Fréttir


Þjálfaranámskeið í vor og haust

31-03-2009

Helgina 24.-26. apríl mun Knattspyrnusamband Íslands halda 5. stigs þjálfaranámskeið.  Þátttökurétt á það námskeið hafa allir þjálfarar sem lokið hafa KSÍ I, KSÍ II, KSÍ III, KSÍ IV, skilað verkefni af KSÍ III og fengið það samþykkt og fengið að lágmarki 70 stig í skriflega KSÍ B prófinu.

Námskeiðið kostar 20.000 kr. og skráning er hafin. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is. Dagskrá námskeiðsins verður auglýst síðar.

Í haust verður mikið um námskeiðahald. Tvö KSÍ I þjálfaranámskeið verða haldin í höfuðstöðvum KSÍ. Það fyrra er fyrirhugað helgina 25.-27. september og það síðara helgina 9.-11. október.

Einnig verða haldin tvö KSÍ II þjálfaranámskeið og er það fyrra fyrirhugað helgina 16.-18. október og það síðara 30. október-1. nóvember. Þá er fyrirhugað að halda 4. stigs þjálfaranámskeið helgina 6.-8. nóvember. Allar þessar dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

KSÍ mun einnig halda KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið á landsbyggðinni eftir þörfum. Nú þegar hefur verið ákveðið að halda 1. stigs þjálfaranámskeið í Vestmannaeyjum næsta haust en nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir að svo stöddu. Skráning á þessi námskeið hefst þremur vikum fyrir námskeiðin.

Samstarfsaðilar