Þjálfarastörf
 
2007
2006
 
 
 
 
 
 
 
Halldór Örn Þorsteinsson

Fæddur: 1969

Þjálfarastig
A, B, C, D og 5. stig KSÍ, auk barna- og unglingaþjálfaranámskeið KSÍ og ýmis önnur námskeið og fyrirlestrar.
1990 – Aðstoðarþjálfari 5. fl. ÍR 1991 – 1996 Þjálfari hjá yngri flokkum Fylkis. 1996 – 2001 Þjálfari hjá yngri flokkum Breiðabliks 2002 - Þjálfari hjá yngri flokkum ÍBV 2002 - Starfsmaður í mótadeild KSÍ

 

     
Æfing 1

Viðbragsæfing, snerpa, klára færi Þjálfari stendur á miðlínu og leikmenn standa í röð framarlega á miðjuhring sitt hvoru megin. Leikmenn snúa að marki.
A og B byrja og þegar þjálfari spyrnir knettinum beint fram fara A og B af stað í kapphlaup um boltann.
Sá sem nær honum reynir að skora með skoti eða með gabbhreyfingu framhjá markverði.

Útfærslur: Þjálfari heldur á bolta og kastar beint áfram, boltinn skoppar og leikmenn elta hann og reyna að ná honum.
Leikmenn sitja eða liggja og standa upp og elta boltann um leið og honum er spyrnt eða kastað.

 

 
 
     

 
  Æfing 2

1:1, gabbhreyfingar, klára færi

A leikur boltanum rétt fyrir framan miðjuhring í átt að marki en þarf að komast framhjá varnarmanni.
Hann er í reit, 10 x 10 m og gerir eina til tvær tilraunir til að ná boltanum. Ef A kemst framhjá varnarmanni heldur hann áfram að marki og reynir að skora með markskoti eða með því að leika á markmann.

Útfærslur: Mótstaða varnarmanns er lítil fyrir yngri leikmenn og getuminni (þjálfari gæti staðið í miðjunni til að byrja með) en hún er aukin þegar getan eykst.
Hafa nokkra leikmenn 3 - 6 í röð sem sækja og 2 -3 þrír leikmenn geta skipts á að vera varnarmenn.

 

   
Æfing 3

Framhjáhlaupsæfing

A sendir boltann á B og hleypur um leið aftur fyrir B að endamörkum. Um leið hleypur C sem er á hinum kantinum í átt að nærstöng.
B leikur boltanum aðeins inn á við og sendir á A að endamörkum og um leið hleypur B á fjærstöng.
A sendir boltann fyrir (annað hvort á nær eða fjærstöng) þar sem B og C eru mættir og klára færið.
Annar þriggja manna hópur er tilbúinn og stillir upp þegar sókn fyrri hóps er lokið. Leikmenn skipta um hlutverk, þ.e. hver er í miðju og skitpa um kanta.

 

 
 

 
  Æfing 4

Viðbragð - sprettir - skot

Kapphlaup milli A og B sem eru fyrir aftan endamörk við sitthvorn markteig.
Markvörður rúllar boltanum út með höndum og þegar boltinn fer af stað fara leikmenn af stað og spretta að vítateigslínu og fara þar framhjá keilu og hlaupa í átt að boltanum.
Leikmenn berjast um boltann, sá sem nær honum má taka hann og reyna að skora. Passa að hafa nógu marga bolta í eða við markið.
Næstu menn eru tilbúnir fyrir aftan þannig að nægar hvíldir eru á milli.
Ýmsar útfærslur er hægt að gera: M getur látið boltann skoppa, boltinn getur verið kyrr á vítapunkti eða vítateigslínu, leikmenn geta setið eða legið og staðið upp þegar þeir sjá boltann vera kominn af stað o.sfrv.

