Fréttir


Breytt dagsetning á KSÍ III þjálfaranámskeiði

14-01-2009

KSÍ III þjálfaranámskeið sem halda átti helgina 6.-8. febrúar hefur verið fært aftur um tvær vikur og verður haldið helgina 20.-22. febrúar. Þessi breyting er tilkomin vegna úrslitakeppni yngri flokka í innanhúsknattspyrnu sem haldin verður 6.-8. febrúar.

 
Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is eða með því að hringja í 510-2977. Dagskrá námskeiðsins verður auglýst síðar.

Vegna þessa mun UEFA B próf sem átti að leggja fyrir laugardaginn 28. febrúar færast aftur til laugardagsins 14. mars.


Samstarfsaðilar