súpufundur í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 12:00-13:00. Þar mun Stefán Pálsson mun fjalla um framkomu og hegðun áhorfenda á knattspyrnuleikjum.

Styrktar- og meiðslafyrirbyggjandi þjálfun

30-04-2015
Þriðjudaginn 12. maí mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir námskeiði sem ber yfirskriftina Styrktar- og meiðslafyrirbyggjandi þjálfun í knattspyrnu. Námskeiðið fer fram í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli og stendur frá kl. 18:00-22:00.

Fræðsluferð Færeyska þjálfarafélagsins til Íslands

08-04-2015
Dagana 27 – 30. mars síðastliðinn komu þjálfarar á vegum Færeyska þjálfarafélagins hingað til lands í fræðsluferð. Tilgangur ferðarinnar var að kynnast íslenskum fótbolta sem mest á öllum stigum og kynna sér nánar uppganginn sem átt hefur sér stað á undanförnum árum hér á landi.  Þjálfararnir voru 15 talsins og mátti finna í hópnum landsliðsþjálfara, meistaraflokksþjálfara og yngri flokka þjálfara en allir starfa þeir í Færeyjum.
 
 

Hver er staða kvenna innan íþróttahreyfingarinnar?

06-02-2015
Knattspyrnusamband Íslands stendur fyrir málþingi, föstudaginn 13. febrúar kl. 17:30, í höfuðstöðvum KSÍ.  Málþingið ber yfirskriftina: "Hver er staða kvenna innan íþróttahreyfingarinnar?" og er öllum opið.

Fréttabréf AEFCA

04-02-2015
AEFCA, evrópska knattspyrnuþjálfarafélagið gefur reglulega út fréttabréf. Fréttabréf janúar 2015 má nálgast með því að smella hér á AEFCA newsletter

Námskeið í hugmyndafræði Coerver Coaching 21. - 22. febrúar

30-01-2015
Knattspyrna á ÍslandiDagana 21.-22. febrúar mun KSÍ bjóða þjálfurum upp á námskeið í hugmyndafræði Coerver Coaching.

Hingað til lands kemur Brad Douglass en hann starfar sem Technical Director hjá Coerver Coaching. Brad kom einnig hingað til lands í ársbyrjun 2013 og hélt vel heppnað Coerver Coaching námskeið á vegum KSÍ sem var gríðarlega vel sótt.

KÞÍ hjálpar þjálfurum sem eiga inni laun

23-01-2015
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands hefur undanfarin ár þurft að hjálpa þjálfurum sem eiga inni ógreidd laun hjá félögum. 

Eins og við greindum frá á dögunum hafa Leikmannasamtök Íslands hjálpað leikmönnum sem eiga inni laun en þjálfarafélagið gerir slíkt hið sama fyrir þjálfara. 
 

Samstarfsaðilar