Fréttir


Námskeið - Íþróttasálfræði

03-02-2009

Á námskeiðinu, sem ætlað er íþróttafræðingum, sálfræðingum, þjálfurum og öðrum áhugasömum, verður farið yfir helstu grunnatriði íþróttasálfræðinnar. Fjallað verður um kenningar í íþróttasálfræði og hvernig þeir sem starfa með íþróttamönnum geta nýtt þær kenningar til að bæta árangur íþróttamanna.

 

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á eftirfarandi atriði:

 

- Hugarþjálfun og skynmyndir.

- Einbeiting í íþróttum.

- Markmiðssetning íþróttamanna.

- Sjálfstraust.

- Kvíði og spennustig.

- Endurgjöf.

- Samstaða í íþróttum.

 

Námskeiðið verður sent um fjarfundabúnað á Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar svo og á aðra staði sé þess óskað.

 

Kennari: Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur

 

Tími: Mán. 23. feb. kl. 13:00 - 16:00 og þri. 24. feb. kl. 9:00 - 12:00

 

Verð: 15.500 kr.

 

Staður: Endurmenntun, Dunhaga 7.

 

Nánari upplýsingar og skráning hér<http://www.endurmenntun.hi.is/Forsida/Namsframbod/Namskeid/Uppeldisogkennslusvid/Nanarumnamskeidid/176V09> eða í síma 525 4444


Samstarfsaðilar