 

Ólafur Jósefsson

Fæddur: 1963

Námsferill
Ólafur er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, var eitt ár í Íþróttakennaraskóla Íslands og er nú í fjarnámi við Kennaraháskóla Íslands.
Þjálfarastig
Barna-og unglingaþjálfarastig Knattspyrnusambands Íslands 1985.
A-þjálfarastig KSÍ 1994.
B-þjálfarastig KSÍ 1994.
C-þjálfarastig KSÍ 1995.
D-þjálfarastig KSÍ 1997-1998.
E-þjálfarastig KSÍ 1998-1999.
EUFA B 2004.
Hefur auk þess sótt fjölmörg námsskeið hérlendis og farið í heimsóknir til erlendra knattspyrnuliða.
Þjálfaraferill
Ólafur hóf þjálfun hjá Val í Reykjavík árið 1982 við þjálfun yngri flokka kvenna. Þjálfaði yngri flokka í Hveragerði frá árinu 1984-1999 og meistaraflokk Hamars 1993-1994 og aftur árið 1998-1999.
Hefur starfað hjá Knattspyrnufélagi ÍA á Akranesi frá árinu 1999 við þjálfun yngri flokka karla og kvenna, ásamt markmannsþjálfun. Var yfirþjálfari yngri flokka árið 2001-2002 og er nýtekinn við því starfi aftur, ásamt því að þjálfa 4. flokk karla.

Æfingarnar henta fyrir alla aldurshópa frá 4. flokki og upp úr.

Æfing 1a

Séræfing fyrir markmann, miðjumann og sóknarmann – á tíma.

Þjálfari með nóg af boltum við miðju. Miðjumaður býður sig, fær bolta frá þjálfara og snýr. Miðjumaður sólar keilur og verður að horfa upp til að sjá hlaup framherjans og á réttu augnabliki sendir hann stungusendingu inn fyrir varnarmennina (keilurnar). Sóknarmaður þarf að tímasetja hlaupið rétt, varast rangstöðu og klára svo marktækifærið einn gegn markmanni á tíma.

 

Æfing 1b

Sama æfing með öðrum markmanni og varnarmanni.

Æfingin gengur alveg eins fyrir sig með tveimur breytingum. Sú fyrri er að varnarmaður fylgir nú sóknarmanninum eftir og reynir að koma í veg fyrir að hann skori. Hin breytingin er sú að eftir að miðjumaðurinn hefur sent stungusendinguna á sóknarmanninn hleypur hann til baka til þjálfarans sem leggur boltann fyrir hann og miðjumaðurinn skýtur á hitt markið.

 

Æfing 2

Spilaæfing með áherslu á að halda bolta innan liðs, að dreifa spili og sækja hratt – á tíma.

Tvö lið leika 7:7 á velli sem er jafnbreiður vítateig og nær að miðlínu. Á hvorri hliðarlínu eru 2. keilumörk í sitt hvorum lit, 5. m. frá endalínu og hvort um sig tvö skref. Annað keilumarkið er t.d. gult og hitt rautt og eru mörk með sama lit ekki gegnt hvort öðru, heldur í gagnstæðum hornum. Til að byrja með fá leikmenn frjálsar snertingar en fljótlega eru snertingar takmarkaðar. Leikið er þannig að leikmenn halda bolta innan síns liðs í 1 ½ mín. en þá flautar þjálfari t.d. 1x og þá má sækja á gula markið og 2x og þá má sækja á rauða markið. Leikmenn hafa aðeins ½ mín. til að skora og eiga að skora annað hvort í bæði gulu eða rauðu mörkin (fer eftir flauti þjálfara) og þegar ½ mín. er liðin halda leikmenn áfram að halda bolta innan síns liðs, þangað til að þjálfari flautar aftur. Ef bolti fer úr leik sendir þjálfari nýjan bolta inn á völlinn. Hæfilegur leiktími fer eftir markmiðum þjálfunarinnar og aldri leikmanna, en t.d. er hægt að miða við 8. mín. leiktíma. Auðvelt er að breyta álagi t.d. með því að breyta stærð vallar og fjölda leikmanna.

Æfing 3a

Æfing sem þjálfar sóknarhreyfingar, kantspil, fyrirgjafir og afgreiðslu marktækifæra. Hana má líka gera á tíma. Henni fylgir spilaæfing sem þjálfar sömu þætti í spili.

