Þjálfarastörf

 

19.08.2017 - Knattspyrnudeild Íþróttafélags Reykjavíkur óskar eftir að ráða knattspyrnuþjálfara fyrir yngriflokka félagsins.

Barna og unglingaráð (BUR) yngri flokka knd. ÍR óskar eftir að ráða þjálfara í yngstu flokka deildarinnar.  Um er að ræða þjálfara í 5., 6. og 7. flokkum drengja.  Mikilvægt er að þjálfarar 6. og 7. flokks geti byrjað að þjálfa kl. 15.00 á daginn (þrisvar í viku) en æfingar 5. flokks byrja eftir kl. 16.00 í miðri viku en einnig er æft á laugardögum.  Áhugasamir sendi upplýsingar um menntun og fyrri störf til yfirþjálfara yngri flokka knd. ÍR á netfangið : sigurdurth@bhs.is fyrir 25. ágúst 2017.

Nýtt tímabil hefst í byrjun september.

Nánari upplýsingar gefur Sigurður Þórir Þorsteinsson yfirþjálfari yngri flokka knd. ÍR í s. 861 9401 og á ofangreint netfang.

 

13.08.2017 - Knattspyrnudeild UMF Sindra á Hornafirði óskar eftir yfirþjálfara fyrir yngriflokka félagsins.

Yngri flokka ráð knattspyrnudeildar UMF Sindra á Hornafirði leitar að yfirþjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Iðkendur deildarinnar eru um 100 og leitar félagið eftir metnaðarfullum og drífandi einstaklingi til að byggja upp starfssemi deildarinnar samhliða þjálfun yngri flokka. Allar aðstæður til þjálfunar eru til fyrirmyndar og mun deildin aðstoða tilvonandi þjálfara með húsnæði á staðnum.

Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af þjálfun barna og unglinga og hafi sótt þjálfaranámskeið hjá KSÍ. Viðkomandi þarf að geta leiðbeint öðrum þjálfurum og búa yfir skipulögðum og vönduðum vinnubrögðum og vera lipur og jákvæður í samskiptum.

Áhugasamir sendi umsókn eigi síðar en 18. ágúst á yngriflokkar@umfsindri.is en frekari upplýsingar um starfið veita Jón Kristján Rögnvaldsson í síma 843-0699 og Trausti Magnússon í síma 862-3757.

 
13.08,2017 - Knattspyrnudeild Vestra óskar eftir yfirþjálfara fyrir yngriflokka félagsins. 

Knattspyrnudeild Vestra óskar eftir að ráða yfirþjálfara yngri flokka félagsins. Starfshlutfallið er sveigjanlegt, getur verið 50-100% eftir samkomulagi. Hluti af vinnunni verður almenn þjálfun yngri flokka. Yfirþjálfari hefur yfirumsjón með öllu faglegu barna- og unglingastarfi og er honum ætlað að efla yngri flokka félagsins og leiða félagið áfram í komandi verkefnum. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á knattspyrnuþjálfun. Reynsla og þjálfaramenntun er skilyrði fyrir ráðningu. Aðrar hæfniskröfur:

  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði
  • Góð samskipti
  • Þjálfaramenntun
  • Almenn tölvufærni
  • Hreint sakavottorð
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur

Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 2017. Umsókn ásamt ferilskrá óskast sent á Kristján Þór Kristjánsson formann barna og unglingaráðs kriskristjans@gmail.com. Nánari upplýsingar gefur Kristján í síma 6602664.

 
29.07.2017 - Grindavík auglýsir eftir yfirþjálfara 
 
Við leitum að metnaðarfullum, skipulögðum, áreiðanlegum og kraftmiklum einstaklingi með reynslu og menntun í knattspyrnuþjálfun. Umsækjendur þurfa að eiga auðvelt með mannleg samskipti og leita leiða til að efla en frekar yngri flokka starf félagsins. Yfirþjálfari hefur m.a. yfirumsjón með faglegu barna- og unglingastarfi sem skal unnið samkvæmt siðareglum, uppeldisáætlun og lögum félagsins sem og ítarlegri starfslýsingu sem mun fylgja ráðningarsamningi. Hreint sakavottorð skilyrði.
Umsóknarfrestur er til 15.ágúst 2017. Umsókn ásamt ferilskrá óskast sent á Knattspyrnudeild Grindavíkur umfg@centrum.is en nánari upplýsingar eru gefnar í síma deildarinnar 426-8605.
 
29.04.2017 - Þróttur Reykjavík auglýsir eftir þjálfurum í yngriflokka félagsins.
 
Reynsla af þjálfarastörfum og menntun skilyrði
Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Þróttar auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfurum sem eru tilbúnir að vinna skv. stefnu félagsins.
Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem allra fyrst. Reynsla af þjálfarastörfum og þjálfaramenntun og/eða íþróttafræðimenntun skilyrði.
 
Áhugasömum er bent á að vera í sambandi við íþróttastjóra Þróttar á thorir@trottur.is  eða í síma 580-5902.
 
 
07.10.2015 - Grindavík auglýsir eftir þjálfara fyrir kvennaliðið
 
Kvennaráð Knattspyrnudeildar Grindavíkur óskar eftir þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna í knattspyrnu fyrir tímabilið 2015-2016þ
 
Áhugasamir sendi upplýsingar á glpalsson@simnet.is
 
 
01.09.2015 - Knattspyrnudeild Álftaness auglýsir eftir þjálfurum
 

Knattspyrnudeild Álftaness leitar að þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins. Um ræðir þjálfara fyrir hina yngstu stúlknaflokka félagsins.

Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af þjálfun barna og hafi sótt þjálfaranámskeið hjá KSÍ. Uppeldisfræði- og/eða íþróttamenntun er kostur. 

Áhugsamir sendi umsókn eigi síðar en 10. september nk. til Birgis Jónassonar, yfirþjálfara yngri flokka, á tölvupóstfangið birgirjonasson@gmail.com.

 

21.08.2015 - Knattspyrnudeild Þróttar auglýsir eftir yfirþjálfara í fullt starf
 

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúnn í að leggja sitt af mörkum til að efla yngri flokkana hjá félaginu og vinna skv. stefnu félagsins. Reynsla og þjálfaramenntun skilyrði. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.


Yfirþjálfari hefur yfirumsjón með öllu faglegu barna- og unglingastarfi. Leitað er að kraftmiklum leiðtoga í fullt starf sem hefur brennandi áhuga á að vinna með Þrótti að uppbyggingu yngri flokka í knattspyrnu.

 Hæfniskröfur:

- Frumkvæði og sjálfstæði

 - Almenn tölvufærni

 - Reynsla af sambærilegu starfi kostur

 - Þjálfaramenntun

 - Hreint sakavottorð

 Annað: 

Umsóknarfrestur er til 28.ágúst 2015. Umsókn ásamt ferilskrá óskast sent á Ótthar Edvardsson framkvæmdarstjóra Þróttar otthar@trottur.is

 

21.08.2015 - Knattspyrnudeild Þróttar auglýsir eftir þjálfurum
 

Leitað er að sjálfstæðum og metnaðarfullum einstaklingum með reynslu og menntun í knattspyrnuþjálfun. Umsækjendur þurfa að eiga auðvelt með mannleg samskipti og búa yfir getu til að byggja upp og bæta starfið í heild sinni.

Um er að ræða þjálfun í yngri flokkum félagsins og þarf viðkomandi að geta hafið störf strax. Reynsla af þjálfarastörfum og þjálfaramenntun skilyrði.

Umsóknir skulu sendast fyrir 28.ágúst nk. á netfangið otthar@trottur.is

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdarstjóri Þróttar Ótthar Edvardsson sími  580 5903

 

09.08.2015 - Þór Akureyri auglýsir eftir þjálfurum 
 
merki ÞórUnglingaráð knattspyrnudeildar Þórs leitar að metnaðarfullum þjálfurum til viðbótar við hæfan hóp þjálfara yngri flokka félagsins fyrir tímabilið 2015-16. Starfið felst í almennri þjálfun og kennslu auk þátttöku í keppnum. 
 
Hæfniskröfur 
Við leitum að einstaklingum sem hafa menntun og reynslu á sviði knattspyrnu auk metnaðar og getu til að byggja upp og bæta bæði hópinn og einstakinga innan hans.
Félagið og æfingaaðstaða

Iðkendafjöldi yngri flokka Þórs er um 400 í 2. til 8. flokk. Þjálfarar félagsins eru um 20 yfir veturinn en fleiri yfir sumartímann. Æfingaðstaða og umgjörð félagsins er með því besta sem gerist á landinu.

Yfir vetrartímann eru æfingar í knattspyrnuhúsinu Boganum við Hamar og á gervigrasvelli Akureyringa við Dalsbraut en á sumrin er æft á félagssvæði Þórs við Hamar og í Boganum. Allir þjálfarar og aðstoðaþjálfarar vinna náið með yfirþjálfara sem hefur yfirumsjón með starfi yngri flokkana.

Í umsókn skal taka fram reynslu við þjálfun, menntun og annað sem viðkomandi vill taka fram til að sýna fram á þekkingu hans og hæfni. Einnig má taka fram hvaða flokka eða aldur viðkomandi hefur áhuga á að þjálfa.

Umsóknir skulu sendast fyrir 15. ágúst 2015 á netfangið knattspyrna.unglingarad@thorsport.is.

Frekari upplýsingar fást með því að senda fyrirspurnir á sama netfang. Þór hvetur bæði karla og konur á öllum aldri til að sækja um.
 
07.08.2015 - Knattspyrnudeild ÍR auglýsir eftir þjálfurum
 

Knattspyrnudeild ÍR leitar að metnaðarfullum yfirþjálfara og þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins.

Um 250 börn iðka knattspyrnu hjá ÍR og félagið leitar eftir metnaðarfullum einstaklingum sem eru tilbúnir til að byggja upp starfsemi deildarinnar til framtíðar.

Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af þjálfun barna og unglinga og hafi sótt þjálfaranámskeið hjá KSÍ.

Reynsla, þjálfaramenntun og/eða íþróttafræðimenntun er kostur. Sjá nánari upplýsingar um starfsemi Knattspyrnudeildar ÍR á www.ir.is.

Áhugsamir sendi umsókn eigi síðar en 15. ágúst til Árna Birgissonar, formanns knattspyrnudeildarinnar, sími 617 1703 - arni@tengi.is.

Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

 
07.08.2014 - Fylkir auglýsir eftir yngri flokka þjálfurum
 

Knattspyrnudeild Fylkis óskar eftir að ráða þjálfara fyrir yngri flokka fèlagsins.

Óskað er eftir umsóknum fyrir karla og kvennaflokka félagsins.

Hjá knattspyrnudeild Fylkis fer fram metnaðarfullt yngri flokka starf og eru áhugasamir þjálfarar sem hafa áhuga á að koma ì árbæinn og taka þátt í spennandi verkefni beðnir um að senda umsòknir á

Fyrir hönd barna og unglingaráðs
Meddi74@gmail.com
Kjartan.kjartansson@islandsbanki.is

 

 

Samstarfsaðilar