Lög Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands 

 
1. grein.
Félagið heitir Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands, KÞÍ.
 
2. grein.
Félagið er félag knattspyrnuþjálfara á Íslandi með eigin fjárhag og lög.
 
3. grein.
Markmið og tilgangur félagsins skulu vera:
 • Að sameina knattspyrnuþjálfara í eitt félag
 • Að vinna að hagsmunamálum knattspyrnuþjálfara í hvívetna
 • Að auka áhuga á knattspyrnuþjálfun
 • Að stuðla að því að allir þeir sem starfa við knattspyrnuþjálfun, hafi hlotið undirstöðumenntun í knattspyrnuþjálfun
 • Að auka menntun þeirra, er starfa að tilsögn og þjálfun í knattspyrnu
 • Að kappkosta að eiga sem best samstarf við KSÍ og alla þá sem vinna að eflingu og útbreiðslu knattspyrnunnar
 • Að koma á og viðhalda samskiptum við knattspyrnuþjálfarafélög erlendis
 • Vera virkur málsvari knattspyrnuþjálfara
 
4. grein.
Markmiðum sínum skal félagið m.a. ná með því að:
 • Halda skrá yfir alla félagsmenn og innheimta árgjald
 • Veita þjálfurum aðstoð og ráðgjöf í hagsmunamálum
 • Halda fræðslufundi og ráðstefnur um knattspyrnuþjálfun
 • Gera kröfur um lágmarksmenntun fyrir aðild að félaginu
 
5. grein.
Innganga í félagið skal öllum heimil sem starfa við eða hafa starfað við knattspyrnuþjálfun. Félagar verða fullgildir meðlimir þegar þeir hafa greitt árgjald til félagsins. Félagsmenn þurfa að hafa lokið fyrsta þjálfarastigi KSÍ fyrir knattspyrnuþjálfara, eða sambærilegri menntun.
 
6. grein.
Árgjöld félagsmanna skulu ákveðin á aðalfundi hverju sinni. Aðeins skuldlausir félagsmenn hafa atkvæðisrétt á aðalfundi. Heiðursfélagar KÞÍ eru undanþegnir greiðslu árgjalds og teljast fullgildir félagar í KÞÍ.
 
7. grein.
 
Stjórn félagsins skipa fimm menn, formaður og fjórir stjórnarmenn. Í varastjórn skal kjósa tvo menn. Formaður skal kosinn sérstakri kosningu til tveggja ára í senn, sbr.10 grein. Stjórnarmenn skipta þannig með sér verkum: varaformaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi. Aðra stjórnarmenn skal einnig kjósa til tveggja ára og skal ár hvert kjósa tvo þeirra. Varamenn skulu kosnir til eins árs.
Allar tilnefningar til stjórnarkjörs KÞÍ þurfa að hafa borist stjórn KÞÍ á netfangið kthi@kthi.is síðata lagi tveimur vikum fyrir aðalfund félagsins.
 
8.grein.
Stjórnarfundi boðar formaður, þegar hann eða meirihluti stjórnar telur nauðsynlegt. Ákvarðanir stjórnar öðlast gildi með einföldum meirihluta.
 
9. grein.
Aðalfund félagsins skal halda árlega á tímabilinu 15. september til 31. desember. Boða skal aðalfund með tveggja vikna fyrirvara í fjölmiðlum. Reikningsár KÞÍ er starfsárið. Rétt til setu á aðalfundi, auk félagsmanna, eiga stjórn og varastjórn KSÍ, fræðslunefnd KSÍ og framkvæmdastjóri KSÍ. Hafa þessir aðilar málfrelsi og tillögurétt.
 
10. grein.
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
 • Fundarsetning.
 • Kosning fundarstjóra og fundarritara.
 • Skýrsla stjórnar.
 • Reikningar félagsins.
 • Lagabreytingar.
 • Kosning formanns, stjórnarmanna og varamanna, skv. ákvæðum 7. greinar.
 • Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.
 • Ákvörðun um árgjald, skv. 6. grein.
 • Önnur mál.
 • Fundi slitið.
11. grein.
a) Breytingar á lögum þessum má aðeins gera á aðalfundi og þurfa 3/4 fundarmanna að greiða þeim atkvæði. Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn félagsins skriflega 7 dögum fyrir aðalfund.
b) Tillaga um að leggja KÞÍ niður hlýtur ekki endanlega afgreiðslu fyrr en á framhaldsaðalfundi og þurfa ¾ hlutar fundarmanna að greiða tillögunni atkvæði.
c) Framhaldsaðalfundur skal vera boðaður með einnar viku fyrirvara í fjölmiðlum.
 
d) Verði félagið lagt niður afhendast gögn og sjóður þess Knattspyrnusambandi Íslands.
 
12. grein.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
 
 
 
 
 
 

Samstarfsaðilar