Þjálfari er með nóg af boltum við miðlínu. Framherji býður sig, fær bolta frá þjálfar og rekur hann út fyrir keilu í áttina að hinum kantinum. Hann sendir fyrir framan kantmanninn sem rekur bolta upp í átt að endalínu, lítur upp og sendir bolta fyrir markið. Framherji sem sendi boltann hleypur að nærstöng, hinn framherjinn hleypur út fyrir hina keiluna og býður sig á fjærstöng. Áhersla á að vanda sendingar og að kantmaður líti upp áður en hann sendir bolta fyrir markið. Svo er æfingin gerð á hinum kantinum.

Æfing 3b

Spilaæfing með áherslu á kantspil og fyrirgjafir. Tvö lið leika á velli sem nær á milli vítateiga og er jafnbreiður og vítateigur er. Hvort lið um sig sendir tvo kantmenn út fyrir keilurnar, þeir mega ekki koma inn á völlinn og ekki má pressa á sendingar frá þeim. Markmann mega bara kasta frá marki og lið verður að ná að leika bolta yfir miðlínuna áður en það má senda hann bolta út á annan hvorn kantinn. Aðeins er hægt að skora mörk eftir fyrirgjöf eða frákast eftir fyrirgjöf. Reglulega er skipt um kantmenn.

 

 

Ásbjörn Sveinbjörnsson

Fæddur: 13.05.1954

Þjálfarastig KSÍ: A, B.

Þjálfaraferill:
1991 - ÍK, 4.fl. ka.
1992 - HK 4.fl. ka.
1993 - HK 3.fl. ka.
1994 - HK 3.fl. ka.
1995 - HK 6.fl. ka.
1996 - HK 6 fl. ka.
1997 - HK, 6.fl.ka.
1998 - HK, 5.fl.ka.
1999 - HK, 5.fl.ka.
2000 - HK, 5.fl.ka.
2002 - HK, 4.fl.ka.
2003 - Stjarnan Mfl. kvenna

Æfing 1

Áhöld: 10 keilur

Útskýring: Boltar
16 leikmenn + 2 markmenn. Leikmönnum er skipt í fjóra hópa. Leikmenn A og A1 eru í stöðu vinstri bakvarðar með bolta. Leikmenn og B og B1 eru úti á vinstri kanti við miðlínu. A og A1 senda til B og B1 sem senda strax aftur á A og A1. Þeir móttaka sendinguna og reka gegnum keilurnar og senda á B og B1 fá boltana aftur niður kantinn og reka hann áfram. A og A1 senda síðan fyrirgjöf á B og B1 sem koma og reyna viðstöðulaust markskot. Leikmenn skipta um stöður.

Æfing 2

Útskýring: Atrenna - Kollhnís áfram - Stokkið upp og skallað að marki. Leikmaður hleypur og fer kollhnís og B sendir háa sendingu með báðum höndum á A sem stekkur upp og skallar að marki. Leikmenn skipta um stöður. Síðan fara leikmenn 2 kollhnísa og síðan 3 kollhnísa.

Æfing 3

Útskýring: Atrenna - Stokkið yfir hindrum - Knötturinn tekinn á brjóstið og skotið að marki án þess að boltinns snerti völlinn. Leikmenn skipta um stöður.

 

 

Kristján Guðmundsson

Kristján Guðmundsson er 38 ára Breiðhyltingur. Kristján æfði og lék bæði Víkingi og ÍR í yngri flokkum og á nokkra leiki með mfl ÍR í neðri deild. Kristján tók stúdentspróf frá Fjölbraut Breiðholti og B.eD próf frá KHÍ með íþróttir sem valfag. Kristján hefur lokið A,B,C,D og E stigum þjálfaramenntunar KSÍ ásamt námskeiðum erlendis. Hann starfar nú sem almennur kennari við Breiðholtsskóla.

