Þjálfarinn
Þjálfarinn er saman safn af tímaseðlum frá innlendum jafnt sem erlendum þjálfurum í gegnum tíðina. Hugmyndin með þjálfaranum var að búa til æfingasafn fyrir félagsmenn KÞÍ. 
   Þjálfarinn   
 
2009
2007
2006
2004
 
 Samstarfsaðilar 
 
 
 
 
 
 

 Albert Capellas

Þjálfarinn er Albert Capellas, einn af yfirþjálfurum yngri flokka Barcelona. Capellas heimsótti Ísland og hélt fyrirlestur á vegum KÞÍ í desember 2008. Hér að neðan eru valdar æfingar sem hann sýndi.
 
Sendingar Upp – Niður – Upp
Flestar æfingar Capellas tengdust leikstíl Barcelona liðsins. Æfingin að neðan er dæmigerð sendingaæfing þar sem einnig er unnið í hreyfingum leikmanna. Markmiðið er stöðugt að bjóða sig í vinkla og búa til þríhyrninga. Gott er að ímynda sér að hafsent sendi upp á framliggjandi miðjumann sem sendir á djúpan miðjumann og þaðan berst boltinn upp á senterinn.
 
Æfing 1.1
Það er djúpi miðjumaðurinn sem hefur æfinguna með því að bjóða sig til hliðar (hann velur í hvor átt). Framliggjandi miðjumaður fer þá í gagnstæða átt og fær sendinguna. (sjá mynd 1)
 
Mynd 1: Æfing 1.1
 
Æfing 1.2
Í þessari útfærslu er rennslið það sama en senterinn fer síðan í veggspil með framliggjandi miðjumanninum. (sjá mynd 2)
Mynd 2: Æfing 1.2
Capellas leyfði síðan leikmönnum að velja hvernig þeir spiluðu upp, en möguleikarnir eru margir. Þetta eykur sköpunargáfu leikmanna og sjálfstæða hugsun.
Sendingaæfing – Þríhyrningur
Capellas ræddi um að þeir nota mikið þríhyrningsformið í sendingaæfingum. Það eru margir möguleikar á útfæslu en hér að neðan eru tvær sýndar. Capellas lagði áherslu á ákveðnar sendingar og var með faster reglur með hvaða færi átti að taka á móti boltanum og hvort það var iina- eða utanfótar. Ekki þannig að skilja að eitthvað væri betra en annað heldur keyrði hann æfinguna t.d. fyrst með hægrifótar móttöku innan fótar og síðan í kjölfarið átt að nota utanfótar.
Æfing 2.1
Byrjað á upp – niður útfærslu en síðan sent í hlaup á þriðja manninum. (sjá mynd 3)
Mynd 3: Æfing 2.1
Æfing 2.2
2x Upp – niður (sjá mynd 4)
 
Mynd 4: Æfing 2.2
Halda bolta innan liðs - 10 á 7
Æfing 3.1
Capellas stillti leikmönnum upp í 4-3-3 þar sem miðjumenn eru inn í reitnum en hinir 7 eru fyrir utan reitinn. Varnarmenn eru síðan 7 inn í reitnum. Ef varnarlið nær boltanum þá er honum skilað á sóknarliðið. Capellas sýndi þessa æfingu á töflu en ekki verklega.
 
Mynd 5: Æfing 3.1

  

Elísabet Gunnarsdóttir

Þjálfarinn er Elísabet Gunnarsdóttir.

Þjálfaraferill
1993-1994 Valur 4.og 5.flokkur kvenna
1994-1995 Valur 4.og 3.flokkur kvenna
1995-1996 Valur 5.flokkur kvenna
1996-1997 Valur 6.,5.og 4.flokkur kvenna
1997-1998 Valur 4.flokkur kvenna
1998-1999 Valur 5., 4. og 3.flokkur kvenna
1999-2000 Valur 4 og 3.flokkur kvenna og yfirþjálfari
2000-2001 Valur 5., 3. og 2.flokkur kvenna og yfirþjálfari
2001-2002 ÍBV Meistarflokkur kvenna
2002-2003 Breiðablik 2.flokkur kvenna
2003-2007 Valur Meistaraflokkur kvenna og yfirþjálfari

Mfl. kv. - Æfing 17.mars í Egilshöll
Tími: 90 mín

Áhersla á æfingu: Upphitun (hröð fótavinna og snúningar með boltann á ferð)
Aðalþáttur varnarleikur, talandi, samvinna og stjórnun.

Upphitun:

• Skokk saman
• Boltaæfingar 3 stöðvar.
a) skallatennis 2:2 (frjálsar snertingar en báðir þurfa að snerta bolta)
b) Hröð fótavinna + móttaka / hopp + skalli
Tveir vinna saman (hoppa jafnfætis yfir keilur og fá svo bolta frá hinum, hoppa og skalla. Sama hröð fótavinna gegnum keilur og fá svo bolta frá hinum hægri og vinstri innanfótar hratt. Skipta svo.
c) Sending, snúningur utanfótar framhjá keilu rekja hratt og snúningur aftur svo hraðabreyting út til hægri eða vinstri.

