Fréttir


Gunnar tekur við kvennaliði Keflavíkur

04-10-2015
Gunnar Magnús Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur og gerir hann tveggja ára samning við félagið.  Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta í dag en Gunnar Magnús var í þjálfarateymi karlaliðsins sem kolféll úr Pepsi deildinni í sumar.

Freyr og Davíð hættir sem þjálfarar Leiknis

03-10-2015
Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónasson eru hættir sem þjálfarar Leiknis.

Þetta staðfestu þeir eftir 3-2 tap gegn Keflavík í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í dag.

Jói Harðar hættir með ÍBV

03-10-2015
Jóhannes Þór Harðarson mun ekki snúa aftur til starfa hjá ÍBV, en hann var ráðinn þjálfari liðsins fyrir þetta tímabil. Frá þessu greindi félagið í fréttatilkynningu rétt í þessu.

Alfreð hættur sem þjálfari Ægis

02-10-2015
merki ÆgirAlfreð Elías Jóhannsson er hættur sem þjálfari Ægis í Þorlákshöfn eftir fimm ára starf. Alfreð kom Ægi upp úr 3. deildinni árið 2012 og liðið hefur haldið sæti sínu í 2. deildinni undanfarin ár.

Óli Stefán orðinn aðalþjálf­ari Grinda­vík­ur

01-10-2015
Óli Stefán Flóvents­son, sem var aðstoðarþjálf­ari karlaliðs Grinda­vík­ur í knatt­spyrnu í sum­ar, er tek­inn við sem aðalþjálf­ari liðsins.

Brynj­ar Gests­son hætt­ur með Fjarðabyggð

01-10-2015
Brynj­ar Þór Gests­son staðfesti það í sam­tali við vefsíðuna fot­bolti.net í dag að hann væri hætt­ur sem þjálf­ari karlaliðs Fjarðabyggðar í knatt­spyrnu.

Þrjú KSÍ-I þjálfaranámskeið framundan

30-09-2015
Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, tvö helgina 16. - 18. október og eitt helgina 30. október - 2. nóvember.

Úlfur Blandon tekur við Gróttu

29-09-2015
Úlfur Blandon hefur verið ráðinn nýr þjálfari meistaraflokks karla hjá Gróttu en hann hefur gert tveggja ára samning við félagið.

Jón Stefán ekki áfram með Dalvík/Reyni

27-09-2015
merki Dalvík/ReynirJón Stefán Jónsson mun ekki halda áfram sem þjálfari Dalvíkur/Reynis næsta sumar.   Jón Stefán tók við Dalvík/Reyni eftir fyrri umferðina í 2. deildinni í sumar. Dalvík/Reynir var þá á botni deildarinnar og það varð einnig niðurstaðan í lok tímabils sem þýðir að liðið spilar í 3. deild að ári.
 

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 2.-4. október

26-09-2015
Helgina 2.-4. október mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði í höfuðstöðvum KSÍ. Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B/UEFA B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 af 100 í skriflega KSÍ B prófinu.

Gunnar Borgþórsson tekur við körlunum á Selfossi

25-09-2015
Gunnar Rafn Borgþórsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá Selfoss. Hann mun jafnframt taka við starfi yfirmanns knattspyrnumála sem er ný staða hjá knattspyrnudeild félagsins.

Frá þessu er greint á Sunnlenska fréttavefnum en Gunnar stýrði bæði karla- og kvennaliði félagsins eftir að Zoran Miljkovic hætti störfum um mitt mót í sumar.
 

Rétt viðbrögð vegna höfuðhöggs - myndband

24-09-2015
Sjaldan er góð vísa of oft kveðin og það á svo sannarlega við í umræðunni um rétta meðhöndlun í kjölfar höfuðhöggs. Rétt viðbrögð í kjölfar höfuðhöggs geta skipt sköpum og KSÍ vill minna á nokkur atriði er þetta varðar.  
 

Arnar Sveinn tekur við KH

23-09-2015
Arnar Sveinn Geirsson hefur verið ráðinn þjálfari Knattspyrnufélags Hlíðarenda og kemur til með að stýra liðinu næsta sumar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.
 

KSÍ I þjálfaranámskeið á Reyðarfirði

21-09-2015

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ I þjálfaranámskeið á Reyðarfirði helgina 25.-27. september nk.   

Dagskrá má sjá hér í viðhengi. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Námskeiðsgjald er kr. 17.500,-.  

KSÍ VI námskeið 26. – 27. september

21-09-2015
KSÍ heldur fyrri hluta KSÍ VI þjálfaranámskeiðsins um helgina í höfuðstöðvum sambandsins á Laugardalsvelli. 40 þjálfarar sóttu um að sitja námskeiðið sem er hluti af KSÍ A þjálfaragráðunni. 25 þjálfarar voru valdir úr hópnum og munu þeir fá kennslu í leikgreiningu.
 

Srdjan Tufegdzic þjálfar KA næstu tvö árin

20-09-2015
Srdjan Tufegdzic hefur verið ráðinn þjálfari KA næstu tvö árin en þetta staðfesti Sævar Pétursson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar félagsins á Twitter.
 

Málþing um andlega líðan íþróttamanna

06-09-2015

Íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík, Knattspyrnusamband Íslands og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands efna til málþings um andlega líðan íþróttamanna miðvikudaginn 9. september kl: 16:00-17:30 í stofu M208 í Háskólanum í Reykjavík.

Ísland öruggt á EM 2016 í Frakklandi

06-09-2015
Ísland tryggði sér í kvöld sæti á lokakeppni EM í Frakklandi en liðið gerði markalaust jafntefli við Kasakstan á Laugardalsvelli. Það var ljóst fyrir leikinn að eitt stig myndi tryggja Íslandi sætið og eftir baráttuleik þá náðist það markmið.

Ráðgjöf til knattspyrnuþjálfara við gerð ráðningarsamninga

01-09-2015
Nú er tíminn þar sem þjálfarar eru að endurnýja eða gera nýja samninga við knattspyrnufélög.  KÞÍ vill vekja athygli á þeirri þjónustu sem endurskoðandi og ráðgjafi KÞÍ í samningamálum býður félagsmönnum KÞÍ upp á.
 

Nýr ráðningarsamningur fyrir knattspyrnuþjálfara

01-09-2015
Nýr ráðningarsamningur sem stjórn KÞÍ mælist til að knattspyrnuþjálfarar sem eru á launþegasamningum við þjálfun noti við samningagerð við knattspyrnufélög. Samningurinn er unnin af KÞÍ í samvinnu við lögfræðing og endurskoðanda og í anda samninga sem þjálfarar á Norðurlöndum nota. Ráðningasamninginn má nálgast hér.

Samstarfsaðilar