Kristján byrjaði að þjálfa 18 ára hjá ÍR. Þjálfað þar 11 ár samfleytt og síðar hjá Val áður en hann fluttist til Svíþjóðar og starfaði við þjálfun yngri flokka hjá Malmö FF í tvö ár. Kristján hefur þjálfað mfl. Þórs seinustu 4 ár og starfar nú sem þjálfari hjá mfl ÍR í 2.deild.

Æfing 1

Markmið: Fjölbreytt; Sendingar, móttaka, hreyfing án bolta, leysa spil í þröngum svæðum, grunnþol, sérhæft þol.

Aldur: Hentar fyrri 3. fl. ka., 2 fl. kv. og eldri.

Áhöld: Nóg af boltum, 16 keilur, 2-3 litir af vestum.

Útskýring: 4 lið skipuð 4 leikmönnum hvert. Leikið 4 gegn 4. Sett upp mót, öll lið mætast eða bikarumferð, sigurvegarar mætast í úrslitaleik og leikur um fall. Tvær snertingar á mann. Mörk eru afmökruðu svæðin í honum. Verja tvö, sækja á tvö. Mark er skorað ef liðið sem sækir í það skiptið nær að senda í sóknarhornsvæði sitt og leikmaður í horninu nær fullkomnu valdi á knettinum innan þess svæðis. Leiktími frá 4 mínútum upp í 10 mínútur. Leikmenn á hliðar- og endalínum hafa eina snertingu sem veggur og spila með því liði sem hefur knöttinn í það skipti. Hægt að stýra álagi, markaskorun með því að spila án hámarkssnertinga, stærð vallar, leiktíma o.s.frv.

Æfing 2

Markmið: Sendingar, samvinna, móttaka, pressa, leika knettinum undir pressu, grunnþol.

Aldur: Hentar fyrir 3. fl. ka, 2. fl. kv. og eldri.

Áhöld: Nóg af boltum, 8 keilur, 3 litir af vestum.

Útskýring: Hópnum skipt í 3 lið, þó ekki fleiri en 5 í liði. Hópur í ret A reynir að ná 5 sendingum á milli sín áður en knötturinn er sendur yfir í reit C þar sem þriðja liðið tekur við kenttinum í retinum og nær valdi á honum. Ef það tekst hefur hópurinn í reit A skorað mark. Hópurinn í reit B sendir alltaf einn leikmann inn í þann reit sem verið er að leika knettinum og reynir knattrán eða pressa knöttinn útúr reitnum. Ef það tekst þá fer hópurinn úr reit A inní reit B (miðreitinn) og sendir einn leikmann í pressu í reit C þar sem hópurinn þar hefur þegar byrjað að leika knettinum á milli sín. Leikmenn í miðreitnum mega stela sendingum sem fara í gegnum það svæði eða senda knöttinn útaf. Leikið með tveimur snertingum. Aldrei má leggja af stað inn í reit fyrr en knöttur er þar kominn í leik!

Dæmi: Bláir í reit A hafa náð 5 sendingum sín á milli án þess að pressumaður (rauðir) úr reit B hafi tekist að ræna knettinum eða koma honum útaf. Blár sendir knöttinn yfir í reit C (gulir) en sendingin hafnar fyrir utan reitinn. Mark hefur ekki verið skorað, gulir sækja strax bolta og hefja að senda sín á milli, bláir hlaupa inn í miðreit og senda einn pressumann inn í reit C. Rauðir úr reit B færa sig inn í reit A þar sem þeir voru að pressa.

Hægt er að stýra leiknum á margan hátt, t.d. með snertingum, stærð vallar, fjölda leikmanna, leiktíma o.s.frv.

 

 

Úlfar Hinriksson

Úlfar Hinriksson er fæddur 6. apríl 1972. Stúdent af íþrótta- og náttúrufræðibraut við Fjölbrautaskólann við Ármúla 1992. Útskrifaðist 1995 sem íþróttakennari frá Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni. Úlfar hefur lokið öllum stigum KSÍ í knattspyrnuþjálfun og nam veturinn 2000 - 2001 á knattspyrnulínu við Danmarks Trænerskole Aalborg.