• Allar saman í stórum kassa… snúningar 14 leikmenn 5 boltar kalla og fá bolta snúa snöggt og hraðabreyting með bolta. (snúningur frjálst) (snúningur innan/utanfótar) Halda bolta á lofti 5 boltar (2-3 snert á mann og hraðabreyting eftir að bolta er skilað á næsta mann)

• Breyting á æfingunni 3 varnarmenn á móti 11 (4 boltar) varnarmenn reyna að koma í veg fyrir sendingar og snúninga. Leikmenn verða að skíla bolta vel.

Leikfræði – VARNARLEIKUR

• 3:2 + markmaður (Varnarleikur dýpt – pressa á boltamann - stjórnun)
Áhersla á samvinnu varnarmanna / hver vinnur pressuna og hver vinnur dýptina og stjórnar ? Markmaður tekur virkan þátt . Ef varnarmaður vinnur boltann þá keyrir hann upp með boltann og skorar í annað keilumarkið með því að rekja boltann yfir línuna.
Ef markmaður vinnur boltann þá kastar hann hratt út (reynir að hitta í gegnum annað keilurmarkið)

• 5: 3 + markmenn (Varnarleikur dýpt – pressa á boltamann – vinnsla – stjórnun og samvinna)
Áhersla á varnarvinnu miðjumanna í leikkerfinu 4-3-3. Einn djúpur miðjumaður stjórnar og tekur dýptina, hinir tveir vinna pressu á boltamann og taka svæði eftir stöðu bolta. Varnarmennirnir eiga tvo möguleika ef þeir vinna boltann a) skyndisókn og sækja þá hratt 3 á móti 5 b) senda boltann til baka á tvo samherja sem bíða við enda eða hliðarlínu og byggja upp sókn að aftan þá 5 á móti 3 og andstæðingurinn droppar 2 leikmönnum út á línu og sama staða kemur upp og í byrjun æfingar.

Spil : 8:8 á hálfan völl með markmönnum.

Skokk og teygjur.

Garðar Gunnar Ásgeirsson

Þjálfarinn er Garðar Gunnar Ásgeirsson.

Þjálfaraferill
1995 - 1996 Íþróttafélagið Leiknir - 6. og 7. flokkur karla
1996 - 1997 Íþróttafélagið Leiknir - 3. - 6. og 7. flokkur karla
1997 - 1998 Íþróttafélagið Leiknir - 6. og 7. flokkur karla
1998 - 1999 Íþróttafélagið Leiknir - 5. og 6. flokkur karla
1999 - 2000 Íþróttafélagið Leiknir - 4. - 5. og 6. flokkur karla
2000 - 2001 Íþróttafélagið Leiknir - 2. og 7. flokkur karla og aðstoðarþjálfari mfl.
2001 - 2002 Íþróttafélagið Leiknir - 2. og 4. flokkur karla og aðstoðarþjálfari mfl.
2002 - 2003 Íþróttafélagið Leiknir - 2. og 4. flokkur karla og aðstoðarþjálfari mfl.
2003 - 2004 Íþróttafélagið Leiknir - Meistaraflokkur karla
2004 - 2005 Íþróttafélagið Leiknir - Meistaraflokkur karla
2005 - 2006 Íþróttafélagið Leiknir - Meistaraflokkur karla
2006 - 2007 Ungmennafélagið Fjölnir - 2. flokkur karla

Fjöldi: 16 leikmenn
Áhöld: 12 keilur, 8-12 boltar.
Tákn: ----> sending, - - - -› hlaup án bolta, ~~~~› hlaup með bolta, ====› skot.

Upphitun:
Æfing 1
A gefur á B og fær boltann aftur. A sendir á B í þríhyrning. B sendir á C sem sendir til baka á B sem síðan sendir aftur á C í þríhyrning. C rekur boltann að næstu keilu og sendir á A. Æfingin heldur áfram eins og frá byrjun.

Markmið:
-Æfa einfaldar sendingar
-Gera hlutina í 1. snertingu
-Æfa báðar fætur, gera æfingarnar í báðar áttir.

Æfing 2
A sendir á B sem sendir til baka. A sendir í hitt hornið á C sem leggur boltann til baka á B sem sendir í þríhyrning á C. C rekur boltann að næstu keilu og æfingin byrjar frá byrjun.

Markmið:
Sömu og í æfingu 1.

Aðalhluti:
Æfing 3
2 leikmenn (kantmenn/bakverðir) eru á köntunum með nokkra bolta. A gefur á B sem spilar til baka. A sendir á C sem leggur boltann á B sem skýtur á markið. C hleypur síðan inn í teiginn og fær fyrirgjöf frá öðrum kantinum. A verður B, B verður C og C verður A.

Markmið:
-Vanda sendingar
-Vanda fyrirgjafir
-Æfa skot á mark
-Klára í 1. snertingu.

Æfing 4
4 lið. 2 lið spila 4:4 á velli sem er 2 vítateigar að stærð. Hin liðin eru battar. Battarnir stilla sér upp á hliðunum og endalínunum. Hver leikur 3 mínútur. 2 snertingar.

Markmið: -Fá pressu
-Nota batta
-Klára færin eins fljótt og hægt er
-Fá mörg mörk

 

Samstarfsaðilar