Fréttir


Guðmundur Guðmundsson heldur fyrirlestur fyrir KSÍ A og UEFA A þjálfara

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, heldur fyrirlestur fyrir KSÍ A og UEFA A þjálfara sunnudaginn 12. júlí kl. 12:30-14:30. Fyrirlesturinn verður haldinn í höfuðstöðvum KSÍ, 3. hæð.

Fyrirlesturinn er eingöngu opinn þjálfurum með KSÍ A og/eða UEFA A þjálfaragráðu og er hluti af endurmenntun þeirra þjálfara.

Guðmundur hefur sýnt og sannað að hann er einn allra fremsti þjálfari sem Ísland á í hópíþróttum og það er engin spurning að þjálfarar í hvaða íþrótt sem er geta lært af þjálfara eins og Guðmundi.

Í fyrirlestri sínum fer Guðmundur inn á eftirfarandi atriði:

-          Hvernig handknattleikslandsliðið fór að því að ná toppárangri

-          Hvernig hann notfærir sér leikgreiningu og vídeótækni

-          Að stúdera andstæðinginn

-          Uppbygging liðsheildar

-          Góð ráð til þjálfara

-          Svör við spurningum

Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is eða með því að hringja í síma 510-2977. Fyrirlesturinn kostar 1.500 kr.


Samstarfsaðilar