Úlfar hefur þjálfað yngri flokka drengja og stúlkna síðan 1994. Fyrst hjá Víking en síðustu 8 ár hjá Breiðabliki.

Æfingarnar eru úr lokaverkefni Úlfars við Danmarks Trænerskole Aalborg. Verkefnið var rannsókn á hraða og hraðaþörf sóknarleikmanna leikmanna í þýsku bundesligunni.

 

     
1) Viðbragð - sprengikraftur - hröðun í leikformi

 

Æfing 1

Sóknarmaður gegn varnarmanni + markmaður. Sóknarmaður reynir að skjóta báðum boltum á markið án þess og áður en varnarmaðurinn nái að blokkera skotið. varnarmaðurinn má ekki koma við boltana fyrr en að sóknarmaður er búinn að skjóta fyrri boltanum.

Áhersla: gabbhreyfingar, viðbragð og sprengikraftur.

 

 
Smelltu fyrir stærri útgáfu
     

Smelltu fyrir stærri útgáfu
  Æfing 2

Sóknarmaður gegn varnarmanni + markmaður. Sóknarmaður reynir að skjóta öðrum af boltunum tveim í miðjunni. Eftir það verður hann að spretta að öðrum hvorum boltanum lengra frá og skjóta honum á mark. Varnarmaður má aðeins blokkera fyrra skotið en vera á undan í þann bolta sem að sóknarmaður ætlar að skjóta lengra frá.

Áhersla: gabbhreyfingar, viðbragð, sprengikraftur og sprettur.

 

   
2) Hraðaþjálfun í leikformi - hraði og tímasetning

Æfing 1

Sóknarmaður sendir til þjálfara/sendi. og tekur sprett út fyrir keilu áður en hann stingur sér inn fyrir. Varnarmaður leggur af stað um leið og sóknarmaður sendir til þjálfara. Þjálfari stingur boltanum inn fyrir sóknarmann sem reynir að klára með því að skora á meðan að varnarmaður reynir að ná sóknarmanni og verjast. Hægt að vinna með rangstöðu, þ.e. að sóknarmaður má ekki stinga sér fyrr en að þjálfari/sendir er búinn að senda boltann inn fyrir. Vinna frá báðum áttum.

Áhersla: Langur sprettur, halda hraða klára hratt.

Útærslur: Liðakeppni eða parakeppni.

 
Smelltu fyrir stærri útgáfu
     

Smelltu fyrir stærri útgáfu
  Æfing 2

2 varnarmenn gegn 3 sóknarmönnum(hægri og vinstri kantur og senter). Sendir (miðjumaður) sendir boltann til skiptis út á hægri og vinstri kant. Eftir það þarf sóknin að klárast hratt annaðhvort með því að sóknarmaður fær boltann með fyrirgjöf inn fyrir varnarmennina eða í fótinn fyrir framan þá. Æfing klárast með markskoti eða með því að varnarmenn vinna boltann.

Áhersla: Lesa leikinn, tímasetning, klára færi

 

   
3) Hraðaúthaldsþjálfun

Æfing 1

2 lið með markmönnum. Innan hvors lið para útileikmennirnir sig saman. Parið sem sækir verður að spretta tilbaka, aftur fyrir keilur áður en það getur farið að verjast. Nýtt par kemur inná um leið og andstæðingarnir hafa skotið á mark eða misst boltann.

Fjöldi leikmanna: Fjöldi leikmanna í liði fer eftir því hlutfalli, ákefð/hvíld (1/5 - 1/10) sem þjálfarinn vill hafa.

Áhersla: hraðaúthald, sækja hratt og klára sókn og spretta aftur í varnarstöðu.

Útfærslur: Ákveðinn tími, ákveðin fjöldi marka, ákveðin fjöldi endurtekninga hjá hverju pari.

 
Smelltu fyrir stærri útgáfu
     

Smelltu fyrir stærri útgáfu
  Æfing 2

2 lið með 5 útileikmönnum og markamanni. Stærð vallarins er tvöfaldur vítateigur. Fyrst er spilað 3 á 3, svo 2 á 3 svo 2 á 2 svo 3 á 2 og svo framvegis.

