19.12.00 Félagafjöldinn kominn yfir 200Það er ljóst að hinn almenni félagsmaður í KÞÍ kann að meta það sem gert hefur verið að undanförnu í félaginu okkar því nú hafa 201 greitt árgjaldið vegna ársins 2000 og erum við í stjórn KÞÍ ákaflega þakklát fyrir það. Samt má segja að enn eru nokkrir starfandi þjálfarar, sem greitt hafa árgjaldið hingað til, enn eftir að ganga frá félagsgjaldinu sínu fyrir árið 2000 og skorum við á þá alla að gera það sem fyrst og stuðla þannig að enn betra starfi innan félagsins.
 

18.12.00 Kraftþjálfun knattspyrnumannaLokaritgerð Ómars Jóhannssonar og Gunnars Guðmundssonar á E stigi KSÍ 1999, Kraftþjálfun knattspyrnumanna, könnun á kraftþjálfun íslenskra knattspyrnuliða, má nú finna undir liðnum fróðleikur. Í ritgerðinni er borin saman kraftþjálfun þriggja íslenskra knattspyrnuliða, þ.e. ÍBV, Þróttar Reykjavík og Víkings Reykjavík og að auki ýmis fróðleikur um þetta efni.
 

18.12.00 Ýmis fróðleikur frá Alla ÖrnólfsUndir liðnum fóðleikur má nú finna ýmsan fróðleik frá Aðalsteini Örnólfssyni knattspyrnuþjálfara hjá Stjörnunni í Garðabæ.
 

6.12.00 Fréttabréf á leiðinni til félagsmanna4. tbl. Fréttabréfs Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands er að koma úr prentun og berst félagsmönnum væntanlega í kringum 11. desember. Meðal efnis er skýrsla stjórnar KÞÍ fyrir síðasta starfsár, Gunnar Guðmundsson þjálfari sýnir okkur nokkrar skemmtilegar æfingar og svo eru stuttar fréttir.
 

28.11.00 Áfengi og Tóbak - Andstæðingar afrekaFimmtudaginn 30. nóv. n.k. stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir fræðslufundi þar sem fjallað verður um áhrif áfengis og tóbaks á árangur í íþróttum. Fundurinn fer fram í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 3.h. og hefst kl. 20.00

Dagskrá:
Kl. 20:00 Setning - Sigríður Jónsdóttir, varaforseti ÍSÍ
Kl. 20:05 Áhrif áfengis á árangur í íþróttum - Valgerður Rúnarsdóttir, læknir
Kl. 20:40 Áhrif tóbaks á árangur í íþróttum - Ásgeir Helgason, læknir
Kl. 21:15 Viðhorf þjálfarans - Bjarni Jóhannsson, knattspyrnuþjálfari
Kl. 21:30 Umræður

Fundurinn er sérstaklega ætlaður öllum starfandi þjálfurum innan íþróttahreyfingarinnar og eru forráðamenn hvattir til að koma þessu bréfi áfram til allra þjálfara á þeirra vegum. Forráðamenn íþróttafélaga sem og foreldrar barna og unglinga í íþróttum eru einnig hvattir til að mæta.
 
 

27.11.00 Góður hagnaður á árinuÁ aðalfundi KÞÍ kom fram að hagnaður af rekstri félagsins á síðasta ári var rúmlega 500.000 og ljóst að stjórn félagsins hefur heldur betur tekið á fjármálunum. Fram kom á fundinum að unnið er að því að finna eitthvað sem félagar fá með árgjaldinu á næsta ári, en hvað það verður er ekki enn komið á hreint.
 

19.11.00 Myndbandsspólur frá stóru mótunum

Á ráðstefnu UEFT í Frankfurt í október fékk KÞÍ fimm myndbandsspólur að gjöf. Þessar spólur get félagsmenn nú fengið að láni hjá félaginu og þarf þá að senda tölvupóst til KÞÍ eða hafa samband við einhvern stjórnarmann. Spólurnar eru frá EM 2000 í Hollandi og Belgíu, úrslitakeppnum U21, U18 og U16 og svo öll mörkin úr Meistarakeppninni í fyrra.
 

15.11.00 Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarafélags ÍslandsAðalfundur KÞÍ verður haldinn í Smáranum, íþróttahúsi Breiðabliks í Kópavogi föstudaginn 24. nóvember kl. 20.00. Á dagskra fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf. Á fundinum verður kosið um þrjá stjórnarmenn, Sigurð Þóri, Magnús og Ómar og tvo varamenn, Njál og Jóhann. Allir ætla þeir að gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Félagar eru hvattir til að mæta. Í lok fundar mun verða boðið upp á léttar veitingar í boði Sól-Víking.
 

5.11.00 Þjálfaramenntun KSÍ - B stigFræðslunefnd KSÍ heldur B-stigs þjálfaranámskeið í Reykjavík 17. - 19. nóvember 2000 samkvæmt kennsluskrá um þjálfaramenntun. Þátttakendur þurfa að hafa lokið A-stigi KSÍ. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu KSÍ fyrir 15. nóvember í síma 510-2900 eða með tölvupósti. Námskeiðsgjald er kr.12.000. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu KSÍ.
 

26.10.00 KÞÍ tekur upp nýtt fréttakerfiKÞÍ hefur tekið upp nýtt fréttakerfi sem gerir það nú enn auðveldara að setja inn fréttir á heimasíðuna. Áður hefur það tekið 1-2 daga að koma inn nýrri frétt en nú ætti það að taka innan við mínútu. Þetta er fyrsta fréttin sem skrifuð er í kerfinu.

Samstarfsaðilar