Fréttir


KSÍ IV haldið á Akureyri

25-02-2009
Helgina 27. febrúar til 1. mars mun Knattspyrnusamband Íslands halda 4. stigs þjálfaranámskeið á Akureyri.  Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir sem lokið hafa KSÍ I, KSÍ II og KSÍ III þjálfaranámskeiðum og skilað fullnægjandi verkefni af KSÍ III.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeiðið á Akureyri en hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is með upplýsingum um kennitölu, heimilisfang, símanúmer og félag.  Einnig er hægt að hringja í síma 510-2977. Námskeiðsgjaldið er kr. 17.000.

Dagskrá námskeiðsins er enn í vinnslu og verður birt síðar.


Samstarfsaðilar