Ágætu knattspyrnuþjálfarar.

 

Knattspyrnuþjálfarafélagið (KÞÍ) og fyrirtækið My Coach undirrituðu á dögunum samstarfssamning sín á milli sem tryggir félagsmönnum KÞÍ áskrift að hugbúnaðinum My Coach. Af því tilefni stóð KÞÍ fyrir kynningu á umræddum hugbúnaði og var sú kynning ágætlega sótt.

Fyrirkomulag verður á þann veg að við greiðslu árgjalds 2017 fá félagsmenn KÞÍ aðgang að umræddum hugbúnaði til eins árs. Er hugmyndin sú að aðgangur muni svo fylgja árgjaldi a.m.k. næstu tvö ár þar á eftir.

 

Þeir þjálfarar sem greitt hafa árgjaldið þurfa að senda KÞÍ eftirfarandi upplýsingar á tölvupóstfang félagsins, kthi@kthi.is:

· Nafn.

· Tölvupóstfang.

· Símanúmer.

 

KÞÍ mun safna saman framangreindum upplýsingum og senda til My Coach sem svo sendir viðkomandi þjálfara upplýsingar um aðgangsorð og lykilorð með tölvupósti. Í framhaldi getur viðkomandi félagsmaður svo byrjað að nota hugbúnaðinn.

Er fyrirhugað að senda lista með téðum upplýsingum upp úr mánaðamótum júní/júlí. Listar verða svo uppfærðir reglulega og/eða eftir þörfum.

 

Stjórn KÞÍ hvetur félagsmenn til þess að senda KÞÍ upplýsingarnar hið fyrsta. Þá hvetur stjórnin þjálfara sem ekki hafa greitt árgjaldið að gera það og tryggja sér aðgang að My Coach.

 

Reykjavík, 24. júní 2017,

Stjórn KÞÍ.

Samstarfsaðilar