Áhersla: hraðaúthald, skapa og nýta færi, varnarvinna.

Útfærslur: Liðið sem skorar fer út af vellinum eftir 3 markskot eða eftir ákveðinn tíma.

 

   
     

 

Valdimar Pálsson

Valdimar er fæddur 29. janúar 1968 á Akureyri. Hann var leikmaður upp alla flokka hjá Þór Akureyri. Hann byrjaði að þjálfa á Dalvík 1991, m.fl kvk og 6.fl kk. Frá árinu 1996 til 1999 var Valdimar spilandi þjálfari með Létti frá Reykjavík. Árið 2001 sá hann um þjálfun á yngri flokkum Magna á Grenivík. Eftir það sumar tók Valdimar við þjálfun kvennaliðs Þór/KA/KS sem náði sínum besta árangri síðastliðið sumar í efstu deild. Hann mun þjálfa liðið áfram í sumar. Valdimar hefur lokið A og B stigi KSÍ.  Valdimar var kosinn þjálfari ársins í efstu deild kvenna 2002 hjá KÞÍ.

 

     
 

Æfing 1

Markmið: Æfa snúning með leikmann í bakinu.

Aldur: Hentar öllum aldursflokkum

Svæði/áhöld: 20 m. x 20 m. og einn bolti.

Útskýring: Tveir sóknarmenn A og tveir varnarmenn B inní reit. sitt hvoru megin við reitinn eru tveir leikmenn C og D. Annar sóknarmaðurinn A og annar varnarmaður B vinna í einu. Leikmaður C byrjar með boltann og sendir hann á sóknarmanninn A sem reynir að snúa með varnarmanninn B í bakinu og senda boltann á leikmann D hinum megin við reitinn. Varnarmaðurinn reynir að varna því að sóknarmaðurinn nái að senda boltann.

 

 
Smelltu fyrir stærri útgáfu
     

Smelltu fyrir stærri útgáfu
  Æfing 2

Markmið: Æfa samvinnu sóknar- og varnarmanna.

Aldur: Hentar öllum aldursflokkum.

Svæði/áhöld: Vítateigur, mark og bolti.

Útskýring: Fimm leikmenn stilla sér upp á vítateigslínuna. Tveir varnarmenn og tveir sóknarmenn eru inní teignum. Leikmaðurinn á vítateigsboganum sendir bolta á annan hvorn sóknarmanninn, en þeir vinna saman og hafa auk þess fimm batta til hjálpar við að reyna að skora framhjá tveimur varnarmönnum og markmanni. Tímalengd æfingar fer eftir aldri leikmanna.

 

   
Æfing 3

Markmið: Æfa snúning eftir uppstökk, skot á mark á hlaupum og einbeitingu.

Aldur: Hentar öllum aldursflokkum.

Svæði/áhöld: hálfur völlur, bolti og mark.

Útskýring: Röð leikmanna á miðjuboganum. Markmaður í markinu. Fremsti leikmaðurinn A fer á vítateigsbogann, hleypur að röðinni B og fær sendan háan bolta sem hann hoppar uppí og skallar til baka í fangið á þeim sem kastaði. Eftir að hafa skallað boltann snýr hann sér snöggt við og tekur sprett inní vítateiginn, fær háan bolta frá þjálfara Þ sem hann skýtur á mark og fylgir eftir skotinu. Sá sem sendi háa boltann fer nú á vítateigsbogann og síðan koll af kolli.

 
Smelltu fyrir stærri útgáfu
     
     

 

Jón Pétur Róbertsson

Jón Pétur er fæddur 14. janúar 1962 á Selfossi. Hann lauk námi í Íþrótta- og tómstundafræði frá Lýðháskólanum í Gautaborg sumarið 2002. Jón Pétur hefur búið og starfið í Gautaborg frá 1990, fyrir utan tvö ár þegar hann kom heim 1998 og starfaði fyrir Keflavík sem yfirþjálfari yngri flokka félagsins. 1999 starfaði hann fyrir KA og þjálfaði 3. og 4. flokk karla ásamt því að vera íþróttafulltrúi félagsins. 2000 tók hann að sér að þjálfa 2. og meistaraflokk karla hjá sameiginlegu liði Huginn / Höttur ásamt því að vera framkvæmdastjóri liðsins.

