Þjálfarastörf
 
2007
2006
 
 
 
 
 
 
 
  Arnar Bill Gunnarsson

Þjálfarinn er Arnar Bill Gunnarsson. Íþróttafræðingur frá Laugarvatni 2002. Nam eitt ár í þjálfaraskóla á knattspyrnubraut í Álaborg við Danmarks Trenerskole Aalborg 2002-2003. Útskrifaðist þaðan m.a. með UEFA-A réttindi frá danska knattspyrnusambandinu.

Þjálfaraferill
2001-2002 5. flokkur drengja UMFÁ – Álftanesi
2002-2003 Aðstoðarþjálfari Mfl. Karla Brönderslev IF í Jyllandsserie
2003-2004 3. flokkur drengja FH
2004-....... Aðstoðarþjálfari Mfl. Karla Breiðablik

Þema æfingar: Leikfræði, uppspil.
Sendingar upp völlinn og svo til baka – Upp - niður.

Margir leikmenn vilja snúa með boltann þegar þeir fá hann í stað þess að leggja hann til baka á leikmann sem snýr að marki andstæðinganna. Þessi snúningur getur tekið lengri tíma en stutt sending til baka á leikmann sem sér hvað er að gerast framar á vellinum.

Áhersluatriði:
Það eru mörg atriði sem hafa ber í huga, s.s. tímasetningar hlaupa, móttaka og hvernig “þriðji” leikmaðurinn les leikinn. Það er aldrei gott þegar þjálfarar hafa of mörg atriði í huga á sömu æfingunni, en á þessari æfingu er áhersluatriðið þetta:
Leggja áherslu á að senda ekki þversendingu til baka þar sem hún auðveldar varnarmönnum að komast inn í sendinguna.

Tími: ca. 90 min.
Fjöldi: Að minnsta kosti 12 útispilarar og 2 markmenn
Aldur: 5. flokkur og upp úr
Áhöld: Bolti á mann, vesti, keilur/hattar
Tákn: ____> sending, --------› hlaup, =====› skot

Æfing 1
Upp – niður – sendingaæfing, 15 min.

5 leikmenn og 1 bolti. Leikmaður 1 sendir á 2 sem sendir á ská til baka. Leikmaður 1 sendir upp á leikmann 3 og tekur síðan stöðu 2. Leikmaður 2 fer á eftir sendingunni, fær sendingu á ská til baka og sendir á leikmann 4 og hleypur síðan að keilunni sem leikmaður 4 byrjaði við. Þarna er hringurinn hálfnaður.


Æfing 1 hálfnuð

Seinni helmingur með sama fyrirkomulagi og fyrri helmingur. 4 á 3, til baka og 4 á 1. 1 til baka á 3 og 3 á 5 o.s.frv.


Seinni helmingur æfingar 1

Æfing 2
Upp – niður – skot, 15 min.

10-20 leikmenn, 2-4 markmenn, bolti á alla nema batta.

Sama upp spil og í æfingu 1. Stutt sending fram á við, sent á ská til baka. Lengri sending fram á næsta batta. Fyrsti battinn fer á eftir boltanum, fær sendingu á ská til baka og og skýtur á markið. Batti 1 tekur stöðu batta 2 sem sækir boltann og fer í röð að næsta marki. Æfingin gengur hring eftir hring. Leggja áherslu á að boltanum sé spilað á ská til baka.


Æfing 2, skotæfing í hring

Hægt er að láta framherja vera batta 2 og vera fastan á sínum stað, æfa hann þannig í að mæta bolta og spila til baka.
Þegar líða tekur á æfinguna þá er gott að senda meiri krefjandi bolta á batta 2 eða jafnvel að setja “passívan” varnarmenn fyrir aftan hann.

Æfing 3
Upp-niður spil á 2 vítateiga. 20 min.

A.m.k. 10 útispilarar og 2 markmenn. 10-20 boltar.

Hvort lið er með 1 framherja sem heldur þeirri stöðu í nokkurn tíma. Hann má ekki koma inn á vallarhelming síns liðs. Æfingin byrjar þannig að sending kemur frá endalínu upp á framherjann sem sendir til baka á annan af 2 leikmönnum sem koma hlaupandi frá endalínunni. Þessar sendingar eru fríar, þ.e. varnarmennirnir 2 í hinu liðinu mega ekki koma við boltann fyrr en eftir þessar sendingar. Sóknarliðið eru því 3 leikmenn á móti 2 varnarmönnum og reyna þeir að skora eins fljótt og þeir geta. Sókninni líkur þegar boltinn fer útaf eða við mark eða markmaður nær boltanum.


Æfing 3 – sending upp á framherja og hann sendir til baka á ská.

Æfing 3 – framhald
Þá hlaupa varnarmennirnir út af og 2 liðsfélagar þeirra senda boltann upp á framherja í þeirra liði sem er búinn að koma sér í stöðu. Hann sendir til baka á annan liðsfélaganna sem koma inná. Sóknarmennirnir í hinu liðinu (ekki framherjinn) verða varnarmenn og enn er spilað 3:2. Svona gengur æfingin áfram.


Æfing 3 – liðin skipta um hlutverk, sóknarmenn verða varnarmenn, varnarmenn fara útaf.

Athugið: Ekki gefa sóknarliðinu langan tíma til að ljúka sóknunum.
Hvetjið næsta “hóp” til að vera snöggir að setja boltann í leik áður en sóknarmennirnir sem breytast í varnarleikmenn koma sér í stöðu.
Notið rangstöðu (ekki hjá 5. flokk).

Æfing 4
Upp – niður - spil, 6:6-11:11, 40 min.

Venjulegur fótbolti nema þegar boltinn vinnst í vörn eða á miðju er frí sending fram á framherja eða miðjumann og frí sending frá honum niður á miðjumann, þaðan heldur spilið eðlilega áfram. Leggja áherslu á miðjumennina, að þeir lesi leikinn og séu tilbúnir að fá boltann frá framherjanum eða öðrum miðjumanni.

Það er líka hægt að stoppa leikinn af og til, fá boltann í öftustu línu og leyfa þaðan fría sendingu upp – niður.

 

Samstarfsaðilar