Fréttir


Námskeið - Árangursrík liðsheild: Leiðin að silfrinu

02-02-2009
Á þessu hnitmiðaða þjálfunarnámskeiði mætast sjónarmið afreksíþrótta og stjórnunar í kraftmikilli blöndu tveggja reyndra leiðbeinenda.
  
Kenndar verða aðferðir til að efla liðsheild og samstarfsvilja í fyrirtækjum og stofnunum. Hvað einkennir samstillt lið? Hvað einkennir hugarfar í samstilltum hópi? Hvernig má efla sjálfstraust einstakra liðsmanna og hópsins í heild?
 
 
Á námskeiðinu verður kennd:
- Árangursrík markmiðssetning
- Uppbygging liðsheildar - hugarfar sigurvegarans
- Að takast á við sigra og ósigra
- Lykilatriði til að ná árangri
- Undirbúningur og hvatning: Dæmi frá ÓL 2008
- Að byggja upp sjálfstraust
 
Kennarar: Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik og Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur ÓL-landsliðsins í Peking 2008
 
 Tími: Fim. 12. febrúar kl. 13:00-17:00
 
 Verð: 14.900 kr.
 
 Staður: Endurmenntun, Dunhaga 7.
   

Samstarfsaðilar