Jón Pétur hefur alfarið menntað sig hjá Knattspyrnusambandi Svíþjóðar og hefur náð UEFA Basic og Advance Level sem mótsvarar minnst E-stigi KSÍ. Jón Pétur hefur starfað frá 1994 fyrir félög eins og Gunnilse IS, V-Frölunda og Örgryte IS í Gautaborg og aðallega unnið með aldurshópinn 16 - 19 ára. Einnig hefur hann unnið fyrir knattspyrnusamband Gautaborgar við hæfileikamótun 12 - 14 ára drengja. Jón Pétur mun þjálfa 3. flokk karla hjá Fylki árið 2003.

 

     
 

Æfing 1 – Sending – Móttaka – Skot Markmið: Tvær snertingar á móttöku og skot, fyrsta snerting mikilvæg með að samtímis taka á móti boltanum og leggja fyrir skotfót.

Lýsing: Vellinum/svæðinu er skipt í tvö hólf. Fjórir hópar ca. tvo metra frá stönginni. 1 sendir boltann til 2 sem tekur á móti með fyrstu snertingu og skýtur í annarri snertingu. 1 og 2 skipta síðan um hóp. Sama skeður á hinu svæðinu, 4 sendir og 3 tekur á móti og skýtur á markið. Myndin sýnir skot með hægri fæti, en með að færa boltana til hins hópsins (4-3 og 1-2) og keilurnar í miðjunni færast á ská frá hóp 4 til hóps 1 þá æfir þú skot með vinstri fæti.

Síðan má byggja ofaná æfinguna með því að móttakan sé á lofti og síðan skot. Eða að 1 og 4 í staðinn fyrir að hlaupa bara yfir til hóps 2 og 3 verða varnarmenn einn á móti einum.

 

 
Smelltu fyrir stærri útgáfu
     

Smelltu fyrir stærri útgáfu
  Æfing 2 – Sendingar – Veggspil – Skot

Markmið: Tvöfalt veggspil sem endar með skoti. Veggirnir 1 og 2 hafi tvær snertingar til að æfa móttökuna.

Lýsing: 1 sendir boltann á 3 sem í tveimur snertingar spilar vegg með 2 og síðan 1 og endar með skoti. Færslur leikmanna eru eftir tölunum 1 til 2 og 2 til 3. Myndin sýnir skot með hægri fæti, það að færa 2 yfir á hægri vænginn gerir það að verkum að við getum æft skot af vinstra fæti og annan vinkil á veggspilið. Hópur 1 færir sig síðan í línu með fjærstönginni.

 

   
Æfing 3 – Sendingar – Fyrirgjafir

Markmið: Tvær snertingar á 4, 1 og 3. Þ.e.a.s. móttaka og sending/fyrirgjöf. Tímasetja rétt, bæði hlaupin og sendingarnar og fyrirgjafirnar.

Lýsing: Hópur 2 byrjar æfinguna með sendingu á miðherjann 4 sem í tveimur snertingum sendir á 1 sem í tveimur snertingum sendir á 3 sem á að fá boltann ca. við vítateigshornið. 3 gefur síðan boltann fyrir í tveimur snertingum.

Hlaupin: 2 hleypur í boga í nærstöng og 1 á fjærstöng. 3 fer af stað á sama tíma og 2 sendir boltann á 4. 4 eða miðherjarnir hlaupa beint að marki. Færslur leikmanna eru eftir tölum nema 4 miðherjarnir þeir skiptast á að sækja. Myndin sýnir fyrirgjöf frá hægri. Með því að færa 3 yfir á vinstri kantinn, 4 miðherjann á línu við hóp 1 og boltann til hóps 1 þá sækir þú upp vinstri kantinn með fyrirgjafirnar.

 

Samstarfsaðilar